Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 42
Helgarblað 23.–26. maí 201434 Fólk Viðtal
og rak áður tískuvöruverslunina
Skaparann. Án þess að það fari hátt
veit blaðamaður um fjölmarga sem
þakka henni ráðgjöf í persónulegum
efnum.
Jón og Jóga vinna þétt saman
og honum finnst óhætt að segja að
hún eigi töluvert í störfum hans sem
borgarstjóri.
„Ég og Jóga vinnum mjög þétt
saman. Það hefur alltaf verið þannig.
Við reynum að bakka hvort annað
upp og bæta hvort annað. Það hefur
aldrei verið þannig að hún sé í sínu
og ég í mínu. Ég og Jóga gerum þetta
saman. Þess vegna erum við saman.
Það er alltaf hætta á því að hún fari í
sitt og ég fari í mitt. Hún á sinn þátt í
starfi mínu í borginni og nú gefst okk-
ur tækifæri til þess að vinna enn þétt-
ar saman og eyða meiri tíma saman
líka,“ segir Jón og segir blaðamanni
frá hugleiðingum þeirra um framtíð-
ina.
Ekki til Texas (Mordor)
Jón hefur fengið mikla athygli í er-
lendum fjölmiðlum að undanförnu.
Nýverið birti vefsíða Vice viðtal við
hann þar sem hann segir frá því að
hann haldi að hann muni flytjast til
Texas í náinni framtíð. „Mig grunar
sterklega – sem er mjög skrýtið – að
ég sé á leiðinni til Texas. Ég hef aldrei
farið þangað. Fyrir mér er Texas
eins og Mordor,“ sagði Jón og vísar í
Hringadróttinssögu.
Þetta sagði Jón í gamni en í fullri
alvöru hefur hann fengið ótal gylli-
boð að utan.
„Við erum búin að velta ýmsu fyrir
okkur. Ég gæti auðvitað orðið eins
konar smástirni í útlöndum, flutt til
Bandaríkjanna og sótt þau tækifæri
sem mér standa til boða. Í raun eru
fjölmörg tækifæri bæði fyrir mig og
Jógu á ýmsum stöðum heimsins. Ég
segi þetta samt meira í gamni þótt
ég skoði allt sem mér býðst. Löngun
okkar stendur til að vera hér. Vera
hluti af íslensku samfélagi og leggja
því lið.“
Vill stofna fyrirtæki með Jógu
„Raunhæfari möguleiki en sá að við
flytjumst út er að við stofnum saman
fyrirtæki og leiðum fyrir fullt krafta
okkar saman. Sjálfum finnst mér
vanta öflugt ráðgjafarfyrirtæki sem
veitir óhefðbundna ráðgjöf þar sem
megináhersla er lögð á samskipti,
að leysa vandamál og opna hjartað.
Stærstu vandamál heimsins eru ekki
peningar eða efnahagsleg gæði eða
skortur á þeim, þau felast í samskipt-
um. Þar er víða pottur brotinn.
Það myndi gefa okkur tækifæri
til að vinna ennþá þéttar saman að
stofna slíkt fyrirtæki og það kemur vel
til greina.
Annars veit ég ekki hvað ég er að
fara að gera, eða hvað býðst, þótt ég
hafi fengið fjölda ævintýralegra til-
boða. Ég vil fylgja flæðinu. Ég hef
alltaf gert það.“
Það sem virkar í Reykjavík virkar
líka í New York
Hann segir hugmyndir sínar og Jógu
visst rökrétt framhald á starfi hans
fyrir borgina. „Mér finnst dásamlegt
að leggja samfélaginu lið. Mér finnst
ekkert margir sem geta eða vilja eða
hafa tíma til þess að leggja sig fram.
Leið mín með Besta flokknum var
mörkuð af því að mig langaði bara að
hjálpa, því hér var allt í rugli. Ég gerði
það í fyrstu með því að mæta rugli
með rugli, mæta útúrsnúningi með
útúrsnúningi. Þversögnin varð sú að
anarkó súrreal istar í Besta flokknum
komu upp stöðugleika í stjórnmálum
í Reykjavík.
