Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 88
SjálfSmorð fyrirSætu Kóreska fyrisætan Daul Kim, sem
nýverið fannst látin í íbúð sinni, er talin hafa framið sjálfsmorð.
Þessi upprennandi stjarna, sem hefur unnið fyrir stærstu nöfnin í
bransanum og var í uppáhaldi hjá Karl Lagerfeld, er sögð hafa átt í
ofbeldisfullu ástarsambandi og átt erfitt með að höndla pressuna
sem fylgdi því að vera fyrirmynd heimalands síns.
TÍSKA: HeLgA KriSTjánSDóTTir - www.Dv.iS/bLogg/TizKAn
88 föStudagur 27. nóvember 2009 lífSStíll
Beth Ditto er ólíkleg tískugyðja. Til
að byrja með er hún tæplega hundr-
að kíló. Hún er lesbískur femínisti og
rífur óspart kjaft. En hún er einnig
óneitanlega þvílíkur talent og virki-
lega ferskt blóð bæði í tónlistar- og
tískuheimi dagsins í dag. Síðustu
þrjú árin hefur Beth siglt úr hallæri
til heimsfrægðar og er orðin fyrir-
mynd kvenna um allan heim. Hún
hefur setið fyrir nakin á forsíðum
tímarita og látið í sér heyra varðandi
óánægju sína að tískuföt í hennar
stærð séu ekki framleidd. Hún tók
málið í sínar hendur þegar henni var
boðið að hanna línu fyrir fatakeðj-
una Evans, sem selur föt fyrir konur
í stærri stærðum. Í dag er Beth boð-
ið á allar helstu tískusýningarnar og
situr á fremsta bekk. Karl Lagerfeld,
hönnuður Chanel og
Fendi, er afskaplega
hrifinn af henni og
fékk hana til að syngja
í eftirpartíi Fendi. Þar
söng hún nýjustu lög-
in sín og afklæddi sig
smám saman þang-
að til hún stóð eftir á
nærfötum einum fata
og lét sig falla í áhorf-
endahópinn. Fyrirsæt-
an Kate Moss hjálpaði
henni hlæjandi á fæt-
ur aftur. Beth Ditto er
kúl og fær mann til að
hugsa um hvað ímynd
tískubransans getur
verið brengluð. Hún
fær tískuprik í kladdann!
Beth Ditto, söngkona Gossip, ólst upp við mikla fátækt:
Sjokkerandi tíSkugyðja
forSetafrú
frakka í Woody
allen-mynd
ofurfyrirsætan og forsetafrú Frakka,
Carla bruni, hefur samþykkt að
leika í nýjustu mynd woodys Allen.
Frú bruni er þekkt fyrir að vera blátt
áfram og oft á tíðum sjokkerandi en
spurningin á allra vörum er hvort
leiklistarhæfileikar hennar muni
valda hneykslan.
VinSæl ofur-
fyrirSæta
Fyrirsætan natalia vodianova hefur
nóg að gera þessa dagana. Hún situr
fyrir í vorherferðum fyrir heimsþekkt
vörumerki eins og Yves Saint
Laurent, givenchy, Stella McCartney,
guerlain, etam-undirfatnað og í
ilmvatnsauglýsingum fyrir Calvin
Klein.
Victoria‘S
Secret á 10
milljónir dala
efnahagsástandið virðist ekki hafa
mikil áhrif á undirfatarisann victoria‘s
Secret. árlegu tískusýningunni þeirra
var sjónvarpað fyrir örfáum vikum
þar sem Heidi Klum var kynnir, en
fyrirsæturnar voru 35 talsins, meðal
annarra Miranda Kerr í brjóstahald-
ara upp á tvær milljónir bandaríkja-
dala. Sýningin í heild kostaði um tíu
milljónir dala.
Rumi Neely er einn vinsælasti tískubloggarinn í dag. Á hverjum degi smella milljónir
stúlkna á síðuna hennar og fyllast tískuinnblæstri. DV forvitnaðist örlítið um þessa
tískusinnuðu stúlku.
