Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 10
10 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Framsóknarmenn í höfuðborginni gera upp við sig um helgina hvern þeir gera að oddvita framboðslista síns í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Slagurinn stendur milli Óskars Bergssonar, núverandi borg- arfulltrúa, og Einars Skúlasonar, vara- þingmanns flokksins. Þrjár konur sækjast eftir öðru sæti listans, Salvör Gissurardóttir, Valgerð- ur Sveinsdóttir og Guðrún Herglis Valdimarsdóttir. Þegar þrír eða fleiri sækjast eftir sama sætinu er gert að skilyrði að sá hlutskarpasti hafi meira en 50 prósent atkvæðanna í sætið. Tveir karlar sækjast eftir þriðja sæti listans; Hallur Magnússon og Guðlaugur G. Sverrisson, núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur. Á kjörfundi framsóknarmanna á laugardag á Hótel Loftleiðum verð- ur kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og eru úrslit bindandi. Rétt til að kjósa hafa allir félags- menn í framsóknarfélögunum í Reykjavík samkvæmt félagatali flokks- ins 14. nóvember síðastliðinn. Um þrjú þúsund manns eru skráð í félög Framsóknarflokksins í Reykja- vík. Gera má ráð fyrir því að 5 til 7 hunduð manns sæki kjörfundinn. Einar sækir á Mikil spenna ríkir um kjör í efsta sæti listans. Glöggir menn innan flokksins, sem DV hefur haft samband við, telja að Óskar Bergsson eigi á brattann að sækja og fullyrða að Einar Skúlason hafi náð forystu á síðustu metrunum fyrir kjörið. Heimildarmenn DV telja að úr- litin á laugardag geti haft afleiðingar fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsókn- arflokksins. Al- kunna er að Sigmund- ur Dav- íð var for- mannsefni Guðna Ág- ústssonar, fyrrverandi formanns flokksins og ráðherra. Óskar Bergsson er í góðum tengsl- um við Sigmund Davíð, Guðna Ág- ústsson, Guðmund Gíslason, for- mann Framsóknarfélags Reykjavíkur, Guðlaug Sverrisson og Þórólf Gísla- son, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Heimildarmenn DV innan flokksins telja að þessir menn hafi stigið á tær Evrópusinna og frjálslyndari manna innan flokksins í seinni tíð og er þá Sigmundur formaður ekki undanskil- inn. Þetta er túlkað svo að Óskar Bergs- son kunni að gjalda tengsla sinna við ofangreinda menn frekar en að þau verði honum til framdráttar í slagnum við Einar. Slagurinn færist inn í dagblöðin Auk þess er til þess tekið að Morgun- blaðið birti fyrir fáeinum dögum langt viðtal við Óskar. Einar, keppinaut- ur hans um efsta sæti framboðslist- ans, lét Morgunblaðið vita af sér en blaðið hafði ekki áhuga á að taka við- tal við hann eftir því sem næst verð- ur komist. Innan ákveðinna hópa í Framsóknarflokknum í Reykjavík er því litið svo á að Óskar sé þóknan- legur Morgunblaðinu. Í því sambandi er bent á skyldleika Davíðs Oddsonar ritstjóra blaðisins og Þórólfs Gíslason- ar á Sauðárkróki sem og vináttu rit- stjórans og Guðna Ágústssonar. Ljóst er einnig að Fréttablaðið hafði ekki áhuga á að taka viðtal við Óskar eftir að viðtal birtist við hann í Morgunblaðinu. Blaðið birti aftur á móti viðtal við Einar Skúlason síðast- liðinn fimmtudag. Mál hafa því til góðs eða ills þróast á þann veg að Óskar er talinn þóknan- legur Sjálfstæðisflokknum, sem hann vinnur með í núverandi borgarmeiri- hluta, og einnig Morgunblaðinu. Á hinn bóginn er Einar talinn hall- ast meir að miðjunni eða til vinstri. Hvorugur frambjóðendanna kannast við að hafa stillt sér sér upp með of- angreindum hætti þótt aðrir kunni að gera það. „Ég hafði samband við bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið þegar baráttan hófst. Morgunblaðið tók vel í viðtal. Það varð hins vegar til þess að Fréttablaðið hafði ekki áhuga á að taka við mig viðtal,“ segir Óskar í samtali við DV. Stíll Óskars Hvað sem þessu líður telja heim- ildarmenn DV að Óskar eigi drjúgt fylgi meðal eldri framsóknarmanna í Reykjavík. Það er þó ekki tal- ið duga honum til sigurs því mikill meirihluti ungra framsóknarmanna í borginni er sagður styðja Einar. Það sem ef til vill ríður bagga- muninn í bar- áttunni um leiðtogasæti Framsókn- arflokksins í Reykjavík er orðspor spill- ingar sem Óskari Bergssyni hefur gengið illa að sverja af sér. Vart þarf að rekja átaka- mál um brunareitinn svonefnda á mótum