Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 13.–15. maí 2014 Fundu brugg og loftbyssu Maður á fimmtugsaldri var hand­ tekinn á Selfossi síðastliðinn föstudag vegna gruns um fíkni­ efnasölu. Við húsleit á heimili hans fundust tæplega 60 grömm af hvítu dufti sem reyndist vera amfetamín. Auk þess fannst brugg og loftbyssa. Maðurinn var yfirheyrður og viðurkenndi að eiga efnin. Efnin verða send til efnarannsóknar og að því loknu tekur ákærandi við málinu. Fordæma „aðför lög- reglunnar“ „Blaðamannafélag Íslands for­ dæmir aðför lögregluyfirvalda að trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra,“ segir í ályktun sem formaður félags­ ins, Hjálmar Jónsson, sendi frá sér á mánudag. Félagið lýsir yfir furðu sinni „á að slíkar aðgerð­ ir skuli teljast gjaldgengar í upp­ hafi 21. aldarinnar.“ Sem kunn­ ugt er hefur Hæstiréttur hafnað kröfu lögregluyfirvalda um að fréttastjóri mbl.is gefi það upp hver afhenti honum minnisblað innanríkisráðuneytisins um tvo hælisleitendur, þau Tony Omos og Evelyn Glory. Blaðamannafé­ lagið segir að þetta sýni vanþekk­ ingu lögreglumanna á trúnaðar­ sambandi heimildarmanna og blaðamanna, en það samband sé forsenda þess að fjölmiðlar geti sinnt störfum sínum og aðhaldi. Þau eru í framboði Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjör­ dæmis tók á móti átta framboðs­ listum og meðfylgjandi listum yfir meðmælendur laugardaginn 10. maí. Á sunnudag fundaði yfir­ kjörstjórn með umboðsmönnum þeirra framboða sem lagt höfðu fram lista og fór svo að öll fram­ boð voru úrskurðuð gild. Þau hafa nú öll fengið úthlutað lista­ bókstöfum sem eru eftirfarandi: n R-listi Alþýðufylkingarinnar n Æ-listi Bjartrar framtíðar n T-listi Dögunar í Reykjavík n B-listi Framsóknar og flugvallarvina n Þ-listi Pírata n S-listi Samfylkingar n D-listi Sjálfstæðisflokks n V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs „Ég hÉlt að þetta væri búið“ n Gísli og Osazee slökuðu á heima hjá sér eftir erfiðan dag n Fleiri hjónum tvístrað Þ að var rosalegur léttir að fá hana út úr fangaklefanum og í fangið,“ sagði Gísli Jó­ hann Grétarsson í samtali við DV stuttu eftir að eig­ inkonu hans Izekor Osazee, hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar í gær, mánudag. Hún var handtekin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu á mánudagsmorgun en þangað hafði hún farið daglega frá því á fimmtu­ dag til þess að sinna tilkynningar­ skyldu sinni gagnvart íslenskum yfir­ völdum sem hugðust senda hana til Finnlands á grundvelli Dyfl­ innarreglugerðarinnar. Í kjölfar fjöl­ miðlaumfjöllunar og mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu og í Útlendingastofnun var henni sleppt úr haldi. „Ég er í raun og veru bara ennþá í algjörri tilfinningaflækju með þetta,“ sagði Gísli en þau Osazee fengu þau skilaboð eftir að henni hafði verið sleppt að hún yrði ekki send úr landi á meðan yfirvöld settu sér stefnumótun í sambærilegum mál­ um. DV ræddi einnig við Osazee sem sagðist ánægð með það hvernig erf­ iður dagur hefði endað. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður hennar, segir nú ljóst að Osazee verði ekki vís­ að úr landi á næstunni. „Þetta verð­ ur skoðað í stærra samhengi og mér skilst að það sé núna að fara í gang einhver stefnumótunarvinna þegar kemur að mökum íslenskra ríkis­ borgara,“ segir hún. