Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 41
Helgarblað 23.–26. maí 2014 Fólk Viðtal 33 ins skóla en segir borgarstjórastarfið ígildi krefjandi háskólanáms. „Í hverju, veit ég ekki alveg. Stjórnun, opinberri stjórnsýslu og samskipt­ um, ef til vill. Ég er búinn að læra mikið um samskipti, manneskjur og um það hvernig stjórnkerfið okkar virkar, eftir hverju er farið og hverjir kostir þess og gallar eru. En fyrst og fremst finnst mér ég kveðja sem heimspekingur. Mér finnst þetta hafa verið heimspeki­ nám og ég þroskast sem heim­ spekingur á þessum árum. Ég hef ákveðnar kenningar sem ég hef rannsakað í starfi mínu og heim­ spekin spannar vítt svið hvað það varðar. Hún spannar tungumálið, manneskjuna, sjálfið og stjórnmál en ef ég er spurður nánar um hvað það var sem ég nákvæmlega lærði – þá held ég að ég þurfi að íhuga það. Ég er búinn að safna svo mikið af upplýsingum sem ég hef ekki náð að vinna fyllilega úr. Fólk spyr mig oft hvað sé mér efst í huga. Mér er eiginlega bara efst í huga þakklæti fyrir að hafa feng­ ið tækifæri til þess að eiga þessa reynslu. Þakklæti í garð fólks fyrir að hafa unnið með mér. Þetta tókst vel, við vorum að gera eitthvað sem hafði ekki verið gert áður. Við náðum að búa eitthvað til sem enginn hafði séð fyrir og allir voru tilbúnir að ef­ ast um að gæti gengið upp. Ég náði að láta það ganga upp. Ég er búinn að skila mjög fínni fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og get skilið við starfið sáttur og stoltur.“ Er þjónandi leiðtogi Hann segir markmið sitt aldrei hafa verið pólitískt. Hann hefur litla trú á pólitík heldur fremur því að hver og einn taki þátt í uppbyggingu sam­ félagsins á sínum eigin forsendum. Vilji og geti lagt það fram sem hann hefur fram að færa. „Ég vil ná þessu fram. Þetta er kall­ að ýmsum nöfnum. Þjónandi forysta er eitt hugtak sem má vel nota. Ég hef stúderað mikið lýðræði og frumhug­ myndir um lýðræðið og hvert mark­ miðið er. Mér finnst leiðinlegt og mik­ il synd hvað það hefur farið illa fyrir lýðræðinu, því var stolið af okkur og það var yfirtekið að mjög miklu leyti af fjársterkum aðilum, sem færðu hið lýðræðislega vald yfir á nokkrar fáar hendur sem síðan stjórna óbeint og beint óeðlilega mikið. Um leið er að verða breikkandi gjá á milli fólksins, lýðsins og ræð­ isins. Valdið og fólkið er að færast í sundur.“ Lýðræðinu stolið Hann segir þá sem vilja stela lýð­ ræðinu beita blekkingum. Bæði verklegum og hugarfarslegum. Mikil vægt sé að sjá í gegnum þær og sjá við þeim. „Ég get nefnt sem dæmi blekkinguna um að ég eigi ekki er­ indi í stjórnmál. Ég sé ekki stjórn­ málamaður. Ég sé frávik sem ekki eigi að taka mark á. Þetta er tilbúningur. Mér finnst við í samfélaginu hafa í hendi okkar tækifæri sem ekki allir hafa. Við get­ um breytt samfélaginu. Ef við bara nýtum tækifærin og sjáum við blekk­ ingunum. Látum ekki stela af okkur lýðræðinu,“ segir hann og bendir á að lausnin sé falin í því að játa van­ mátt og sýna auðmýkt gagnvart stöð­ unni sem við erum í. Þjóðin þurfi að opna sig. Í öllum skilningi. „Við sem þjóð þurfum að opna Í mál við Ísland okkur. Við þurfum að opna svo margt. Játa vanmátt og sýna auð­ mýkt og opna. Það eru margir sem þurfa að stíga niður af stöllum, þar sem þeir hafa hreiðrað um