Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 13.–15. maí 201430 Sport „Ég er kominn í guðatölu“ n Viðar Örn slær í gegn í Noregi n 15 Íslendingar spila í efstu deild n 24 íslensk mörk eftir 8 umferðir É g er alveg kominn í guðatölu hjá flestum hérna,“ segir Sel- fyssingurinn Viðar Örn Kjart- ansson, markahæsti leikmað- ur maður Tippeligaen í Noregi, í samtali við DV. Viðar Örn hefur farið frábærlega af stað í norsku deildinni og skorað átta deildarmörk í jafn mörgum leikjum. Hann er marka- hæstur. Íslenskir knattspyrnumenn í Nor- egi hafa sjaldnast verið fleiri. Alls leika fimmtán leikmenn íslensk- ir leikmenn í efstu deild í landinu, Tippeligaen, og þrír til viðbótar spila í 1. deild. Þegar hafa 24 „íslensk mörk“ verið skoruð í deildinni, eftir átta um- ferðir en að auki hafa nokkur mörk verið skoruð af Íslendingum í bikar- keppninni. Óhætt er að segja að Viðar Örn hafi slegið í gegn í upphafi leiktíð- ar, en hann gekk til liðs við félagið í desember, eftir að hafa orðið marka- kóngur í Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Hann viðurkennir að hann hafi ekki gert ráð fyrir því, þegar hann flaug út til Noregs fyrir áramót, með samning við Vålerenga í farteskinu, að hann myndi skora jafn grimmt í upphafi mótsins og raun ber vitni. „Maður stefnir alltaf að því að skora og það er rosalega mikilvægt að byrja vel, en ég bjóst ekki við að skora svona mikið.“ Kom skemmtilega á óvart Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálf- ari Íslands, segir í samtali við DV að frábær byrjun Viðars hafi kom- ið skemmtilega á óvart. Hann hafi reyndar spilað vel á undirbúnings- tímabilinu, svo það hafi kannski get- að gefið fyrirheit um það sem kom- ið hefur á daginn. „Ég bjóst ekki við svona rosalega sterkri byrjun. Våler- enga er fyrirfram ekki eitt af sterkustu liðunum – þetta er þeim mun meira afrek. Hann átti í raun sitt fyrsta heila góða tímabil í fyrra, í deildinni heima. Það er því nokkuð afrek að gera jafn- vel enn betur í sterkari deild í Noregi.“ Hersveitin hjá Viking Annars Selfyssingur og nýliði í norsku deildinni er Jón Daði Böðvarsson, einn fimm íslenskra leikmanna Vik- ing. Fimmmenningarnir hjá Viking hafa allir spilað alla átta leikina fyrir félagið. Jón Daði hefur byrjað mótið afar vel og skorað þrjú mörk, þrátt fyrir að hafa setið á bekknum í mörg- um leikjanna. Þá hefur Sverrir Ingi Ingason, varnarmaðurinn efnilegi úr Breiða- bliki, skorað tvö í deildinni og sömu sögu má segja af Stjörnumanninum Steinþóri Frey Þorsteinssyni. Hann hefur skorað tvö og FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson tvö. Indriði Sigurðsson hefur skorað eitt en Ís- lendingarnir hafa skorað níu af ellefu mörkum Viking í deildinni til þessa. Flestir í lykilhlutverkum Raunar má segja um flesta, ef ekki alla Íslendinga í Noregi, að þeir eru í lykil- hlutverkum í sínum liðum. Af þessum fimmtán Íslendingum hafa tólf komið við sögu í öllum leikjunum. Heimir segir að þeir Lars Lag- erbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, fylgist vel með norsku deildinni og hafi séð allnokkra leiki á tímabilinu. Hann segir norsku deildina góðan stökkpall fyrir frekari skref upp á við, fyrir unga íslenska leikmenn enda fái þeir félagarnir margar fyrirspurnir um efnilega íslenska leikmenn, sem séu