Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 23
Umræða 23Helgarblað 23.–26. maí 2014 Spurningin Hefur þú ákveðið hvað þú munt kjósa? Korter í kosningar Umsjón: Henry Þór Baldursson Ég er sjálflærður Ragnar Freyr Ingvarsson er læknirinn í eldhúsinu. – DV Ég á ekki til orð Jóhanna S. B. Ólafsdóttir gerðist ábyrgðarmaður og situr í súpunni. – DV Þetta er enginn heimsendir Ólafur Arnarson varð gjaldþrota. – DVJuan Carlos var sagt upp. – DV Ö rfáir sólargeislar höfðu ratað inn í morgunsárið á torginu í Helsinki þar sem flugrútan stoppar. Og ég var þarna í skímunni tilbúinn að kveðja finnska grund eftir einnar viku umræður um hið sjáanlega, einsog það kallast í fílósófíunni. Mávar rótuðu í ruslatunnum og glaseyg ungmenni fóru reikul í spori um stéttina, mávunum til ómældrar armæðu. En stærsti mávurinn virt- ist ekki láta nærveru mannfólksins raska sinni stóísku ró. Hann rótaði áfram í ruslinu. Nokkrir spörfuglar sóttu það sem var of smátt í goggi fyrir mávana og skjór vappaði um í þvögunni. Mávaforinginn rótaði og hafði upp úr krafsinu eitthvað sem líktist leifum af kjúklingi, þá krunk- aði skjórinn með hvellum hætti, þannig að mávarnir stukku upp og misstu sjónar af bitanum, en skjór- inn nýtti sér sekúndubrotið, greip lufsuna og yfirgaf torgið með hröð- um vængjaslætti. Og þegar mávafor- inginn ætlaði, svona líka grútspæld- ur, að elta skjóinn, vildi svo meinilla til að leigubíll kom æðandi að og breytti foringjanum í kássu sem síð- an varð að morgunverði fyrir nokkra ættingja hans. Þessi mynd fylgdi mér þegar ég settist inn í rútuna, við hliðina á lufsulegum Finna. Hann lyktaði illa og hann átti við mig óskiljanlegt ein- tal áður en ég játaði skilningsleysi mitt. Gegnt okkur sat kona sem ég þóttist viss um að hlyti að vera ind- verskrar ættar. Hún var búttuð og bjúgmyndun á kálfum hennar gerði skóna nær ósýnilega. En til hliðar við frúna sat lágvaxinn, hörundssvartur maður og hraut. Finninn táraðist þegar hann sagði landa sína hafa reist merka kirkju í stríðinu. Og svo leyfði hann mér að njóta vel kryddaðra gusa af svartagallsrausi. Ég hlustaði með öðru eyranu en hugur minn var á meðal fuglanna sem rótuðu í ruslinu á torginu. Og þegar hugur minn hvarflaði að orð- um Finnans, hugsaði ég um þessa þjóð, hvernig allt er svo hart og kalt. Það er einsog blóðið í Finnum sé nokkrum gráðum kaldara en í öðru fólki. Hann talaði um sjálfsvíg og fá- tækt, hann talaði um innflytjenda- vanda og svo öskraði hann: -Helvít- ið hann Pútín er aldrei langt undan! Hann stóð upp og tautaði eitthvað sem hljómaði einsog: -Kolla og Kári telja marga uxahala. Hann yfirgaf rútuna og öskraði: -Merkilega uxabarka! eða eitthvað í þeim dúr. Já, blóðið í þeim er einsog seig- fljótandi málning. Sá hörundssvarti virtist ekki vita hvort hann væri að vakna eða sofna þegar hann skimaði í allar áttir og öskraði: What the fucking are we doing in this shithole, anyway? n Hjá fólki í fágætum heimi, fuglarnir eru á sveimi, þar fæ ég að sjá fuglana þá og fólkið sem aldrei ég gleymi. Stéttaskipting í heimi fugla Kristján Hreinsson Skáldið skrifar V alkostirnir í komandi kosn- ingum hafa sjaldan verið jafn skýrir að mati okkar í Kvennahreyfingu Samfylk- ingarinnar, ekki síst þegar horft er til hagsmuna kvenna og launafólks. Annars vegar höfum við jafnaðarmenn og félagshyggju- fólk sem á liðnum árum hefur auk- ið hér jöfnuð og bætt stöðu kvenna en hins vegar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem frá fyrsta degi ríkisstjórnarinnar hafa unnið gegn hagsmunum kvenna og almenns launafólks. Afturábak … Ríkisstjórnin hefur dregið úr vægi