Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 10.–13. janúar 201416 Fréttir mjaðmabeinin n Tröllasaga um baðfatabrýr afhjúpar vandamál n Daðrað við átröskunarmenningu A lvöru karlar byggja brýr. Alvöru konur eru með brýr.“ Svona hljóma hvatningar- orð til kvenna á ljósmynd sem sýna svokallaða bað- fatabrú, eða „Bikini bridge.“ Mynd- ir sem þessa má finna á netinu, en fyrir þá sem ekki þekkja til hugtaksins er um að ræða bil sem myndast við mjaðmabein kvenna þegar þær klæð- ast baðfatabuxum, eða bikiníi. Á fimmtudag kom í ljós að bað- fatabrúar „æðið“ var ginnungaleikur nafnlausra netnotenda á vefsíðunni 4chan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem notendurnir koma slíku efni í loftið og tekst að skapa öngþveiti á netinu. Skipulagður leikur Það sem hér er um að ræða er skipulagður tröllaleikur hópsins, eða „trolling“ eins og það heitir á ensku. Á nokkrum dögum tókst þeim að gera baðfatabrúna alræmda á vefnum. Það gerðu þeir með því að senda út gríðarlegt magn af mynd- um á heimasíður, myndir þar sem konur sáust mynda „brú“ á milli mjaðmabeina sinna. Á sama tíma dældu þeir út upplýsingum um skað- semi þess að reyna að mynda bað- fatabrú og fordæmdu það. Með þessu vildu þeir skapa vandræði og öng- þveiti sem vatt svo sannarlega upp á sig. Fjallað var um málið í öllum helstu erlendu fjölmiðlum í vikunni þar sem það var fordæmt og mikið rætt um mikilvægi þess að konur, sérstaklega ungar stúlkur, fengju upplýsingar um skaðsemi þess að reyna að sækjast eft- ir óheilbrigðum útlitsstöðlum. Flaug hratt Hlutirnir undu hratt upp á sig og fór málið eins og eldur í sinu um netheima og var notað sem megrunarhvatn- ing fyrir marga. Það virkaði sérstak- lega vel þar sem konur voru margar hverjar að hefja matar- og hreyfingar- átak í takt við áramótaheitin. Þá flaug það sérstaklega hátt á samfélagsmiðl- um og gripu margar konur og stúlkur það á lofti, líkt og lærabilið sem rætt er um hér til hliðar. Líkt og DV greinir frá voru tvær íslenskar konur búnar að kynna sér málið og hafði vinur einn- ar þeirra sent henni mynd og ráðlagði henni að gera þetta að markmiði sínu fyrir sumarið og náði því fiskisagan að fljúga til Íslands. Raunverulegt vandamál Á stuttum tíma varð þetta því orðið að raunverulegu vandamáli þar sem ungar konur reyndu að uppfylla óheil- brigða staðla útlitsdýrkunar. Í banda- rískum fjölmiðlum var á fimmtudag bent á hversu megnugir samfélags- miðlar eru í að koma slíkum málum á framfæri og skapa vandamál. Líkur séu á því að konur taki baðfatabrúnni sem einhverju raunverulegu mark- miði og að það verði, líkt og lærabilið, að eftirsóknarverðu líkamlegu atriði. Þeir segja það skelfilegt að á stuttum tíma hafi það orðið að stóru vanda- máli og hafi í raun sprungið í loft upp. Það sé sérstaklega varhugavert á tímum þar sem átröskunarsjúkdómar séu mjög algengir og valdi miklum vandamálum hjá ungu fólki. Ef einhver ætlaði sér að mynda slíkar brýr þurfa konurnar almennt að vera mjög grannar, en algengt virðist vera að ungar stúlkur reyni að kalla fram slíkan líkamsvöxt eða halda í hann, eins og margoft hefur áður komið fram. Myndirnar sem ganga á vefnum, skipta þúsundum. Á margar hverjar þeirra eru skrif- uð hvatningarorð til kvenna um að gefast ekki upp, þeim sagt að strák- ar kunni að meta slíkan vöxt og það bendlað við aukin lífsgæði að ná slíku takmarki. Varasöm þróun En þó svo að baðfatabrúin hafi reynst vera tröllasaga, er útlitsdýrkun alvar- legt vandamál í samfélaginu. Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og formaður Samtaka um líkams- virðingu bendir á að þrýstingurinn á fólk um að vera mjög grannt sé mikill og mjög skaðlegur. „Allt sem ýtir ungu fólki út í að setja sér öfgafull markmið um breytingar á líkamsvexti, er mjög varasamt,“ segir Sigrún. Slík þróun er hættuleg enda getur slíkt ýtt undir neikvætt sjálfsmat, vanlíðan og jafn- vel alvarlegan vanda líkt og átröskun. Öfgafull markmið um breytingar „Það er eins og margir líti framhjá því, í okkar megrunarsjúku menningu, hvað átraskanir eru gríðarlega alvar- legir geðsjúkdómar. Þetta eru geð- raskanir sem getur tekið langan tíma að ná sér af og þær hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel varan- leg áhrif, sem og á öll lífsgæði og lífs- gleði. Þau öfl í samfélaginu sem ýta undir þennan vanda ættu að sæta mikilli gagnrýni. Það er alveg ljóst að þáttur umhverfisins við að stuðla að átröskunum er mjög stór. Það má ekki vanmeta hann eða eða líta svo á að geðsjúkdómar séu bara líffræði- legar raskanir og ekki undir áhrifum frá umhverfinu. „Það er alveg ljóst að umhverfið hefur mikil áhrif á tíðni átraskana í samfélaginu,“ segir hún. Misvísandi skilaboð En skilaboðin