Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Page 21
Umræða 21Vikublað 13.–15. maí 2014 Lýsir bæði hroka og skringilegri forræðishyggju Það er algjört neyðarúrræði Stöndum ekki að skæruhernaði Íslensk erfðagreining svarar gagnrýni vegna söfnunar lífsýna. – DV Hanna Birna um inngrip í verkfallsaðgerðir flugmanna. – RÚVFormaður Félags atvinnuflugmanna svarar gagnrýni Icelandair. – DV 1 Handtóku eiginkonu Gísla og ætla að senda úr landi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á mánudag Izekor Osazee frá Nígeríu. „Þeir tóku hana,“ sagði Gísli Jóhann Grétarsson. Hún hafði farið niður á lögreglustöð til að sinna tilkynn- ingarskyldu hælisleitanda en var þá handtekin. Izekor hefur verið hér á landi í um tvö ár og beðið eftir dvalarleyfi. Vísa á henni úr landi og verður hún send til Finnlands. 25.082 hafa lesið 2 „Snípurinn er stórbrotið líffæri“ Dagarnir 4. til 11. maí voru dagar sníps- ins. Var vikunni ætlað að vekja athygli á þessum líkamshluta kvenna. „Snípurinn er stórbrotið líffæri, þó það láti lítið fyrir sér fara. Það hefur verið hundsað, gert að bannorði og látið að því liggja að hann sé ekki af hinu góða …“ sagði Nadine Gary, talskona samtaka um snípsvikuna. 13.912 hafa lesið 3 Svona á ekki að leggjaLögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur sent frá sér orðsendingu þar sem hún vekur athygli á stöðubrotum ökumanna við íþróttavelli. 10.185 hafa lesið 4 Lögreglan kallar eftir upplýsingum um tvo unga karlmenn Lögreglan á Selfossi kallar eftir upp- lýsingum um tvo unga karlmenn sem eru grunaðir um innbrot í tvö heimahús á Selfossi aðfaranótt síðastliðins sunnudags. 8.696 hafa lesið 5 „Ég tók ekki of stóran skammt“ Söngkonan Miley Cyrus var í viðtali við tímaritið People nýlega þar sem hún þvertók fyrir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum, en hún var lögð inn á spítala á dögunum og þurfti hún að fresta tónleikaferðalagi sínu sökum þess. 8.483 hafa lesið Mest lesið á DV.is Birta Rós Gunnarsdóttir Nú er ég að fara að kjósa í fyrsta skipti, af hverju ætti ég að kjósa Framsókn frekar en einhvern annan flokk?  Sveinbjörg Sæl Birta, þú ættir að skoða málefnin vel áður en þú kýst og ég trúi því að þau mál- efni sem við í Framsóknarflokkn- um og flugvallarvinum stöndum fyrir höfði til þín, sérstaklega þar sem okkur er umhugað um húsnæðisöryggi borgarbúa, því staðan er sú að það er mjög erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sér sína fyrstu íbúð í Reykjavík og leigumarkaðurinn er erfiður. Þetta er eitt af aðalmarkmiðum okkar, að gera ungum Reykvík- ingum kost á því að búa áfram í Reykjavík í húsnæði sem hentar þeim, hvort sem það er séreign, leiguhúsnæði eða búseturéttar- kerfi og eftir atvikum félagslegt húsnæði. Við ætlum að fjölga íbúðum við allra hæfi í borginni. Annars hvet ég þig til að fylgjast með okkur á Facebook og skoða stefnumálin okkar betur. Konráð Guðjónsson Þú sagðir í viðtali að umræða um gjaldeyrishöft snúist í raun um flugvöllinn vegna verðmætis flugvallarlandsins, sem erlendir kröfuhafar ásælast, ef ég skil rétt. Geturðu útskýrt þetta frekar? Hefur þú einhver gögn eða heimildir sem styðja þetta?  