Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 36
Vikublað 11.–13. mars 201436 Fólk
Stacy og Pobre gengin í það heilaga
B
andaríska leikkonan,
fyrir sætan og fyrrverandi
glímukappinn Stacy
Keibler gekk að eiga
kærasta sinn til nokkurra
mánaða, Jared Pobre, á laugar-
daginn. Keibler og Pobre hófu
ástar samband í fyrrahaust, en þá
var Keibler nýhætt með leikar-
anum George Clooney. Þau voru
saman um nokkurt skeið en upp úr
sambandi þeirra slitnaði, eins og
stundum vill verða í Hollywood-
samböndum.
Keibler og Pobre giftu sig í á
strönd í Mexíkó og að sögn að-
standenda parsins var athöfnin öll
hin hátíðlegasta. Parið hefur verið
að skipuleggja brúðkaupið um
nokkurt skeið og kom fjölskyldu
sinni á óvart með uppátækinu.
„Hamingja mín er ólýsanleg,“
sagði Keibler í viðtali við banda-
ríska tímaritið People á dögunum.
„Hjónaband eru æðstu tengsl
ástar og vináttu. Það þýðir að
þú leggur alla þína trú og traust
á manneskju sem þú getur ekki
hjálpað en trúir að sé sálufélagi
þinn. Einhver sem hefur þína
bestu hagsmuni fyrir brjósti; ein-
hver handvalinn fyrir þig, til að
hjálpa þér að vaxa og verða besta
útgáfan af sjálfum þér. Jared er allt
þetta fyrir mig.“ n
Stacy Keibler er búin að jafna sig á George Clooney
Ástfangin Parið
hefur verið saman í
nokkra mánuði.
Bieber og Gomez
saman á ný?
Kanadíski popparinn Justin Bieber
og fyrrverandi kærasta hans,
söngkonan Selena Gomez, sáust
saman á föstudaginn, en þau
hafi ekki sést saman í rúma tvo
mánuði. Bieber og Gomez sáust
úti að borða á ónefndum veitinga-
stað í McAllen í Texas auk þess
sem þau versluðu saman í versl-
unarmiðstöð ásamt lífvörðum
sínum og nokkrum vinum. Fyrr
um daginn sást hópurinn einnig
saman að borða morgunmat á
veitingastaðnum Don Pepe‘s en
að sögn sjónarvotta reyndu Bieber
og Gomez að láta lítið fyrir sér fara
og neituðu fólki um myndatökur.
Miklar vangaveltur eru nú vest-
anhafs um hvort þau hafi tekið
saman á ný, en þau hættu saman í
janúar eftir að hafa verið saman og
í sundur í tæp fjögur ár.
Cyrus ósátt
við Perry
Svo virðist sem bandaríska söng-
konan Miley Cyrus sé ekki ánægð
með ummæli söngkonunnar Katy
Perry um koss þeirra tveggja á
dögunum. Líkt og greint hefur
verið frá kysstust Cyrus og Perry á
tónleikum Cyrus fyrir skemmstu
en í viðtali í vikunni sagði Perry
um atvikið: „Ég labbaði bara upp
að henni til að gefa henni vina-
legan stelpukoss, þú veist, eins og
stelpur gera, og þá reyndi hún að
hreyfa höfuðið og fara dýpra og ég
losaði mig frá. Guð veit hvar þessi
tunga hefur verið … við vitum það
ekki! Þessi tunga er svo illræmd!“
Skömmu síðar skrifaði Cyrus á
Twitter-síðu sína:
„Stelpa, ef þú hefur áhyggjur
af því hvar tungur hafa verið þá er
gott að þinn fyrrverandi sé þinn
FYRRVERANDI því við vitum öll
hvar tungan hans hefur verið. Ekki
láta eins og þú elskaðir þetta ekki.“
Kesha breytt
eftir meðferð
Bandaríska söngkonan og rappar-
inn Kesha ætlar að byrja upp á nýtt
og breyta áherslum sínum í lífinu.
Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi söng-
konunnar á dögunum, en Kesha
lauk í vikunni tveggja mánaða
meðferð við átröskun í Illinois og
sneri aftur til Los Angeles. Eitt af
því sem Kesha hefur ákveðið að
gera er að hætta að skreyta nafnið
sitt með dollaramerkinu, en hing-
að til hefur hún verið þekkt sem
Ke$ha auk þess sem hún hyggst
breyta áherslum sínum í tónlist og
framkomu. Söngkonan skrifaði á
Twitter-síðu sína eftir að hafa út-
skrifast úr meðferðinni:
„Líður vel og er að vinna í fullt
af nýrri tónlist. Ég get ekki þakkað
aðdáendum mínum nógu mikið
fyrir alla ástina og stuðninginn
sem þið hafið gefið mér.“
Stjörnurnar og
systkini þeirra
Standa við bakið á frægum systkinum sínum
S
tjörnurnar í Hollywood eiga
allflestar fjölskyldur sem
styðja við bakið á þeim og
hjálpa þeim að halda ferli og
frægð gangandi. Oft og tíð-
um eru það einmitt systkini fræga
fólksins sem mæta með þeim á rauða
dregilinn og sýna þeim stuðning
þegar mæta á í viðtöl, spjallþætti og
á verðlaunahátíðir. Blaðamaður DV
tók saman nokkrar stjörnur og syst-
kini þeirra sem fæstir kannast við. n
Rupert og
James Grint
James Grint er yngri bróðir Harry Potter-
stjörnunnar Ruperts Grint. Ólíkt öðrum
meðlimum Grint-fjölskyldunnar er James
ekki með rautt hár en kappinn, sem er 21
árs, er rallbílstjóri og stefnir á að verða
heimsmeistari í íþróttinni einn daginn.
Rita og Elena Ora
Breska söngkonan Rita Ora og eldri systir
hennar, Elena, eru góðar vinkonur og sjást
ósjaldan saman úti á lífinu. Elena vinnur
meira að segja fyrir systur sína, en hún er
í hópi þeirra sem sjá um umboðsmál og
fjölmiðlatengsl söngkonunnar.
Jennifer, Ben og Blaine Lawrence
Jennifer Lawrence á tvo eldri bræður; þá Ben og Blaine. Jennifer hefur oft talað um bræður
sína í viðtölum, en þeir mæta gjarnan til að veita henni stuðning þegar hún birtist í sjónvarpi
og á verðlaunahátíðum. Lítið er vitað um hvað þeir bræðurnir gera, annað en að stríða yngri
systur sinni, en Jennifer sagði í viðtali hjá Letterman í fyrra að hún vissi ekki alveg við hvað
Ben ynni, en að það tengdist þó tölvum á einhvern hátt.
Rihanna og
Rorrey Fenty
Rihanna og bróðir hennar, Rorrey Fenty, eru
góðir vinir. Raunar svo góðir vinir að Rihanna
hefur dælt peningum í bróður sinn um
nokkurra ára skeið. Hún keypti handa honum
lúxusvillu á Barbados fyrir nokkrum árum
auk þess sem Rorrey fékk ónefnda upphæð
frá systur sinni til að hefja feril sem rappari.
Liam, Chris og
Luke Hemsworth
Þeir Liam og Chris Hemsworth eru báðir
þekktir leikarar og vita flestir af skyldleika
þeirra, en færri vita að það er enn einn
Hemsworth-bróðir. Sá heitir Luke og er 32
ára. Hann byrjaði reyndar að leika á undan
báðum bræðrum sínum þegar hann birtist í
sápuóperunni Neighbours en hætti fljótlega
að leika og stofnaði sitt eigið parketlagn-
ingarfyrirtæki. Hann sneri svo nýlega aftur
í leiklist og birtist bráðum í hvíta tjaldinu í
spennumyndinni The Reckoning.
Harry og
Gemma Styles
One Direction-stjarnan Harry Styles og
systir hans, Gemma, eru afar náin. Gemma
útskrifaðist nýlega með góðum árangri frá
Sheffield Hallam University en hún er dug-
leg að heimsækja bróður sinn þegar hann er
á tónleikaferðalagi ásamt drengjasveitinni.
Harry er með tvö húðflúr tileinkuð systur
sinni. Á hægri handleggnum er hann með
stafinn „G“ auk þess sem hann er með húð-
flúr af ísilögðum gimsteini sem er tilvísun
í gælunafn Gemmu á yngri árum, sem var
einmitt Gem, eða „gimsteinn“.
Justin og
Christian Long
Bandaríski leikarinn Justin Long á tvo bræð-
ur. Hann og yngri bróðir hans, Christian, eru
afar nánir og mætir sá síðarnefndi ósjaldan
með bróður sínum á rauða dregilinn. Ekki er
vitað hvað Christian starfar við, en hann kom
fyrir í mynd bróður síns, Accepted, árið 2006
er hann fór með hlutverk lukkudýrs skólans.