Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Page 13
Vikublað 11.–13. mars 2014 Fréttir 13
Hafðu samband!
Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is
Berglind Guðrún Bergmann berglind@dv.is
Þórdís Leifsdóttir thordis@dv.is
Tryggðu þér auglýsingapláss!
Fermingarblað DV
kemur út með helgarblaðinu
14.mars og verður
aðgengilegt frítt
inn á dv.is.
viðskipti sem virðast við fyrstu sýn
gjörólík en tengjast bæði vélfræði-
menntun Steingríms. Annars vegar
er það vegna fyrirtækis sem set-
ur upp vindmyllur til framleiðslu á
raforku, en hins vegar vegna kaupa
á dýrasta skipi Íslandssögunn-
ar. Fyrir tækið Biokraft ehf. er í
eigu hans og Snorra Sturlusonar
en starfsemi þess hófst árið 2012.
Þeir félagar höfðu lengi haft hug-
myndina í kollinum og ákváðu á
endanum að slá til þegar tækifæri
gafst. Fyrst vildu þeir félagar setja
upp vindmyllur í landi Vorsabæjar
í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ná-
grannar voru hins vegar óánægðir
með þau áform, enda sjónmengun
af svo stórum mannvirkjum en hæð
þeirra er svipuð Hallgrímskirkju.
Því næst sneru þeir sér til
Þykkvabæjar, þar sem viðbrögð-
in voru heldur betri. Til stendur
að reisa tvær vindmyllur á iðnað-
arsvæði, norðan við Kartöfluverk-
smiðjuna en nákvæm tímasetning
hefur verið á reiki. Fyrst var áætl-
að að setja þær upp síðasta sumar,
því næst í nóvember en nú er út-
lit fyrir að þær verði ræstar í byrj-
un sumarsins. Mannvirkin komu
til landsins í lok febrúar og verða
nú sett upp, en þegar hefur ver-
ið samið við Orkuveitu Reykjavíkur
sem kaupir rafmagnið, auk þess að
fá upplýsingar um uppbyggingu og
rekstur myllnanna. „Hann er fram-
sýnn, ævintýragjarn og klár náungi,
en einnig mjög kappsamur. Þegar
hann á í hlut er búið að hugsa dæm-
ið til enda áður en lagt er af stað,
jafnvel þótt hugmyndirnar séu oft
mjög stórar. Hann vill frekar fram-
kvæma en tala um hlutina“ segir
Snorri í samtali við DV.
n Keypti dýrasta skip Íslandssögunnar n Setur upp vindmyllur á Suðurlandi n Duglegur markaðsmaður
Dýrasta skip Íslandssögunnar
Á svipuðum tíma og Biokraft komst
í fréttirnar tilkynnti Össur Skarp-
héðinsson, þáverandi utanríkis-
ráðherra, að búið væri að semja um
kaup á dýrasta skipi sem Íslending-
ur hefur fjárfest í. Íslendingurinn sá
reyndist vera Steingrímur, en hann
festi kaup á þjónustuskipi fyrir olíu-
iðnað í nafni Fáfnis Offshore. Skipið
kostar í kringum sjö milljarða króna
og mun reynast vel í olíuleit og olíu-
vinnslu. Það er ákaflega vel búið,
sérstaklega styrkt fyrir siglingar í
norðurhafi og fært um að halda
stöðugleika í erfiðum aðstæðum.
Össur sagði sjálfur að þarna væri
um tímamót að ræða, og að með
þessu yrði Ísland tilbúið til þess að
mæta tækifærum sem gætu skap-
ast á norðurslóðum. „Ég fagna því
frumkvæði sem Fáfnir Offshore
sýnir og tel að smíði fyrsta íslenska
skipsins til að þjónusta olíuleit
marki tímamót í iðnaðarsögu okk-
ar Íslendinga. Fyrstu leyfin til olíu-
leitar hafa verið gefin út og ég er
sannfærður um að þetta skip mun
vera upphafið að happasælli nýrri
atvinnugrein; þjónustu við olíuleit-
og vinnslu.“ Steingrímur sagði sjálf-
ur að hann vonaðist til að þetta yrði
fyrsta skrefið í uppbyggingu á slíkri
þjónustu hér á landi. Stuttu seinna
var tilkynnt um samning á milli
Fáfnis og Fjarðabyggðar um að skip-
ið myndi hafa heimahöfn þar.