Sveinbjörg Sæll Konráð. Þetta er rétt eftir mér haft, en í við- talinu velti ég þessu upp. Hvers vegna er flýtirinn svona mikill núna í að fara að þétta byggð og að flugvöllurinn þurfi að fara. Fyrst er gert samkomulag sem á að vera til 2022, en síðan strax hliðarsamkomulag um lokun neyðarbrautarinnar og að Flug- garðar (sem er svæðið austan megin við Erfðagreiningu) eigi að fara strax á næsta ári. Verið er að þrengja að starfseminni til að hægt sé að fara í uppbyggingu á húsnæði, sem alveg óvíst er hversu dýrt verður. Skv. aðal- skipulagi er þetta eitt af helstu uppbyggingarsvæðum í borginni og ég spyr mig og hef velt þessari spurningu upp, af hverju er þessi þrýstingur NÚNA? Nei ég hef engin gögn eða heimildir, annað en gagnrýna hugsun til að styðjast við og ég tel að þetta sé ein af þeim spurningum sem þarf að velta upp. Ólöf Björnsdóttir Hvernig sérðu fyrir þér að leysa húsnæðisvandann í borginni? Kemur til greina að hækka húsaleigubætur?  Sveinbjörg Ég tel að hækkun á húsaleigubótum leysi ekki húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta snýst um að það hefur ekki verið byggt nægilega mikið í Reykjavík af íbúðarhúsnæði á þessu kjörtímabili. Það þarf að auka fjölda íbúða á markaðn- um. t.d. hafa Félagsbústaðir einungis byggt um 70 íbúðir á þessu kjörtímabili, á meðan að markmið þeirra er að kaupa 100 á ári, sem hefði þá átt að vera 400 á kjörtímabilinu. Þessu þarf m.a. að bregðast við og koma Félagsbústöðum í það horf, sem Reykvíkingar vilja og krefjast. Skv. okkar upplýsingum þá vantar 2.700 íbúðir í borginni frá árinu 2007–2012, þannig að ekkert hefur verið byggt. Byrjað var að byggja 617 íbúðir á síðasta ári, en það voru allt verktakar, en ekki borgin. Ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann þá þarf að auka lóðaframboð. Aðalsteinn Kjartansson Ertu kjörgeng í Reykjavík?  Sveinbjörg Já, það hefur verið úrskurðað um það. Kári Emil Helgason Hefur þú alltaf verið framsóknar- kona eða hefur þú tekið þátt í starfi annarra flokka?  Sveinbjörg Sæll Kári, ég gekk til liðs við Framsóknarflokkinn haustið 2012, en áður hafði ég verið skráð í Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í starfi þeirra árið 2001–2002, en ekkert eftir það. Lára Hanna Einarsdóttir Í aðalskipulaginu sem þú vitnar í hvað flugvöllinn varðar er áformað að veggfóðra Miðbakkann við höfnina og Slippa- svæðið með háum blokkum og loka þar með af hafið og Esjuna frá Hörpu vestur í Ánanaust. Hvað finnst þér um þá áætlun? Og hvað finnst þér um stórhýsin sem áætluð eru milli Geirsgötu og Tryggvagötu og sýnd var mynd af í Morgunblaðinu á laugardag?  Sveinbjörg Sæl Lára Hanna. Það er mín skoðun að þetta sé algerlega út í hött. Tala ég þar líklega fyrir munn margra að minnsta kosti allra þeirra sem eru í framboði á lista Framsóknar og flugvallarvina. Það á eftir borgarstjórnarkosn- ingar að meta það hvort að taka eigi upp aðalskipulag og við teljum að það verði að taka upp aðalskipulagið og óttumst að fólk hafi ekki nægilega kynnt sér hvernig aðalskipulagið er, því mikið af hugmyndunum sem þar koma fram, t.d. varðandi þéttingu byggðar á svæðinu Miðborg-gamla höfnin, sé alger- lega úr takti við óskir borgarbúa um hvernig borg þeir vilja eiga heima í. Með aðalskipulagi virð- ist vera sem reynt sé að breyta viðhorfum og hegðun fólks. Viðhorfi og hegðun fólks verður ekki breytt með skipulagi. Friðgeir Sveinsson Sæl Sveinbjörg. Hvað er það sem að gerir þig frambærilegri en Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur sem skipaði annað sæti í Rvk? – Mér þykir það nokkuð nauðsynlegt að þessari spurningu sé svarað þar sem Framsóknarflokkurinn lagði sig mikið fram um að fá alla aðra en hana í fyrsta sætið þrátt fyrir menntun hennar og reynslu sem mundi sannarlega verða Reykvíkingum sem og öðrum landsmönnum til góða. Hvað gerir þig hæfari en Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur??  