Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 11
Vikublað 13.–15. maí 2014 Fréttir 11 Biðja um lífsýni frá sama fólki og ekki var spurt leyfis n Persónuvernd taldi Íslenska erfðagreiningu ekki mega áætla arfgerðir fólks n Leynd yfir brotunum þetta séu kenningar en ekki upplýs- ingar. En þetta var ekkert vandamál því það var ákveðið að myndum eyða þessum upplýsingum og ekki geyma þær. Við geymum enga upplýsingar um áætlaðar arfgerðir fólks.“ Flagga upplýsingunum á vefnum Ef marka má upplýsingar á vef annars fyrirtækis sem Amgen á, bandaríska líftæknifyrirtækið NextCodeHealth, þá notar það fyrirtæki hins vegar upp- lýsingar Íslenskrar erfðagreiningar um áætlað arfgengi sem fyrirtæk- ið sagðist hafa eytt í fyrra. Á vefsíðu NextCodeHealth, sem Björn Zoëga og Hannes Smárason vinna meðal annars hjá, segir að fyrirtækið hafi að- gengi að rannsóknarupplýsingum Ís- lenskrar erfðagreiningar sem byggi á erfðaupplýsingum meira en „350 þús- und einstaklinga“. Líkt og áður segir þá hafa um 120 þúsund Íslendingar gefið lífsýni til Íslenskrar erfðagrein- ingar og veitt upplýst samþykkti sitt fyrir þátttöku í rannsóknum. Þjónusta NextCodeHealth byggir því á aðgengi að erfðaupplýsingum frá fleiri íslenskum einstaklingum en veitt hafa Íslenskri erfðagreiningu leyfi fyrir notkun þessara upplýsinga. NextCodeHealth stundar samkeppn- isrekstur í Bandaríkjunum en býr vit- anlega að því að vera í góðum tengsl- um við Íslenska erfðagreiningu og að hafa óbeinan aðgang að rannsóknar- upplýsingum fyrirtækisins – í gegn- um starfsmenn Íslenskrar erfða- greiningar – sem eru einstakar á heimsvísu. Kári segir upplýsingarnar rangar Kári segir að þessar upplýsingar sem fram koma á vef NextCodeHealth séu rangar. Hann segir að Íslensk erfðagreining geti ekki borið ábyrgð á því sem fram kemur á vef banda- ríska fyrir tækisins. „Þeir hafa engan aðgang að okkar gögnum. Þeir hafa engar upplýsingar um íslensk erfða- mengi. Punktur […] Þetta helgast lík- lega af grundvallarmisskilningi á því hvað við ætlum að gera fyrir þá.“ Af þessu er samt ljóst hversu dýr- mætar upplýsingar um arfgengi fólks eru. Þessar upplýsingar eru dýr- mætar fyrir vísindastarf Íslenskrar erfðagreiningar, þær eru mikil- vægar fyrir Amgen en einnig fyrir NextCodeHealth sem flíkar tilvísun til þeirra á heimasíðu sinni. Nú virð- ist sem Íslensk erfðagreining hafi tryggt sér frekari lífsýni tugþúsunda einstaklinga fyrir styrkveitingu til Landsbjargar sem ekki getur talist há í ljósi þess hversu dýrmætar upplýs- ingarnar eru. n Hótuðu að skila dýrasýnum Þekkt eru dæmi þess að fólk sem er ósátt við sýnasöfnun Íslenskrar erfðagrein- ingar hafi, í stað þess að hafa beiðninni, látið sýni frá dýrum frá sér. Þannig reynir fólk viljandi að skemma fyrir sýnasöfn- uninni með því að eyðileggja sýnin sín. DV þekkir dæmi þess að einstaklingur hafi sent sýni frá heimiliskettinum til baka með björgunarsveitunum og annar lét frá sér sýni frá hundi. Þá voru einhverjir sem hótuðu að senda Íslenskri erfða- greiningu saursýni, en hvort einhver lét verða af því skal ósagt látið. Þá er stór hópur sem ætlar sér að afhenda björg- unarsveitunum persónulega peninga í stað þess að skila sýnum. É g vissi af myndbandinu en ég horfði ekki á það,“ segir nem- andi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um myndband sem fór í dreifingu meðal ungmenna við skólann. Sextán ára stúlka hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar á hendur fimm ungum mönnum. Mennirnir fimm hafa allir verið hnepptir í gæsluvarðhald en á þriðjudag átti að skýrast hvort Hæstiréttur staðfestir varðhaldið. Málið hefur vakið mikla athygli enda er um að ræða ungmenni á