Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 23
Vikublað 13.–15. maí 2014 Fréttir Stjórnmál 23 Háskólanám erlendis ENGLAND • SKOTLAND • ÍTALÍA • SPÁNN á sviði skapandi greina E S S E M M 2 01 3 / 05 Arnar Ingi Viðarsson er “Talent Alumni” frá Istituto Europeo di Design (IED) í Barcelona. Hann útskrifaðist úr listrænni stjórnun 2012 og borgaryfirvöld keyptu lokaverkefni hópsins sem hann var í, en það fólst í alhliða kynningu fyrir menningarhús í Gracia hverfinu í Barcelona. „Útskriftarverkefnin ganga út á að hanna vöru- merki, einkenni og ímynd, prent-, sjónvarps- og útiauglýsingar, vefsíður, innanhússhönnun, merkingar, fjárhags- og samskiptaáætlun.“ „Allt þetta er gert eftir mikla rannsóknarvinnu og skapandi hönnunarstarf.“ „Í skólanum eru nemar víða að úr heiminum, allir eru opnir og hafa mikið fram að færa, svo það verður til mikil og skapandi orka í þessum kringumstæðum.“ „Þetta er ekki eitthvað sem þú lærir, þú þarft að upplifa það, til að þroskast og þróast.“ Arnar Ingi starfar í dag hjá auglýsingastofunni Saatchi & Saatchi í Barcelona. Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsóknar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði. Háskólanám erlendis í hönnun, listum, miðlun, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Í dag verður opnaður Kosninga- vefur DV fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar sem fram fara 31. maí næstkomandi. Á vefn- um eru upplýsingar um fram- boð í 32 stærstu sveitarfélögum landsins en það eru öll sveitarfé- lög með fleiri en 1.000 íbúa sam- kvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem DV setur upp kosningavef en vefur- inn í ár er sá stærsti sem opnaður hefur verið. Finndu þinn frambjóðanda Meðal þess sem boðið verður upp á á kosningavefnum er kosningaprófið. Kosningapróf DV parar saman svör notenda við svör frambjóðenda. Til þess að fá sem nákvæmustu niður- stöðurnar er best að svara öllum spurningum á prófinu. Fjöldi spurninga á prófinu er mis- jafn eftir sveitarfélögum þar sem spurningalistinn tekur mið af þeim málefnum sem til umræðu eru í hverju sveitarfélagi fyrir sig auk al- mennra spurninga. Kosningaprófið reiknar út hvaða afstöðu flokkarnir eru líklegir að hafa út frá því hvernig frambjóðendur hans svara. Öllum framboðum í sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa var boðin þátttaka. Upplýsingar um hundruð frambjóðenda Þegar eru upplýsingar um um það bil 300 frambjóðendur á vefnum. Það er svo í höndum frambjóðend- anna sjálfra hversu miklar og ítar- legar upplýsingar þeir gefa um sig og afstöðu sína. Frambjóðendur í sæt- um sem nema hreinum meirihluta fulltrúa í hverju sveitarfélagi var boð- ið að svara spurningum á kosninga- prófinu. Fyrir síðustu kosningar tóku rúmlega 70 þúsund kjósendur prófið á netinu og um 270 frambjóðendur gáfu upp afstöðu sína. Enn er ekki búið að birta alla lista sem bjóða fram í kosningunum í lok mánaðarins en framboðsfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Upp- lýsingum um þá frambjóðendur verður bætt við á vefnum um leið og þær liggja fyrir. Vefurinn verður betri og betri Nýmiðladeild DV hefur síðastliðn- ar vikur unnið að vefnum í samstarfi við ritstjórn blaðsins. Á vefnum eru kostir nútíma tækni notaðir til að safna upplýsingum um frambjóð- endur, afstöðu þeirra í hinum ýmsu málum og gefa svo kjósendum færi á að mæla sjálfa sig til að finna út með hvaða frambjóðanda þeir eiga mesta málefnalega samleið. Það er gert í gegnum kosningaprófið. Vefurinn verður áfram í þróun fram að kosningum. Það þýðir að fleiri möguleikar munu bætast við kosningavefinn á næstu dögum og vikum sem eru til þess ætlaðir að auðvelda kjósendum enn frekar að taka upplýsta ákvörðun um hvað kjósa skuli í sveitarstjórnarkosn- ingunum. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Kosningavefur DV opnaður n Upplýsingar um 32 stærstu sveitarfélög landsins n Endurbættur vefur DV Kosið í maí Íslendingar ganga að kjörborðinu 31. maí og velja sér fulltrúa í sveitar- stjórnir landsins. Mynd SigtryggUr Ari Þ rjátíu prósent kjósenda í Reykjavík myndu kjósa Samfylkinguna ef geng- ið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í nýju- stu skoðanakönnun Gallup fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23 prósenta fylgi og Björt framtíð 21 prósent. Þessir þrír flokkar eru afgerandi stærri en hinir. Píratar mælast með 11 prósenta fylgi, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi níu prósent og Framsóknarflokkurinn tæp- lega fimm prósent. Dögun fengi tæplega tvö prósent, ef marka má niðurstöðuna. Um 13 prósent tóku ekki af- stöðu en könnunin var gerð dag- anna 15. apríl til 7. maí. Sjö pró- sent myndu skila auðu eða ekki kjósa. 1.591 Reykvíkingur var valinn af handahófi úr Viðhorfa- hópi Capacent. Þátttökuhlutfallið var rúmlega 60 prósent. Samfylkingin fengi fimm borgar fulltrúa ef þessi yrði niður- staðan, Sjálfstæðisflokkurinn fjóra, Björt framtíð þrjá, Píratar tvo og VG einn. Aðrir næðu ekki inn manni, þar á meðal Framsóknar- flokkurinn. n baldur@dv.is Leiðir lista Sam- fylkingarinnar Flestir vilja Dag sem borgarstjóra, sam- kvæmt nýlegri könnun. Mynd SigtryggUr Ari Flestir myndu kjósa Samfylkinguna Fengju 5 borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Capacent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.