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði á fundi með mótmælendum í Útlendinga­ stofnun á mánudag að ekki hefði áður komið inn á borð Útlendinga­ stofnunar mál þar sem hælisleitandi hafi gifst íslenskum ríkisborgara eft­ ir að hafa fengið synjun um dval­ arleyfi hér á landi. Eins og DV rek­ ur í eftirfarandi umfjöllun, er saga þeirra Gísla og Osazee alls ekkert einsdæmi, þvert á það sem forstjóri Útlendingastofnunar heldur fram. „Hélt að þetta væri búið“ DV náði tali af Gísla og Osazee þegar þau voru komin heim til sín í gær, mánudag. Osazee sagði að síðustu dagar hafi verið henni mjög erfið­ ir. Hún hafi lítið sofið og haft miklar áhyggjur af framhaldinu. Þegar hún hafi svo verið handtekin af fimm lög­ reglumönnum hafi henni verið allri lokið: „Ég hélt að þetta væri búið.“ Í ljósi þess að allt hafi þó farið á besta veg sagðist hún nú vonast til þess að hún fái að vera áfram á Íslandi. Hún ítrekaði þó að hún muni enn um sinn lifa við ákveðna óvissu: „En ég veit í rauninni ekkert hvað gerist næst.“ Gísli sagði það hafa verið mjög mikinn létti að geta sameinast konu sinni á ný. „Við erum komin heim eftir mjög erfiðan dag. Það er allt annað hljóð í Osazee en undanfarna daga.“ Hann var skiljanlega örmagna eftir átök dagsins en Gísli var meðal annars farinn að undirbúa að kaupa flugmiða til Finnlands þegar hann fékk þær fregnir að henni yrði sleppt úr haldi. „Þegar ég fékk hana svo í hendurnar þá varð mér það létt að hugurinn tæmdist og ég róaðist allur. Núna held ég að það sé tími til kom­ inn að leggja sig,“ sagði Gísli og bætti því við að hann vonaðist til þess að Osazee myndi loksins ná að sofa eitt­ hvað. „Ef við hjónin gætum fengið heilan svefn þá væri það æðislegt.“ Handtekin snögglega Osazee kom hingað til lands í ágúst 2012 og sótti um hæli. Ári síðar kynntust þau Gísli, urðu ástfangin og fóru fljótlega að búa saman. Þegar þau ákváðu svo að gifta sig varð þeim ljóst að það væri hægara sagt en gert. „Við byrjuðum að spyrja hvað við þyrftum að hafa í höndunum,“ segir Gísli í samtali við DV. Hann segir þau hafa safnað öllum pappírum saman og skilað þeim inn til sýslumanns. Þá hafi þau fengið þau skilaboð að Osazee þyrfti að skila inn vegabréfi frá Nígeríu. Það hafi tekið sinn tíma enda ekkert nígerískt sendiráð á Ís­ landi. Ferlið tók um átta mánuði. Þau giftu sig loks þann 12. apríl síðastliðinn. Osazee hafði dreg­ ið hælisumsókn sína til baka enda bjóst hún við því að fá dvalarleyfi hér á landi þar sem maki hennar væri íslenskur ríkisborgari. Henni hafði hins vegar verið synjað um hæli á grundvelli Dyflinnarreglugerðar­ innar þann 31. mars, en samkvæmt úrskurðinum átti að senda hana til Finnlands þar sem hún sótti um hæli árið 2008. Hjónin töldu þó að ekkert yrði úr þessu þar sem þau væru gift og að Osazee hefði dregið hælisum­ sókn sína til baka. Þau fengu þær fregnir í síðustu viku að ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa henni úr landi stæði. Þá var Osazee gert að tilkynna sig sérstaklega hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því á fimmtudag. Það gerði hún samviskusamlega eða þangað til hún var svo handtekin snögglega á mánudagsmorgun. „Óskiljanlegt“ Í lögum um útlendinga er sérstaklega vísað til reglugerðar um útlendinga. Í 38. grein þeirrar reglugerðar segir að dvalarleyfi sem veitt sé í fyrsta sinn skuli vera gefið út áður en viðkom­ andi einstaklingur kemur til lands­ ins. Frá þessu megi víkja ef um­ sækjandi um dvalarleyfi er: „maki, samvistarmaki eða sambúðarmaki íslensks eða norræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt búsetuleyfi eða dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum.