Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 40
Íþróttaskólinn í Laugardal Sumarið 2013 Fjölgreinaskólinn Boðið er upp á faglegt tveggja vikna námskeið í útivistar- paradís Reykjavíkur í Laugardalnum. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu á nám- skeiðinu og fara börnin fótgangandi sem víðast. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2004-2008 og er allan daginn. Starfsmenn á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagrein- um. Skipulögð dagskrá er á milli 9-12, svo er hádegismatur og frjáls leikur á milli 12-13, svo aftur skipulögð dagskrá á milli 13-16. Gæsla er í boði á milli 8-9 og 16-17 og er hún gjaldfrjáls. Verð á tveggja vikna námskeiði er 24.000 krónur og innifalinn er heitur hádegismatur. Veittur er 15% systkina- afsláttur af lægra gjaldi. Fimleikaskólinn Boðið er upp á faglegt vikunámskeið þar sem að flettað er saman fimleikum, leikjum, útiveru og öðrum íþróttum. Frábærar aðstæður eru til að stunda fimleika og aðrar íþróttir í kringum fimleikahús Ármanns í Laugardalnum. Námskeiðið er þannig upp byggt að allajafna eru fimleikar á morgnanna og svo útivera og aðrar íþróttir eftir hádegi. Farið verður í sund, húsdýragarðinn og ýmsar aðrar vettvangsferðir í nágrenninu. Námskeiðið er í boði fyrir börn fædd 2004-2008 og er val um að vera fyrir hádegi eða heilan dag. Starfsmenn á námskeiðinu eru reyndir fimleikaþjálfarar sem vanir eru að starfa með börnum á öllum aldri, auk aðstoðarfólks. Skipu- lögð dagskrá er á milli 9-12, svo er hádegismatur og frjáls leikur á milli 12-13, svo aftur skipulögð dagskrá á milli 13-16. Gæsla er í boði á milli 8-9 og 16-17 og er hún gjaldfrjáls. Verð á vikunámskeiði er 13.000 krónur allur dagurinn og hádegismatur innifalinn en 5.500 krónur fyrir námskeið bara fyrir hádegi án hádegismatar. Veittur er 15% systkinaafsláttur af lægra gjaldi Sundskólinn Sunddeild Ármanns mun bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Námskeiðin verða haldin í Laugar- dalslaug og Árbæjarlaug. Verð fyrir námskeið 2, 3 og 4 er 6.900 krónur og 5.800 fyrir námskeið 1. Um er að ræða tveggja vikna námskeið. Athugið að námskeið 2 fer fram í Laugardalslaug og námskeið 1, 3 og 4 fara fram í Árbæjarlaug. Tímasetningar eru eftirfarandi: Árbæjarlaug Laugardalslaug 5-6 ára kl. 09:15-09:55 5-6 ára kl. 08:15-08:55 5-6 ára kl. 10:00-10:40 5-6 ára kl. 09:00-09:40 6-7 ára kl. 10:45-11:25 5-6 ára kl. 09:45-10:25 7-8 ára kl. 11:30-12:10 7-8 ára kl. 10:30-11:10 Knattspyrnuskóli Þróttar Heilsdags eða hálfsdags vikunámskeið fyrir börn fædd á árunum 2001-2007 (þ.e. 7. fl, ,6. fl, 5.fl og yngra árið í 4.fl.). Knattspyrnan er í aðalhlutverki frá 09:00-12:00 og er þá aðaláherslan lögð á grunntækni í knattspyrnu og knatt- spyrnuleiki. Landsliðsmenn og konur koma í heimsókn. Frá kl.13:00-16:00 er um almennt íþrótta- og leikjanámskeið að ræða. Námskeiðin enda með grill- og ísveislu. • Hádegismatur er innifalinn í gjaldi ef um heilsdagsnámskeið er að ræða en á hálfsdagsnámskeiðum er hádegismatur ekki innifalinn. • Ókeypis gæsla frá kl. 8–9 og frá kl. 16–17. • Veittur er 15% systkinaafsláttur af lægra gjaldinu. • Námskeiðisgjald f.hádegi er 5.500 kr. • Námskeiðisgjald allur dagurinn (m.mat) er 13.000 kr. (Ef einhver dagur fellur út eins og t.d. 9. Júní/17.júní/4.ágúst þá er ekki greitt fyrir þá daga). Nánari upplýsingar á sumarskoli2014@gmail.com og á heimasíðum Þróttar og Ármanns, www.trottur.is og www.armenningar.is. Opið er fyrir skráningar á https://armenningar.felog.is en skráning í knattspyrnuskólann fer í gegnum https://trottur.felog.is. Hádegismatur Hádegismatur er innifalinn í verði á heilsdagsnámskeiðum en fyrir áhugasa- ma er hægt að kaupa hádegismat fyrir þá sem eru á hálfsdagsnámskeiðum með því að hafa samband við á sumarskoli2014@gmail.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.