Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Síða 4
Vikublað 11.–13. mars 20144 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Sjúklingar rotaðir með kylfum Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að heilbrigðisstarfsfólk í Sýr- landi hefur þurft að taka þátt í hrottalegum lækningarað- ferðum vegna þess hve laskað heilbrigðiskerfið í landinu er orðið. Börn eru aflimuð vegna tækjaskorts, nýburar deyja í hitakössum þegar rafmagn dettur út og sjúklingar eru rotað- ir með málmkylfum þegar svæf- ingalyf vantar. Þá fá sjúklingar blóðgjöf manna á milli. Skýrslan heitir A devastating Toll: the Impact of Three Years of War on the Health of Syria's Children. Í henni kemur fram að farsóttir herji á milljónir barna sem óvarin eru gegn margs kon- ar lífshættulegum sjúkdómum. Börn deyja vegna sjúkdóma sem áður hefði verið hægt að með- höndla eða koma í veg fyrir. Matvöruverð hækkar Samkvæmt verðkönnun verð- lagseftirlits ASÍ hefur mat- vöruverð hækkað umtalsvert síðastliðið eitt og hálft ár. Til að mæla verðlag eru fimmtíu og tvær vörur bornar saman í níu verslunum um land allt. Í verðlagskönnun sem gerð var í lok febrúar kom í ljós að mest hækkun var á grænmeti, ávöxt- um, mjólkurvöru og pylsum. Könnunin var gerð í Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup- um, Iceland, Samkaupum - Úr- vali, Hagkaupum, 10-11 og Nóa- túni. Mesta hækkunin á verði matvöru var í Iceland. É g er margbúin að segja það að ákvörðunin var ekki borin upp í bankaráði Seðlabank- ans ekki frekar en ýmislegt annað sem að verið er að taka ákvarðanir um frá fundi til fundar,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, fyrrver- andi formaður bankaráðs Seðla- banka Íslands, í samtali við DV. Meðan hún var formaður banka- ráðs tók hún þá ákvörðun að bank- inn myndi greiða málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í málaferlum hans gegn bank- anum. Hann segir að hann hefði ekki áfrýjað dómi héraðsdóms ef honum hefði ekki verið lofað að málskostnaður hans yrði greiddur af bankanum. Lára tók þá ákvörðun án samráðs við bankaráð. Kostn- aður vegna málsins nemur í það minnsta fjórum milljónum króna. „Bankaráð hefur ekki komið saman síðan þetta mál kom upp en fyrsta skrefið hlýtur að vera að ráð- ið fari í gegnum staðreyndir í málinu og þegar það liggur fyrir taka menn ákvörðun um hvort það fari fram rannsókn,“ segir Jón Helgi Egilsson sem situr nú í bankaráði spurður um hvort málið verði sett í rannsókn. „Tók ég á mig mikil óþægindi“ Már Guðmundsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV að hann hefði ekki tekið við greiðslu Seðla- bankans vegna málsins ef honum hefði ekki þótt það eðlilegt. „Það var metið mikilvægt fyrir bankann sem stofnun að fá úr þessu skor- ið. Því til viðbótar varðar það jafn mikið hagsmuni seðlabankastjóra framtíðarinnar og mína, og kannski meira. Persónulega tók ég á mig mikil óþægindi vegna þessa mála- reksturs. Svarið er því já, enda hefði ég ekki tekið það í mál ef mér þætti það óeðlilegt,“ skrifar Már. Hann segir auk þess að hann hefði ekki áfrýjað til Hæstaréttar hefði hann ekki haft vilyrði fyrir því að hann bæri ekki fjárhagslega áhættu. „Í síðasta lagi þá taldi ég mig hafa vissu fyrir þessu,“ skrifar Már. Ekki borið upp í bankaráði Már höfðaði mál gegn Seðlabank- anum árið 2009 þar sem hann taldi kjararáð ekki hafa heimild til að skerða laun hans eftir að hann var skipaður í embættið. Hann tap- aði því máli bæði fyrir héraðsdómi sem og Hæstarétti. Í kjölfar þess tók Lára þá ákvörðun að Seðlabank- inn myndi borga málskostnað Más þrátt fyrir að hann hefði tapað mál- inu fyrir dómstólum. „Ef þú lest yfirlýsinguna þá kem- ur þar fram að ég hafði gert banka- ráðinu grein fyrir rekstri málsins allan tímann. Það er enginn sem dregur það í efa,“ segir Lára. Hún staðfestir að hún hafi ekki borið þessa ákvörðun undir bankaráð. Lára