Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 34
34 Fólk Viðtal Helgarblað 10.–13. janúar 2014
Þ
etta byrjar á því að maður
er lítil stelpa og manni
finnst óréttlátt að maður
fái ekki að spila fótbolta og
maður hamast með vin-
konum sínum þangað til að maður
er samþykktur. Og svo heldur bar-
áttan bara áfram, þetta er ólækn-
andi,“ segir Magnea, spurð hvers
vegna hún kaus að fara út á þessa
braut.
„Ég held að ef þú ert femínisti
eða vilt beita þér í réttindabar-
áttu kvenna þá sértu að upplagi
með sterka réttlætiskennd. Þú sérð
óréttlæti í heiminum og að myndin
er eitthvað skökk. Þegar ég var um
tvítugt fór ég sjálf að upplifa hluti
sem mér fannst vera á skjön við
hugmyndir mínar um jafnrétti og
höfðu mjög mótandi áhrif á það
hvernig ég lít á heiminn.“
Magnea segir áhugann á um-
heiminum þó koma að miklu leyti
úr allt annarri átt.
„Ég las Tinnabækurnar alltaf
þegar ég var lítil og ég held að það-
an sé líka kominn þessi áhugi minn
á umheiminum. Tinni var alltaf
að lenda í alls konar ævintýrum á
framandi stöðum, ég las sögurnar
um hann upp til agna,“ segir hún og
brosir.
Rannsakaði flóttamannabúðir
Að loknu BA-prófi í stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands hélt Magnea í
framhaldsnám til Bandaríkjanna
þar sem hún lagði stund á al-
þjóðastjórn og öryggismál með
áherslu á samtímaátök, greiningu
á orsökum þeirra og uppbyggingu
eftir stríð.
„Ég fór sérstaklega að skoða
hlut kvenna í átökum og það of-
beldi sem konur verða fyrir. Meðan
á náminu stóð hlaut ég styrk til þess
að gera rannsókn á stöðu kvenna í
flóttamannabúðum. Ég fór í flótta-
mannabúðir í Ngara í Kagera-hér-
aði í norður hluta Tansaníu, og þar
bjuggu enn 90 þúsund flóttamenn
frá Búrúndí en áður hafði um hálf
milljón flóttamanna frá Búrúndí og
Rúanda verið í búðunum. Ég var að
gera rannsókn á aðgerðum til að
stemma stigu við kynbundnu of-
beldi í flóttamannabúðum í kjöl-
far skýrslna sem komu út í lok
tíunda áratugarins sem flettu ofan
af hræðilegu ofbeldi gagnvart kon-
um á stað sem átti að vera þeim ör-
uggt skjól.“
Magnea Marinósdóttir hefur tileinkað líf sitt því að stuðla að jafnrétti og
kvenfrelsi en hún hefur starfað á vegum Íslensku friðargæslunnar í Afganistan,
Bosníu og Kosóvó við að sinna verkefnum í þágu kvenna. Tinnabækurnar kveiktu
áhuga hennar á umheiminum í æsku og eftir að hafa hlotið eldskírn sína í flótta-
mannabúðum í Tansaníu var ekki aftur snúið.
„Vil hola þennan
feðraveldisstein“
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
Aðdáandi Tinna Magnea las
Tinnabækurnar af miklum móð
sem ung stúlka og segir hún áhuga
sinn á umheiminum að miklu leyti
kominn frá þeim. Mynd SigTRygguR ARi
„Í skotheldu
vesti og
umkringd fjórum
vopnuðum vörðum