ódýrir á þeirra mælikvarða. Góð reynsla sé af íslenskum leikmönnum sem taki það stóra skref upp á við að starfa einungis við að spila fótbolta. „Norska deildin er klárlega nokkuð betri en sú íslenska. Liðin eru jafnari og það er spilað lengur. Þetta er nokk- uð stórt skref að taka,“ segir Heimir. Tvö til þrjú viðtöl á dag Viðar Örn varð markahæstur í Pepsi- deildinni í fyrra, þegar hann lék með Fylki. Hann segir að athyglin sem hann hafi fengið á undanförnum vik- um sé mikið meiri en hann fékk á Ís- landi. Hér heima séu fjölmiðlarn- ir sem fjalli um knattspyrnu kannski fimm eða sjö, samanborið við fimm- tíu eða sextíu í Noregi. Hann seg- ist fara í tvö til þrjú viðtöl á hverj- um degi, eftir æfingar en fullyrðir að athygli hvetji hann áfram. „Þetta er draumur,“ segir hann. Viðar Örn býr einn í Noregi, það er án fjölskyldu, en segir að vel sé um leikmennina hugsað. Umgjörðin um liðið sé afar góð og þar sé allt til alls. Hann skorti því ekkert. Aðspurð- ur viðurkennir hann þó að hann eigi stundum bágt með að tjá sig á norsku, svo aðrir skilji. „Það er ekk- ert grín að tala þetta. Hreimurinn hér er svolítið skrítinn. Ég þarf að æfa mig betur,“ segir hann glaður í bragði. Hann segist hafa skrifað und- ir góðan samning við Vålerenga og segir að honum ætti að geta safnast svolítill aur eftir vistina þarna. Það sé mikilvægt enda sé um nokkra fórn að ræða. Knattspyrnumönnum gef- ist ekki mikill tími til annarra hluta og ferillinn sé tiltölulega stuttur. „Ég er á fínum samningi, sem batnar bara ef ég stend mig vel.“ Það má því gera ráð fyrir að það muni gerast. En hvernig fer maður að því að taka stökkið úr íslensku deildinni í þá norsku með jafn miklum glæsibrag og Viðar Örn hefur gert? Viðar hikar svolítið en segir svo: „Ég legg mikið á mig. Ég er mikið í ræktinni og held skrokknum í lagi. Ég æfi mikið auka- lega.“ Hann segist æfa markskot af kappi og heldur áfram: „Þegar mað- ur maður æfir fótbolta tíu mánuði á ári, á grasi, þá bætir maður sig mik- ið sem leikmaður. Tímabilið í fyrra gefur mér mikið sjálfstraust og það er komið upp í vana að skora.“ Hann segist þrífast á pressu og hafa fund- ið fyrir henni um leið og hann kom. „Fólk vill að ég skori og býst við mörk- um frá mér.“ Hann bætir við að hvort tveggja þurfi auðvitað að vera til stað- ar; líkamlegur styrkur og tækni. Viðar Örn telur aðspurður að tvö bestu liðin á Íslandi gætu haft burði til að leika í efstu deild í Noregi. Í Nor- egi séu hins vegar leikmannahópar allra liðanna skipaðir sterkum leik- mönnum. Engir „kjúklingar“ kom- ist að, eins og stundum gerist heima. Breiddin sé mun meiri og margir búi jafnvel að langri reynslu úr landslið- um. Þá séu leikmenn almennt í betra formi – enda hafi þeir meiri tíma til að vinna að því. „Það geta allir hlaupið í 200 mínútur án þess að blása úr nös.“ Viðar Örn viðurkennir að það geti verið erfitt að halda einbeitingu þegar athygli er jafn mikil og raun ber vitni. Strax sé farið að tala um að hann muni seljast á háar upphæðir til stærri liða. „Menn fara svolítið fram úr sér.“ Hann segist þó reyna að halda ró sinni og vera hann sjálfur, bæði í viðtölum og annars staðar. Horfir lengra En hvert stefnir þessi 24 ára leikmað- ur – ef hann horfir til framtíðar? „Ég vil spila á eins háu „leveli“ og ég get. En ég held það sé best að taka alla- vega eitt til tvö tímabil hérna, og festa mig í sessi. Það væri draumur að komast í stærri deild, og sem fram- herji, þá er líklegast að það gerist ef ég skora mikið af mörkum. Það eru þau sem telja.