Noregsverkefni greiðir skipið upp
Nú ári síðar hafa þessar áætlanir
breyst mikið. Fljótlega eftir að til-
kynnt var um kaupin, greindi Stein-
grímur frá því að hann hefði tryggt
skipinu verkefni á Svalbarða, sem
mun færa Fáfni Offshore sjö millj-
arða króna í tekjur og stendur því
undir kostnaði skipsins að mestu
leyti. Fáfnir er með samning við
sýslumanninn á Svalbarða um
leigu á skipi til eftirlits- og björg-
unarstarfa, sem og almennra lög-
gæslu- og þjónustustarfa. Samn-
ingurinn er til sex ára en þangað
til að hið nýja skip verður tilbúið
leigir Fáfnir varðskipið Þór af Land-
helgisgæslunni, og áframleigir til
sýslumannsins. Hið nýja skip mun
þó aðeins sigla í samtals þrjú ár
fyrir sýslumanninn, á þessum sex
árum, eða í sex mánuði á hverju ári.
Ísland ekki samkeppnishæft
Steingrímur sagði í samtali við
fréttastofu Stöðvar 2 nýlega að
lagaumhverfið á Íslandi væri
óhagstætt fyrir fyrirtæki eins og
Fáfni Offshore. Heimahöfn skips-
ins er ekki í Fjarðabyggð, eins og
áætlað var, heldur í Noregi. „Með
skipið skráð á Íslandi erum við
ekki samkeppnishæf við nágranna
okkar, eins og Færeyinga. Þeir bjóða
upp á þægilegra umhverfi fyrir fyrir-
tæki eins og okkar,“ sagði Steingrím-
ur við Stöð 2. Hann vill að Ísland
bjóði upp á alþjóðlegar skipaskrán-
ingar, líkt og Færeyingar sem hafa
dregið til sín hundruð skipa. Með
því verði jafnframt til hálaunastörf
hér á landi. „Það er ekkert annað
eðlilegt en að við gerum þetta með
íslensku hugviti og íslenskum sjó-
mönnum,“ sagði Steingrímur jafn-
framt og hnykkti út með því að tæki-
færi á norðurslóðum myndu sigla
framhjá ef engu yrði breytt.
Kapp er best með forsjá
Steingrímur hefur mikil tengsl er-
lendis vegna vinnu sinnar við
skipamiðlun og hjá Bjarnar og jafn-
vel er enn haft samband við hann
erlendis frá þegar vöntun er á skip-
um. Einhverjir hefðu eflaust látið
sér það nægja að fá hundruð millj-
óna út úr seldum hlut í fyrirtæki,
enda er það upphæð sem gæti enst
flestum til æviloka. Ævintýramað-
urinn Steingrímur hefur hins vegar
ekki sagt sitt síðasta. „Hann hefur
„Hann er
framsýnn,
ævintýragjarn
og klár náungi
Steingrímur Bjarni
Útgerðarmaðurinn Stein-
grímur hefur sagt skilið við
fiskveiðar og einbeitir sér
nú að þjónustu við olíuleit
og -vinnslu. Hann seldi
hlut í Bjarnar ehf. og fékk
hundruð milljóna króna
fyrir.
MyND FáFNir OFFShOre
alltaf verið mjög duglegur og góð-
ur í viðskiptum, góður markaðs-
maður. Ég held samt að annaðhvort
muni Steingrímur verða gríðarlega
ríkur eða tapa öllu,“ segir fyrrver-
andi samstarfsmaður hans.
Á tíma sínum
í Vélskólanum
var hann kos-
inn formaður
nemendafé-
lagsins á sínu
fyrsta hausti,
bauð sig fram
gegn nemend-
um sem höfðu
verið lengur í
skólanum en
vann samt. Og
hann heldur áfram
að reyna að sigra á
nýjum vígstöðvum.
Hann sér tækifæri í raf-
orkuiðnaði og olíuvinnslu
á norður slóðum, og fer inn á
þá markaði að vel athuguðu máli.
Andstæðurnar í persónuleika hans
togast á, því hann er varkár en um
leið ævin týragjarn. Kapp er best
með forsjá, segir máltækið, og það
virðist lífsmottó útgerðarmannsins
Steingríms Bjarnar Erlingssonar. n
Með stjórnarformanninum
Haraldur Flosi Tryggvason,
stjórnarformaður í OR, er einnig
stjórnarformaður Fáfnis Off-
shore. MyND FáFNir OFFShOre
Útskriftarnemendur Vélskólans Steingrímur útskrifaðist úr Vélskólanum árið 1996.
Hann varð formaður nemendafélagsins á sinni fyrstu önn.