Sveinbjörg Sæll Friðgeir, Það er ekkert sem gerir mig hæfari en Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur. Þar fer kona gædd miklum gáfum og eldmóði. Við erum örugglega ólíkar á margan hátt en líkar líka. Salka Margrét Sigurðar- dóttir Finnst þér að kynjafræði ætti að vera skyldufag í grunnskólum?  Sveinbjörg Sæl Salka. Mér finnst það alveg koma til greina, en fyrst og fremst vil ég að börn- in séu vel læs, skrifandi og kunni vel að reikna, en ég gæti vel séð fyrir mér að þetta væri valfag á efri stigum grunnskólans. Jóhanna G Frá Ströndum Nú hefur þú og framboðið sagt að borgin þurfi að byggja fleiri íbúðir. Hvar í Reykjavík sérð þú fyrir þér slíkar framkvæmd- ir? Og aukaspurning, ert þú sammála því að það þurfi að þétta byggð?  Sveinbjörg Það er hægt að þétta byggð á mörgum stöðum í borginni, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir að 90% þéttingarinnar fari fram í Miðborg-gamla höfn- in, Vatnsmýri og Elliðaárvogi. Ekki er gert ráð fyrir nýjum út- hverfum. Við teljum að það þurfi að styrkja úthverfin og byggja ný og síðast en ekki síst klára bygginguna í Úlfarsárdal svo að þar rísi blómleg byggð. Hvað varðar aukaspurninguna, þá tel ég að raunhæf þéttingaráætlun sem unnin er í samráði við íbúa falli að hugmyndafræði minni og framboðsins, en það er ljóst að rómantískar áætlanir um aukið nýtingarhlutfall lóða t.d. í 104 gengur ekki eftir, þar sem þar er nú þegar fólk sem býr í húsunum og við vitum ekkert hvenær eða hvort það ætlar að selja, né þá heldur hverjir kaupendurnir verða. Stefán Steindórsson Ert þú reiðubúin að halda áfram að gera Reykjavík að meiri hjólreiðaborg og fá fólk í meira mæli til að nýta sér almennings- samgöngur?  Sveinbjörg Það er stefna okkar í Framsókn – og flugvallarvinum að við eigum öll að geta valið hvernig við ferðumst. Bílar eiga ekki að vera böl heldur valkostur. Það þarf að bæta samgöngur bíla, gangandi og hjólandi og auka fjölbreytileika. Ég hef a.m.k. áhuga á því að skoða enn frekari takmarkanir á notkun nagladekkja í borginni og síðan þarf að skoða frístundaakstur, því mikið af umferðarþunga í borginni, má rekja til endalauss „skutl og sækja“-verkefna foreldra og nýta þar almenn- ingssamgöngur frekar. Stefán Gunnlaugsson Sæl Sveinbjörg. Hafið þið í Framsóknarflokknum hugsað ykkur að koma til móts við fjölskyldur með börn á einhvern hátt? T.d. eitthvað sambærilegt áætlun Samfylkingarinnar um að hækka frístundarkort ÍTR?  Sveinbjörg Sæll Stefán. Framsóknarflokkurinn kom á frístundakortinu á sínum tíma. Við útilokum ekki hækkun, en viljum heimila samnýtingu styrksins innan fjölskyldunnar, þannig að fjölskyldur með fleiri en eitt barn, geti nýtt styrkinn milli barnanna, ef eitt eða fleiri börn eru ekki að nýta sér hann. Rétt er að geta þess að við viljum útvíkka notkunina líka, þannig að eldri borgarar geti fengið 20.000 króna frístundakort. Jóna Gísladóttir Hvað finnst þér um sameiningar sem voru gerðar á grunn- og leikskólum árið 2012, finnst þér þær hafa skilað e-u og hvað myndir þú vilja gera fyrir þá foreldra sem hafa hafa bent á vond dæmi eftir sameiningu eininga?  