Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 48
48 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað
Home Alone (1990)
Home Alone ættu allir að þekkja og
væntanlega hafa aðdáendur góðra
jólamynda séð þessa áður. Home
Alone er
mynd
sem
hægt er
að horfa
á aftur
og aftur
og
eflaust
ein-
hverjir
sem
horfa á
ævintýri Kevins McCallister, sem
leikinn er af Macaulay Culkin, um
hver einustu jól. Myndin segir frá
ævintýrum Kevins sem fyrir slysni
er skilinn eftir heima yfir jólin
meðan fjölskyldan fer í jólafrí til
Frakklands. Þegar innbrotsþjófar
láta á sér kræla þarf Kevin að fara í
hlutverk húsbóndans á heimilinu.
Frábær skemmtun.
einkunn á ImDB.com: 6,9
BAD SAntA (2003)
Fyrir þá sem eru búnir að fá sig
fullsadda af rómantískum og
hugljúfum
jólamynd-
um er hin
bleksvarta
kómedía
Bad Santa
málið. Billy
Bob
Thornton
fer á
kostum
sem
kjaftfor og
drykkfelld-
ur
ónytjungur í jólasveinabúningi sem
hefur það að atvinnu að svindla og
stela af fólki. Eins og söguþráður-
inn ber kannski með sér er hún ekki
við hæfi barna. Ósmekkleg,
andstyggileg en ógeðslega fyndin
jólamynd sem getur komið rétta
fólkinu í jólaskap.
einkunn á ImDB: 7,3
DIe HArD (1988)
Hvað er jólalegra en að sjá Bruce
Willis murka lífið úr harðsvíruðum
hryðju-
verkamönn-
um á
aðfanga-
dagskvöld?
Væntanlega
margt en
Die Hard er,
að öðrum
ólöstuðum,
besta
jóla-
spennu-
mynd sem
gerð hefur verið. Hér fylgjumst við
með lögreglumanninum John
McClane sem kallaður er út á
jólunum vegna hryðjuverkamanna
sem tekið hafa skrifstofubyggingu í
Los Angels á sitt vald. Fantagóð
mynd með Bruce Willis í essinu
sínu.
einkunn á ImDB: 8,3
nIgHtmAre Before CHrISt-
mAS (1993)
Hér er á ferðinni frábær mynd úr
smiðju meistara Tim Burton.
Myndin fjallar um beinagrindina
Jack
Skelling-
ton, sem er
aðalbeina-
grindin í
Hrekkjavö-
kubæ.
Honum
leiðist
sama
gamla
rútínan ár
eftir ár í
heimabæ
sínum og
fer í göngutúr út í skóg. Þar finnur
hann Jólabæ og kynnist anda
jólanna. Hann ákveður að færa
sínum nánustu jólin og gerir sjálfan
sig að jólasveini. Áform hans verða
hins vegar að algjörri martröð eins
og nafn myndarinnar ber með sér.
Flott jólamynd sem þykir með þeim
betri.
einkunn á ImDB: 8,0
Almennt má segja að Íslend-
ingar hafi haldið og haldi
enn jól með svipuðu sniði
um allt land. Siðir um jól eru
þó jafn fjölbreyttir og heim-
ilin eru mörg í landinu. Viss-
ir siðir eru ræktir á fjölmörg-
um heimilum hvar á landinu
sem er, og eru sumir þeirra
ævagamlir til dæmis að hafa
hangikjöt á jólum og að láta
ljós loga í híbýlum á jólanótt.
Nýrri siðir eru til dæmis að
hlusta á jólakveðjur í útvarp-
inu á Þorláksmessu og að vitja
um leiði látinna ástvina og
setja þar ljós. Sumir siðir sem
áður voru bundnir einstökum
landshlutum, svo sem skötuát
á Þorláksmessu á vestanverðu
landinu og laufabrauðsbakst-
ur á Norðurlandi, hafa breiðst
út en aðrir siðir svo sem pokabaunir
á Suðausturlandi hafa farið hallloka í
nútímanum.