sig og jafnvel komið sér fyrir og eru byrj­ aðir að vopnvæðast. Við þurfum að opna umræðu fyrir hugmyndir og skipulag. Um skólakerfið, háskól­ ann, utanríkisstefnuna og landið allt. Þar liggur galdurinn að leið okkar að heilun sem þjóðar. Út úr ótta, það gerist ákaflega lítið þegar við erum í ótta. Við þurfum að stíga inn í ótt­ ann og út úr honum. Ég hef prófað það sjálfur og tekist á við sjálfan mig á margan hátt í gegnum lífið. Það er nauðsynlegt. Það er svo mikil sóun að hafna fólki á þeim forsendum að það pass­ ar ekki inn í þrönga samfélagsgerð.“ Íslenskt samfélag mun deyja út Hann segist vilja fylgjast með þróun­ inni hér á landi á öðrum vettvangi þrátt fyrir að hann láti af störfum í borginni og segir mikilvægt að taka umræðuna um framtíðina án tilfinn­ ingasemi. Hann nefnir sérstaklega tungumálið í þessu samhengi. „Við verðum að ræða þetta. Ætlum við í alvörunni að halda áfram að nota þetta tungumál? Nú er það nokkuð víst að 300 þúsund manna samfé­ lag er ekki að fara að halda áfram að vera til. Það mun á einn eða ann­ an hátt deyja út. Skotar eru mikið að ræða þetta, hvort það sé raunhæft að þeir verði sjálfstæðir þar sem þeir eru bara fimm milljónir. Við höfum svolítið haldið sjálf­ stæði með stuðningi. Við þurfum að horfast í augu við það þótt það særi stoltið. Danir héldu okkur uppi, eins og þeir halda uppi Grænlandi og Fær­ eyjum í dag. Við notuðum tækifærið til að slíta þráðinn í stríðinu, fengum þá Marshall­aðstoð sem hélt okkur á floti í dágóðan tíma. Í kjölfarið kom bandaríski herinn og síðan fór hann og nú erum við svolítið ein á báti. Enginn hefur áhuga á okkur. Hvað gerir manneskja í þessari stöðu? Hún getur setið heima hjá sér og krosslagt hendur og bölvað fólki fyrir að hringja ekki í sig. Sagt við sjálfa sig: „Aldrei hringir neinn í mig til að tékka á því hvernig ég hafi það.“ Svona má sitja út lífið allt. Eða að taka upp símann og hringja. Ef okkur tekst að opna samfé­ lagið, þá verður það bæði sjálfstæðinu og lýðræðinu til góða.“ Trúfrelsi á heimilinu Hann er samkvæmur sjálfum sér og leggur jafn mikla áherslu á lýðræði heima hjá sér og í borginni. Hann er fimm barna faðir og finnst mikilvægt að allir í fjöl­ skyldunni fái að hafa sína sérstöðu. „Ég og Jóga höfum reynt að reka heimili sem er lýðræðislegt. Þar sem þú hefur leyfi til að hafa sérstöðu svo lengi sem þú gengur ekki á rétt annarra til að hafa sína sérstöðu. Börnin okkar eru jafn ólík og þau eru mörg. Það er enginn einræðisherra á heimilinu. Við höfum til dæmis haft reglulega fjölskyldufundi þar sem við hittumst öll og ræðum mál­ in. Það er í raun lýðræðisleg leið til að halda heimili. Það er algjört trú­ frelsi á mínu heimili til dæmis, segir hann og gerir svolítið að gamni sínu enda er hann sjálfur búinn að prófa flest í þeim efnum þótt hann kalli sig trúleysingja í dag. Til að mynda gekk hann í klaustur um tíma eins og frægt varð. „Þú getur ekki haft efni á öðru,“ segir blaðamaður. „Nei, nei, það er mikið rétt,“ segir hann og hlær. „Ég og Jóga“ Eiginkona Jóns heitir Jóhanna Jó­ hannsdóttir, og er í daglegu tali köll­ uð Jóga. Hún starfar sem nuddari „Á kvöldin tók við atburðarás sem minnti á Flugnahöfð- ingjann m y n d s ig Tr y g g u r a r i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.