aldrinum 16–18 ára, en einnig fyr- ir þær sakir að lögregla hefur lagt hald á myndbandsupptöku sem tengist málinu og sýnir atburði kvöldsins. Upptakan var í dreifingu með- al ungmenna áður en stúlka lagði fram kæru á miðvikudag. Yfir- heyrslur fóru fram um helgina samkvæmt heimildum DV og stað- festir einn lögmaður piltanna það í samtali við DV. Umbjóðandi hans lýsir yfir sakleysi sínu. Kærði á miðvikudag Samkvæmt heimildum DV kærði stúlkan málið til lögreglu á mið- vikudag og segir hún að ofbeldið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnu- dagsins 4. maí. Á fimmtudag voru piltarnir allir handteknir og færðir fyrir dómara þar sem farið var fram á viku gæsluvarðhald yfir þeim. Dómari féllst á varðhaldið og voru mennirnir færðir á Litla-Hraun. Flestir, ef ekki allir, ætluðu að kæra varðhaldsúrskurðinn til Hæstarétt- ar og var búist við niðurstöðu hans á mánudag. Ef Hæstiréttur stað- festir varðhaldið verða piltarnir í haldi til klukkan fjögur á fimmtu- dag. Lögregla tekur þá afstöðu til þess hvort þeir vilja að gæsluvarð- haldinu verði framlengt. Yfirheyrslur um helgina Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn rannsóknardeild- ar, segir í samtali við DV að rann- sókn málsins miði vel, en allir sakborningar voru yfirheyrðir um helgina. Friðrik Smári segir að lög- reglan hafi myndbandið umrædda undir höndum. Hann segir þó að engin staðfesting hafi fengist á því að myndbandið sé í dreifingu. Það stangast á við öruggar heimildir DV, sem segja að myndbandið hafi vissulega gengið manna á milli. Logandi netheimar Á föstudag loguðu samskiptamiðl- ar vegna málsins og nýttu sumir tækifærið til þess að setja inn tengla á Facebook-síður meintra gerenda. Fullyrtu margir að drengirnir fimm sem vísað var á væru hinir grunuðu, en Friðrik Smári gat ekki staðfest að þessir einstaklingar væru þeir hinir sömu og væru í haldi lögreglu. Á netinu vöktu sumir athygli á því að mennirnir bera allir er- lend nöfn. Mátti í kjölfarið lesa for- dómafull ummæli í garð þeirra, meðal annars á íslenskum blogg- síðum. Samkvæmt heimildum DV eru þó mennirnir allir íslenskir rík- isborgarar og hafa verið hér á landi í lengri tíma. Fjórir þeirra eru und- ir lögaldri, en einn þeirra er lög- ráða. Unga konan, sem lagði fram kæruna, og piltarnir fimm þekkj- ast öll. Fór í dreifingu Myndbandið fór í dreifingu áður en kæra var lögð fram í málinu sam- kvæmt heimildum DV og staðfestu nemendur það í samtali við DV í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir náðist ekki í skólameistara FB á mánudag. Samkvæmt heimild- um DV er bæði foreldrum og nem- endum mjög brugðið vegna máls- ins. Það varðar tveggja ára fangelsi að flytja inn, afla sér eða öðrum eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, samkvæmt 210. gr almennra hegningarlaga. Ætla má að dreifing á myndbandi sem þessu falli undir þessa hegn- ingarlagagrein. Erfitt getur reynst að ná utan um það hver dreifði efn- inu eða horfði á það í netheimum en það er verkefni lögreglunnar að komast til botns í því. Samkvæmt heimildum DV hafa lögmenn pilt- anna fimm ekki fengið aðgang að myndbandinu. Lýsir yfir sakleysi „Þegar að einstaklingur lýsir yfir sakleysi sínu, og hann veit að það hefur verið tekið upp á myndband, þá hugsar sá einstaklingur ekki rök- rétt það er að segja ef hann veit af myndbandi sem ætti að sýna eitt- hvað slæmt. Hann veit af þessu myndbandi og það er þess vegna sem hann hefur lýst yfir sakleysi sínu,“ segir Erlendur Þór Gunnars- son, hæstaréttarlögmaður, en skjól- stæðingur hans situr nú í gæslu- varðhaldi vegna málsins. „Hann lýsir yfir sakleysi sínu og hann veit af þessu myndbandi.