Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Side 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 11.–13. mars 2014 n 220 Afganar hafa dvalið í Guantanamo Bay n Fá ekki vinnu og upplifa ótta Baldur Guðmundsson baldur@dv.is U m 220 Afganar hafa afplán- að fangelsisvist í Guantana- mo Bay-fangelsinu á Kúbu. Afganar eru stærsti hópur erlendra fanga sem dvalið hafa í fangelsinu en alls hafa menn frá 50 löndum setið þar inni. Lang- flestir þeirra hafa sem betur fer snúið til síns heima að vistinni lokinni og sögur þeirra af dvölinni í fangels- inu, og stundum sögur af illri með- ferð af hálfu Bandaríkjamanna, hafa haft áhrif á samfélagið. Fjallað er um þessa menn á BBC. „Í mannkynssögunni hafa aðeins tvö fangelsi verið af þessari gráðu. Annað þeirra var fangelsi Hitlers en hitt er þetta fangelsi Bandaríkja- manna,“ segir Haji Ghalib, fyrrver- andi umdæmisstjóri lögreglunnar í austurhluta Afganistan. Hann var handtekinn á skrifstofu sinni í febrúar 2003. Þessi ummæli hans endurspegla að sögn blaðamanns- ins viðhorf Afgana til Guantanamo- fangelsisins. Á götum Kabúl þekkja menn ekki tvíburaturnana og ekki Manhattan. Allir þekkja hins vegar Guantanamo. Þrír Afganar hafa látist í fangels- inu. Nítján voru ákærðir en allir hin- ir, 198 afganskir fangar, voru aldrei ákærðir þrátt fyrir að hafa setið inni. Þeim var sleppt og yfirleitt fagnað sem þjóðhetjum þegar þeir sneru aftur. „Þúsundir manna, fólk úr mín- um heimabæ, tóku á móti mér þegar ég kom heim. Ég var umkringdur fólki og tók í hönd 2.000 þeirra, hið minnsta.“ Þetta segir Haji Shahazada Khan, eldri maður frá bænum Kandahar í suðurhluta Afganistan. Aðrir fyrrverandi fangar sem blaða- maður ræddi við höfðu svipaða sögu að segja. Engar skýringar á handtökunni En hvernig lýsa þeir reynslu sinni úr fangelsinu? Mullah Zaeef er einn þeirra sem skrifað hefur bók um veru sína í fangelsinu. Hún varð metsölu- bók í Afganistan og Pakistan árið 2009. Allir Afganar þekkja sögurnar og þær eru ekki fallegar. „Þeir frömdu á okkur margvísleg mannréttinda- brot og gerðu hluti sem ganga í ber- högg við islam,“ segir Haji Nasrat Khan, faðir Shahazada Kahn. Hann treystir sér ekki til að ræða hvers eðl- is brotin voru.“ Hann var við slæma heilsu, langt genginn í áttrætt, þegar bandarískir hermenn tóku hann höndum á heimili sínu árið 2003, skammt frá höfuðborginni Kabúl. Hann fékk aldrei skýringar á því hvers vegna hann var tekinn fastur og settur í fangelsi. Margir hafa svip- aða sögu að segja. Haji Shahazada segir að fyrrver- andi fangar forðist að tala af hrein- skilni um Guantanamo. „Við segjum yfirleitt að Guantanamo sé eins og að koma til tengdó – að það sé nota- legur staður. Ef við segjum sannleik- ann gerum við ekkert nema valda þeim sem eiga ástvini í fangelsinu hugarangri.“ Þó er allur gangur á þessu. Haji Ruhullah, eldri maður frá austurhluta landsins, dregur upp öllu verri mynd af verunni í fangels- inu. „Guantanamo svipti okkur ekki aðeins frelsinu heldur einnig öðr- um réttindum. Okkur var meira að segja bannað að tala,“ segir hann. „Við máttum ekki hreyfa varirnar þegar við lásum Kóraninn, hvað þá hafa versin eftir. Okkur var refsað af fangavörðum ef við töluðum við aðra fanga.“ Fangarnir sem BBC ræðir við tala flestir um að þeir hafi ekki gert ráð fyrir því að sleppa lifandi. Eins og að rísa upp frá dauðum Mawlawi Abdul Razaq, fyrrverandi viðskiptaráðherra í stjórn talíbana, var í fimm ár í fangelsinu. Hann seg- ir að það hafi verið eins og að rísa upp frá dauðum, að losna þaðan út. „Við sem vorum í Guantanamo vor- um ekki í neinum samskiptum við umheiminn. Bréfin sem við fengum að heiman – frá fjölskyldum okkar – voru að mestu eyðilögð eða rit- skoðuð. Það að losna var eins og að stíga upp úr sinni eigin gröf.“ Hann segir að dvölin hafi, merkilegt nokk, að hluta til gert honum gott. Hann hafi lært að endurmeta lífið og að vera þakklátur guði, Allah, fyrir það sem hann hefur. Ég hef lært að frels- ið er dýrmætt.“ Heimkoman var ekki dans á rósum. Vínekrurnar hans voru uppþornaðar og trén, um fimm þúsund talsins ónýt. Það var mér þungbært að upplifa.