Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 10.–13. janúar 2014 „Besta frjó- semisleið ever“ „Á von á sínu fimmta Bollywood- barni í sumar!“ skrifar Margrét Erla Maack á Facebook- síðu sína. Margrét hefur kennt Bollywood- dans við góðan orðstír í Kram- húsinu og greinilegt að dans- inn örvar frjósemi. Fjölmargir nemendur Margrétar hafa orðið barnshafandi eftir að hafa byrj- að að æfa dansinn. Fréttakonan Helga Arnardóttir er meðal þeirra en hún skrifaði við stöðuuppfær- sluna: „Telurðu mitt með? Var í Bollywoodtímum hjá þér í janú- ar og febrúar í fyrra og dísin mín kom undir þá. Besta frjósemis- leið ever.“ Breyttist í konu Svo virðist sem vinsældir snjall- símaforritsins Vine ætli engan endi að taka en mikið hefur far- ið fyrir skemmtilegum örmynd- böndum á netinu undanfarið auk þess sem Vine-stjörnur virðast vera það heitasta í dag. Sjón- varpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson bregð- ur einmitt á leik í einu stuttu myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á dögun- um. Í myndbandinu, sem er ekki meira en fjórtán sekúndur, sést Björn Bragi bera á sig rakakrem fyrir konur. Óhætt er að segja að afleiðingarnar séu ansi óvænt- ar þar sem Björn breytist í kven- mann við notkun rakakremsins og hefur myndbandið uppskorið mikið lof á Facebook-síðu Björns. Trúlofun í New York Fréttakonan Hrund Þórsdóttir, sem starfar á fréttastofu Stöðvar 2, trúlofaði sig í New York um áramótin. Hennar heittelskaði, ljósmyndarinn Óskar Páll Elfars- son, skellti sér á skeljarnar um áramótin. Hann bað hennar á miðnætti á Times Square en eins og margir vita safnast þar saman mikill fjöldi til þess að telja inn nýja árið saman. „Þetta var magnað augnablik,“ segir hún í samtali við Séð og heyrt þar sem sagt var frá þessu. Björk vel efnuð E in skærasta stjarna Ís- lendinga, söngkonan Björk Guðmundsdóttir, er meðal ríkasta tónlistarfólks heims ef marka má fregnir erlendra fréttamiðla. Eignir Bjarkar eru metn- ar á 45 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt vefsíðunni Celebrity- NetWorth.com og eru því meiri en margra frægra einstaklinga á borð við Emmu Watson, Chad Kroeger og Hugh Hefner. Vel efnuð Björk Guðmundsdóttur þarf vart að kynna, en hún hefur verið með fræg- ustu Íslendingum heims um margra ára skeið. Björk á farsælan feril að baki og hefur greinilega efnast vel á ferlinum því eiginfé hennar er metið á 45 milljónir Bandaríkjadala, en það gera um 5,2 milljarða íslenskra króna. Björk er 48 ára, en hún náði heimsfrægð á tíunda áratug síðustu aldar og hefur allar götur síðan verið eitt helsta kennileiti útlendinga um land og þjóð. Á ferlinum hefur hún gefið út sjö plötur, samið tónlist fyrir tvær kvikmyndir, leikið í kvikmynd og spilað á tónleikum um allan heim svo eitthvað sé nefnt, en nýjasta plata hennar, Biophilia, vakti mikla athygli er hún kom út árið 2011. Ríkari en Watson Björk er ofar á listanum en mörg þekkt nöfn. Eiginfé hennar er til að mynda 15 milljónum Bandaríkja- dala meira en Chads Kroeger, söngv- ara hljómsveitarinnar Nickleback, og 5 milljónum meira en eigin- fé bresku leikkonunnar Emmu Watson. Verður það að teljast nokkur góður árangur í ljósi þeirrar gríðar- legu vinsælda sem kvikmyndirnar um Harry Potter og félaga hlutu og þess varnings sem selst hefur í kjöl- farið. Hún er