“ Viðkvæm mál Erlendur segir í samtali við DV að um sé að ræða afar viðkvæmt mál hvernig sem á það sé litið. „Ég held að bloggarar og þeir sem eyða dög- um sínum í athugasemdakerfum, þeir átti sig ekki á því hversu alvar- leg staða þetta er fyrir sautján ára ungling. Það á allt eftir að koma í ljós varðandi þetta mál,“ segir hann og segir erfitt að fullyrða um það. „Það er oft sem það hefur komið upp í samfélaginu þar sem fullyrt er eitt og annað um einstaklinga án þess að það sé fótur fyrir því. Síðar hafa svo allir gleymt þessum málum og enginn að velta því fyrir sér hvort það hafi verið ákært eða ekki,“ segir hann og vísar til máls á Ísafirði í desember síðastliðnum þar sem fimm menn voru hnepptir í gæsluvarðhald grunaðir um aðild að hópnauðgun. Mennirnir í því máli voru all- ir leystir úr haldi og saksóknari felldi niður málið þar sem það sem fram hafði komið við rannsókn- ina þótti ekki líklegt til sakfellingar. „Það er ansi alvarlegt fyrir svona unga einstaklinga, að vera komnir í klæðnað frá Litla-Hrauni og vera inni í steinklefa í viku. Fá að fara út einu sinni á dag og fá að borða en fá ekki að tala við neinn nema lög- manninn sinn. Ég held að hörðustu einstaklingar myndu brotna við það,“ segir Erlendur. Erfiðari viðfangs „Þegar að ofbeldismenn eru fleiri en einn þá eru líka ákveðnir þætt- ir sem gera það erfiðara að sanna málið vegna þess að þeir geta sam- ræmt framburð sinn og veitt hver öðrum fjarvistarsannanir,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, í samtali við DV. Í slíkum málum sé áfall fórnarlambsins svo mikið og ofureflið þannig að mál- in séu sjaldnar kærð en vægari of- beldisbrot. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta er mikil aukning í til- kynntum hópnauðgunarmálum til samtakanna. Árið 2012 skráðu starfsmenn Stígamóta hjá sér 24 til- vik. Þá segir Guðrún að starfsfólk Stígamóta hafi í gegnum tíðina tek- ið eftir aukningu í ofbeldi sem felst í dreifingu á efni gegn vilja þeirra sem um er fjallað. Stuðningur Í málum sem þessum, þegar um er að ræða svo unga einstak- linga, koma margir að borðinu meðal annars lögregla, barna- verndarnefnd og Barnahús. „Stuðningurinn sem við veitum er meðferðarviðtöl og viðtöl við for- eldra. Við hjálpum þeim líka að takast á við það sem komið hefur fyrir barnið,“ segir Ólöf Ásta Farest- veit, forstöðukona Barnahúss. Í þessu máli eru gerendur einnig undir lögaldri, en Barnahús sér hins vegar aðeins um þolendur í kynferðisbrotamálum. „Varðandi gerendur, þá er sérstakt teymi sem vinnur fyrir Barnaverndarstofu og sér um börn og unglinga sem sýna óæskilega eða óviðunandi kyn- ferðislega hegðun. Foreldrar þeirra fá væntanlega einnig aðstoð þar,“ segir Ólöf. Fimmmenningarnir og stúlkan eru öll nemendur í FB og vilji stjórnendur skólans að full- trúar Barnahúss tali við nemend- ur vegna málsins verða þeir sjálf- ir að óska eftir því. „Við höfum enga beiðni fengið enn sem kom- ið er. Við höfum verið með nám- skeið fyrir skólahjúkrunarfræðinga og námsráðgjafa í mörgum skól- um svo eitthvað sé nefnt, um svona mál. Yfirleitt bregðumst við vel við því þegar okkar aðstoðar er óskað í svona stórum málum,“ segir Ólöf. n Voru yfirheyrðir um helgina n Fimm í haldi grunaðir um hópnauðgun n Myndband í dreifingu Ásta Sigrún Magnúsdóttir Rögnvaldur Már Helgason astasigrun@dv.is / rognvaldur@dv.is „Hann lýsir yfir sakleysi sínu Öll mjög ung Stúlkan er aðeins sextán ára og piltarnir eru allir á svipuðu reiki. Einn þeirra er lögráða. MYnd tEngiSt EFni FRéttaR EKKi bEint Í varðhaldi Ungu mennirnir eru allir vistaðir á Litla- Hrauni samkvæmt upplýsingum DV. MYnd guðMunduR VigFúSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.