Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 32
32 Umræða Þ að er áhugavert að velta fyrir sér málefnum norður­ slóða í ljósi þeirra orða sem fallið hafa að undanförnu hér á landi síðustu miss­ erin. Norðurslóðirnar eru álitnar, af þeim sem best þekkja til, vera eins­ konar gullkista tækifæra á næstu áratugum. Nú er ég ekki sérfræðingur í mál­ inu, hef einungis áhuga á því sem leikmaður. Það sem vekur fyrst og fremst áhuga minn er sú spurning sem snýr að því hvernig ríkjunum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta á svæðinu tekst að komast að samn­ ingum í þeim efnum. Ljóst þykir að um miklar auðlindir sé að ræða á svæðinu, olíu, gas, allskyns málma og fleira. Og þegar um auðlindir er að ræða, þá hitnar jú oft í kolunum. Stórveldaleikur? Ef dæma má af umræðunni eru það helst Ísland, Bandaríkin, Kanada, Færeyjar, Danmörk, Grænland, Rússland og Noregur sem hafa hvað mestra hagsmuna að gæta. Þá hafa Kínverjar einnig blandað sér í mál­ ið og komið í gegnum norðurskauts­ ísinn á ísbrjótnum Snædrekanum og þannig „stimplað sig inn“ í þetta dæmi. Einnig vakti það mikla athygli sumarið 2007, þegar Rússar settu fána sinn á botni Lomonosov­hryggj­ arins, undan ströndum Rússlands. Í þessari aðgerð fólust þau skilaboð að Rússar ætluðu sér að vera með í þessum „leik.“ Einnig var frétt þess efnis í á mbl.is þann 6. janúar 2014 að Kínverjar hefðu undirritað samn­ ing um vísindasamvinnu við Norð­ urlöndin fimm og að markmiðið sé einmitt, jú, norðurslóðarannsóknir! Fleira mætti ef til vill tína til. Makríllinn Makríl­deilan hefur ekki farið fram hjá neinum. Hún snýst um „auð­ linda“­makríl, sem breytt hefur göngumynstri sínu og er nú í miklu magni í íslensku lögsögunni og haf­ inu í kringum okkur. Evrópusam­ bandið, Íslendingar, Færeyingar, Írar og Norðmenn, deila hvað harðast um makrílinn, enda miklir peningar í húfi. Deilan hefur verið hörð og er enn óleyst. Hér erum að ræða nokkur lönd sem enn fremur eiga hagsmuna að gæta í sambandi við norðurslóðir. Það sem ég velti því fyrir mér er hvernig hagsmunaaðilum á norður­ slóðum muni takast að tækla enn meiri hagsmuni, sem fela í sér enn meiri peninga? Mun það verða gert í gegnum hafréttarsáttmálann, sem um 150 þjóðir eiga aðild að, eða verður það hnefarétturinn og styrk­ urinn sem mun ráða för? Munu t.d. Kínverjar sýna skilning og auðmýkt, ef þeir blanda sér í mál, þar sem bæði Rússar og Bandaríkja­ menn eru með? Kínverjar eru nú þegar byrjaðir að seilast til áhrifa á Grænlandi og á S­Kínahafi eiga Kín­ verjar t.d. bæði í deilum við Japani, Víetnama og Filippseyinga um land (hafsbotn) þar sem talið er að mikil auðæfi sé að finna, t.d. í formi olíu. Allir vita jú að kínverski efnahags­ risinn þarf mikið magn af olíu og hráefnum til að halda dampi (sem og önnur hagkerfi). Rísandi hernaðarveldi Bæði Kína og Rússland hafa einnig verið að efla heri sína og eru með markvissar áætlanir í gangi sem miða að því. Fram til 2020 ætla Rúss­ ar að eyða um 470 milljörðum evra í vopn, þar af átta nýja kjarnorkukaf­ báta og um 100 herskip. Sjálfsagt eru flest öll herskipin hönnuð til siglinga í ís. Kína er einnig rísandi flotaveldi, nokkuð sem það hefur aldrei verið. Talið er að Kína verði jafnvel mesta flotaveldi á Kyrrahafi árið 2020, eða eftir aðeins sex ár! Hvað með Ísland? Og til að stytta mál mitt: Hvar verð­ ur litla Ísland í þessu öllu saman, því sem snýr beint að norðurslóðum og jafnvel þessari stærri sviðsmynd? Hver er t.d. raunveruleg „geta“ Ís­ lands á sviði öryggismála, með Land­ helgisgæslu sem okkur hefur ekki tekist að reka á sómasamlegan hátt