Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 26
Heppinn með mínar konur Ég er leikkona. Eftir fjögurra ára nám í rússneskum skóla, á ensku í Danmörku. Hljómar skringilega og var alveg jafn skringilegt og það hljómar. Var líka erfitt, ömurlegt, gaman, mannskemmandi, mannbætandi, þreytandi, fáránlegt og allt þar á milli. Þegar allt kemur til alls var þetta besti tími lífs míns en jafn- framt sá versti. Kennararnir í aðalfög- unum voru allir Rússar. Sem töluðu mismikla ensku. Fyrstan ber að nefna leik-fimi- og skylmingakenn-arann Aidar Zachirov. Aidar hafði kennt Jackie Chan og unnið með meistara Chuck Norris. Ég gleymi því aldrei þegar hann labbaði inn í skólastof- una í fyrsta sinn. Lítill, svarthærður Rússi með mottu, dálítið mongólsk- ur í útliti. Í Calvin Klein-hlýrabol, svörtum reiðstígvélum og níðþröngum svörtum gallabuxum. Ef einhver kvartaði undan eymslum dró hann upp leðurpyngju með litlu hylki í. Í hylkinu var snákaeitur. Það var notað á auma vöðva. Ákvað að þiggja það aldrei heldur brosa í gegnum tárin eftir að vinkona mín fékk skvettu af snákaeitri á öxlina og öskraði eins og Janet Leigh í Psycho. Í þrjú ár kom Aidar reglulega frá Rússlandi til Danmörku til að kenna okkur hinar ýmsu brellur. Hann lærði nokkur ensk orð á þeim tíma. Til dæmis „leg“ og „hand“. Hann gat þó aldrei notað þau rétt. Sagði „leg“ en benti á handlegg og öfugt. Eitt orð lærði hann sérstaklega fyrir mig og það var „sister“. Systir hans heitir nefnilega Lilja. Fannst það voðalega sætt. Vladimir Korshunov kenndi framsögn. Vladimir er stór, hávaxinn og gullfallegur Rússi. Algjör silfurrefur. Og væri mjög kynþokkafullur ef hann gyrti ekki buxurnar upp á brjóst. Var með stærri kameltá en flestar stúlkur sem ég hef séð. Vladimir byrjaði hvern tíma á frasanum: „Dear lady and gentle- mens“. Sérstaklega gaman þar sem stelpurnar í bekknum voru þrettán – strákarnir þrír. Og málvilluna þarf vart að kynna. Vladimir hafði sérstakt yndi af því að varpa fram risastórum spurn-ingum um lífið og tilveruna. Síðasta árið unnum við að leikriti um kaþólska fjölskyldu og þá ákvað Valdimir, Vladi eins og hann var kallaður, að spyrja okkur um trú. Talið barst að Guði og þá vildi Vladi koma á framfæri sinni túlkun á hinum almáttuga. Það er setning sem ég gleymi aldrei: „I think God is woman. She is nigger.“ Einstaklega pólitískt rétthugsandi eins og Rússum sæmir! Það var annar Vladimir sem kenndi okkur, með eftirnafnið Koifman. Ég kalla hann Koifi. Hann var hataður innan skólans. Hrokafyllsti maður sem ég hef á ævi minni hitt og lítur út eins og tvíburabróðir Robins Williams. Hann talaði bestu enskuna. Samt var erfiðast að skilja Koifi því hann er án efa smámæltasti maður sem ég hef kynnst. Skemmtilegast var þegar Koifi tók að sér að kenna okkur heimspeki. „You have a sísis and a antisísis. Sat makes a sinsísiss.“ Þegar fleiri en einn og fleiri en tveir spurðu hann um hvað hann væri að tala lagði hann bara meiri áherslu á námsefnið. „Sinsísiss! Sinsísiss!“ Brátt rann upp ljós fyrir proffanum í bekknum. Koifi var að tala um Thesis og Antithesis sem mynda Synthesis. Einmitt! Síðastur en alls ekki sístur er skólastjórinn, leikarinn og leikstjórinn Mikhail Belinson, eða Misha. Lítill, mjór Rússi með sítt krullað hár og góðan mána sem reynt var að greiða yfir. Drakk kaffi í lítravís og reykti stóra vindla með blæðandi magasár. Hafði alltaf rétt fyrir sér. Misha var mjög lunkinn að leggja fólk í einelti og fara rangt með nöfn. Hann kallaði Hartvig félaga minn Jarvik, Ingvild varð Ingr-id og Jarle varð Jola. Besta dæmið um nafnaruglið hans Misha var Andreas bekkjarfélagi minn. Misha þoldi hann ekki og kall- aði hann ávallt Peter. Þegar Andreas leiðrétti Misha kom alltaf sama svar- ið frá kennaranum: „Are you sure there is no Peter in your name?“ Misha var líka langverstur í ensku. „You want to make toilet“ er ein af mínum uppáhaldssetningum. Það þýddi að maður vildi fara á klósettið, ekki búa það til. „You want to make shower“ var líka vinsælt. „What‘s to fuck do“, „You wants to looks good, don‘t?“ og „What it is this bell church“ voru nokkrir góðir frasar sem komu út úr munni Misha. Sá síðasti var túlkun hans á setningu úr leikriti. Upphaflega setningin var: „Are those the church bells ringing?“ Eitt lærði ég af Misha og það er að Rússar bera H fram sem G. Þannig talaði Misha um Gamlet (Hamlet) og goney (honey). Hann fór mjög oft á „the fly to Copengagen“. Sem sagt ekki í flugvél heldur á flugu. Hún hlýtur að hafa verið stór. Hann talaði um að einhver væri „tak- en gostage“ sem vafðist mikið fyrir okkur. Best var þegar hann reyndi að segja okkur frá ástríðu sinni fyrir dökku súkkulaði sem hann kallaði aldrei annað en „duck chocolate.