Sveinbjörg Hvað varðar sameiningar sem gerðar voru á grunn- og leikskólum árið 2012, þá hef ég ekki skoðað nema eina sameiningu, sem var reyndar á milli tveggja grunnskóla, Álfta- mýrarskóla og Hvassaleitisskóla í Háaleitisskóla. Ég hef bent á það í viðtali að það gæti verið hættulegt að snúa því við, því börnin okkar eru jú, viðkvæm, bæði fyrir samruna og slitum. En það hefur verið viðurkennt af hálfu meirihlutans að þessar sameiningar hafi litlu sem engu skilað. Það er a.m.k. ljóst hvernig ég myndi vilja vinna þetta og það er í samráði við foreldra og með undirbúningi. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera könnun á meðal foreldra og kennara í þeim skólum sem þetta átti sér stað, svo hægt sé að læra af reynslunni. Sjá hvað betur má fara og hvernig hægt er að vinna sem best úr þeirri stöðu sem nú er uppi, með hagsmuni barnanna í huga fyrst og fremst. Friðgeir Sveinsson Sæl aftur Sveinbjörg. Getur þú þá frætt mig og alla hina sem ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna var þá gengið framhjá Guðrúnu Bryndísi með þeim hætti sem gert var. Og þú sett í fyrsta sæti fyrst að þú sjálf gengst við því að hafa ekkert fram yfir hana sem réttlætir þessa aðgerð sem gerð var til að hindra að Guðrún Bryndís tæki fyrsta sætið. Ég tel mig eiga fullan rétt á því að vita hvernig Fram- sóknarflokkurinn hyggst fara með lýðræðið að kosningum loknum með þetta fordæmi í farvatninu.  Sveinbjörg Blessaður. Ég er því miður ekki rétta manneskjan til að svara því. Eina sem ég veit er að ég bauð fram starfskrafta mína í 1. sætið en Guðrún Bryndís bauð sig aldrei fram í fyrsta sætið. Flokksþingið hafði aldrei samþykkt allan listann, heldur aðeins 7 efstu og þar af voru 4 hættir, þannig að það þurfti að útbúa nýjan lista frá grunni, en ekki að færa upp, sem hefði að öllu jöfnu verið gert ef það hefði verið búið að samþykkja á flokksþinginu 30 manna listann. En þetta er lagalega útfærslan. Páll Ásgeir Ásgeirsson Nú er Framsókn fjölmenn á þingi í krafti misvægis atkvæða. Fyndist þér rétt að auka vægi atkvæða íbúa í úthverfum í komandi borgarstjórnarkosningum?  Sveinbjörg Sæll Páll Ásgeir. Nei það finnst mér ekki. Gauti Kristmannsson Sæl, Sveinbjörg. Hvar á að byggja í Reykjavík ef flugvöllurinn verður lengur en til 2022? Hvaða samgöngumannvirki þarf til að þjóna þeim byggðum og hvernig tengjast þau byggðinni sem fyrir er?  Sveinbjörg Sæll Gauti, Það er hægt að þétta byggð á ýmsum þeim stöðum, þar sem byggð er nú þegar og byggja í úthverfum. Það þarf að endurskoða sam- gönguáætlun Reykjavíkur. Hins vegar er ljóst að það er búið að samþykkja aðalskipulag núna og það mun gilda, nema að nýr meirihluti muni endurskoða aðalskipulagið, eins og heimild er til í lögum. Ef það verður ekki gert þá er ljóst að allir borgarbúa verða í 101 og á hjólum :) Jóhannes Benediktsson Var það rétt af Sjálfstæðis- flokknum að svíkja kosningaloforð sitt um þjóðarat- kvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB? Og ef svarið er já, spyr ég þig að þessu: Myndir þú svíkja kosningarloforð þín ef við þér myndi blasa sú staða, sem hefur verið gefin nafnið „pólitískur ómöguleiki“?  Sveinbjörg Nei. Bílar eiga ekki að vera böl Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík svaraði spurningum um samgöngumál og flugvöllinn Nafn: Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Aldur: 41 árs Menntun: Lögfræðipróf frá HÍ og hdl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.