Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 17
Fréttir 17Helgarblað 23.–26. maí 2014
Stefnan að halda landinu lokuðu
n Óttinn við hryðjuverk grundvöllur núgildandi útlendingalaga n Forstjóri Útlendingastofnunar kannast ekki við neina stefnu n Stjórnmálafræðingur segir Ísland loka á útlendinga
Taugaveiklunarviðbragð
Haukur Már Helgason, heimspek
ingur og fyrrverandi ritstjóri Dag
blaðsins Nei, vakti máls á hinni
óorðuðu stefnu íslenskra stjórn
valda í útlendingamálum í grein
um uppruna Útlendingastofnunar
sem birtist á vefsíðunni þann 29.
mars árið 2009. Þar benti hann á að
stefna í málefnum útlendinga á Ís
landi hefði aldrei verið rædd á lýð
ræðislegum vettvangi eða mótuð
opinberlega. Þá spurði hann jafn
framt hverjar hinar óorðuðu hug
myndir að baki stefnunni væru?
Í samtali við DV bendir hann á
að þó að lögum um útlendinga frá
2002 hafi ekki fylgt opinber stefnu
yfirlýsing þýði það ekki að enginn
ásetningur búi að baki þeim. Ljóst
sé að þáverandi dómsmálaráð
herra hafi gefið sterkt til kynna, er
hann lagði frumvarpið fyrst fram á
þingi, „að það væri hluti af víðtæku
taugaveiklunarviðbragði Vestur
landa eftir hryðjuverkaárásina í
New York árið 2001.“
Hann segir þó ákveðinn vanda
fylgja því að líta á rökstuðning
með frumvarpi eða þingræður sem
stefnu að baki lögum. Þannig hafi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
talað á allt öðrum nótum um frum
varpið en dómsmálaráðherra.
„Á máli hennar má helst skilja að
ásetningurinn að baki frumvarp
inu sé helst sá að bæta réttarstöðu
útlendinga.“
Óverjandi stefna
Þó nokkrar deilur spruttu upp
vegna frumvarpsins á Alþingi. Þór
unn Sveinbjarnardóttir, fyrrver
andi þingmaður Samfylkingar
innar, andmælti þeim viðmiðum
sem fram komu í máli dómsmála
ráðherra. Sólveig svaraði því til að
frumvarpið fjallaði ekki bara um
réttindi útlendinga, heldur líka
um rétt íslenskra stjórnvalda, til
að hafa „ákveðna stjórn á þessum
málum“. Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstri grænna, spurði
um grundvallaratriði réttarríkisins
og dómsmálaráðherra svaraði: „Ég
spyr á móti: Hvar er réttur íslenskra
borgara til verndar gagnvart þessu
fólki? Þurfum við ekki líka að hafa
hann í huga?“ Þá spurði hún hvort
hann teldi „að mikið hefði farið
fyrir mannréttindum í Sovétríkjun
um sálugu?“
„Það sem mér hefur þótt mark
verðast er hvað orðaleysið gefur
framkvæmdavaldinu, undirstofn
unum, embættisfólki mikið svig
rúm. Ef málin væru tekin saman,
hvert og eitt, og orðuð út frá
málsmeðferðinni einhver almenn
regla, lögmál sem virðist gilda að
baki, væri það hugsanlega stefna
sem enginn gæti fallist á,“ segir
Haukur Már. Á meðan hún sé hins
vegar ekki orðuð, og látið eins og
hver ákvörðun sé aðeins einstakt
tilfelli, sé fjarveru orðanna gert
auðveldara fyrir við framkvæmd
ina: „Þá hefur dvalarleyfi þessa
manns runnið út eða hinn er á
ábyrgð sænskra stjórnvalda eða
grískra og svo framvegis. Hvert
einstakt mál virðist greinilega oft
rökstyðjanlegt á skrifstofum en
stefnan sem úr verður eða birtist
reynist óverjandi.“
Utan frá séð virðist því sem
meginviðhorf Útlendingastofn
unar og reglurammans sem hún
styðst við, sé að halda skuli fólki frá
landinu, „færa sönnunarbyrðina
á þá sem vilja vera, og oft, í til
felli hælisleitenda, óuppfyllanlega
sönnunarbyrði, samanber að fá
opinber gögn frá löndum þar sem
maður er ofsóttur. Ég held hins
vegar að lífsviðhorf flestra – orðan
leg lífsviðhorf – séu að fólk eigi að
jafnaði að fá að vera þar sem það
vill vera, og sönnunarbyrðin ætti
að vera á því yfirvaldi sem ætlar að
standa í vegi þess.“
Áhersla á íslenskukennslu
Þó að engin heildræn stefna sé til í
málefnum útlendinga bendir Eirík
ur Bergmann á að ríkisstjórn Sjálf
stæðisflokks og Framsóknarflokks
