Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 10
10 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir
Framsóknarmenn í höfuðborginni
gera upp við sig um helgina hvern
þeir gera að oddvita framboðslista
síns í borgarstjórnarkosningunum
næsta vor. Slagurinn stendur milli
Óskars Bergssonar, núverandi borg-
arfulltrúa, og Einars Skúlasonar, vara-
þingmanns flokksins.
Þrjár konur sækjast eftir öðru sæti
listans, Salvör Gissurardóttir, Valgerð-
ur Sveinsdóttir og Guðrún Herglis
Valdimarsdóttir. Þegar þrír eða fleiri
sækjast eftir sama sætinu er gert að
skilyrði að sá hlutskarpasti hafi meira
en 50 prósent atkvæðanna í sætið.
Tveir karlar sækjast eftir þriðja
sæti listans; Hallur Magnússon og
Guðlaugur G. Sverrisson, núverandi
stjórnarformaður Orkuveitu Reykja-
víkur.
Á kjörfundi framsóknarmanna á
laugardag á Hótel Loftleiðum verð-
ur kosið í sex efstu sæti listans með
meirihlutakosningu og eru úrslit
bindandi.
Rétt til að kjósa hafa allir félags-
menn í framsóknarfélögunum í
Reykjavík samkvæmt félagatali flokks-
ins 14. nóvember síðastliðinn.
Um þrjú þúsund manns eru skráð
í félög Framsóknarflokksins í Reykja-
vík. Gera má ráð fyrir því að 5 til 7
hunduð manns sæki kjörfundinn.
Einar sækir á
Mikil spenna ríkir um kjör í efsta sæti
listans. Glöggir menn innan flokksins,
sem DV hefur haft samband við, telja
að Óskar Bergsson eigi á brattann að
sækja og fullyrða að Einar Skúlason
hafi náð forystu á síðustu metrunum
fyrir kjörið.
Heimildarmenn DV telja að úr-
litin á laugardag geti haft afleiðingar
fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson,
formann Framsókn-
arflokksins. Al-
kunna er að
Sigmund-
ur Dav-
íð var for-
mannsefni
Guðna Ág-
ústssonar,
fyrrverandi
formanns
flokksins og
ráðherra.
Óskar Bergsson er í góðum tengsl-
um við Sigmund Davíð, Guðna Ág-
ústsson, Guðmund Gíslason, for-
mann Framsóknarfélags Reykjavíkur,
Guðlaug Sverrisson og Þórólf Gísla-
son, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki.
Heimildarmenn DV innan flokksins
telja að þessir menn hafi stigið á tær
Evrópusinna og frjálslyndari manna
innan flokksins í seinni tíð og er þá
Sigmundur formaður ekki undanskil-
inn.
Þetta er túlkað svo að Óskar Bergs-
son kunni að gjalda tengsla sinna við
ofangreinda menn frekar en að þau
verði honum til framdráttar í slagnum
við Einar.
Slagurinn færist inn í dagblöðin
Auk þess er til þess tekið að Morgun-
blaðið birti fyrir fáeinum dögum langt
viðtal við Óskar. Einar, keppinaut-
ur hans um efsta sæti framboðslist-
ans, lét Morgunblaðið vita af sér en
blaðið hafði ekki áhuga á að taka við-
tal við hann eftir því sem næst verð-
ur komist. Innan ákveðinna hópa í
Framsóknarflokknum í Reykjavík er
því litið svo á að Óskar sé þóknan-
legur Morgunblaðinu. Í því sambandi
er bent á skyldleika Davíðs Oddsonar
ritstjóra blaðisins og Þórólfs Gíslason-
ar á Sauðárkróki sem og vináttu rit-
stjórans og Guðna Ágústssonar.
Ljóst er einnig að Fréttablaðið
hafði ekki áhuga á að taka viðtal við
Óskar eftir að viðtal birtist við hann
í Morgunblaðinu. Blaðið birti aftur á
móti viðtal við Einar Skúlason síðast-
liðinn fimmtudag.
Mál hafa því til góðs eða ills þróast
á þann veg að Óskar er talinn þóknan-
legur Sjálfstæðisflokknum, sem hann
vinnur með í núverandi borgarmeiri-
hluta, og einnig Morgunblaðinu.
Á hinn bóginn er Einar talinn hall-
ast meir að miðjunni eða til vinstri.
Hvorugur frambjóðendanna kannast
við að hafa stillt sér sér upp með of-
angreindum hætti þótt aðrir kunni að
gera það.
„Ég hafði samband við bæði
Fréttablaðið og Morgunblaðið þegar
baráttan hófst. Morgunblaðið tók vel
í viðtal. Það varð hins vegar til þess
að Fréttablaðið hafði ekki áhuga á
að taka við mig viðtal,“ segir Óskar í
samtali við DV.
Stíll Óskars
Hvað sem þessu líður telja heim-
ildarmenn DV að Óskar eigi drjúgt
fylgi meðal eldri framsóknarmanna
í Reykjavík. Það er þó ekki tal-
ið duga honum til sigurs því
mikill meirihluti ungra
framsóknarmanna í
borginni er sagður
styðja Einar.