undanfarin ár, nema með aðstoð og verkefnum frá Evrópusambandinu? Hvaða aðra getu hefur Ísland til þess að láta að sér kveða í sambandi við þetta nýja „spil“? Málefni norðurslóða er nefnilega ekki hægt að ræða nema þessir þættir verði kyrfilega krufnir til mergjar! Ef svo fer að mikið magn af auðlindum finnst á svæðinu (sem sérfræðingar telja næsta víst) er ljóst að „neista­ flug“ milli hagsmunaaðila getur hæglega myndast. Að sjálfsögðu er það svo að enginn æskir þess að slíkt gerist, en sagan sýnir okkur að manneskjan er árásar­ gjörn tegund sem ver sína hagsmuni með kjafti og klóm. Eru (verða?) norðurslóðir einhver undantekn­ ing frá því? Atburðir og þróun mála á næstu árum mun leiða það í ljós. En það er vissulega rétt að Ísland er landfræðilega í einhvers konar miðju norðurslóða, en hvað með miðju at­ burðanna? n Höfundur er MA í A-Evrópu- fræðum frá Uppsala-háskóla. Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Fórnað á ógnarstóru verðbólgubáli H art er nú vegið að grund­ vallaratvinnuvegi Íslendinga. Gráðugir verkamenn krefjast þess að fá aukinn skerf af kök­ unni, eftir að hafa nánast tvöfald­ að hlut sinn síðustu ár. Myrkraverk vinstristjórnarinnar eru augljós. Laun sjómanna eru svimandi há í samanburði við tekjur, árið 2006 voru laun og launatengd gjöld níu prósent af tekjum! Hlutfallið er ekki svona í annarri undirstöðugrein; fjármálageiranum. Ástæðan er einföld. Gráðugir sjómenn vilja sitja einir að gnægta­ borðinu á meðan útgerðarmenn svelta. Sáralitlar arðgreiðslur valda svo því að útgerðarmennirnir eru svívirtir fyrir það eitt að skammta sér svo þeir eigi salt í grautinn. Andlegar pyntingar hins svo­ kallaða „verkalýðs“ valda at­ vinnurekendum – máttarstólp­ um samfélagsins – hugarangri og svefnleysi. Vilja þeir að samfélagið hrynji í annað sinn, og efnahagur­ inn fuðri upp í ógnarstóru verð­ bólgubáli? Er ekki nóg að lýðurinn hafi valdið efnahagshruni með því að kaupa sér flatskjái? Krafa sumra stóryrtra verka­ lýðsforingja er ekkert minna en fjöregg þjóðarinnar. Þeir vilja af­ henda æstum múgnum það, svo hann geti misþyrmt því að vild. Nýleg dæmisaga sýnir fram á þetta. Jólin voru dimm fyrir eina út­ gerðarkonu í Hafnarfirði. Stál­ skip, holdgervingur þjóðarskútu þar sem samstaða er í forgrunni, gat aðeins greitt eigendum sínum tæpar 158 milljónir í arð í fyrra. Út­ gerðin náði rétt svo að losna undan oki kvalara sinna – skipverja frysti­ togarans Þórs. Hin smávægilega arðgreiðsla er langt undir neyslu­ viðmiðum fyrirmenna í Evrópu, og dugar ekki fyrir leigu ódýrustu svítunnar á Ritz­hótelinu í París. Á Íslandi lepja fyrirmenn­ in dauðann úr skel og verkalýðs­ skrímslið heimtar sífellt meira, þrátt fyrir að hafa valdið efnahagshruni með græðgi sinni árið 2008. n Hvert er þá orðið okkar starf? Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Kjallari „Hvar verður litla Ísland í þessu öllu saman? Neistaflug á norðurslóðum? Svarthöfði „Þessi ríkis- stjórn er eitt allsherjargrín, í boði heimskra og auðtrúa kjósenda.“ „Hanteknir fyrir að mæta í smáralind? Eða fyrir stærstu auglysingu smáralindar ? Eru valdamenn að missa stjórn á sjálfum sér hahahah. Logsins smá menning í kóp og þá verða þeir hanteknir.“ „Hvenær á að leggja niður þessa Riddarakrossa og Fálkaorður?? Bara spyr, er þetta ekki löngu úrelt? Furðulegasta fólk sem er verið að hampa með skrautfjöðrum. Ætti frekar að nota peningana í sjúkrahúsin t.d., þetta er bara snobb.