Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Menning 45
O
g það var þarna sem að
Jules Verne lét innganginn
að miðju jarðar vera,“ hef-
ur maður sagt ótal ferða-
mönnum og bent í áttina
að Snæfellsjökli. En satt að segja
hafði ég aldrei lesið bókina. Ekki
þangað til nú. Hún var fyrst gefin út
hérlendis árið 1944, stytt og breytt,
á þeim tíma þegar það var helst
fundið þýðendum til foráttu að fara
of nálægt upprunalegu verki. Ætl-
ast var til að menn endurskrifuðu
bækurnar sem þeir þýddu, á sama
hátt og Halldór Laxness nánast
breytir Birtingi Voltaire í íslenska
sveitasögu með málfari sínu. Bók
þessi hét þá Leyndardómar Snæ-
fellsjökuls, en hefur nú í fyrsta sinn
verið þýdd í heild sinni á íslensku.
Og í raun ætti hún að vera skyldu-
lesning fyrir alla Íslendinga.
Ekki bara hola í jökli
Ísland er hér meira en bara hola í
jökli. Fyrsti þriðjungur bókarinnar
er ferðasaga um landið og virðist
Verne hafa unnið heimildavinnu
sína vel, þótt hann hafi aldrei
komið hingað til lands. Hann vís-
ar í ferðir franskra vísindamanna
hingað og lýsir bæði staðhátt-
um og þjóðarkarakter af næmni.
Höfðingjunum þykir ekki endilega
dyggð að vera edrú og tala fæstir
við hvern annan sökum innbyrðis
erja. Landsmenn búa við sára fá-
tækt en eru þó fram úr hófi gest-
risnir, svo að gestirnir virðast vera
meira heima hjá þeim en þeir sjálf-
ir eru. Verne virðist vera að skrifa
þjóðfélagsádeilu en hefur um leið
dálæti á íslensku þjóðinni, og er
ekki síður skarpskyggn hér en
þegar kemur að vísindaspádóm-
um sínum.
Eins og Vigdís Finnbogadóttir
bendir á í formála sínum sá Verne
fyrir tunglferðir og kafbáta og
margt af því sem hann skrifaði um
hefur síðar ræst. Þetta á hins vegar
ekki við um þekktustu bók hans
hérlendis. Verne eyðir miklu púðri
í að útskýra fyrir okkur jarðfræðina,
hvers vegna jörðin hitni ekki þegar
neðar dregur heldur geti hún rúm-
að aðra heima og gengur þannig
gegn viðteknum vísindum sam-
tíma síns. Þessar efasemdir reynd-
ust ekki á rökum reistar, en sagan
er góð.
Indiana Jones 19. aldar
Fyrir utan Íslandslýsingarnar er
bókin einnig innsýn í horfin heim,
heim 19. aldar þar sem fólk hafði
geysimikla trú á framförum og
þekkingu þekkingarinnar vegna.
Kortið sem finnst í Heimskringlu
vísar ekki á falinn fjársjóð né held-
ur þarf að bjarga fólki í vanda.
Haldið er af stað fyrir forvitni sak-
ir, og menn leggja sig í lífshættu
til þess eins að læra eitthvað um
heiminn. Erfitt er að ímynda sér
Indiana Jones sýnandi fagi sínu
jafn mikinn áhuga.
Persónur Verne eru fremur ein-
hliða. Prófessorinn, frændi hans og
íslenski leiðsögumaðurinn, Hans,
eru ekki kannaðar mikið, enda er
áherslan annars staðar, á lýsing-
um á landi og þjóð og ekki síst á
hið mikla ímyndunarafl Verne.
Hvorki geimverur né göngin að
miðju jarðar hafa enn sem kom-
ið er fundist á Snæfellsnesi, en við
eigum þó þennan fjársjóð. n
Ekki dyggð að
vera edrú á Íslandi
Skemmtilegar lýsingar Jules Verne á íslenskri þjóð
„Hvorki geim
verur né göngin
að miðju jarðar hafa enn
sem komið er fundist á
Snæfellsnesi, en við eig
um þó þennan fjársjóð.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
Ferðin að
miðju jarðar
Höfundur: Jules Verne
Þýðandi: Friðrik Rafnsson
Útgefandi: Skrudda
283 blaðsíður
Innsýn í horfin
heim Heim 19. aldar
þar sem fólk hafði
geysimikla trú á fram-
förum og þekkingu
þekkingarinnar vegna.
Sá fyrir tunglferðir og kafbáta
Eins og Vigdís Finnbogadóttir bendir á í
formála sínum sá Verne fyrir tunglferðir og
kafbáta og margt af því sem hann skrifaði
um hefur síðar ræst.
Kóreu eftir að vopnahlé var samið
í Kóreustríðinu árið 1953. Á með-
an Norður-Kórea er kommúnískt
alþýðulýðveldi er Suður-Kórea
kapítal ískt framfararíki. Ríkin eru
aðskilin vegna deilna eftir stríðið
en menning þeirra er sameigin-
leg og íbúar líta á sig sem þjóð
þrátt fyrir að deila. Þessi klofningur
landsvæðis og sjálfsmyndar heill-
ar Jacques sem ætlar í ferðalag á
næstu mánuðum að vinna undir-
búningsvinnu fyrir tökur.
Heil sjálfsmynd Íslendinga
„Suður-Kórea er lítið ríki en þrátt
fyrir smæðina þá skara þeir fram
úr. Þeir lögðust á eitt við að koma
landinu úr kreppu, því fylgdi mik-
ið átak sem hefur breytt sjálfsmynd
íbúanna mikið. Það hefur á skömm-
um tíma orðið eitt þróaðasta iðnað-
arsamfélag heims. Eitthvað í
persónuleika fólksins gerir það að
verkum að þeim tekst þetta. Hvergi
er unnið meira á sólarhringnum
og konur njóta meira frelsis þar en
konur í nágrannalöndunum – til
dæmis í Japan þar sem hefðir halda
enn aftur af þeim.
En skuggahliðarnar eru líka
margar, á sama tíma og framfarir
eru hraðar eru sjálfsvíg ungs fólks
tíð, allt samfélagið þrýstir á það að
standa sig. Það geta ekki allir staðið
undir öllum þessum væntingum.
Ég ætla að skoða þennan heim,“
segir Jacques hugsi og bendir á ís-
lenskt samfélag til samanburðar.
„Landsvæðið er svipað að stærð
en hér búa fáir, hér hefur einnig ríkt
kreppa en sýn á lífsgæði er önnur. Ég
hrífst mjög af því hversu heil sjálfs-
mynd Íslendinga er. Hér er enginn
klofningur og þáttur norrænna
sagna í menningu er góður grunnur
sem sameinar þjóðina. Það er fallegt,
þess vegna leita ég hingað. Hér fæ ég
fjarlægðina sem ég þarf og réttu við-
miðin.“ n
Leitar fegurðarinnar
„Ég leita fegurð-
arinnar og bíð
stundum eftir henni,
hún er alls staðar.
Víkinga- og Zen-ópera Sverrir og
Stomu áttu stóran þátt í gerð myndar Debs,
Walking on Sound.