Það sem virkar í borginni, á
heimilum og í fjölskyldum virkar
líka annars staðar. Það sem virkar í
Reykjavík virkar líka í New York. Eins
og Darwin benti á, beinagrind fíls er
ekkert flóknari en beinagrind músar-
innar. Músin er bara minni, en þetta
er sama uppbyggingin.“
Vill hjálpa krakkfíklinum í
Toronto
Annars finnst Jóni Toronto öllu meira
spennandi en New York og Mordor
Bandaríkjanna, Texas. „Það er borg í
miklum umbreytingum, þar er búið
að vera að sameina sveitarfélag. Það er
borg sem hefur staðið á föstum grunni
sem er allur kominn út og suður. Þar
er borgarstjóri sem er búinn að viður-
kenna að hann sé krakkfíkill. Ef ég
tek dæmi þá gæti ég hugsað mér að
fara inn í aðstæður sem þessar um
skamma hríð og leggja fólki lið. En ég
myndi ekki vilja flytja þangað. Hvorki
til Toronto né Texas. Ekki núna. Núna
langar mig að vera hluti af þessari fjöl-
skyldu sem er að vera Íslendingur og
vera á Íslandi.
Mig langar að halda áfram að eiga
samskipti við þessa þjóð. Í gegnum
mismunandi tjáningu. Ég er búinn að
gera það í gegnum skrif, gegnum grín,
gegnum stjórnmál. Nú langar mig að
gera það á nýjan hátt og það verður
mögulega í gegnum samvinnu mína
og Jógu,“ segir hann og tekur fram að
þau séu enn í hugmyndavinnu og séu
ekki einu sinni með nafn eða fasta
hugmyndafræði tilbúna.
Nennir ekki að rembast
Hann segir marga halda að hann
muni snúa aftur í grínið. En hann
segir alveg jafn líklegt að hann geri
eitthvað allt annað. „Ég nenni ekki
að rembast eins og rjúpan við staur-
inn lengur. Ég er ekki að fara á fleiri
fundi hjá RÚV með hugmyndir. Ég er
hættur því. Ég er búinn að fá mig al-
veg fullsaddan af því öllu saman.
Fólk hyggur að ég muni jafnvel fara
aftur í grínið. Ég veit ekkert um það.
Ég gæti þess vegna gert eitthvað allt
annað, lært meira um taugavísindi
eða gerst heimspekingur. Ég er reynd-
ar ansi hræddur um að ég sé orðinn
heimspekingur nú þegar.“
Vill láta til sín taka
í nýrri heimsmynd
Samskipti eru ekki það eina sem Jón
getur hugsað sér að vinna að í fram-
tíðinni. Umhverfisvá vegna hlýnandi
loftslags er honum ofarlega í huga.
„Ég hef verið að lesa mér mikið til
um hlýnun jarðar. Margir vilja meina
að hlýnun jarðar sé fyrst og fremst af
mannavöldum og hlýnun jarðar er
staðreynd. Sérstaða Íslands í því sam-
hengi er mikil og ég hef mikinn áhuga
á henni. Nú sagði forsætisráðherra á
dögunum að það væru mikil tækifæri
í hlýnun jarðar. Þetta þóttu umdeild
ummæli en það var nokkuð til í þeim.
Það var algjör tilviljun en á sama tíma
var ég að lesa bókina Windfall: The
Booming Business of Global Warm-
ing eftir Funk McKenzie, bandarísk-
an höfund sem hefur fylgst með þró-
un hlýnunar jarðar og þá sérstaklega
með tilliti til norðurslóða.
Allir sem fara að skoða hlýnun jarð-
ar og það sem er í gangi, geta ekki ann-
að en fyllst ákveðinni skelfingu. Það
stefnir í mjög skelfilega hluti, sem við
erum kannski að sjá í aukinni tíðni
hvirfilbylja og ofsaveðurs, uppskeru-
brests og fleira. Við trúðum því ef til
vill að við hefðum beislað náttúruna.