hafi samþykkt sérstaka stefnu um
aðlögun innflytjenda að íslensku
samfélagi í janúar 2007. „Í fyrsta
sinn hér á landi er lögð fram heild
ræn stefna stjórnvalda um aðlögun
innflytjenda að íslensku samfé
lagi“, sagði Magnús Stefánsson, þá
verandi félagsmálaráðherra, þegar
hann kynnti stefnuna á blaða
mannafundi í félagsmálaráðu
neytinu þann 24. janúar. „Horn
steinn hins íslenska réttarríkis er
lýðræði, mannréttindi, samábyrgð
og einstaklingsfrelsi. Þessi gildi eru
leiðarljós í aðlögun innflytjenda
að samfélaginu og samfélagsins að
þeim öru breytingum sem fylgja al
þjóðavæðingunni.“
Stefna ríkisstjórnarinnar náði
þó ekki til allra útlendinga, svo sem
flóttafólks og hælisleitenda, enda
beindist hún að innflytjendum
sem hefðu „sest að hér á landi til
langframa.“ Þar var meðal annars
lögð sérstök áhersla á að standa
dyggilega vörð um íslenska tungu.
„Hún er sameign þjóðarinnar og
geymir sögu hennar, menningu og
sjálfsvitund. Hún er einnig tæki til
félagslegra samskipta. Kunnátta í
íslenskri tungu er lykillinn að ís
lensku samfélagi og getur ráðið úr
slitum um aðlögun innflytjenda að
íslensku samfélagi,“ sagði í frétta
tilkynningu félagsmálaráðuneytis
ins í tilefni af stefnu ríkisstjórnar
innar.
„Ég las þess stefnu á sínum
tíma og þótti hún frekar rýr. En
svo má líka benda á það að stefna
„Vafasamir pappírar“
njóti ekki mannréttinda
Fordómar gagnvart útlendingum aukast og birtast meðal
annars í orðum valdafólks
Í nýrri skýrslu Rauða krossins sem ber
heitið Hvar þrengir að? er fjallað um
niðurstöður í nýrri könnun Félagsvís
indastofnunar sem benda til þess að 44
prósent landsmanna telji fólk af erlendum
uppruna sæta fordómum. Einn svarenda
í könnun Rauða krossins sagði fólk frá
Taílandi, Filippseyjum, svarta Afríku
menn, Araba og múslima mæta mestum
fordómum. Aðrir tóku undir þessi viðhorf.
Ljóst er að hælisleitendur og flóttafólk
tilheyrir oftar en ekki þessum hópum.
Fólk í valdastöðum hefur látið ýmis
ummæli falla um þennan hóp á síðustu
árum. Ummæli Kristínar Völundardóttur,
forstjóra Útlendingastofnunar, um að
hælis leitendur væru að sækja til Íslands
„til að fá frítt uppihald“ vöktu mikla reiði
og voru fordæmd af félagasamtökum
og einstaklingum. Fyrirrennari Kristínar
í starfi, Haukur Guðmundsson, viðraði
svipaðar skoðanir árið 2008 þegar hann
sagði að hælisleitendur „gætu bara
farið á hótel.“ Þá varði hann umdeilda
fjöldahandtöku á gistiheimilinu þann 11.
september sama ár á þeirri forsendu að
hælisleitendur hefðu verið með fölsuð
skilríki og furðulegar sögur. „Reynslan
hefur kennt okkur hvað þarf að gera,“
sagði Haukur um aðgerðina sem var með
al annars gagnrýnd harkalega í leiðara
Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætis
ráðherra og núverandi ritstjóri Morgun
blaðsins, hefur varið innanríkisráðuneyti
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í leiðurum
í blaðinu upp á síðkastið. Ráðuneytið
er til lögreglurannsóknar vegna leka á
persónuupplýsingum um hælisleitendur
úr ráðuneytinu og í fjölmiðla. Svo virðist
sem Davíð telji fullkomlega eðlilegt að leka
slíkum upplýsingum. „Ef umsækjendur eru
vafasamir pappírar, á ekki almenningur í
landinu rétt að upplýst sé um það?“ Hann
hefur ítrekað talað um flóttamenn innan
gæsalappa án nokkurra skýringa. Þá varaði
hann nýlega við því að útlendingar sæktu í
auknum mæli í velferðarkerfi Íslendinga.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófess
or í stjórnmálafræði og skoðanabróðir
Davíðs til áratuga, tók nýlega í sama
streng. Sagði hann lekamálið snúast
um það að girða fyrir það, „að alls konar
lýður komi hingað í trausti þess, að hann
geti farið sínu fram. Til hvers höfum við
útlendingaeftirlit? Af hverju læsum við
dyrunum, áður en við förum eitthvað?
