Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 11.–13. mars 201418 Fréttir Erlent Ekki sýnd í Egyptalandi Al Midan er fyrsta myndin frá Egyptalandi sem fengið hefur Óskarsverðlaunatilnefningu Þ ó svo að egypska heimildar­ myndin Al Midan, eða Torg­ ið, sé fyrsta myndin þar í landi sem tilnefnd er til Ósk­ arsverðlauna hefur hún aldrei ver­ ið sýnd í landinu. Gagnrýnendur segja að ástæðan sé pólitísk, sú mynd sem dregin sé upp af landinu sé líklega of neikvæð, á meðan stjórnvöld segja að ástæðan sé stjórnsýslulegs eðlis, ekki hafi verið staðið rétt að umsóknum um leyfi til að sýna myndina í Egyptalandi. Torgið fjallar um byltinguna í Egyptalandi og segir frá þremur að­ gerðasinnum frá þeim tíma þegar forsetanum, Hosni Mubarak, var steypt af stóli árið 2011 og þar til Mohammed Morsi hlaut sömu örlög í fyrra. Myndin var tilnefnd í flokknum besta heimildamyndin ásamt fjór­ um öðrum myndum. Verðlaunin voru afhent þarsíðasta sunnu­ dagskvöld og var það myndin 20 Feet from Stardom sem varð hlut­ skörpust. Torgið hefur verið sýnd í fjöl­ mörgum löndum og hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þó að myndin hafi ekki verið tekin til sýninga opin­ berlega í Egyptalandi geta íbúar þar nálgast hana á vef Youtube þar sem hún er enn aðgengileg fyrir fólk. Karim Amer, framleiðandi myndar­ innar, segir að um hreina og klára ritskoðun sé að ræða. „Þetta er ekkert nema pólitík í gervi skrif­ finnsku,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir honum. Í myndinni er dregin upp dökk mynd af því ofbeldi sem egypski herinn beitti þegar mótmælin stóðu sem hæst. Í dag er staðan sú að egypski herinn er í raun við völd í landinu og meðan svo er þykir ólíklegt að myndin verði sýnd í landinu. n einar@dv.is Dökk mynd Í myndinni Torgið er dökk mynd dregin upp af aðgerðum hersins í byltingunni í Egyptalandi. Íbúar Vestur-Kingston sakna eiturlyfjabaróns Valdatóm eftir handtöku skæðasta eiturlyfjabaróns Jamaíku hefur gert íbúum lífið leitt F jórum árum eftir handtöku eins skæðasta eiturlyfjabaróns Jamaíku, Christophers „Dudus“ Coke, hefur ástandið versnað umtalsvert í Tivoli Garden, fátækrahverfi í vesturhluta höfuðborgarinnar Kingston, þar sem hann réð lögum og lofum. Alls létust sjötíu og sex manns í lögreglu­ aðgerðinni sem endaði með hand­ töku Coke. Rassía lögreglunnar leiddi til uppþota meðal stuðningsmanna hans með þeim afleiðingum að nauðsynlegt var að lýsa yfir neyðar­ ástandi. Íbúar í Tivoli Garden minnast hans með söknuði og segja aðstæð­ ur hafa versnað frá handtöku hans. Hann situr nú af sér rúmlega tuttugu ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum. Fjármagnaði menntun Coke erfði glæpaveldi sitt aðeins tuttugu og eins árs af föður sínum sem stofnaði klíkuna „Shower Posse“. Starfsemi þess var fyrst og fremst fólgin í því að flytja kannabis og kókaín til Bandaríkjanna. Með tíð og tíma færði hann út kvíarn­ ar og varði hluta gróðans af fíkni­ efnaviðskiptum sínum í nokkurs konar velferðarkerfi fyrir íbúa Tivoli Garden. Að sögn íbúa hverfisins var ástandið betra áður en hann var handtekinn. „Meðan hann var hérna var allt mikið betra, fólk var ekki að deyja í hrönnum,“ segir einn íbúi Tivoli Garden í samtali við BBC. Coke, sem iðulega var kall­ aður doninn af íbúum hverfisins, sá til þess að á yfirráðasvæði sínu væru engir glæpir framdir án leyfis hans og vitneskju. Eiturlyfjabarón­ inn fjármagnaði menntun margra barna í hverfinu og tryggði með því ákveðna hollustu. Í stuttu máli sagt þá réð Coke því sem hann vildi ráða og var áhrifasvæði hans sem ríki innan ríkis. Klíkustríðið eins og Matador Valdatómið sem fylgdi handtöku Coke leiddi til þess að andstæðingar hans annars vegar og ættingjar hans hins vegar hófu blóðugt stríð um það sem eftir var af glæpaveldi hans. Í samtali við BBC líktu íbúar Tivoli Garden ástandinu við borð­ spilið Matador; glæpaklíkur skipta sér niður eftir götum og berjast um yfirráð. Klíkustríðið hefur nú geisað í næstum fjögur ár og á seinasta ári létust rúmlega hundrað og tutt­ ugu manns vegna þess. „Hlutirnir