Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 26
26 Fréttir Erlent Þ etta hefur gengið afar vel,“ segir Chulah Berkowitz, talsmaður Regenboog Groep, við blaðamann þegar hann hringir til Hollands til að forvitnast um afar frumstætt verkefni á þeirra snær- um. Hugmynd frá starfsmanni almenningsgarðs Í nóvember á síðasta ári komu góðgerðasamtökin Regenboog Groep, Regnbogahópurinn á ís- lensku, á laggirnar verkefni sem miðar að því útvega útigangsfólki vinnu og borga því meðal annars í bjór og sígarettum. Hver og einn starfsmaður fær auk þess 10 evrur fyrir hvern unninn dag, sem eru alls þrír á viku. „Við fengum þessa hugmynd frá starfsmanni sem vinnur í almenn- ingsgarði,“ útskýrir Berkowitz. „Þar var hópur útigangsfólks til trafala og gangandi vegfarendur forðuðust að vera í námunda við garðinn. Drykkjulætin voru mikil. Til þess að leysa vandamál eins og þetta er venjan að biðja útigangs- fólkið vinsamlegast að finna sér annan stað til þess að vera á – og koma þar með vandamálinu yfir á einhvern annan.“ Hjálpin stendur til boða Tuttugu starfsmenn eru á snærum Regnbogahópsins sem kunna afar vel við starf sitt. Uppátæki hol- lensku samtakanna vakti heims- athygli og voru skiptar skoðan- ir á þessari frumlegu lausn við vanda útigangsfólks. Rökstuðn- ingur samtakanna fyrir því hvers vegna þetta væri heppileg lausn fyrir útigangsfólkið var á þann veg að „það væri ekki umkomulaust á götunum, drykki minna, borðaði betur og hefði eitthvað fyrir stafni“. „Ef útigangsfólkið vill sækja sér hjálp til að temja neyslu sína, þá stendur það til boða,“ segir Chulah um meinta gagnrýni. „Viljinn verð- ur hins vegar að koma frá þeim sjálfum. Ef þau vilja ekki hjálp við það, þá er það þeirra ákvörðun. Hver og ein manneskja hefur sinn rétt til að taka ákvarðanir út frá eigin sjónarmiði.“ Virða vilja manneskjunnar Chulah segir að í þessu tilfelli kjósi útigangsfólkið að vera á götunni frekar en að leita sér hjálpar. „Okkar sýn er að virða vilja þeirra sem manneskjur,“ útskýrir Chulah. „Við getum ekki sett pressu á þau og skipað þeim að fara í meðferð. Þau hafa meiri samskipti við fólk í dag en áður og hver veit nema það kveiki vilja til þess að taka meiri þátt í sam- félaginu. Þetta er öllum til góðs, bæði útigangsfólkinu og þeim sem vilja verja tíma í garðinum.“ Þegar útigangsfólkið mætir til vinnu klukkan níu á morgnana fær það tvo bjóra áður en farið er af stað í að hreinsa götur Amsterdam. Í hádeginu fær það heita máltíð og tvo bjóra en í lok dags, klukkan hálf fjögur, síðasta bjórinn, sígarettur og 10 evrur. Sjálft útigangsfólkið segist vera ánægt með vinnuna, en myndi ekki þiggja þessa vinnu ef það væri ekki fyrir bjórinn. „Við höfum ekki haft neinar venjur eða eitthvað uppbyggilegt í mörg ár. Þetta er gott fyrir okkur og gefur okkur tilgang,“ sagði einn þeirra í samtali við fréttastofu AFP. Allir ánægðir „Útigangsfólkið er mjög ánægt og samfélagið sömuleiðis,“ segir Chulah. „Það heldur götunum hreinum og fólk hræðist það ekki jafn mikið og þegar það er í ölæðinu.“ Regenboog Groep sér ekki fram á að stækka hóp starfsmanna sem stendur. Þau verða að stand- ast skuldbindingar sínar, en hins vegar hefur verið brugðið á það ráð að gefa öðru útigangsfólki færi á að skrá sig á biðlista og hafa við- brögðin ekki látið á sér standa. Sextíu manns eru skráðir og bíða óþreyjufullir eftir að komast að. Markmið samtakanna er að hjálpa þeim sem minna mega sín í höfuð- borginni. „Við hjálpum þeim sem eru heimilislausir að finna samastað og fólki sem er á jaðri samfélags- ins. Við gerum okkar besta,“ segir Chulah Berkowitz, talsmaður samtakanna, að lokum. n Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Fá greitt í bjór og sígarettum n Regnbogahópurinn býr til störf fyrir útigangsfólk í Amsterdam n Samfélagið ánægt Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is Ekki lengur til trafala Vegfarendur í almenningsgarðinum hræðast ekki lengur úti- gangsfólkið. „Við hjálpum þeim sem eru heimilis- lausir að finna samastað og fólki sem er á jaðri samfélagsins. Við gerum okkar besta. Að störfum Útigangsfólkið unir sér vel í vinnunni og ekki skemma launin. Geta sótt sér hjálp Chulah Berkowitz, talsmaður Regnbogahópsins, segir að vilji útigangsfólksins til að sækja sér hjálp verði að koma frá því sjálfu. „Ef þau vilja ekki hjálp, þá er það þeirra ákvörðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.