Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 52
52 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað Ævisaga Árna Heimis Ing-ólfssonar um tónskáld-ið Jón Leifs er eina bók-in sem fengið hefur fullt hús hjá gagnrýnendum DV í uppgjör- inu við jólabókaflóðið síðustu vikurn- ar. Um þá bók sagði gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson í ritdómi sínum: „Um Jón Leifs hefur verið gerð vinsæl bíómynd, sænskur fræðimaður skrif- aði um hann bók fyrir tíu árum og sitthvað annað hefur verið um hann ritað. En allt hverfur það í skuggann af þessari metnaðarfullu og vönduðu ævisögu. Jón Leifs hefur fengið þá umfjöllun sem hann verðskuldar.“ Bók Árna Heimis hefur fengið sams konar gagnrýni í öllum fjöl- miðlum og má því reikna með að hún verði vinsæl í jólapakkana hjá pabba og mömmu, og kannski afa og ömmu, því af dómunum um bók- ina tekst Árna Heimi að skrifa áhuga- verða bók um manninn Jón Leifs ekki síður en tónskáldið. Bókin ætti því einnig að geta höfðað til fólks sem ekki endilega hefur mikinn áhuga á tónlist heldur áhuga á að kynna sér ævi merks Íslendings sem lifði tím- ana tvenna og kynntist meðal annars Þýskalandi nasismans. Skiptar Skoðanir um Snorra Þrátt fyrir að bókin um Jón Leifs skeri sig úr hópnum hefur árið ver- ið verið gjöfult í útkomu vel heppn- aðra bóka. Af öðru bitastæðu í ævi- sagnaflokknum má nefna bókina um Snorra Sturluson eftir Óskar Guð- mundsson, sem reyndar hefur feng- ið misjafna dóma, þó engum dyljist að útkoma bókarinnar flokkist sem tíðindi. Þannig mærði Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra bók- ina mjög og kallaði „meistaraverk“ á meðan gagnrýnandi DV, Jón Þ. Þór, var ekki mjög hrifinn og sagði: „Ævisaga Snorra Sturlusonar, sem hér er til umfjöllunar, er eljuverk en að mínu mati er hún því miður ekki vel heppnuð. Sagan byggist á næsta fáum og fábreytilegum heimildum og þess vegna verður sú aðferð höf- undar að segja söguna í tímaröð til þess að frásögnin verður of lang- dregin og óáhugaverð.“ Sitt sýnist því hverjum um „eljuverk“ Óskars en þó má vera ljóst að bókin mun án efa njóta vinsælda hjá kaupendum enda um klassíska „pabbabók“ að ræða en eins og ýmsir kannast við getur verið erfitt að finna jólagjafir handa körl- um á miðjum aldri og eldri. ÆviSagnaþjóðin Önnur bók sem fallið gæti vel í „pabba- bókaflokkinn“ er svo seinna bindið af ævisögu Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson sem margir bíða ef- laust eftir með nokkurri eftirvæntingu en fyrra bindið, Í fátæktarlandi, hlaut nokkuð lof þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Þar er á ferðinni sam- spil tveggja manna sem þjóðin kann að meta. Af öðrum ævisögum ber auðvitað að nefna bók Páls Valsonar um Vigdísi Finnbogadóttur en sú bók gæti höfðað til breiðs hóps meðal þjóðarinnar enda er Vigdís líklega ein af fáum persón- um hér á landi sem flokkast getur sem þjóðhetja. Hún er óumdeild og dáð líkt og svo oft hefur komið fram þegar við- horf landsmanna til þekktra einstakl- inga er kannað. Sú bók mun án efa verða vinsæl fyrir jólin en Íslendingar eru þekktir fyrir nánast ástríðukennd- an áhuga sinn á ævisögum ýmiss kon- ar og þó sérstaklega sögum um þekkta og dáða einstaklinga eins og Vigdísi. Fimm stjörnu Jón Bókin um ævi tónskáldsins Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson er sú eina sem fengið hefur fimm stjörnur hjá gagnrýnendum DV síðustu vikurnar og mánuðina. Hún er ein af mörgum áhugaverðum ævisögum sem koma út fyrir þessi jól. Jón Leifs sker sig úr Útlit er fyrir að árið verði gjöfult í útkomu góðra bóka. Sérstaklega er mikið af áhugaverðum ævisögum þekktra Íslendinga. Eins eru margir helstu skáldsagnahöfundar þjóðarinn- ar með pennann á lofti fyrir þessi jól. DV leit yfir þá umfjöllun um jólabæk- urnar sem birst hefur í blaðinu upp á síðkastið og birtir hér brot af því sem hæst ber í ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.