Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 32
Helgarblað 23.–26. maí 201432 Fólk Viðtal J ón Gnarr stikar um Hólavalla­ kirkjugarð á köldum sum­ ardegi. Hingað kemur hann reglulega til þess að fá frið. Hann fer í gönguferðir með hundinn sinn eldsnemma á morgn­ ana og seint á kvöldin. Venjulega með hljóðbók í eyrum, þessa dagana er hann að hlýða á heimspeki Lud­ wigs Wittgenstein. Það truflar mig enginn hér,“ segir hann og gerir að gamni sínu. „Ef ég hitti einhvern þá er freistandi að spyrja hvort sá hinn sami hafi eitt­ hvað merkilegra að segja en Witt­ genstein.“ Blaðamaður og ljósmyndari rölta á eftir borgarstjóranum. Hann þekkir hvern krók og kima í kirkjugarðinum. Þekkir legsteinana og járnvirkin í kringum þá suma, sem hann segir er­ lenda áhugahópa rannsaka af ákefð. „Hér eru járnvirki sem þekkjast ekki annars staðar. Annars staðar voru þau brædd í byssukúlur en ekki hér,“ segir hann og strýkur yfir eitt þeirra. Svo staðnæmist hann við legstein ónefnds forsætisráðherra. Risa­ stóran og reisulegan. Við rætur leg­ steinsins er annar lítill legsteinn. Þar hvílir eiginkonan. „Þetta er lýsandi fyrir virðinguna sem sýnd var kon­ um. Eða virðingarleysið öllu heldur,“ segir hann og bendir á annan leg­ stein þar sem minningarplata eig­ inkonunnar hefur hreinlega verið fest aftan á legstein eiginmannsins. „Svona líka hentugt. Ef menn vilja, þá er einfaldlega hægt að skrúfa kon­ una af,“ segir hann í háði. Á ekkert fjölskyldulíf Eftir viðkynni af Jóni Gnarr er blaða­ manni ljóst að honum er mjög um­ hugað að sýna fólki virðingu. Af ýms­ um ástæðum. Sumum sárum. Bæði í starfi sínu sem borgarstjóri og sem eiginmaður og faðir. Hann hefur notað tíma sinn í valdastól til þess að vekja máls á mannréttindum og stöðu þeirra sem er hafnað eða eru á jaðri samfélagsins. Honum hefur sjálfum verið hafnað af kerfinu eins og hann rekur seinna í viðtalinu. Með fjölskyldu sinni hefur hann gætt þess að virða sjónarmið allra fjöl­ skyldumeðlima. En oft hefur hann haft meiri tíma til að sinna fjölskyldunni. Nú er hann að kveðja og segist hlakka til að heimta aftur fjölskyldulífið. „Ég á ekkert fjölskyldulíf. Ég hef ekki átt neitt fjölskyldulíf í nokkur ár. Það er að segja, ekkert sem hægt er að kalla heilbrigt fjölskyldulíf eða fé­ lagslíf. Til þess hefur ekki verið næg­ ur tími,“ segir hann. „Ég hef ekki haft orku í að hitta vinina. Sem er mjög sérstakt, því ég er mjög félags­ lyndur og þykir vænt um vini mína. Ég hringdi í Barða Jóhannsson, vin minn í gær, það hef ég ekki gert í fjög­ ur ár. Eins og hann er nú góður vin­ ur minn og það sem okkur finnst nú gott að tala saman og svona.“ Mamma farin – en ennþá hægt að bjarga Orkuveitunni Á fundi borgarstjórnar 15. júní 2010 var Jón Gnarr kosinn borgarstjóri og varð með því æðsti yfirmaður tæplega átta þúsund starfsmanna borgarinnar. Ábyrgðin var mikil – borgarstjóri gegnir þremur megin­ hlutverkum sem öll eru krefjandi. Hann er framkvæmdastjóri Reykja­ víkurborgar, fulltrúi Reykjavíkur­ borgar á opinberum vettvangi og pólitískur leiðtogi meirihlutans. Og þetta var eftir hrun og borgin á haus. Orkuveitan virtist að falli komin og fjárhagurinn í rúst. Þess utan hafði, fyrir tíma Jóns, Ráðhúsið logað í ill­ deilum. Við tók annasamur tími sem reyndi á Jón. „Mér fannst spennandi að taka við þessu embætti og var fullur þakklætis. Ég vildi verða að gagni og lagði nótt við dag. Jólin 2010 fékk ég fyrst frí til að ná áttum, þá dó mamma. Ég þurfti því að glíma við dauðsfallið og svo þurfti ég að ýta því til hliðar til að vinna áfram.“ Hann fær ekki staðist að slá á létta strengi þótt umræðuefnið sé alvarlegt. „Mamma var farin en það var ennþá hægt að bjarga Orkuveitunni,“ segir Jón og hlær sínum alþekkta tröllahlátri. „Þetta leiðir líka hugann að því að núna á mæðradaginn fór ég að leiði hennar með strákinn minn og þá var ég einmitt að hugsa um að ég hefði ekki farið þangað nema einu sinni síðan hún var jörðuð.“ Er hann með samviskubit? „Nei, ég er ekki með neitt sam­ viskubit. Þetta er bara eins og það er. Ég gerði eins og ég gat.“ Persónulegur sigur Jón verður þriðji borgarstjórinn til þess að ljúka kjörtímabili síðan 1982 þegar hann lætur af störfum í næsta mánuði. Átta borgarstjórar sátu ekki heilt kjörtímabil, eða fjögur ár, á þessu tímabili, af mismunandi ástæðum. Þessi staðreynd hefur ekki farið fram hjá neinum og til dæmis vakti Árni Páll Árnason, formaður Samfylk­ ingarinnar, athygli á afreki Jóns í eld­ húsdagsumræðum Alþingis og sagði: „Þegar Jón Gnarr býr sig nú undir að kveðja hið pólitíska svið er öllum ljóst að aðrir hefðbundnari stjórn­ málamenn hafa frekar orðið til þess að skapa pólitíska upplausn undan­ farin ár en hann og hið yfirlýsta grín­ framboð. Það ætti að verða okkur öllum umhugsunarefni. Ekki síst í þessum sal.“ Sjálfur er Jón stoltur af því að hafa verið í einu og sama starfinu í jafn langan tíma. „Þetta er metið mitt og ég er 47 ára. Ég hef lengst verið í vinnu í svona tvö ár, þá hef ég ver­ ið búinn að fá mig alveg fullsadd­ an og fundist ég hafa hafa eytt hálfri ævinni í einni og sömu vinnunni. Bara orðinn útbrunninn og saddur lífdaga,“ segir hann og hlær. „Þannig að þetta er mikill persónulegur sigur fyrir mig.“ Kveður sem heimspekingur Áhugi hans á heimspeki hefur vaxið í starfi hans sem borgarstjóri. Jón er ómenntaður, hefur gengið í lífs­ Í ál við Ísland Jón Gnarr kveður Jón Gnarr endur- heimtir fjölskyldulíf sitt á næstunni þegar hann kveður sem borgarstjóri Reykvíkinga. Tíminn hefur verið annasamur. „Nú er það ég og Jóga,“ segir hann og kveður borgar búa í einlægu við- tali. Jón segir frá vænt- anlegri málsókn á hendur íslenska ríkinu, fram- tíðardraumum sínum og eiginkonunnar og ofbeldi á unglingsárum. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Mamma er farin en það er ennþá hægt að bjarga Orkuveitunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.