Vestfirðingar eru kunnir fyrir
skötuát enda láta margir þeirra sér
ekki nægja að sjóða kæsta skötu ein-
göngu á Þorláksmessu. Á Ísafirði
fagna Lionsmenn nú til dæmis. Þor-
láksmessu á sumri með sama hætti
og á vetri og leggur þá ilminn af kæstri
skötu og mörfloti um bæinn. Ann-
ars er ilmurinn af kæstri tindabikkju
í hugum flestra ótvírætt merki þess
að jólin séu að koma. Víðast á heim-
ilum er skatan soðin og hennar neytt í
góðra vina hópi og lyktinni síðan eytt
með því að sjóða hangikjötið. Þá fyrst
eru jólin komin þegar hangikjötslykt-
ina leggur um hús ofan í skötuilminn
og jólakveðjurnar óma í útvarpinu.
EkkErt jólatré
Líkt og annars staðar á landinu hef-
ur jólahald tekið miklum breytingum
hér vestra síðustu áratugi. Samgöngur
hafa batnað til muna og þar með hafa
aðdrættir orðið auðveldari og með
aukinni velmegun hefur almenning-
ur nú kost á að veita sér sitthvað um
jólin. Í viðtali sem tekið var við Lilju
Guðmundsdóttir (f. 1915 og d. 2005)
frá Flateyri árið 2001, kom fram að
þrátt fyrir ýmsan varning í verslunum
á staðnum var ekki mögulegt að veita
sér allt. Á hennar heimili var t.d. ekk-
ert jólatré og jólagjöfin til þriggja syst-
kina var kerti, spil og eitt epli. Móðir
hennar hafði þó alltaf heitt súkkulað
og kökur á aðfangadagskvöld en fyr-
ir Lilju var það jólatrés-
skemmtunin sem var
hápunktur hátíðarinn-
ar. Kvenfélagið Brynja á
Flateyri stóð fyrir þess-
um jólaböllum, þar var
veitt súkkulaði og fín-
ar kökur og á eftir var
börnunum gefið sæl-
gæti í poka og eitt epli
hverju. Þarna var spil-
að, sungið og dansað
og síðar um kvöldið
var svo dansleikur fyr-
ir hina fullorðnu. Lilja
hlakkaði allt árið til
þessarar skemmtunar.
Einn spilastokkur á mann
Símonía Ásgeirsdóttir (f. 1913 d.
2004) bjó á Baulhúsum í Arnarfirði
sem barn. Þar var kálfasteik höfð í
matinn á aðfangadagskvöld bæri kýr-
in fyrir jól, en annars saltkjöt og hangi-
kjöt. Að hafa rjúpur í jólamatinn var
siður sem hún kynntist fyrst á Ísafirði
um 1930. Móðir hennar bakaði allt-
af smákökur til jólanna, gyðingakökur
og hálfmána og sprautukökur eftir að
kökusprauta barst á heimilið, einnig
kleinur og jólaköku. Fyrstu jólin sem
hún man eftir voru systkinin fjögur
og fengu þau hvert um sig mislit kerti
en saman fengu þau einn spilastokk
svo hvert átti sína sort. Heldur vænk-
aðist hagur barnanna þegar frændi
þeirra fór í siglingar en þá barst gervi-
jólatré inn á heimilið og börnin fengu
leikföng. Reyndar deildu tveir bræður
hennar einni gjöf þar sem önnur
gjöfin þeim ætluð var send ann-
að. En gleðin var ekki minni fyr-
ir það og tilhlökkunin mikil. Allt-
af var föndrað eitthvað fyrir jólin
og þótti gleðiefni ef kýrin bar því
límkennt efni kemur úr júgrinu
fyrst á eftir og var það tilvalið til
að líma kramarhúsin sem voru
hengd á jólatréð.