auk þess ríkari en Hugh Hefner, stofnandi Playboy-tímarits- ins, en eiginfé hans er metið á 43 milljónir dollara, sem gera um 5,1 milljarð króna. Þau eru ríkust Þrátt fyrir að vera í efri hluta listans yfir ríkustu stjörnur heim komast auðæfi Bjarkar ekki nálægt eignum þeirra allra ríkustu. Breska söngkon- an Madonna trónir á toppnum sem ríkasti tónlistarmaður heims og er eiginfé hennar metið á 650 milljón- ir Bandaríkjadala, eða um 79,3 millj- arða króna. Það er því rúmlega 14 sinnum meira en eiginfé Bjarkar. Á hæla Madonnu kemur tónlistarfólk á borð við Michael Jackson, Mariuh Carey, Luciano Pavarotti og Gloriu Estefan en eiginfé þeirra allra er meira en 500 milljónir Bandaríkja- dala, sem gera um 60 milljarða ís- lenskra króna. n n Eiginfé hennar metið á 5,2 milljarða króna n Ríkari en Hugh Hefner „Erfitt að segja að það sé uppselt“ Birna Jónasdóttir er rokkstjóri Aldrei fór ég suður É g er bara að koma mér inn í starfið, það eru engar drastískar breytingar ennþá en við sjáum hvað verður,“ segir Birna Jónasdóttir sem verð- ur rokkstjóri ísfirsku tónlistarhá- tíðarinnar Aldrei fór ég suður í ár sem haldin verður föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska, eða 18. og 19. apríl. Undirbúnings- nefnd Aldrei fór ég suður hittist á milli jóla og nýárs og undirbún- ingurinn því kominn á fullan skrið og þar á meðal hafa hljómsveitir nú þegar sótt um að fá að spila á hátíðinni. „Það er alveg góður slatti búinn að sækja um og sérstaklega í þessari viku. Umsóknunum hefur rignt inn og það verður erfitt starf fyrir valnefndina,“ segir Birna en hljómsveitir sem hafa áhuga á að leika á hátíðinni geta sent umsókn sína á tölvupóstfangið aldrei@ aldrei.is með upplýsingum um sveitina og ekki skemmir fyrir ef tóndæmi fylgja með. Hátíðin var fyrst haldin árið 2004 og fagnar því tíu ára afmæli í ár. Birna er uppalinn Ísfirðingur og hefur því ágætis reynslu af þessari hátíð ásamt því að hafa unnið með Jóni Þór Þorleifssyni, rokkstjóra síðustu þriggja hátíða, við hátíð- ina í fyrra. Hún segir hátíðina afar mikilvæga fyrir samfélagið. „Þetta er rosastórt fyrir Ísa- fjarðarbæ og Ísafjörð og bæjarfé- lögin í kring, bæði Bolungarvík og Súðavík. Það er fólk sem kemur og fyllir alla gististaði á tíma sem var kannski pínu daufur áður. Það var ekki verið að nýta alla gistiaðstöðu og það var ekki jafn mikið að gera í verslunum á þessum tíma áður en hátíðin komst á laggirnar,“ segir Birna en líkt og venjulega er frítt inn á hátíðina. „Ég var spurð að því hvort það væri ekki orðið „fullt fyrir fólk“. En það er erfitt að segja að það sé uppselt ef það er ekki selt inn. Ég hvet nú samt fólk til að vera tíman- lega að verða sér úti um gistingu því það eru ansi margir sem mæta á svæðið og það sem stoppar fólk helst frá því að mæta er að redda sér gistingu.“ n birgir@dv.is Vel efnuð Eiginfé Bjarkar er metið á 45 milljónir Banda- ríkjadala. Ekki jafn rík og Björk Emma Watson sló í gegn í myndunum um galdradrenginn Harry Potter og félaga. Ríkust allra Madonna er ríkasti tónlist- armaður í heimi. Frítt inn Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, hvetur þá sem ætla á hátíðina til að panta gistingu í tíma enda að venju margir sem leggja leið sína vestur um páskana. Mynd HalldóR SVEinBJöRnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.