“ Þá kemur fram að Útlendinga­ stofnun geti enn fremur ákveðið að víkja frá skilyrðinu ef ríkar sann­ girnisástæður mæla með því. Helga Vala segir að í tilviki þeirra hjóna eigi bæði rökin við. Um sé að ræða maka íslensks ríkisborgara og þá megi færa rök fyrir því að ríkar sanngirnis­ ástæður mæli með því að Osazee fái hér dvalarleyfi. „Þegar þetta er svona skýrt í reglugerð um útlendinga þá finnst mér óskiljanlegt að þessu undanþáguákvæði hafi ekki verið beitt.“ Svo virðist sem þetta eigi nú að endurskoða. Erfitt með traust „Ég skil ekki hvað er að gerast á Ís­ landi. Ég treysti engum lengur, hvorki Útlendingastofnun né inn­ anríkisráðuneytinu,“ sagði Osazee í samtali við DV síðastliðinn föstudag. „Þeir gætu komið hvenær sem er og sótt mig. Ég skil þetta ekki, þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að lýsa því.“ Þá talaði hún sérstaklega um lekamál innanríkisráðuneytis­ ins. Erfitt væri fyrir hælisleitendur að treysta íslenskum stjórnvöldum þegar vafi léki á hvort aðilar hjá innanríkisráðuneytinu hefðu lek­ ið gögnum til þess að koma höggi á skjólstæðing ráðuneytisins. Gísli tók undir þetta. „Hún les all­ ar íslenskar fréttir í gegnum Google Translate og hefur fylgst mikið með þessu máli. Það er alveg ljóst að þetta hefur mikil áhrif. Ef ein stofn­ unin gerir eitthvað slæmt þá byrjar hún að dæma aðra út frá því. Þetta Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Guðrún María Helgadóttir sjúkraliði og Abdennour Khebani frá Alsír giftu sig í gær eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd sem ljósmyndari DV tók. Athöfnin fór vel fram þrátt fyrir þann skugga sem hvílir yfir þeim hjónum. Khebani fékk nefnilega nýlega þau skilaboð að honum verði vísað úr landi næstkom- andi miðvikudag. „Þeir virðast ekkert taka neitt tillit til þess að það er gifting inni í myndinni,“ segir Guðrún í samtali við DV. Hún segist hafa rætt við starfsmann hjá inn- anríkisráðuneytinu eftir að Khebani fékk þau skilaboð að honum yrði vísað úr landi en þar hafi hún fengið svör sem byggðu á tilvísunum í Dyflinnarreglugerðina. „Þetta er Ísland í dag. Þeim gæti ekki verið meira sama,“ segir Guðrún sem seg- ist vera orðin langþreytt á samskiptum við íslensk yfirvöld þegar kemur að mál- efnum eiginmanns hennar. „Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Maður er bara sár og maður er þreyttur og með tárin í augunum. Sonur minn er að verða sextán ára og hann er með tárin í augunum yfir því að það eigi að senda manninn minn í burtu.“ Fyrirhugað er að senda Khe- bani til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þangað hefur hann aldrei komið. „Við erum mjög ósatt með alla þessa óvissu, við komum alls staðar að lokuðum dyrum og það virðast allir benda á einhvern annan.“ Hún hefur ekki fengið neinar upplýs- ingar frá yfirvöldum varðandi það hvort hætt verði við brottvísun Khebani á meðan stefnumótunarvinna í málefnum hælisleitenda sem giftast íslenskum ríkisborgurum er í gangi. Óljós framtíð nýgiftra hjóna Guðrún og Khebani giftu sig í skugga yfirvofandi brottvísunar „Dagurinn í dag var svo erfiður, þetta var hræðilegt, en núna er ég svo þakklát. Komin heim Gísli og Osazee voru ánægð en þreytt þegar DV náði tali af þeim eftir mjög erfiðan dag. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.