tók ákvörðunina Svo virðist sem enginn annar stjórnarmaður bankaráðs, að Láru frátalinni, hafi vitað að Seðlabank- inn hafi borgað málskostnað Más. Bæði Hildur Traustadóttir sem og Katrín Olga Jóhannesdóttir, sem sátu báðar í bankaráði Seðlabank- ans, hafa sagt að Lára hafi ekki upplýst ráðið um hvernig staðið væri að málskostnaði Más. „Það er rétt að Lára upplýsti bankaráð um framganginn en það kom hins vegar aldrei inn á borð bankaráðs að fjalla um að Seðlabankinn ætti að borga málskostnað Más,“ sagði Katrín Olga í samtali við Vísi um helgina. Orð þeirra stangast því á við fréttatilkynningu Láru þar sem hún sagði bankaráð hafi verið „upplýst um stöðu þessa dómsmáls og hafði öll tök á að fylgjast með málinu.“ Lára virðist því hafa staðið ein að þeirri ákvörðun að Seðlabankinn greiddi málskostnað Más. „Fullkomlega eðlilegt“ Spurð hvort henni þyki eðli- legt að Seðlabankinn hafi greitt málskostnað Más segist hún ekki hafa gert neitt sem reglur bankans gera ekki ráð fyrir. „Það hefur aldrei verið dregið í efa að ég hafi ver- ið að gera eitthvað annað en regl- ur bankans gera ráð fyrir. Þetta var alveg fullkomlega eðlilegt. Fólk get- ur ekki slitið hlutina svona úr sam- hengi, þetta er náttúrlega mál sem nær yfir langt tímabil, mál sem þró- ast með ákveðnum hætti. Þetta þróast úr því að það er uppi ágrein- ingur og það er leitað eftir lögfræði- áliti. Þegar það liggur fyrir er ekki hægt að taka ákvörðun á grund- velli þess. Þess vegna var ekki um annað að ræða en að fara með mál- ið fyrir dómstóla. Við gátum ekki setið uppi með þennan ágreining óleystan,“ segir hún. Bankaráð Seðlabankans mun funda næstkomandi fimmtudag um málið. n Hefði ekki áfrýjað án vilyrðis bankans Lára V. Júlíusdóttir segir „fullkomlega eðlilegt“ að Seðlabankinn hafi borgað málskostnað Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Lára segir ekkert óeðlilegt við það að hún hafi ekki látið bankaráð vita að Seðla- bankinn myndi greiða málskostn- að seðlabankastjóra í málaferl- um gegn Seðlabankanum. Mynd SigTryggur Ari Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Við gátum ekki setið uppi með þennan ágreining óleystan. Landsþing að baki bréfinu Guðmundur Steingrímsson segir Sigmund davíð fara frjálslega með staðreyndir S igmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra sagði í Kastljósi í síðustu viku að bréf sem hann skrifaði und- ir og sendi til kjósenda und- ir eigin nafni fyrir kosningarnar 2009 hefði verið „sett fram af hópi“ sem hefði síðan yfirgefið flokkinn. Í bréf- inu var stefna Framsóknarflokks- ins í Evrópumálum rakin. Þar kom fram að Framsóknarflokkurinn væri eini flokkurinn sem hefði markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, var í Fram- sóknarflokknum á þeim tíma sem bréfinu var dreift til kjósenda. Hann segir innihald bréfsins hafa byggt á ákvörðun sem flokksmenn tóku með kosningu á einhverju stærsta lands- þingi Framsóknarflokksins í manna minnum. Því sé erfitt að átta sig á því hvað forsætisráðherra eigi við þegar hann talar um einhvern óljósan hóp manna. Ef ekki sé um stórbrotna sögufölsun að ræða hjá forsætisráð- herra, sé þetta allavega mjög frjálsleg túlkun á staðreyndum málsins. Hann segist ekki kannast við það að Sigmundur Davíð hafi lagst eitt- hvað sérstaklega gegn því að fjallað væri um stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum fyrir kosningarnar 2009. Ef hægt sé að tala um tiltekinn hóp í þessu samhengi, þá hafi ein- faldlega verið um að ræða fólk sem vann að því að Framsóknarflokk- urinn stæði við stefnu sína og sækti um aðild. Sá hópur hafi ekki unnið fyrir luktum dyrum, heldur byggt af- stöðu sína á skýrri samþykkt flokks- þings. n jonbjarki@dv.is Frjálsleg túlkun Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir forsætis- ráðherra túlka staðreyndir heldur frjálslega. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.