sem fólk fær geta einnig verið misvísandi. Í fjölmiðlum má gjarnan lesa greinar þar sem bent er á megrun eða útlitsdýrkun sem vandamál í fréttadálki en á sama tíma er fjallað um leiðir til að grennast í lífsstíls dálkum. „Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á okkur. Það eru rann- sóknir sem benda til þess að stúlkur sem eyða miklum tíma á slíkum miðl- um séu í aukinni hættu gagnvart því að þróa með sér vanda,“ segir Sigrún og bendir á auglýsingaiðnaðinn. „Ef þú birtir ákveðin skilaboð nógu oft þá síast þau inn. Neytandinn, sá sem verður fyrir þessum endurteknu skilaboðum, áttar sig ekki á því að það sé verið að breyta hugarfari hans. Fólk upplifir sig frjálst eins og það eigi sjálft allar sínar hugmyndir, skoðanir og langanir. Fólk upplifir það því oft þannig að áherslan og löngunin í grennri vöxt eða megrun komi frá því sjálfu. En þetta er eitthvað sem er allt í kringum okkur og hefur ótvíræð áhrif á það hvernig við hugsum.“ Sigrún telur þó, þrátt fyrir allt, að siðferðisleg meðvitund almennings sé að aukast og að fólk sé gagnrýnna. „Núna eru þessir hlutir mjög áber- andi allt í kringum okkur, bæði í fjöl- miðlum og samfélagsmiðlum. Já- kvæð afleiðing þess er kannski sú að fólk verður þar af leiðandi með- vitaðra um þessi skilaboð og fer að hugsa á gagnrýnni máta um þau og afleiðingar þeirra á okkur og börnin okkar,“ segir hún. Þráhyggja Sigrún bendir á að skaðlega þrá- hyggju varðandi mat, útlit og líkams vöxt sé ekki síður að finna í líkamsræktargeiranum. „Sumir þjálfarar, einkaþjálfarar og ráðgjafar eru sjálfir ofurseldir þessari matar- og þyngdarþráhyggju. Það er mjög stórt ábyrgðaratriði að þessir aðil- ar séu svo að ráðleggja ungu fólki og hvetja það til hegðunar sem þeim finnst kannski eðlileg, miðað við hversu uppteknir þeir eru sjálfir af þessum hlutum, en eru svo kannski mjög varhugaverðir út frá sjónarmið- um um andlega og líkamlega vel- ferð,“ segir Sigrún. „Fólk getur orðið mjög blint á það hvar mörkin liggja enda er búið að selja okkur þá hug- mynd að heilbrigði felist í ákveðnu útliti sem síðan er reynt að framkalla með öllum tiltækum ráðum, jafnvel á þversagnarkenndan hátt á kostnað heilsunnar.“ n „Öfundsjúkir and- stæðingar“ „Gerðu ástmenn þína stolta, andstæðinga öf- undsjúka,“ segir á þessari mynd, en hvatningarorðin sem sett eru á myndirnar hvetja konur til þess að betrumbæta sig fyrir aðra, svo sem ástmenn sína. Grínið varð markmið „Vinkonur mínar töluðu um þetta og ég gúglaði þetta,“ segir 16 ára nýnemi í menntaskóla. „Það er kannski ekki beint pressa, en það eru samt rosalega margir að tala um þetta,,“ segir hún „Ég heyrði af þessu frá vini mínum,“ segir 22 ára kona og nemandi við Háskóla Íslands. „Hann benti mér á að gúgla þetta og setja á markmiðalistann minn. Ég ræddi þetta við vinkonur mínar og var að grínast með þetta og hélt að þær tækju því þannig. Það mistókst eitthvað og ein ákvað að þetta væri markmið fyrir sumarið,“ segir hún og segist vona að vinkonunni snúist hugur. Hættuleg lærabil Sem áður sagði er netið sterkur miðill þegar kemur að því að miðla upplýsingum. Þeir sem eru virkir á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega í hópum sem snúast að miklu um líkamsrækt eða útlitsdýrkun, verða því sérstaklega varir við þrýstinginn. Fyrir skemmstu var mjög algengt að sjá myndir sem sýndu bil á milli læra kvenna á samfélagsmiðlum. Fylgdu myndunum gjarnan hvatningarorð þar sem konum var uppálagt að gefast ekki upp, halda áfram og ná markmiði sínu, það er að segja, auknu bili á milli læranna. Hugmyndin um lærabilið var tengd við þvengmjóar fyrirsætur á tískusýningum og áttu sem flestar konur að reyna að herma eftir líkamsvexti þeirra. Myndirnar og þessi hugmyndafræði sættu mikilli og harðri gagnrýni og bentu fjöl- margir á að ekki væri hægt að brenna fitu sérstaklega á ákveðnum stöðum líkamans, þó vissulega væri hægt að þjálfa ákveðna líkamshluta sérstaklega. Var bent á að myndirnar minntu mikið á myndbirtingar á sérstökum átröskunarvefsíðum sem hafa verið mjög umdeildar og þykja hættulegar. Myndirnar þóttu skaðlegar, sérstaklega gagnvart ungum áhrifagjörnum konum og stúlkum sem gætu með því reynt að upp- fylla óraunhæfa staðla varðandi útlit sitt. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Það er alveg ljóst að umhverfi okkar hefur mikil áhrif á tíðni átraskana í samfélaginu Endurtekin skaðleg skilaboð „Ef þú birtir ákveðin skilaboð nógu oft þá síast þau inn,“ segir Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur. Hún hefur um árabil barist fyrir líkamsvirðingu og gegn megrunarmenningu. Hún er formaður samtaka um líkamsvirðingu. Svelta sig fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.