VinSæll
tískubloggari
Rumi segist hafa verið ótrúlega dug-
leg við að skoða tískublogg og einn
daginn velt því fyrir sér hvers vegna
hún væri ekki með sitt eigið. Hún
ákvað að fá kærasta sinn til að taka af
sér myndir í dressi dagsins og póst-
aði myndum upp frá því á hverjum
degi. Vinsældirnar létu ekki á sér
standa en nú er hún ein þeirra allra
vinsælustu í sívaxandi hópi tísku-
bloggara.
HveRNig myNDiRðu lýsa
stíl þíNum?
„Ég held að það sem sé augljósast
við minn stíl er að ég kaupi fötin mín
hvar sem er. Hvar sem er, allt frá mexí-
könskum markaði upp í stærri keðjur.
Þannig blanda ég saman nýju og not-
uðu og dýru og ódýru. Ég hef án efa
orðið fyrir áhrifum frá ströndum Kali-
forníu og finnst best að vera ekki of
mikið til höfð. Mér finnst til að mynda
gaman að breyta áhrifum sparilegs
kjóls með því að fara í sjúskuð stígvél
við. Skelli stórum karlmannsjakka við
kvenlegan blómakjól, það er svolítið
mikið ég. Þegar ég er hugmyndasnauð
skelli ég mér oftast í lausan stutterma-
bolskjól og fer í einhverja sjúklega hæla
við.Mér finnst líka rosalega gaman að taka
eitthvað eins og kragalausa karlmannsgalla-
skyrtu og athuga hvort ég get fengið hana til
að virka.“
HveRjiR eRu uppáHalDs
HöNNuðiRNiR þíNiR?
„Í dag er ég heltekin af öllu frá Balmain, Isa-
bel Marant og Givenchy.“
HveRjaR eRu Helstu
tískufyRiRmyNDiRNaR?
„Fyrirsæturnar Erin Wasson og Daria Wer-
bowy eru með frábæran stíl sem lítur alltaf
svo náttúrulega út á þeim. Eins og þær séu
ekki að reyna of mikið og ætli 90´s -tískan líti
ekki einna best út á þeim. Annars eru götu-
bloggsíður oftast mesti innblásturinn þegar
kemur að því að finna eitthvað nýtt og spenn-
andi. „Alvöru“ fólk er oft miklu meira kúl en
það sem maður sér framleitt í tískuþáttum
glanstímaritanna.“
af HveRju HelDuRðu að Blogg-
síðuR séu svoNa viNsælaR í Dag?
„Því blogg geta verið skrifuð af hverjum sem
er. Bloggheimurinn er risastór leikvöllur
hugmynda, skoðana og innblásturs og er allt
annað en þau fáu tískutímarit sem við flest
ólumst upp við. Ég er alltaf svakalega spennt
á morgnana að kíkja á uppáhaldsbloggsíð-
urnar mínar, það er eitthvað svo spennandi
við að fá þetta svona ferskt og nýtt, tískuna
beint í æð.“
Hvaða síðuR eRu í
uppáHalDi Hjá þéR?
„Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að sjá
eftir því að kunna ekki sænsku, en það er eins
og bestu tískubloggin séu á sænsku! Ég get þó
allavega aðeins reddað mér á þeim frönsku.
Hér eru mín helstu: thecherryblossomgirl.
com, garancedore.fr, blogs.lexpress.fr/cafe-
mode/.“
Þess má geta að bloggsíðu Rumi má finna
á slóðinni fashiontoast.com.
Rumi Neely
er fyrirmynd
margra stelpna.
tískuBloggaRiNN
er gullfalleg stelpa.
ekki leiðiNlegt
Finnst ekki leiðinlegt að
pósa fyrir myndavélina.
uNgfRú Ditto
Sleikir á sér tærnar!
BetH Ditto
nakin á forsíðu Love.
eR vel í HolDum
og syngur eins og engill.