“ Spurður hvort hann dreymi um að spila með landsliðinu viðurkennir Viðar Örn að það kitli. „Það er draumur hvers leikmanns að spila með landsliðinu. En við Ís- lendingar eigum fjölda leikmanna sem eru að gera fína hluti,“ seg- ir hann. Hann segist þó vonast til að geta gert tilkall til þess – ef hann haldi áfram á sömu braut. „Ég hugsa eig- inlega minna um það núna. Ef það kemur þá kemur það bara.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Noregur - Ísland Hvort liðið myndi hafa betur? Leikmennirnir fimmtán sem spila í Tippeligaen í Noregi dreifast nokkuð jafnt um völlinn þegar horft er til þess hvar þeir spila. DV hefur stillt upp sterku íslensku byrjunarliði úr norska boltanum. Á móti má sjá nokkra af bestu leikmönnunum sem spila hér á Íslandi. Gaman væri að sjá þessi tvö sterku íslensku lið eigast við. Þess má geta að liðunum er hér aðeins stillt upp til gamans og auðvitað er álitamál hverjir eiga að komast í liðið. 1 1 11 11 23 3 10 21 8 23 7 9 Bjarni Ólafur Guðjón Pétur Guðjón Árni Árni Vilhjáms Gunnleifur Daníel Laxdal 20 Indriði Sig. Atli Guðna Haukur Páll 5 Hjörtur Logi 7 Björn Daníel 5 Þórarinn Ingi 17 Jón Daði 18 Matthías Vilhj. Hannes Þór 10 Viðar Örn 14 Pálmi Rafn 5 Sverrir Ingi Óskar Örn Baldur Sig. 2 Birkir Már Eiður Aron Varamenn n Björn Bergmann S. n Steindór Freyr Þ. n Guðmundur P n Haraldur Björnsson n Kristján Örn Sig. n Jóhann Laxdal n Guðmundur Kristjáns. Flestir spila á Norðurlöndum Níu Íslendingar spila í Alls- venskan og fimm í Danmörku Íslendingar eru ekki bara á mála hjá norskum knattspyrnuliðum. Samkvæmt vefsíðunni transfermarkt.co.uk eiga Íslendingar 65 leikmenn í erlendum atvinnumannadeildum. Norðurlöndin eru þar áberandi, eins og gefur að skilja. Fyrir utan þessa 15 sem leika í Tipp- eligaen, spila níu í efstu deild í Svíþjóð, og í Danmörku fimm í efstu deild. Svíþjóð - Allsvenskan n Hjálmar Jónsson - IFK Göteborg n Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping n Skúli Jón Friðgeirsson - Gelfe IF n Kristinn Jónsson - IF Brommapojkarna n Guðmann Þórisson - Mjaalby AIF n Halldór Orri Björnsson - Falkenbergs FF n Kristinn Steindórsson - Halmstads BK n Guðjón Baldvinsson - Halmstads BK Danmörk - Superligaen n Eyjólfur Héðinsson - FC Midtjylland n Rúrik Gíslason - FC Copenhagen n Ari Freyr Skúlason - Odense Boldklub n Elmar Bjarnason - Randers FC n Hallgrímur Jónasson - SönderjyskE Landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson segir að skrefið fyrir knattspyrnumenn á milli Íslands og Noregs sé nokkuð stórt. Mynd SiGTryGGur Ari Markahrókur Viðar Örn Kjartansson hefur skorað átta mörk í jafn mörgum leikjum í norsku deildinni. Hér er einu slíku fagnað. Mynd VåLerenGA Íslensk mörk í Tippeligaen í Noregi n Viðar Örn Kjartansson 8 n Jón Daði Böðvarsson 3 n Björn Bergmann Sigurðarson 2 n Pálmi Rafn Pálmason 2 n Steinþór Freyr Þorsteinsson 2 n Sverrir Ingi Ingason 2 n Björn Daníel Sverrisson 1 n Guðmundur Kristjánsson 1 n Guðmundur Þórarinsson 1 n Hjörtur Logi Valgarðsson 1 n Indriði Sigurðsson 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.