“ Ég var Guðs lifandi fegin þegar ég losnaði úr skólanum. Misha sagði mér að ég myndi örugglega hugsa til hans. Ég hélt nú ekki. En oftar en ekki heyri ég röddina hans í höfðinu þegar ég horfi á leikrit. Heyri hann öskra eða hlæja. Sé hann brosa eða gráta. Þrátt fyrir alla gall- ana á hann alltaf stað í hjarta mínu. Eins og Rússarnir allir. Þeir kenndu mér margt og mikið en það mikilvægasta af öllu var að þeir kenndu mér nánast allt um sjálfa mig. Fyrir það segi ég takk. Eða eins og Koifi myndi segja: „Sank you“. RúSSinn SEM Vildi búa til klóSEtt Lilja katrín Gunnarsdóttir skrifar HELGARPISTILL „Þetta getur verið mjög skemmtilegt starf - bara eins og öll önnur held ég. Stundum er þetta gaman en stundum ekkert sérstaklega gaman,“ segir Skúli Oddsson, bílstjóri Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Skúli hefur verið ráðherrabílstjóri í umhverfisráðuneyt- inu í tíu ár og merkilegt nokk hefur hann alltaf ekið kon- um. Hann byrjaði að keyra Siv Friðleifsdóttur árið 1999 og ók henni í fimm ár. Síðan hafa orðið örar mannabreyting- ar en frá 2004 hafa fimm konur gegnt embætti umhverfis- ráðherra. „Ég hef alltaf keyrt konur. Er svo mikill lukkunnar pam- fíll með það. Ég hef verið heppinn með mínar konur,“ seg- ir Skúli og hlær. „Þær eru ákaflega skemmtilegar og mjög þægilegar í alla staði. Síðustu ár hafa verið afar ljúf.“ Góðir félagar Dæmigerður dagur hjá Skúla hefst klukkan rúmlega átta og stendur oft langt fram eftir kvöldi. „Svo er maður að keyra oft um helgar. Á veturna eru oft skutl á milli Alþingis og ráðuneytis og svo eru fundir úti um allan bæ. Ef mað- ur dettur í lukkupottinn er farið út úr bænum,“ segir Skúli en hann er frá Mörtungu í Skaftárhreppi og er formað- ur Skaftfellingafélagsins og finnst fátt betra en að aka um sveitir landsins. „Við förum stundum með í lengri ferðirnar en ef það er mikið keyrt í kringum ferðirnar förum við með og tökum bílaleigubíl.“ Mórallinn meðal ráherrabílstjóra er góður en þeir hittast töluvert í vinnunni. Þegar DV slóst í för með Skúla var ríkisstjórnarfundur og kátt var á hjalla meðal bíl- stjóranna. „Við erum góðir félagar. Við hittumst stundum fyrir utan vinnu – þótt það gerist ekki oft. Við hittumst náttúrlega alltaf þegar það er ríkisstjórn- arfundur og þetta er góður félagsskapur sem skemmtilegt er að vera nálægt.“ Ekki komið til álita að spara bílstjórana Skúli ekur um á Lexus Hybrid- bíl, enda má umhverfisráð- herra ekki láta sjá sig á bens- ínspúandi bíl eins og hinir ráðherrarnir. Bíllinn var sá fyrsti sem kom til landsins af þessari gerð og segir Skúli að hann sé afar góður. „Þetta er afar góður bíll. Hann hef- ur staðið sig vel. Þetta er, eins og sagt er í sveit- inni, svona slyddu- jeppi – það hefur ekki reynt á hann í mikilli ófærð.“ Á þessum undarlegu tímum þar sem ríkisstjórnin gerir hvað sem er til að finna aura frá almenningi og hef- ur oft lagst heldur lágt og kýlt undir beltisstað í sparn- aðarráðum sínum – er ekki svolítið undarlegt að ráð- herrar ríkisstjórnarinnar séu með sinn eigin bílstjóra í fullri vinnu? „Það hefur ekki komið til álita. Enda er ekki mikill sparnaður í því – þá myndu ráðherrarnir bara taka leigubíla.“ Skúli hefur skemmt sér í vinnunni í tíu ár og er ekkert á leiðinni að hætta. „Ég hef verið að hóta því í gríni að þegar karlmaður yrði ráðinn sem ráðherra myndi ég hætta. En hvort mað- ur stendur við það er allt annað mál,“ segir þessi skemmtilegi bílstjóri – skellir í gír og setur aðra hönd á stýri. Ráðherrann þarf að komast á fund. benni@dv.is Skúli Oddsson, frá Mörtungu í Skaftár- hreppi, er ráðherrabílstjóri Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Skúli hefur verið ráðherrabílstjóri í tíu ár og alltaf ekið konum. Enda segist hann ætla að hætta þegar karlmaður verði ráðinn í starfið. 26 föstudaGur 27. nóvember 2009 umræða ráðherra- bílstjóra Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráð- herra ekur um á Lexus með Skúla við stýrið. H&N-myNd RakEl ÓSk Hress og kátur Það er alltaf stutt í brosið hjá honum Skúla. Enda Skaftfellingur og stoltur af því. Ánægður með lexus-inn Skúli segist vera ánægður við stýrið á Lexus-bifreið umhverfisráðherra. „Þetta er svona slyddujeppi eins og er sagt í minni sveit.“ myNdiR: RakEl ÓSk Góður hópur Skúli segir að ráðherrabílstjórarnir hittist töluvert og það sé góður mórall þeirra á milli. Svandís Svavarsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Jónína Bjartmarz Sigríður Anna Þórðardóttir Siv Friðleifsdóttir Ráðherrar í aftursætinu hjá Skúla:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.