Lækjargötu og Austurstrætis þar sem verktakafyrirtækið Eykt varð óvænt hlutskarpast í útboði sem farið hafði ýmsar krókaleiðir í borgarkerf- inu. Tengsl eru milli Óskars og Eyktar frá fyrri tíð en langt er um liðið síðan hann starfaði hjá félaginu sem bygg- ingarstjóri. Í raun hreppti Eykt verk- ið fyrir það eitt að byggingarfélagið, sem átti lægsta tilboð, fullnægði ekki ákvæði um eiginfjárstöðu þegar á reyndi. Sjálfur hefur Óskar skilað gögnum um fjármál sín, hagsmunatengsl og framlög í kosningabaráttu sína aftur til ársins 2005 eins og ráð er fyrir gert í lögum sem Alþingi samþykkti í lok ág- úst síðastliðnum. Annað sæti Um annað sætið keppa þrjár kon- ur, eins og áður segir. Salvör Gissur- ardóttir er talin geta komið á óvart í kjörinu á Hótel Loftleiðum. Ekki er ljóst hvort hún styður Einar eða Óskar í forystusætið. Guðrún Valdimarsdóttir er tal- in höll undir Einar í oddvitasæti flokksins. Hennar maður er Þorlák- ur Traustason en hann vann náið með Birni Inga Hrafnssyni sem náði naumlega kjöri í borgarstjórnarkosn- ingunum 2006 og sagði síðar af sér í tengslum við REI-málið og pólitískar væringar innan Framsóknarflokks- ins. Valgerður Sveinsdóttir er sögð styðja Óskar Bergsson, en hún og maður hennar byggja hesthús ofan Rauðavatns í félagi við Óskar. Óskar Óskar kveðst ekki átta sig vel á stöðn- ni. „Mér hefur verið vel tekið í þess- ari stuttu og snörpu baráttu. Ég vek athygli á forvitnilegu fyrirkomulagi kjörsins á morgun. Fyrst er kosið um efsta sætið og meðan fólk kynn- ir sig í annað sætið ráðast úrslit um næsta sæti fyrir ofan. Þannig nánast smíða þátttakendur framboðslistann á staðnum.“ En því ættu framsóknarmenn í Reykavík að velja Óskar í efsta sætið? „Nú eru nær tvö ár síðan ég tók við keflinu. Þá mældist flokkurinn með um tveggja prósenta fylgi í könnunum hér í borginni. Ég hóf uppbyggingar- starf sem meðal annars Sigmundur Davíð og Vigdís Hauksdóttir tóku þátt í. Nú er hún orðin þingmaður og Sig- mundur Davíð formaður flokksins og þingmaður. Framsóknarflokkurinn mælist nú stöðugt með mann inni í borgarstjórn,“ segir Óskar. Einar Einar Skúlason er vongóður eins og Óskar og segir stemninguna minna sig á flokksþing Framsóknarflokksins í janúar síðastliðnum. Fólk vill breyt- ingar og mitt fólk er tilbúið til að takast á við þær. Ég held að ég hafi breiðari skírskotun til málefna en keppinaut- ur minn. Ég legg áherslu á málefni fólksins og velferðarmál. Við þurfum að fara afar vel yfir þá grunnþjónstu sem ekki má skerða. Mér finnst að Framsóknarflokkurinn eigi á þessum tímum að snúa sér að velferðarmál- um af krafti. Fólk verður að fá að vita hvaða leið menn ætla að feta í þeim efnum. En ég legg einnig ríka áherslu á nýsköpun og tel að borgin geti beitt sér fyrir samvinnu sprotafyrirtækja, menntastofnana og annarra fyrir- tækja um framþróun í atvinnulífinu.“ Einar gefur lítið fyrir flokkadrætti og fullyrðir að baráttan snúist um það hvað grasrótin telji vænlegast til þess að ná árangri í borgarstjórnarkosning- unum næsta vor. „Menn vita sem er að ég er frjáslyndur framsóknarmað- ur og hef verið það síðan ég var for- maður Sambands ungra framsóknar- manna. Ég á því láni að fagna að hafa aldrei verið bendlaður við neina klíku innan flokksins.“ Um helgina ræðst hvort Óskar Bergsson heldur velli sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Einar Skúlason sækir hart að honum og nýtur fylgis ungra og frjálsyndra framsóknarmanna. Glöggir framsóknarmenn telja að úrslitin geti haft þýðingu fyrir framtíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á formannstóli og ganga svo langt að segja að sigur Einars jafngildi vantrausti grasrótarinnar í Reykjavík á nýlega kjörnum formanninum. Æsilegur Fram- sóknarslagur Glöggir menn innan flokksins, sem DV hefur haft samband við, telja að Óskar Bergsson eigi á bratt- ann að sækja og fullyrða að Einar Skúlason hafi náð forystu á síðustu metrunum fyrir kjörið. JÓhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Óskar Bergsson. „Nú eru nær tvö ár síðan ég tók við keflinu. Þá mældist flokkurinn með um tveggja prósenta fylgi.“ Einar Skúlason. „Ég á því láni að fagna að hafa aldrei verið bendlaður við neina klíku innan flokksins.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.