hafa breyst, það er engin ráðandi og undirmennirnir hafa enga skipun. Það er það sem veldur þessu mikla vandamáli,“ segir einn lögreglu­ þjónn á svæðinu í samtali við BBC. Tortryggni í garð lögreglu „Skotárásir eru nær daglegt brauð en fólkið er orðið vant þessu. Það er eins og það sé ónæmt fyrir þessari daglegu glæpamennsku. Það þarf að binda enda á þetta ástand,“ segir Desmond McKenzie, þingmaður fyrir Vestur­ Kingston kjördæmi, í samtali við BBC. Þrátt fyrir ofbeldið sem stafar af klíku­ stríðinu er lögreglan jafnvel óvinsælli en klíkurnar í augum almennra borg­ ara fátækrahverfisins. Kröftug mót­ mæli voru haldin eftir að lögreglan skaut nýverið mann til bana. Vildu mótmælendurnir meina að sá hafi ver­ ið bæði óvopnaður og með öllu sak­ laus; lögreglan segir hins vegar að hann hafi verið meðlimur í einu af gengjum svæðisins, „Scare Dem Gang“. Mikil tortryggni í garð lögreglunn­ ar hefur valdið því að íbúar Tivoli Garden hafa nú tekið höndum saman og myndað samtök til að spyrna gegn ofbeldi gengjanna. Þar sem áður var veggjakrot til heiðurs föllnum með­ limum glæpaklíkna stendur nú ákall um frið. Er það stórt skref fyrir íbúa sem lifa dags daglega í hræðslu við glæpaklíkur sem og lögregluna. n Neyðarástand Kalla þurfti til hersins í kjölfar uppþota í Tivoli Garden vegna lögregluaðgerða með það markmið að handtaka Coke. Alls létust sjötíu og sex manns. MyND ReuTeRs Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Í fangelsi Christopher „Dudus“ Coke situr nú af sér tuttugu og sex ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum. Íbúar Tivoli Garden segja ástandið í hverfinu hafa farið á versta veg eftir handtöku hans. „Meðan hann var hérna var allt mikið betra Hélt framhjá með Reevu Réttarhöld yfir suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistor­ ius hófust á mánudaginn í síð­ ustu viku. Pistorius var formlega ákærður í ágúst í fyrrasumar fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardaginn fyrir rúmu ári. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa ólögleg skot­ vopn í fórum sínum. Pistorius var handtekinn skömmu eftir að hann myrti Reevu, en var látinn laus gegn tryggingu nokkrum dögum síðar. Hann segist saklaus og að hann hafi haldið að Reeva væri innbrotsþjófur. Í réttarhöldunum kom fram að Johan Stipp, læknir og nágranni Pistorius, hafi gert sér ferð á heim­ ili hans eftir að hafa heyrt byssu­ skot og öskur þaðan. „Það fyrsta sem hann sagði við mig var: „Ég skaut hana. Ég hélt hún væri inn­ brotsþjófur og skaut hana“,“ sagði Stipp fyrir rétti, en dómari málsins er Thokozile Masipa. Stipp sagði að Pistorius hafi legið hágrátandi yfir látinni unnustu sinni. Estelle van der Merwe, sem býr á móti Pistorius, sagðist hafa heyrt rifrildi skömmu áður en Reeva lést. Hún heyrði einnig skothvellina og hávært karlmannsöskur í kjölfar þeirra. Eiginmaður van der Merwe hélt að öskrin kæmu frá Oscari. Samantha Taylor, fyrrverandi unnusta Oscars, hágrét í réttar­ salnum á föstudaginn þegar hún sagði að Oscar hefði haldið fram­ hjá henni með Reevu. Þá sagði hún jafnframt frá því að eitt sinn hafi Pistorius hleypti af skoti út um sóllúgu á bifreið sem þau óku og að hann hafi yfirleitt verið með skotvopn meðferðis. Dómsmálið stendur yfir í þrjár vikur. Verði Pistorius sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Munch-málverk á heimili dópsmyglara Norska lögreglan lagði í desem­ ber hald á sjálfsmynd eftir norska listamanninn Edvard Munch, sem líklega er best þekktur fyr­ ir myndina Ópið. Myndin fannst við húsleit á heimili Gjermund Cappelen í desember síðast­ liðnum, en Cappelen þessi hef­ ur játað að hafa flutt inn 115 kíló af kannabisefnum til Noregs á síðasta ári. Er jafnvel talið, sam­ kvæmt norskum fjölmiðlum, að hann hafi staðið á bak við inn­ flutning á allt að tuttugu tonn­ um af kannabisefnum á síðustu árum. Cappelen keypti verkið af mál­ verkasafnara í Noregi, en talið er að verðmæti þess nemi um millj­ ón norskum krónum, eða 18,7 milljónum króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.