kvenna við æðstu stjórn landsins, bæði við ríkisstjórnarborðið og í mikilvægum ráðum og nefndum rík- isins og gamla klisjan um að hæfni ráði, en ekki kyn heyrist nú æ oftar sem réttlæting á óréttlætinu. Ríkisstjórnarflokkarnir vinna einnig gegn hagsmunum almenn- ings og kvenna með því að færa auð- mönnum Íslands – flestum körl- um, skattafslætti fyrir tugi þúsunda milljóna á meðan skorið er niður í velferðarkerfinu. Lenging fæðingar- orlofs var slegin af, dregið úr vaxta- bótum, barnabótum og stuðningi við tekjulágar fjölskyldur og námsmenn, jafnlaunaátak fyrri ríkisstjórnar er í uppnámi, óvissa ríkir um endurnýj- un húsnæðis Landspítalans og aftur er hafinn niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Ekki leikur nokkur vafi á því að þessar áherslur ríkisstjórnarflokk- anna munu auka ójöfnuð í samfé- laginu, en það er einnig ljóst að þess- ar aðgerðir bera í sér gríðarlegan kynjahalla. Stefna stjórnvalda mun færa gríðarlegt fjármagn og völd, frá konum til karla sem þegar hafa tögl og hagldir í samfélaginu. Og karlarnir á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík leita á sömu slóðir ójöfnuðar og ójafnréttis. Þeir vilja að markaðurinn sjái um hús- næðismálin, einkavæðingin moli niður skólakerfið og enn á ný boða þeir heimgreiðslur til að halda kon- unum heima. … eða áfram? Samfylkingin hefur á hinn bóginn lagt áherslu á að standa vörð um þjónustu við börn með t.d. barna- bótum, barnatannlækningum, gjald- frjálsri heilsugæslu fyrir börn, hækk- un fjárhagsaðstoðar og úrbótum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Aðstæður á leigumarkaði bitna verst á einstæðum mæðrum, tekju- lágum og börnum þeirra. Samfylk- ingin hefur unnið mikið starf á sviði húsnæðismála á síðustu árum og nú er hafin bygging leiguíbúða sem munu breyta aðstæðum fjölda fjöl- skyldna. Kvennahreyfingin fagnar því skýrum áherslum Samfylkingarinn- ar á málefni kvenna, barna og hús- næðismál. Valið er skýrt Nú eru fáir dagar til kosninga og eft- ir þær verður Samfylkingin að koma sterk að sveitarstjórnum landsins til að tryggja hér jöfnuð og réttlæti. Kvennahreyfing Samfylkingarinn- ar hvetur jafnaðarmenn og félags- hyggjufólk til að mynda meirihluta í sem flestum sveitarfélögum að lokn- um kosningum. Þannig vinnum við best að samfélagi jöfnuðar, jafnrétt- is og samábyrgðar, og samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns og jöfnuður ríkir er einfaldlega betra fyrir okkur öll. n Kjósum jöfnuð, jafnrétti og réttlæti Heiða Björg Hilmisdóttir formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Aðsent „Ég er ekki búin að ákveða það. Ég ætla bara að hlusta á hvað þeir hafa fram að færa núna, frambjóðendur. Svo tek ég afstöðu eftir það.“ Helga Björg Helgadóttir 58 ára kennari „Nei. Ég er ekki búin að pæla í þessu. Ég er að fara að kjósa á Flúðum, ég er ekki með lögheimili í bænum, ég er ekki alveg búin að ná einu sinni að kynna mér þetta. En ég veit allavega hvert það fer ekki. Ég kýs ekki Fram- sóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokk- inn og ekki Samfylkinguna heldur.“ Sigurbjörg Bjarnadóttir 23 ára nemi „Nei, því miður. Ætli ég skoði ekki bara hvað flokkarnir eru búnir að gera mið- að við loforð frá síðustu kosningum og skoði það út frá því.“ Björg Helen Andrésdóttir 51 árs aðalbókari „Já, ég er búinn að því. Það sem ræður ákvörðuninni eru stefnuskrárnar. Ég ætla ekki að gefa það upp, en ég er búinn að ákveða það.“ Haukur Hergeirsson 42 ára verslunarstjóri „Nei en kýs út frá fyrri verkum.“ Agnar Kárason 56 ára verslunarstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.