“ Haji Ghalib, fyrrverandi lögreglu- þjónn, segir að flestir þeir sem snúi heim eigi í erfiðleikum með að finna vinnu. Enginn þori að ráða þá. Sjálf- ur hafi hann verið atvinnulaus síð- an hann sneri heim. Þeir þurfi líka að takast á við að með þeim sé skipu- lega fylgst. Bandarískar hersveitir áreiti þá fyrirvaralaust endrum og eins, sem og afganskar öryggissveitir, sem gruni þá um að hafa vingast við óvininn. „Nokkrir fyrrverandi fangar hafa verið drepnir af Bandaríkja- mönnum, fyrir að vera meintir upp- reisnarmenn.“ Fangarnir fyrrverandi hafa stofnað með sér samtök þar sem áherslan er lögð á að sýna fram að þeir séu meinlausir. Í brjóstum þeirra býr hins vegar stöðugt hræðslan við að verða handteknir á nýjan leik – af talibönum sem óttist þá. 155 enn í haldi Enn eru 155 mönnum haldið í Guantanamo, án þess að fyrir liggi nokkrar sannanir. Þegar þeir voru flestir voru 800 fangar í fangelsinu. „Fangarnir sem hér eru hafa verið teknir af vígvellinum. Við höldum þeim hér til að koma í veg fyrir að þeir gangi lausir á átakasvæðum.“ Þetta segir Richard Butler, aðmíráll og liðsforingi Joint Task Force, sem rekur herfangelsið í Guantanamo. „Þeir eru látnir dúsa hér þar til við fáum fyrirskipanir um að þess ger- ist ekki þörf lengur. Þangað til tek ég enga afstöðu til sektar eða sakleysis þeirra.“ Haji Ghalib er vissulega laus úr haldi Bandaríkjamanna. Hann er atvinnulaus og býr með fjölskyldu sinni í kaldri og rakri íbúð í Kab- úl. Líf hans er ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. „Mér var sagt af Bandaríkjamönnum að Banda- ríkjastjórn hafi beðist afsökunar á því að ég hafi saklaus þurft að dvelja í Guantanamo í fimm ár, án dóms og laga. Ég get aldrei fyrirgefið þeim vistina.“ n „Ég get aldrei fyrirgefið vistina“ „Við sem vorum í Guantanamo vorum ekki í neinum sam- skiptum við umheiminn. „Okkur var refsað af fangavörðum ef við töluðum við aðra fanga Bréfin eyðilögð Fangarnir lýsa því að þeir hafi ekki fengið að vera í neinu sam- bandi við umheiminn. Þeir máttu ekki einu sinni hreyfa varirnar þegar þeir lásu Kóraninn. Mynd REutERs Glímir við afleiðingar Líf Haji Shahazada Khan er ekki svipur hjá sjón. Hann fær enga vinnu og býr í lélegri íbúð í Kabúl. Dagvistun lokað vegna vanrækslu Yfirvöld í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa ákveðið að loka dagvistun fyrir börn vegna vanrækslu sem börnin þar sættu. Eftirlitsað- ilar heimsóttu dagheimilið í febrúar síðastliðnum. Í umfjöll- un sænskra fjölmiðla kemur fram að ekki hafi verið skipt á bleyjum barnanna svo tímun- um skipti og þau ekki hugguð ef eitthvað bjátaði að hjá þeim. Steininn tók úr þegar eitt barn- anna varð næstum fyrir bíl fyrir utan dagheimilið. Var það fyrir snör viðbrögð eins þeirra sem var í eftirliti á heimilinu að ekki fór verr. „Þetta var litið mjög alvarlegum augum og þess vegna gripum við til þessara ráðstafana,“ segir Stefan Lars- son Lindmark, sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði Stokk- hólms, í samtali við sænska ríkis útvarpið. Margt á huldu um hvarfið Kínversk yfirvöld lögðu það til við yfirvöld í Malasíu á mánu- dag að aukinn kraftur yrði settur í leitina að Boeing-far- þegaþotu Malaysia Airlines sem hvarf sporlaust á leið frá Malasíu til Kína á laugardag. Margt er á huldu um hvarf þotunnar og er ekki vitað hvort slys hafi átt sér stað eða hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þó er staðfest að tveir farþegar vélarinnar notuðu stolin vegabréf til að komast um borð og beinist rann- sóknin meðal annars að því hverjir þeir eru og hvort þeir hafi átt einhvern þátt í hvarfi vélarinnar. Á blaðamanna- fundi á mánudag sagði Abdul Rahman, sem fer fyrir rann- sókninni, að annar þeirra hafi verið þeldökkur og útlit hans minnt á ítalska knattspyrnu- manninn Mario Balotelli sem leikur með AC Milan á Ítalíu. Þá var ráðherra ferðamála í Malasíu, Hishammuddin Hussein, spurður um bréf sem blaðamaður fékk, en þar lýs- ir kínverskur uppreisnarhópur ábyrgð á því að hafa grandað vélinni. Hussein staðfesti til- vist bréfsins en vildi ekki ekkert segja til um það hvort það sem fram kom í bréfinu sé rétt. Leit að braki úr vélinni hef- ur engan árangur borið, en á mánudag var staðfest að það sem talið var vera björgunar- bátur á floti hafi ekki verið úr vélinni. Leitarsvæðið hefur nú verið stækkað og taka fjölmörg skip og flugvélar þátt í leitinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.