Eplailmurinn
Jólahaldið í kaupstaðnum var
með nokkuð öðrum brag. Á Ísa-
firði voru allnokkrar verslanir
og var eplailmurinn í búðunum
fyrsta merki jólanna. Þó vissu-
lega væri hagur manna misjafn
var líklegra að börnin í bænum fengju
jólagjafir utan þess hefðbundna að fá
nýja flík. Undirbúningurinn var þó
með líku sniði og til sveita. Það var
þrifið og bakað eftir efnum og ástæð-
um en óneitanlega setti það svip á
jólaföstu í bænum að búðargluggarn-
ir voru tilefni tilhlökkunar með öllu
sínu skrauti og hægt var að kaupa eitt
og eitt epli eða annað góðgæti ef vel
stóð á.
Ekki var óalgengt að matarpakkar
bærust að, ættingjar í sveitinni sendu
gjarnan hangikjöt og e.t.v. rjúpur en
ef ekki voru rjúpur, var steikt lamba-
læri algengur matur á aðfangadags-
kvöld. Margir báru líka fram grjóna-
graut með möndlu og að dönskum
sið voru möndluverðlaun, gjarnan
marsipan úr einhverju bakaríanna í
bænum. Líkt og á Flateyri voru jóla-
trésskemmtanir haldnar á Ísafirði.
Þar komu börn og fullorðnir saman,
veitt var súkkulaði og kökur og þeg-
ar leið á kvöldið fóru börnin heim en
fullorðna fólkið dansaði áfram.
HúslEstur og sálmar
Á Hornströndum gat verið erfitt með
aðdrætti til jólanna enda ekki um að
ræða að skreppa í búðina. Þó kom fyr-
ir að bændur fóru til Ísafjarðar í inn-
kaup en ekki var mögulegt hjá öllum
að versla meira en hver gat borið því
sumir urðu að fara með bát frá Ísa-
firði að Kvíum í Grunnavík og ganga
norður aftur. Efnin voru heldur ekki
mikil og því sjaldan keypt annað en
það sem nauðsynlegt þótti. Jólagjaf-
irnar voru oftast flíkur og heimasteypt
kerti eða annað það sem mögulegt
var að gera heima. Í mat var tjaldað
því sem best þótti, hangikjöti, svið-
um úr súru, hveitikök-
um og grjónagraut með
rúsínum. Þeir sem höfðu
aðstöðu til bökuðu smá-
kökur en sjálfsagt þótti að
hafa kleinur um jól. Ekki
var heldur mögulegt að
skreppa í næstu kirkju til
jólaguðsþjónustu og því
tíðkaðist að hafa húslest-
ur þar sem sungnir voru
sálmar og lesin guð-
spjöllin.
Þegar útvarpið kom
lagðist þessi siður af, þá
kom fólkið saman og
hlustaði á jólaguðsþjón-
ustuna í útvarpinu eins og enn er gert
víðast á heimilum. Þrátt fyrir mikla
einangrun norður við dumbshaf, lít-
il efni og lítil húsakynni var helgi
jólanna ekki síðri en annars staðar.
Bærinn var þrifinn og heimagerða
jólatréð skreytt, fólkið á næstu bæjum
kom saman og skemmti sér, hvað þarf
meira til um jól?
Vestfirðingar eru kunnir fyrir skötuát á jólunum og fá merki ótvíræðari um að jólin séu
að koma en einmitt ilmurinn af kæstri tindabikkju. Jóna Símónía Bjarnadóttir rifjar
upp með lesendum DV hvernig jólahald hefur verið á Vestfjörðum í gegnum tíðina.
eitt epli handa
hverju barni
Jólaball Gengið í kringum
jólatréð á jólaballi Kvenfélags-
ins Brynju á Flateyri 1965.
lítið jólatré Ungur drengur
gleðst yfir jólatrénu sínu.
Myndin er tekin árið 1965.
Jólanótt Á helgri
jólanóttu árið 2004.
Jólakort frá Ísafirði. Jólatréð er á Austurvel
li en
frá hægri sést Hæstakaupstaðarbúðin, Mjó
gata 5 og
Alþýðuhúsið. Kort úr fórum Skjalasafnsins
á Ísafirði