“ 39 28 27 Anna Kristín Hauksdóttir við frétt um að stéttarfé- lagið Drífandi hafi sent frá sér tilkynningu þar sem verðhækkanir opinberra aðila eru gagnrýndar. Sveinbi Súper skildi ekki hvers vegna Vine-stjörnurnar Nash Grier og Jerome Jarre voru handteknir af lögreglu eftir fjölda- uppákomu í Smáralind. Laufey Sigurðardóttir er ekki ánægð með að Unnur Kolbrún Karlsdóttir hafi hlotið riddarakrossinn, en Unnur hafði beðið DV um að fjalla ekki um afbrot Karls Vignis Þorsteinssonar. Þ egar Íslendingar fengu heimastjórn 1904, var kaup­ máttur þjóðartekna á mann hér heima um helmingur af kaupmætti þjóðartekna á mann í Danmörku. Íslendingar voru þá m.ö.o. hálfdrættingar á við Dani. Lífskjör á Íslandi voru þá svipuð og þau eru nú í Gönu. Næstu áratugi náðum við Dönum smátt og smátt. Alþingishátíðarárið 1930 voru lífskjör á Íslandi orðin eins og þau eru nú á Indlandi. Árið 1960 voru lífskjörin hér orðin eins og þau eru nú í Kína. Og 1990 stóðu Íslendingar jafnfætis Dön­ um í efnahagslegu tilliti. Kaupmáttur þjóðartekna á mann er algengasti mælikvarðinn á efna­ leg lífskjör. Þessi kvarði hefur þó þann galla, að hann tekur fyrirhöfnina á bak við tekjuöflunina ekki með í reikn­ inginn. Mikil óhagkvæmni kallar á mikla fyrirhöfn. Kaupmáttur þjóðartekna á hverja vinnustund er betri lífskjarakvarði, því að þá er fyrirhöfnin tekin með í reikninginn. Vandinn er sá, að áreiðan legar og alþjóðlega sambæri­ legar staðtölur um vinnustundir sáu ekki dagsins ljós fyrr en fyrir fáeinum árum. Þetta skiptir máli, því að sumar þjóðir þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum vegna ýmislegrar óhag­ kvæmni, sem á þær er lögð. Eða trúa menn því, að fákeppnin hér heima, sukkið og spillingin kosti ekki neitt? – og það í nýhrundu landi. Varla lengur. Aldrei hafa heimilin þurft svo mjög á hjálp að halda eins og eftir hrun, en landbúnaðarstefnan stendur samt óbreytt með allri sinni óhagkvæmni, sem birtist m.a. í háu matarverði. Áfram skal hlaðið undir útvegsmenn á kostnað skattgreiðenda með gamla laginu, þótt sjávarútvegurinn standi ekki undir nema röskum fjórðungi gjaldeyristekna og margar mikilvægar stofnanir (Háskólinn, Landspítalinn, Ríkisútvarpið o.s.frv.) berjist í bökkum. Ekki bólar enn á samkeppni í banka­ kerfinu, og þannig mætti lengi telja. Hér eru eina ferðina enn þrjár myndir, sem lýsa vandanum í hnot­ skurn. Fyrsta myndin sýnir, að Ísland dróst skyndilega aftur úr öðrum Norður löndum í hruninu 2008 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Þessi mynd er þó því marki brennd, að hún tekur ekki mið af því, að starfandi Ís­ lendingar vinna mun lengri vinnu­ viku en starfandi menn annars staðar um Norðurlönd. Myndin tekur ekki heldur mið af því, að mun hærra hlut­ fall fólksfjöldans er starfandi hér en á öðrum Norðurlöndum (um 75% hér á móti rösklega 60% þar að jafnaði). Miðmyndin sýnir, að á Íslandi þurfa menn að vinna lengri vinnuviku og lengri hluta ævinnar að jafnaði, þ.e. mun fleiri vinnustundir á mann á heildina litið, til að ná endum saman. Þriðja myndin er leidd af fyrri myndunum tveim. Hún sýnir, að Ís­ land byrjaði að dragast aftur úr öðr­ um Norðurlöndum löngu fyrir hrun í efnahagslegu tilliti, ef kaupmáttur þjóðartekna á hverja vinnustund er hafður til marks. Hrunið var bara ein afleiðing og birtingarmynd landlægrar óhag­ kvæmni, sem hefur dregið lífskjör almennings svo langt niður, að Ís­ lendingar eru nú ekki nema rösklega hálfdrættingar á við Dani mælt í kaup­ mætti þjóðartekna á hverja vinnu­ stund líkt og var um aldamótin 1900. Gleðilegt ár. n Þorvaldur Gylfason Af blogginu Skýringar- mynd Kaupmáttur landsfram- leiðslu á mann (Bandaríkja- dollarar) Mynd SKjÁSKot Af bLoGGSÍðu ÞoRvALdAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.