En því fer fjarri. Ég er mikill náttúru-
verndarsinni. Mér finnst það eigi að
friðlýsa norðurheimskautið eins og
suðurskautið hefur verið friðlýst. Með-
an aðrir vilja horfa til þess svæðis út
frá nýtingarmöguleikum með aug-
um gullgrafarans. Mér finnst við Ís-
lendingar hafa tækifæri til að gera alls
konar hluti. Það skiptir svo miklu máli
hvernig við framkvæmum þá. Hvernig
við ætlum að höndla þá nýju framtíð
sem er í vændum.
Ég var að lesa um daginn heim-
speki Bertrands Russell. Hann var
einmitt að tala um þessa þörf. Knýj-
andi þörf fyrir nýja heimspeki sem
tæklar þetta nýja samfélag sem við
stöndum frammi fyrir. Heimspeki
okkar eru löngu úrelt. Við þurfum að
horfa víðar og skilja betur.“
Bókin verður líklega
bönnuð innan 16
Jón hefur sinnt ritstörfum síðustu
ár með miklum árangri. Hann er
sestur við skriftir og skrifar um þess-
ar mundir þriðju bókina í skáldaðri
ævisögu sinni, Útlaganum.
Hann hefur þegar skrifað tvær
bækur sem fjalla um ævi hans,
Indjánann og Sjóræningjann og hlaut
fyrir þær mikið lof.
Í Indjánanum segir hann frá
bernsku sinni og því hvernig hann
var utangarðs allt frá fæðingu sem var
„reiðarslag“ fyrir fjölskylduna vegna
aldurs foreldranna. Jón hefur sagt frá
því í viðtölum að líklegast hafi hann
verið ofvirkur með athyglisbrest sem
barn en á 7. áratugnum voru slík börn
ýmist greind sem óþekk eða hreinlega
veik á geði. Í bókinni er lýst heimsókn
til geðlæknis sem grunar hann sterk-
lega um að vera heilaskaddaðan. Í bók
sinni Sjóræningjanum heldur hann
áfram með frásögn sína og rekur líf sitt
að loknum grunnskóla þar sem hann
lýsir hrakförum sínum og áföllum í ís-
lensku skólakerfi, svæsnu einelti sem
hann varð fyrir og tímabili sínu sem
Hlemmari.
Í Útlaganum rekur Jón viðburða-
ríkan tíma lífs síns og segir frá útlegð
sinni á Núpi og því ofbeldi sem hann
varð fyrir.
Bókin verður líklega bönnuð inn-
an 16. Innihaldið segir hann slíkt en
hann trúir að bók sín, eigi eftir að
varpa ákveðnu ljósi á reynsluheim
drengja.
„Þetta er algjört jarðsprengju-
svæði. Það er auðvelt að stíga á jarð-
sprengjur og stundum held ég að það
sé best að þessi bók verði bönnuð
innan sextán ára. Ég hef beðið nokkr-
ar konur um að lesa fyrir mig, fengið
lánaða dómgreind þeirra. Því maður
þarf svolítið að átta sig á því frá hvaða
sjónarhóli maður er að tala sem karl-
maður.“
Rimlar fyrir gluggunum
og næstum því kennarar
„Ég er byrjaður á minni þriðju
og síðustu bók í þessum þríleik,
Útlaganum. Það er einn viðburðarík-
asti tími lífs míns. Þessi bók spann-
ar lengra tímabil en hinar bækurn-
ar. Það er meiri inntaka og svo kemur
kynþroskinn líka. Þá breytist mjög
margt í hugsanagangi mínum og sýn
á tilveruna.
Ég segi frá tíma mínum á Núpi.
Þar var ég inni í herbergi sem var með
rimlum fyrir gluggunum í kafi á snjó-
skafli á einhverjum stað sem ég vissi
ekki almennilega hver var. Ég gerði
mér enga grein fyrir því hvar í heim-
inum ég var staddur.“
Hann segir tímann á Núpi í alla
staði hafa verið sérkennilegan.
„Þetta var í alla staði sérkennileg-
ur tími. Gríðarlega margt þarna var
skemmtilegt. Það var þversögn. Þetta
var innilokun en líka eftirlitsleysi. Ég
hafði ekki nokkurt samband við fjöl-
skylduna. Nema mjög takmarkað
þegar ég var sendur heim í jóla -og
páskafrí. Það var ósköp sérkennileg
skólaganga. Það voru engir kennarar
þarna, heldur frekar svona fólk sem
var gott í einhverju. Dönskukennar-
inn okkar var maður sem hafði búið í
Svíþjóð og kunni næstum því dönsku.