Það sem ef til
vill ríður bagga-
muninn í bar-
áttunni um
leiðtogasæti
Framsókn-
arflokksins í
Reykjavík er
orðspor spill-
ingar sem
Óskari Bergssyni hefur gengið illa að
sverja af sér. Vart þarf að rekja átaka-
mál um brunareitinn svonefnda á
mótum Lækjargötu og Austurstrætis
þar sem verktakafyrirtækið Eykt varð
óvænt hlutskarpast í útboði sem farið
hafði ýmsar krókaleiðir í borgarkerf-
inu. Tengsl eru milli Óskars og Eyktar
frá fyrri tíð en langt er um liðið síðan
hann starfaði hjá félaginu sem bygg-
ingarstjóri. Í raun hreppti Eykt verk-
ið fyrir það eitt að byggingarfélagið,
sem átti lægsta tilboð, fullnægði ekki
ákvæði um eiginfjárstöðu þegar á
reyndi.
Sjálfur hefur Óskar skilað gögnum
um fjármál sín, hagsmunatengsl og
framlög í kosningabaráttu sína aftur
til ársins 2005 eins og ráð er fyrir gert í
lögum sem Alþingi samþykkti í lok ág-
úst síðastliðnum.
Annað sæti
Um annað sætið keppa þrjár kon-
ur, eins og áður segir. Salvör Gissur-
ardóttir er talin geta komið á óvart í
kjörinu á Hótel Loftleiðum. Ekki er
ljóst hvort hún styður Einar eða Óskar
í forystusætið.
Guðrún Valdimarsdóttir er tal-
in höll undir Einar í oddvitasæti
flokksins. Hennar maður er Þorlák-
ur Traustason en hann vann náið
með Birni Inga Hrafnssyni sem náði
naumlega kjöri í borgarstjórnarkosn-
ingunum 2006 og sagði síðar af sér í
tengslum við REI-málið og pólitískar
væringar innan Framsóknarflokks-
ins.
Valgerður Sveinsdóttir er sögð
styðja Óskar Bergsson, en hún og
maður hennar byggja hesthús ofan
Rauðavatns í félagi við Óskar.
Óskar
Óskar kveðst ekki átta sig vel á stöðn-
ni. „Mér hefur verið vel tekið í þess-
ari stuttu og snörpu baráttu. Ég vek
athygli á forvitnilegu fyrirkomulagi
kjörsins á morgun. Fyrst er kosið
um efsta sætið og meðan fólk kynn-
ir sig í annað sætið ráðast úrslit um
næsta sæti fyrir ofan. Þannig nánast
smíða þátttakendur framboðslistann
á staðnum.“
En því ættu framsóknarmenn í
Reykavík að velja Óskar í efsta sætið?
„Nú eru nær tvö ár síðan ég tók við
keflinu. Þá mældist flokkurinn með
um tveggja prósenta fylgi í könnunum
hér í borginni. Ég hóf uppbyggingar-
starf sem meðal annars Sigmundur
Davíð og Vigdís Hauksdóttir tóku þátt
í. Nú er hún orðin þingmaður og Sig-
mundur Davíð formaður flokksins og
þingmaður. Framsóknarflokkurinn
mælist nú stöðugt með mann inni í
borgarstjórn,“ segir Óskar.
Einar
Einar Skúlason er vongóður eins og
Óskar og segir stemninguna minna
sig á flokksþing Framsóknarflokksins
í janúar síðastliðnum. Fólk vill breyt-
ingar og mitt fólk er tilbúið til að takast
á við þær. Ég held að ég hafi breiðari
skírskotun til málefna en keppinaut-
ur minn. Ég legg áherslu á málefni
fólksins og velferðarmál. Við þurfum
að fara afar vel yfir þá grunnþjónstu
sem ekki má skerða. Mér finnst að
Framsóknarflokkurinn eigi á þessum
tímum að snúa sér að velferðarmál-
um af krafti. Fólk verður að fá að vita
hvaða leið menn ætla að feta í þeim
efnum. En ég legg einnig ríka áherslu
á nýsköpun og tel að borgin geti beitt
sér fyrir samvinnu sprotafyrirtækja,
menntastofnana og annarra fyrir-
tækja um framþróun í atvinnulífinu.“
Einar gefur lítið fyrir flokkadrætti
og fullyrðir að baráttan snúist um það
hvað grasrótin telji vænlegast til þess
að ná árangri í borgarstjórnarkosning-
unum næsta vor. „Menn vita sem er
að ég er frjáslyndur framsóknarmað-
ur og hef verið það síðan ég var for-
maður Sambands ungra framsóknar-
manna. Ég á því láni að fagna að hafa
aldrei verið bendlaður við neina klíku
innan flokksins.“
Um helgina ræðst hvort Óskar Bergsson heldur velli sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyr-
ir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Einar Skúlason sækir hart að honum og nýtur fylgis ungra og
frjálsyndra framsóknarmanna. Glöggir framsóknarmenn telja að úrslitin geti haft þýðingu fyrir framtíð
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á formannstóli og ganga svo langt að segja að sigur Einars jafngildi
vantrausti grasrótarinnar í Reykjavík á nýlega kjörnum formanninum.
Æsilegur Fram-
sóknarslagur
Glöggir menn innan flokksins, sem DV hefur haft
samband við, telja að Óskar Bergsson eigi á bratt-
ann að sækja og fullyrða að Einar Skúlason hafi
náð forystu á síðustu metrunum fyrir kjörið.
JÓhAnn hAukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Óskar Bergsson. „Nú
eru nær tvö ár síðan ég
tók við keflinu. Þá mældist
flokkurinn með um
tveggja prósenta fylgi.“
Einar Skúlason. „Ég á því láni að
fagna að hafa aldrei verið bendlaður
við neina klíku innan flokksins.“