Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 70
Helgarblað 23.–26. maí 201462 Fólk É g kem sem leynigestur og skvísa gæsina upp,“ segir ís- drottningin Ásdís Rán sem hef- ur í nógu að snúast eftir að hún flutti heim til Íslands frá Búlgaríu. Frá því í vor hefur fjöldi vinkonu- hópa haft samband við Ásdísi og fengið hana í lið með sér í gæsanir. „Ég laga hárið á gæsunum og mála þær; geri á þeim svona „IceQueen- look“ svo þær verða algjörar skvís- ur. Oftast kem ég þeim á óvart á hár- greiðslustofu þar sem þær sitja með kampavínsglasið áður en prógram- mið byrjar. Þetta gerðist alveg sjálf- krafa og það hefur verið brjál- að að gera í þessu en það er bara skemmtilegt.“ Ásdís segir allar gæsirnar hafa verið ánægðar. „Flestar eru þetta týpur sem eru ekkert að eyða allt of miklum tíma til að hafa sig til dagsdaglega og hafa því gaman af því að vera „glamúrus“ í gæsun- inni. Ég lærði hárgreiðslu í gamla daga svo ég sé um hárið og „make- up-ið“ en vinkonurnar koma með skvísufötin.“ Hún segir íslenskar konur upp til hópa ágætlega miklar skvísur. „En þær mættu samt alveg gera meira í því að skvísa sig upp. Ég er búin að búa svo mikið erlendis og þar eru konur duglegri í þessu. Íslenskar konur hugsa samt vel um sig og það er alltaf að aukast að þær séu dug- legar í ræktinni og klæði sig upp á og svona. Það er ekkert langt síðan að það var horft á mann ef maður klæddist pinnahælum. Fyrir stuttu síðan þótti það bara skrítið. Skvísu- tískan er alltaf að ryðja sér meira til rúms hér á landi.“ Sjónvarpsþátturinn Heimur Ís- drottningarinnar, sem átti upphaf- lega að vera sýndur á Stöð 3 en hef- ur verið færður á Stöð 2, fer í loftið í júní. Að sögn Ásdísar fjallar þáttur- inn um tísku, fegurð, lífsstíl, fitness og sport. „Mér verður fylgt eftir í alls konar ævintýrum og við skyggn- umst líka bak við tjöldin í heimi feg- urðarinnar. Við erum enn að taka upp og það örlar á smá stressi en líka spenningi.“ n indiana@dv.is Ásdís Rán Ásdís er með mörg járn í eldin- um líkt og vanalega. Mynd MaRy CaRMen Ásdís Rán breytir gæsum í ísdrottningar „Skvísar upp“ gæsir Katrín með glæpagöngutúr Á sunnudaginn mun Katrín Jak- obsdóttir, bókmenntafræðingur, sérfræðingur í íslenskum glæpasögum og fyrrverandi menntamálaráðherra, leiða glæpasagnagöngu um miðbæ Reykjavíkur. Katrín er þekkt fyrir áhuga sinn á glæpasögum og ráðgátum og á göngu sinni mun hún leiða fólk í sannleikann um undirheima íslenskra glæpa- sagna. Gangan hefst klukkan 11 frá Suðurgötu 3. Davíð orðinn afi aftur Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er orðinn tvöfaldur afi. Sonur hans og Ástríðar Thorarensen, Þor- steinn Davíðsson, eignaðist sína aðra dóttur á þriðjudag. Þor- steinn og kona hans, Heiðrún Gestsdóttir, dóttir Geirs Waage, áttu fyrir eina dóttur sem fædd er árið 2011. Í svona litlu samfélagi þá er flók- ið að fjalla um erfið mál eins og þessi og það þarf að gera það vel,“ segir sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Erlendsson um þættina Íslenskir ástríðuglæpir sem sýndir hafa ver- ið á Stöð 2 undanfarin sunnudags- kvöld. Þættirnir hafa vakið mikla athygli enda er í þeim fjallað um erfið og viðkvæm morðmál. Ásge- ir segir þau hafa vandað vel til verka við gerð þáttanna og gefið sér góð- an tíma til að gera umfjöllunina sem besta. Vönduðu sig „Þetta var vissulega