Þetta er eins og stúlkan sem hitti næst-
um því Hugh Hefner. Enskukennar-
inn okkar var Skoti og talaði með mjög
hörðum skoskum hreim, þannig að
eftir fyrsta veturinn vorum við öll byrj-
uð að tala Glasgow-ensku.“
Herberginu breytt í gestaherbergi
Á Núpi las Jón Gísla sögu Súrssonar og
fann til mikillar samsvörunar. Þaðan
er nafnið komið – Útlaginn. „Það var
ekkert mikið sem ég hafði að lesa en
ég drakk hana í mig, kannski sérstak-
lega vegna þess að sögustaðurinn var
á svipuðum slóðum. Gísli var útlæg-
ur og á flótta og ég upplifði mig líka
á einhvern sérkennilegan hátt eins
og flóttamann. Ég átti hvergi heima.
Þegar ég kom heim til foreldra minna
þá var búið að breyta herberginu
mínu í gestaherbergi sem hentaði öll-
um frekar en mér einum. Ég átti ekki
lengur minn samastað. Það var búið
að skipta um teppi og mála. Ég gerði
mér ekki alveg grein fyrir þessu þá en
tilfinningin um höfnun var sterk. Mér
fannst ég hvergi eiga heima lengur
nema í þessu herbergi á Núpi, þar sem
ég hafði búið mér til þennan varnar-
múr. Þar fer ég að móta og ákveða
hvernig manneskja ég ætla að vera.“
Ofbeldið á Núpi
„Ég upplifði það besta og það versta
sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir
Jón um veru sína á Núpi. „Ég kynntist
öllum tegundum ofbeldis sem hægt er
að ímynda sér. Það hefur verið svolítil
áskorun fólgin í því að skoða þennan
tíma. Þetta er mögulega erfiðasti tím-
inn í lífi mínu að gera upp.
Ofbeldið var líkamlegt, kynferðis-
legt, einelti, eftirlitsleysi og vanræksla.
Ég held að umræðan um heimavistar-
skólana gæti orðið svipuð og verið
hefur um hin svokölluðu upptöku-
heimli á undanförnum árum. Sumir,
eins og ég sjálfur, sluppu ágætlega frá
þessu en fyrir marga aðra var þetta al-
gjört helvíti. Ég vonast til þess að bók-
in skapi umræðu og verði til þess að
fleiri stígi fram og segi sína sögu.
En á sama tíma myndaðist sérstök
vinátta við marga sem voru staddir í
svipuðum aðstæðum og ég sjálfur.
Þetta var skringilegt samfélag að
því leyti að þangað voru sendir vand-
ræðaunglingar frá höfuðborgarsvæð-
inu og Akureyri. Síðan voru þetta líka
barnaverndarúrræði en líka héraðs-
skóli. Þarna voru því krakkar sem
voru utanveltu með einhverja bresti,
og ég veit ekki alveg hvort ég fellst á
skilgreiningar á þessum brestum,
ADHD og einhverfa. Líka fíknir krakk-
ar, krakkar sem höfðu mikla fíkniþörf.
Ég hef oft rifjað upp tímann á Núpi og
hef hingað til aðeins viljað muna eftir
því skemmtilega. Enda var margt gott
við veru mína á Núpi þrátt fyrir allt.“
Atburðarás sem minnti
á Flugnahöfðingjann
Það er hins vegar ekki hægt að
„Hún á
sinn þátt
í starfi mínu í
borginni
„Þegar
ég kom
heim til foreldra
minna þá var
búið að breyta
herberginu mínu
í gestaherbergi
Endurheimtir fjölskyldulífið „Nú
gefst okkur tækifæri til þess að vinna enn
þéttar saman og eyða meiri tíma saman
líka,“ segir Jón og segir blaðamanni frá
hugleiðingum þeirra um framtíðina.