Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 16
16 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir
Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 - 1 -16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 - 1 -16 www.66north.is
Mjúkir
Pakkar
Bragi dúnvesti
Verð nú: 7.800 kr.
Ysti Klettur
Verð nú: 7.500 kr.
Frigg Jakki
Verð nú: 5.100 kr.
Síðustu ár hefur Íslandspóstur sinnt almenningssamgöngum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi en frá og með ára-
mótum verður þjónustan skorin niður. María Bjarnadóttir, á Hrafnabjörgum, á ekki bíl og stólar algjörlega á
póstinn til þess að komast til Ísafjarðar. Hún veit ekki hvernig hún mun komast á milli staða í framtíðinni.
„Við höfum haft landspóstinn sem
kemur þrisvar sinnum í viku inn í
Skjaldfannardal. Með sérstökum
undanþágum fær hann að taka far-
þega með sér, þegar við þurfum að
fara til læknis eða versla í Bónus á
Ísafirði. Hann keyrir okkur svo til
baka. Nú á að skera þessa þjónustu
niður og þá komumst við hvorki lönd
né strönd,“ segir María Bjarnadótt-
ir, íbúi á bænum Hrafnabjörgum í
Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Frá og
með áramótum hættir póstbíllinn að
keyra í Ögur og þá missa íbúar í hin-
um afskekkta dal samgönguþjónust-
una sem þeir hafa treyst á.
Hún segist óttast að byggð í daln-
um leggist í eyði, nú þegar sam-
gönguþjónustan verður skorin nið-
ur. María á ekki bíl sjálf, enda segist
hún ekki hafa farið nema einu sinni
í mánuði til Ísafjarðar til að versla.
Síðustu ár hefur hún og aðrir íbúar í
dalnum fengið far með póstinum.
Bíllaus í afskektum dal
Eftir því sem næst verður komist er
fyrirkomulagið í Ísafjarðardjúpinu
einsdæmi á landinu, þar sem póst-
þjónusta og samgönguþjónusta er
sameinuð í eitt. Súðavíkurhrepp-
ur hefur síðustu misseri greitt fyr-
ir þessa þjónustu. Aðspurð hvernig
hún muni koma sér á milli staða þeg-
ar þjónustan verður lögð niður, svar-
ar María: „Við erum pikkföst hérna.
Ég á ekki bíl og mér finnst það skítt
að kaupa bíl til að nota einu sinni í
mánuði þegar ég fer að versla. Þeg-
ar þessi þjónusta verður aflögð þarf
ég að panta hjá Bónus í gegnum sím-
ann og þá er þetta orðið mun dýrara
en að versla í Súðavík.“
Engar áætlunarferðir eru á milli
Hólmavíkur og Ísafjarðar og María
segist ekki vita hvernig hún eigi að
komast á milli staða. „Ég er ekki með
hross, þannig að ég get ekki brugðið
mér á hestbaki til Ísafjarðar.“
Næsta þéttbýli við Hrafnabjörg
er Súðavík en 120 kílómetrar eru til
Ísafjarðar. María segir að hún myndi
sætta sig við að póstferðunum yrði
fækkað niður í eina í viku, en hún vilji
ekki missa þessa einu samgönguæð
sína.
Tvær milljónir í kostnað
Þessi sérstæða samgönguþjónusta
hefur verið nokkurt bitbein í kerfinu
síðastliðin ár. Fyrir nokkrum árum
fór Íslandspóstur í sparnaðarað-
gerðir, sem fólu meðal annars í sér
skerta þjónustu að hluta til á lands-
byggðinni. Þessum breytingum var
harðlega mótmælt, en samgöngu-
ráðuneytið greip inn í og ákvað
að styrkja póstsamgöngur á þessu
svæði svo að hægt væri að halda fyr-
irkomulaginu áfram.
Íbúar í Laugardal eru einstæð-
ingar og eldra fólk og þótti sveitar-
stjórn Súðavíkurhrepps mikilvægt
að viðhalda þessari þjónustu, enda
eina samgönguleiðin fyrir suma.
Kristján Möller, núverandi sam-
göngumálaráðherra skar þenn-
an stuðning hins vegar niður fyr-
ir um einu og hálfu ári síðan og þá
tók Súðavíkurhreppur við þjónust-
unni. Ómar Már Jónsson, sveita-
stjóri Súðavíkurhrepps, segir að við
fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár
hafi sveitarfélagið hins vegar þurft
að skera niður þennan kostnað,
enda árferðið erfitt og samgöngurn-
ar kosta um 2 milljónir á ári.
„Ég hef óskað eftir því að Íslands-
póstur taki tillit til aðstæðna, hlusti á
sjónarmið þeirra í Djúpinu og hætti
við þessa hagræðingu í ár í viðbót,“
segir Ómar og bendir á að ákveðin
persónuleg tenging komist á milli
póstþjónustunnar og íbúa dreifbýl-
isins. „Þegar við vorum að skoða
þetta á sínum tíma og fóta okkur í
þessu sérstaka umhverfi þar sem við
vorum með íbúa í mjög dreifðum
byggðum, þá leituðum við að sam-
bærilegum dæmum sem við gætum
stuðst við. Þá duttum við niður á að
í Japan er hægt að finna í ákveðnum
héruðum póstþjónustu, sem sinnir
einnig félagslegri þjónustu í dreifð-
um byggðum. Þar getur þjónustan
getur verið í formi húshjálpar og fé-
lagslegra þátta. Það er enn við lýði
þar og gengur mjög vel.“
„VIÐ ERUM
PIKKFÖST
HÉRNA“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Þá duttum við niður á
það að í Japan er hægt
að finna í ákveðnum
héruðum póstþjón-
ustu, sem sinnir einnig
félagslegri þjónustu í
dreifðum byggðum.“
María Bjarnadóttir „Ég á ekki bíl og mér finnst það
skítt að kaupa bíl til að nota einu sinni í mánuði þegar
ég fer að versla. Þegar þessi þjónusta verður aflögð
þarf ég að panta hjá Bónus í gegnum símann og þá er
þetta orðið mun dýrara en að versla í Súðavík.“