Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 55
Lífsstíll 55Helgarblað 10.–13. janúar 2014
Heimur
Hendrikku
Ég var stödd í Mið-Austurlönd-
um eitt sumarið vegna vinnu
minnar þegar ég álpaðist til þess
að kvarta yfir verkjum í mjó-
baki við háttsettan karlmann þar
í landi. Maðurinn þekkti vel til
kóngsins þar og hafði heyrt að
dóttir hans (prinsessan) hefði
leitað til „galdralæknis“ sem bjó
langt fyrir utan höfuðborgina,
nánar tiltekið uppi í fjöllunum.
Prinsessan leitaði aðstoðar
„læknisins“ vegna ófrjósemi og
verkja í hálsi og ofanverðu baki.
Sögunni fylgdi að prinsessan
hafi verið svo ánægð með
árangurinn að hún hefði gefið
galdrakarlinum nýjan trakt-
or fyrir hjálpina. Nema hvað,
auðvitað fannst mér snjallt að
kíkja í smá fjallaferð og heim-
sækja kauða. Ég settist aftan á
forláta pallbíl sem gekk af göml-
um vana. Ég er pínu prímadonna
og var klædd í stuttan sumar-
kjól og háhælaða sandala með
slegið hárið sem fauk í heitum
vindinum aftan á pallbílnum …
rómantískt! Þarna sat ég í um
tvær klukkustundir og var þvílíkt
spennt yfir ævintýrinu sem beið
mín í fjöllunum.
Þegar bíllinn stöðvaðist sá
ég ekkert sem minnti á manna-
byggð. Ég var leidd inn í eins
konar helli sem var hlaðinn að
hluta til úr grjóti. Þar var niða-
myrkur inni en sást glitta í mann
sem sat á forláta teppi með grill
við hlið sér (ekkert rómantískt
við það!).
Já, þetta var grill sem er svip-
að ferðagrilli og á því voru nokkr-
ir grillpinnar sem voru glóandi.
Mér var sagt að að setjast niður á
jörðina fyrir framan manninn og
hann fór með einhverja þulu sem
mér fannst heillandi að hlusta
á. Já, þetta var dagurinn sem ég
yrði verkjalaus og myndi upplifa
kraftaverk í fjöllunum sem voru
svo fjarri heimalandi mínu.
Kjólnum mínum var lyft upp
og ég sá manninn teygja sig í sjóð-
andi grillpinna. Áááái! Ég öskraði
þegar maðurinn hóf að brenna
á mér bakið með grillpinnum.
Hann gerði 32 brunasár á mjóbak-
ið og mér var haldið niðri og talin
trú um að ég yrði verkjalaus á eft-
ir. Eftir brunann fór karlinn með
þulu og byrjaði að hrækja á sárin.
Eftir á velti ég því fyrir mér hvort
hann hafi ekki bara verið að kalla
mig vestræna hóru og brenna mig
vegna þess að ég átti það skilið
verandi kristin, ógift og í allt of
stuttum kjól í þessu landi.
Þessu lauk ekki þarna, ó nei
… ég var nýstaðinn upp og var
að þerra tárin þegar karlhelvítið
réðst á fætur mína og rak
grillpinna í þá í nokkur skipti
og lauk þessum gjörning með
því að hrækja á mig. Ég bara
stóð þarna útbrennd og blaut af
hráka og fannst ég knúin til þess
að greiða vel fyrir þessa með-
ferð. Þar sem ég horfði á trakt-
orinn fyrir utan hellinn, rétti ég
manninum slatta af peningi,
eða sem samsvarar örugglega
árslaunum verkamanns í þessu
landi og þakkaði fyrir þessa öm-
urlegu meðferð.
Brennd með
grillpinnum og
hrækt á
Hendrikka er heimshornavanur fagurkeri sem
lætur allt flakka. Hún tilheyrir „elítunni“, á nóg af
peningum og er boðin í öll fínustu partíin.
Veggfóður í þrívídd
Poppaðu upp heimilið á skemmtilegan hátt
E
f marka má erlend innan-
hússhönnunartímarit, er þrí-
víddarveggfóður að ryðja sér
til rúms. Fjölbreytileikinn er
mikill og úrvalið gott á er-
lendum vefsíðum. Hér heima er úr-
valið takmarkað enn sem komið er,
en með tímanum verður eflaust úr
meiru að moða. Íslendingar fylgjast
vel með tísku og hönnun og verða ör-
ugglega einhver heimili komin með
þrívíddarvegg heima hjá sér á næst-
unni.
Það er gott að hafa í huga að ýkt
útgáfa af slíku veggfóðri getur verið
leiðigjörn og ætti því að gefa slíku
lítið pláss á heimilinu. Til dæmis er
sniðugt að veggfóðra einn lítinn vegg
sem er ekki í augsýn frá rými sem er
mikið notað.
Sterkir litir hafa verið áberandi í
hönnun á síðustu misserum, en nú
eru jarðarlitir það heitasta. Kopar,
silfur og gull er mjög smart að nota á
veggi og passa þessir litir vel við nán-
ast hvaða liti sem er. Það er af sem
áður var þegar það þótti harðbannað
að blanda saman gylltu og silfri til
að mynda. Það getur komið vel út
ef þessum fallegu tónum er blandað
saman við dökkan við.
Með því að poppa upp einn vegg
á heimilinu með flottu veggfóðri er
maður búin að breyta allri stemm-
ingu og útliti heimilisins.
Tekið skal fram að það er vanda-
samt að veggfóðra og því ætti fólk að
kynna sér vel og vandlega hvernig
best er að bera sig að. n
Sterkt Bylgjur
sem minna á hafið í
dökkrauðum lit skapa
sérstaka stemmingu.
Þrívídd Hér fær þrívíddin að njóta sín í
botn. Svona veggfóður gæti orðið leiði-
gjarnt og ætti því að nota slíkt á lítin vegg.
Látlaust Hringform eru
heit um þessar mundir
og er þetta veggfóður því
tilvalið til þess að poppa
upp rými heimilisins.
Glæsilegt Hér
má láta hugann
reika við matar-
borðið.
Jarðarlitir Sandlitir eru alltaf flottir. Tímalaust og afar flott
fyrir augað.
Tíglar Mjög smart og myndi sóma sér vel í svefnherbergi jafnt sem stofu.
Fallegt form Þetta vegg-
fóður myndi sóma sér vel í
forstofu, til dæmis. Látlaust
og rómantískt.