Það er, af því að við getum ekki treyst
ókunnugum.“ Brynjar Níelsson og Vigdís
Hauksdóttir eru á meðal þeirra stjórnar
liða sem hafa viðrað svipuð viðhorf en
frægt er orðið þegar Vigdís kallaði eftir því
að sett yrðu sérstök ökklabönd á flótta
fólk til þess að fylgjast með ferðum þess.
Lokað á útlendinga til að
halda í þjóðmenningu
Auður Jónsdóttir orðar stefnu íslenskra yfirvalda í útlendingamálum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur síð
ustu mánuði skrifað nokkra pistla í Kjarn
ann þar sem hún gerir stöðu hælis leitenda
og flóttafólks að umfjöllunarefni. Þar sem
engin skrifleg stefna er til í málaflokknum
bað DV hana að orða stefnuna eins og
hún hefur birst í ákvörðunum Útlendinga
stofnunar og innanríkisráðuneytisins
síðustu misseri. Auður segir að þótt það
ekki sé til nein skrifuð stefna þýði það ekki
að hér sé engin opinber stefna. Aðgerðir
embættismanna taki augsýnilega mið af
ákveðnu verkferli.
Stefna íslenskra yfirvalda í málefnum
útlendinga hljóðar á þessa leið: „Það ber
að að vísa öllum úr landi sem er mögu
lega hægt að senda burt á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó að það sé
ekkert sem segi að okkur beri að gera svo
þá veljum við að gera það. Það er stefnan í
hnotskurn. Þá sjaldan sem það virðist ekki
mögulegt er samt sem áður nauðsynlegt
að leita allra ýtrustu leiða til að losna við
fólk og þá má ekki láta deigan síga þó að
einn og einn sleppi í gegn.“ Auður bendir
aftur á móti á að það verði að taka mið af
því að íslenska þjóðin sé skuldbundin til
að taka á móti kvótaflóttafólki.
„Það ber helst að gera með þeim hætti
að íslenskir embættismenn leggi land
undir fót til að handvelja fólk sem er
líklegt til að aðlagast svonefndri íslenskri
þjóðmenningu, þar með talið að borða
hrútspunga á þorrablótum og kynna sér
öll þau lög sem íslenska þjóðin hefur fram
til þessa sent í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Margir sem sækja síðar
um ríkisborgararétt eru slíkt kvótaflótta
fólk en það býður heim hættunni á að
ættingjar þeirra vilji einnig koma til
landsins, nokkuð sem verður að fyrir
byggja hvort sem upphaflegi kvótaflótta
maðurinn hefur tileinkað sér að borða
þorramat og syngja mannbætandi vorlög
í séríslenskum gleðskap eða ekki. Undir
öllum kringumstæðum ber að forðast að
sýna mannúð og mannvirðingu því slíkt
gæti skapað slæmt fordæmi. Aðeins með
þessu móti tekst íslensku þjóðinni að
halda í áðurnefnda þjóðmenningu.“
Framhald á næstu síðu
„Ég skil ekki á
hvaða villigötum
umræður um innflytj-
endamál eru, ef það er
talið ámælisvert, að hér
séu ekki fleiri hælisleit-
endur.
Taugaveiklun Haukur Már Helgason
heimspekingur bendir á að núverandi
útlendingalög hafi verið hluti af víðtækum
taugaveiklunarviðbrögðum Vesturlanda eft
ir hryðjuverkaárásina í New York árið 2001.
Forstjóri í mótsögn Alþjóðalög
fræðingurinn Jórunn Edda Helgadóttir
segir forstjóra Útlendingastofnunar í innri
mótsögn þegar hann afneitar því að stefna
sé til í málaflokknum.