erfitt en við ákváðum að taka okkur mjög góð- an tíma til þess að gera þættina. Við lögðum strax upp með það að vanda okkur ofsalega mikið. Þegar maður er að skoða mál sem snerta svona marga og eru svona viðkvæm þá verður maður að fara varlega, gefa sér tíma og hugsa vel hvernig fram- setningin er. Það skiptir miklu máli,“ segir hann. Vildu hafa aðstandendur með Ásgeir segir teymið að baki þáttun- um hafa skoðað talsvert fleiri mál en fjallað er um í þessari þáttaröð en samtals eru málin fimm. Það hafi skipt máli að aðstandendur þeirra fórnarlamba sem fjallað er um hafi verið samþykk umfjölluninni. „Í flestum þáttunum erum við með fjölskyldur fórnarlambanna með okkur, það skiptir miklu máli. Það er ekki bara málið sjálft sem við leggj- um áherslu á heldur líka það sem gerist síðar og mörg ár á eftir, þar sem afleiðingarnar eru mun víðtæk- ari en flestir gera sér grein fyrir líkt og fram hefur komið í þáttunum,“ segir hann. Sonur fæddist fjórum vikum fyrir tímann Hann segir vinnuna við þættina hafa verið afar krefjandi. „Þetta var mjög lærdómsríkt. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þessa reynslu. Líka fyrir það að öðlast traust að- standenda sem treystu okkur til að fjalla um þessi mál og ég vona að út- koman sé í samræmi við það sem fólk gerði ráð fyrir.“ Ásgeir er nýorðinn faðir en frum- burðurinn kom í heiminn í miðju vinnsluferli fyrir þættina. Hann og unnusta hans, Sara Rakel Hinriks- dóttir, eignuðust son 10. apríl síð- astliðinn. „Hann fæddist sautján dögum fyrir fyrsta þátt, kom fjór- um vikum fyrir tímann, átti ekki að koma fyrr en 4. maí,“ segir Ásge- ir og viðurkennir að þetta hafi verið ansi annasamur tími. „Það var lítið sofið en þetta er nú samt líklega einn skemmtilegasti mánuður sem ég hef upplifað,“ segir hann hlæjandi. Í fæðingarorlofi í Sviss Nú er Ásgeir í fæðingarorlofi og nýt- ur lífsins með konu og barni í Sviss hjá tengdaforeldrum sínum sem eru búsettir þar í landi. Hann verð- ur í orlofi út júlí. „Við höfum bara allt sumarið til þess að spóka okkur, þrjú saman og njóta sumarsins. Þetta gæti ekki verið betra.“ Ásgeir segist ekki gera ráð fyrir því að önnur sería af ástríðuglæp- um verði gerð. Þegar hann snúi aftur til starfa á Stöð 2 þá fari hann aftur í Ísland í dag en þar hefur hann ver- ið einn þáttastjórnenda. „Ég býst við að fara bara í þá rútínu aftur. Annars veit maður aldrei, hlutirnir gerast hratt í sjónvarpinu þannig það er aldrei að vita hvað gerist í haust.“ n viktoria@dv.is „Þetta var mjög lærdómsríkt“ n Ásgeir kafaði ofan í erfið mál n Nýtur lífsins í fæðingarorlofinu Fjölskyldan Ásgeir með unnustu sinni, Söru Rakel Hinriksdóttur, og syni þeirra sem ekki hefur hlotið nafn ennþá. Eignuðust dreng Ásgeir Kolbeinsson og unnusta hans, Bryndís Hera Gísladóttir, eignuðust dreng á þriðjudag. Þetta er þeirra fyrsta barn saman. Ásgeir birti mynd af syninum á Facebook-síðu sinni og skrifaði: ,,Ég fæddist 20.05.14, klukkan 20:35 og var 3.430gr (13,7merk- ur) og 50cm á lengd. Ég er búinn að haga mér mjög vel og veit ekki betur en að mamma og pabbi séu sammála því. Það er aldrei að vita nema að ég leyfi fleiri mynd- ir af mér á Facebook á næstunni. Það fer eftir því hvað ég fæ mörg LIKE, eða „ghahhhghahhh“ eins og við ungabörnin köllum það,“ skrifar Ásgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.