Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 10
Helgarblað 23.–26. maí 201410 Fréttir Yngri kynslóðin borgar skuldir foreldra sinna n Kostnaður vegna einkaskulda færður milli kynslóða n Stóreignafólk losnar við auðlegðarskatt U m 90 prósent af heildar­ niðurgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána renna til fólks sem fæddist fyrir árið 1980. Þeir sem yngri eru munu hins vegar með beinum og óbeinum hætti greiða fyrir aðgerðirnar næstu ár og áratugi. Með setningu laga um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána þann 16. maí lögðu þingmenn Sjálfstæð­ isflokksins og Framsóknarflokksins grunninn að umfangsmiklum ríkis­ afskiptum sem fela í sér að gríðar­ legur kostnaður vegna einkaskulda verður færður á milli kynslóða. Verðbólga og veikari króna 80 milljörðum af skattfé verður varið í skuldaniðurfellingar á næstu fjórum árum. Við þetta mun bætast kostnað­ ur vegna hærri vaxta og uppgreiðslu lána hjá Íbúðalánasjóði auk þess sem skattafsláttur við inngreiðslu sér­ eignarsparnaðar inn á húsnæðis­ lán mun valda ríki og sveitarfélögum tekjumissi upp á tugi milljarða í fram­ tíðinni. Líkt og Seðlabankinn hefur gert grein fyrir munu skuldaniðurfellingar auka verðbólgu, ryðja út fjárfestingu, valda óhagstæðum viðskiptajöfn­ uði og veikja krónuna. Áhrifin munu jafnframt kalla á hærri vexti sem til að mynda hafa áhrif á vaxtakostnað rík­ isins sem er gríðarlega hár nú þegar, eða í kringum 80 milljarða króna. Óljós heildarkostnaður Erfitt er að meta heildarkostnað hins opinbera af aðgerðunum enda veltur hann á ýmsum óvissuþáttum. Í nefndaráliti Steingríms J. Sigfús sonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, er að finna samantekt á ætluðum kostn­ aði hins opinbera vegna beggja frum­ varpanna, bæði frumvarps til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteigna­ veðlána og frumvarps til laga um sér­ eignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæð­ issparnaðar. Hann telur að beinn og óbeinn heildarkostnaður kunni að nema tæplega 200 milljörðum króna. Stjórnarliðar hafa þó fært rök fyrir því að aðgerðirnar muni einnig hafa jákvæðar afleiðingar sem muni auka verðmætasköpun og skila auknum tekjum í ríkissjóð. Til að mynda segir á vef forsætisráðuneytisins að þótt skattfrelsi séreignarsparnaðar rýri tekjuskattsstofn ríkisins þá ættu „auknar ráðstöfunartekjur heimila af úrræðinu að öðru óbreyttu að leiða til aukinnar eftirspurnar og þar með meiri umsvifa sem aftur birtast í auknum tekjum af veltusköttum. Aukin umsvif ættu einnig að hafa já­ kvæð áhrif á tekjuöflun sveitarfélaga.“ Skuldalækkun hjá stóreignafólki Meira en 400 fjölskyldur sem eiga hreina eign yfir 100 milljónum króna og hafa því greitt auðlegðarskatt undanfarin ár eiga kost á skuldalækk­ un að því er fram kemur í upplýsing­ um frá ríkisskattstjóra sem vitnað er til í nefndaráliti Steingríms. Þar kemur jafnframt fram að 229 heimili sem eiga hreinar eignir yfir 120 milljónum króna en eru samt með íbúðalán, skuldi að meðaltali 9,7 milljónir króna hvert og geti því vænst talsverðrar niðurfærslu. „Líklegt er að í þessum hópi leyn­ ist einhverjir þeirra sem gætu feng­ ið fulla 4 millj. kr. niðurfærslu sökum mikilla skulda á mjög stórum og dýr­ um eignum og í ljósi þess að svo ster­ kefnaðir aðilar hafa ekki notið fyrri úrræða, þar á meðal ekki sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar sem var skert út við tiltekin eignamörk,“ segir Stein­ grímur og bætir við: „Verður þá ekki annað sagt en að vel sé gert við þess­ ar auðugu fjölskyldur ef hvort tveggja gerist á sama árinu að auðlegðar­ skattur er sleginn af og þær aðstoðað­ ar með opinberu skattfé við að lækka skuldir sínar um allt að 4 millj. kr.“ Til að sporna gegn því að skuldum yrði létt af stóreignafólki lagði Sam­ fylkingin til að niðurfellingarnar yrðu eigna­ og tekjutengdar; að þær hæfust við hreina eign umfram 10 milljónir króna í tilviki einstaklings og 15 milljónir króna í tilviki para í sam­ búð og lyki við tvöfalda þá fjárhæð. Auk þess var lagt til að fólk með hærri laun en 95 prósent Íslendinga, sam­ kvæmt gögnum Hagstofunnar, fengi engar niðurfellingar og að skerðingar hæfust við 85 prósenta mörk. Þessari tillögu var hafnað. Aldurshópurinn sem fær mest Samfylkingin lagði einnig til að ríkis­ stjórnin yrði skuldbundin til að leggja fram lagafrumvarp um leiðréttingu námslána næsta haust. Þannig mætti koma til móts við yngri kynslóðina sem fer varhluta af niðurfellingum verðtryggðra húsnæðislána. Þessi til­ laga var ekki tekin til greina. Um 65% af skuldaniðurgreiðslun­ um renna til fólks sem fætt er á árun­ um 1960–1990. Allir ráðherrar ríkis­ stjórnarinnar tilheyra þessum hópi og mikill meirihluti stjórnarliða á Al­ þingi. Þeirra kynslóð hagnast mest á skuldaniðurfellingunum en yngra fólk mun sem fyrr segir taka þátt í að greiða fyrir pakkann næstu árin og búa við lakari lífskjör en ella. n „Um 65% af skuldaniður- greiðslunum renna til fólks sem fætt er á árun- um 1960 til 1990. Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Lagði fram frumvarpið Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu um skuldaniðurfellingar og greiddi atkvæði með því. Þannig leyfði hann Framsóknarflokknum að hrinda umdeildu kosningamáli sínu í fram- kvæmd þótt það gangi þvert á prinsipp hægristefnunnar um að einstaklingar, en ekki ríkið, beri ábyrgð á eigin skuldum. Mynd Sigtryggur Ari Steingrímur áætlar Hann telur að beinn og óbeinn heildarkostnaður kunni að nema tæplega 200 milljörðum króna. Mynd Sigtryggur Ari Það tókst Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra lét birta þessa mynd á Facebook-síðu sinni eftir að lögin um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru samþykkt. Mynd FAcebook-SíðA SigMundAr dAVíðS Ósammála um leikskólagjöld Gjaldfrelsi gæti sparað fimm manna fjölskyldu 764 þúsund krónur V instrihreyfingin grænt fram­ boð áætlar að það muni kosta borgarsjóð 3,5 millj­ arða króna að hætta gjald­ heimtu fyrir leikskóla, skólamáltíðir og frístundaheimili. Hreyfingin set­ ur gjaldfrjálsa grunnþjónustu fyrir börn á oddinn og vill ná markmiðinu með því að auka útgjöld borgarinn­ ar til skóla­ og frístundasviðs um 750 milljónir króna á ári, eða sem nem­ ur 0,9 prósentum af heildartekjum borgarinnar. Þetta kemur fram á vefnum gjald­ frelsi.is sem framboðið opnaði á dögunum. Þar geta kjósendur reikn­ að út áhrifin sem það hefði á heim­ ilisbókhaldið ef kosningamál Vinstri grænna yrði að veruleika. Fullyrt er að áætlunin rúmist innan þeirr­ ar fimm ára fjárhagsáætlunar borg­ arinnar sem samþykkt hefur verið, og að umtalsverður afgangur yrði af rekstri borgarinnar þótt aðgerðun­ um yrði hrint í framkvæmd. Á vefn­ um er tekið sem dæmi að fimm manna fjölskylda þar sem tvö börn eru á leikskóla og eitt í grunnskóla myndi spara sér 764 þúsund krónur á ári ef grunnþjónusta fyrir börn yrði gjaldfrjáls. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylk­ ingin og Björt framtíð vilja ekki hætta gjaldheimtunni. „Við höfum ekki tekið undir þessi sjónarmið,“ segir Sigurður Björn Blöndal, odd­ viti Bjartrar framtíðar, aðspurður um kosningamál Vinstri grænna. „Öllum þykir sjálfsagt og eðlilegt að rekin sé leikskólaþjónusta. Okkur finnst hins vegar ekki óeðlilegt að greitt sé fyrir hana. Hlutur foreldra í dag er 15 pró­ sent sem er ekkert sérstaklega mikið. Ég sem foreldri get alveg lagt þau 15 prósent til.“ Hann telur að afnám gjaldanna skapi hættu á því að þjónustan versni. Frekar beri að leggja áherslu á að efla leikskólastigið, taka börn yngri en tveggja ára inn í kerfið og minnka þannig bilið milli fæðingar­ orlofs og leikskóla. „Þessar hug­ myndir snúast ekki beinlínis um gjaldfrelsi, þetta yrði fjármagnað af skattgreiðendum. Hins vegar má velta fyrir sér hvort þeir sem verst standa þurfi að fá meiri aðstoð, hvort æskilegt væri að niðurgreiða í aukn­ um mæli þjónustuna fyrir þá.“ Vinstri græn telja hins vegar að áðurnefnd þjónusta eigi að vera gjaldfrjáls rétt eins og grunnskóla­ kerfið og heilbrigðiskerfið og hvetja til þess að gjöldin verði lögð af í fjór­ um skrefum á næsta kjörtímabili. Í fréttatilkynningu er haft eftir Sól­ eyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, að hugmyndirnar snúist um að afnema efnahagslegar hindran­ ir og tryggja jafnan aðgang barna að þjónustunni, auk þess sem aðgerð­ irnar muni auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna sem beri of þungar byrðar eins og staðan er nú. n johannp@dv.is Mótfallinn gjaldfrelsi „Þetta yrði fjár- magnað af skattgreiðendum,“ segir Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Vill afnema gjöldin Kosningamálið snýst um að afnema efnahagslegar hindr- anir og jafna aðgang að grunnþjónustunni, að sögn Sóleyjar Tómadóttur, oddvita Vinstri grænna. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.