Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 86
86 föstudagur 27. nóvember 2009
NafN og aldur?
„Guðmundur Óskarsson, 30 ára.“
atviNNa?
„Rithöfundur og skrifstofumaður hjá Landsbankan-
um.“
Hjúskaparstaða?
„Sóló.“
fjöldi barNa?
„Barnlaus.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, tíkina Heru. Hún var látin fara vegna ofnæmis
á heimilinu. Við vorum góðir vinir og lengi vel var
brotthvarfið harmleikur lífs míns; lífið var svo áfalla-
lítið framan af.“
Hvaða tóNleika fórst þú á síðast?
„Ég man ómögulega hvað daman hét sem spilaði ein
og söng á Kaffibarnum snemma í október, en ég man
að hún var svo góð að ég ætlaði að setja Myspace-
síðuna hennar í favorites á tölvunni. Ég gleymdi því
líka.“
Hefur þú komist í kast við lögiN?
„Nei.“
Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju?
„Bláleitur tweed-jakki sem Tinna, vinkona mín,
saumaði frá grunni í Iðnskólanum. Hann er verulega
klæðskerasaumaður.“
Hefur þú farið í megruN?
„Í fyrravetur hætti ég að borða smjörugt brauð með
hádegismatnum og léttist. Síðar hætti ég því og nú
passar bláleiti tweed-jakkinn aftur fullkomlega.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl-
um?
„Já. Þátttaka er, sem betur fer, teygjanlegt orð.“
trúir þú á framHaldslíf?
„Ekkert frekar en fyrirframlíf.“
Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að
Hafa Haldið upp á?
„All That She Wants með Ace of Base kemur mér
mest á óvart sem gamalt uppáhaldslag.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Long Face með Mínus.“
til Hvers Hlakkar þú NúNa?
„Að lesa upp úr Bankster á uppskeruhátíð útgefand-
ans, Ormstungu, í Þjóðleikhúskjallaranum næst-
komandi fimmtudag klukkan 20.“
Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur?
„Das Leben der Anderen.“
afrek vikuNNar?
„Að hafa náð að plögga uppskeruhátíð Ormstungu í
þessu spjalli.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei, framtíðin er best í smáum skömmtum, sek-
úndu í senn.“
spilar þú á Hljóðfæri?
„Tæplega. Ég blæs stundum ómarkvisst í munn-
hörpu sem bróðir minn gaf mér í jólagjöf fyrir tveim-
ur árum. Hljóðfærið er gott – heitir Hermann eða
Merlin eða Harmo – en það koma aldrei nein lög.“
viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið?
„Nei, mér hugnast náið samstarf betur.“
Hvað er mikilvægast í lífiNu?
„Þessi spurning er býsna mikilvæg, að spyrja sig
hennar reglulega gæti teymt mann á góðan stað.“
Hvaða ráðamaNN muNdir þú vilja Hella full-
aN og fara á trúNó með?
„Dominique Strauss-Kahn.“
Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst
vilja Hitta og af Hverju?
„Evu Mendes. Ég er mjög hrifinn af kúbönskum bók-
menntum, sérstaklega smásögunum.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já, tvö. Annað var um foss og Marilyn Monroe en
hitt um handleggi, ákveðna tvo kvenmannshand-
leggi, ekki útlimina almennt.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Ég faldi lesgleraugu vinnufélaga mjög vandlega – þá
búinn að borða helling af Djúpum og orðinn mjög ör
af sykrinum – en gleymdi að lenda gríninu, mundi
eftir því þegar ég kom heim. Þessi góði maður var
víst lengi að leita þegar hann kom aftur að borðinu
sínu. Gleraugun voru jafnlengi teipuð við lampa-
arminn.“
Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest?
„Ég hef heyrt um einhvern leikara í Bandaríkjunum
en man aldrei hvað hann heitir. Hann er líklega ekki
mjög frægur einstaklingur.“
ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika?
„Munnhörpuleikurinn er mjög leyndur hæfileiki.
Ég ætla samt ekki að gefast upp í leitinni að öðrum
slíkum og um leið og ég finn hann mun ég hampa
honum.“
á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi?
„Já.“
Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN?
„Reykjavík.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú
ferð að sofa?
„Ég þreifa á vekjaraklukkunni.“
Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi?
„Leið Íslendinga í vinnuna sérhvern dag næstu
fimmtán árin.“
Guðmundur Óskarsson er höfundur skáldsögunnar Bankster sem
kom út á dögunum. Hann er starfsmaður Landsbankans og byggir
söguna að mörgu leyti á reynslu sinni af bankahruninu síðastliðið
haust. Guðmundur sýnir á sér hina hliðina þessa vikuna.
orti ljóð um marilyN
moNroe og HaNdleggi
Dalvegi 2, Kóp. | Dalshrauni 13 Hfj. | S: 577 3333 | www.castello.is
Höfum opnað nýjan stað á Dalshrauni 13, Hfj.
20 % afsláttur af sóttum pizzum
KOMIÐ ÚT