Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 16
16 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 - 1 -16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 - 1 -16 www.66north.is Mjúkir Pakkar Bragi dúnvesti Verð nú: 7.800 kr. Ysti Klettur Verð nú: 7.500 kr. Frigg Jakki Verð nú: 5.100 kr. Síðustu ár hefur Íslandspóstur sinnt almenningssamgöngum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi en frá og með ára- mótum verður þjónustan skorin niður. María Bjarnadóttir, á Hrafnabjörgum, á ekki bíl og stólar algjörlega á póstinn til þess að komast til Ísafjarðar. Hún veit ekki hvernig hún mun komast á milli staða í framtíðinni. „Við höfum haft landspóstinn sem kemur þrisvar sinnum í viku inn í Skjaldfannardal. Með sérstökum undanþágum fær hann að taka far- þega með sér, þegar við þurfum að fara til læknis eða versla í Bónus á Ísafirði. Hann keyrir okkur svo til baka. Nú á að skera þessa þjónustu niður og þá komumst við hvorki lönd né strönd,“ segir María Bjarnadótt- ir, íbúi á bænum Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Frá og með áramótum hættir póstbíllinn að keyra í Ögur og þá missa íbúar í hin- um afskekkta dal samgönguþjónust- una sem þeir hafa treyst á. Hún segist óttast að byggð í daln- um leggist í eyði, nú þegar sam- gönguþjónustan verður skorin nið- ur. María á ekki bíl sjálf, enda segist hún ekki hafa farið nema einu sinni í mánuði til Ísafjarðar til að versla. Síðustu ár hefur hún og aðrir íbúar í dalnum fengið far með póstinum. Bíllaus í afskektum dal Eftir því sem næst verður komist er fyrirkomulagið í Ísafjarðardjúpinu einsdæmi á landinu, þar sem póst- þjónusta og samgönguþjónusta er sameinuð í eitt. Súðavíkurhrepp- ur hefur síðustu misseri greitt fyr- ir þessa þjónustu. Aðspurð hvernig hún muni koma sér á milli staða þeg- ar þjónustan verður lögð niður, svar- ar María: „Við erum pikkföst hérna. Ég á ekki bíl og mér finnst það skítt að kaupa bíl til að nota einu sinni í mánuði þegar ég fer að versla. Þeg- ar þessi þjónusta verður aflögð þarf ég að panta hjá Bónus í gegnum sím- ann og þá er þetta orðið mun dýrara en að versla í Súðavík.“ Engar áætlunarferðir eru á milli Hólmavíkur og Ísafjarðar og María segist ekki vita hvernig hún eigi að komast á milli staða. „Ég er ekki með hross, þannig að ég get ekki brugðið mér á hestbaki til Ísafjarðar.“ Næsta þéttbýli við Hrafnabjörg er Súðavík en 120 kílómetrar eru til Ísafjarðar. María segir að hún myndi sætta sig við að póstferðunum yrði fækkað niður í eina í viku, en hún vilji ekki missa þessa einu samgönguæð sína. Tvær milljónir í kostnað Þessi sérstæða samgönguþjónusta hefur verið nokkurt bitbein í kerfinu síðastliðin ár. Fyrir nokkrum árum fór Íslandspóstur í sparnaðarað- gerðir, sem fólu meðal annars í sér skerta þjónustu að hluta til á lands- byggðinni. Þessum breytingum var harðlega mótmælt, en samgöngu- ráðuneytið greip inn í og ákvað að styrkja póstsamgöngur á þessu svæði svo að hægt væri að halda fyr- irkomulaginu áfram. Íbúar í Laugardal eru einstæð- ingar og eldra fólk og þótti sveitar- stjórn Súðavíkurhrepps mikilvægt að viðhalda þessari þjónustu, enda eina samgönguleiðin fyrir suma. Kristján Möller, núverandi sam- göngumálaráðherra skar þenn- an stuðning hins vegar niður fyr- ir um einu og hálfu ári síðan og þá tók Súðavíkurhreppur við þjónust- unni. Ómar Már Jónsson, sveita- stjóri Súðavíkurhrepps, segir að við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár hafi sveitarfélagið hins vegar þurft að skera niður þennan kostnað, enda árferðið erfitt og samgöngurn- ar kosta um 2 milljónir á ári. „Ég hef óskað eftir því að Íslands- póstur taki tillit til aðstæðna, hlusti á sjónarmið þeirra í Djúpinu og hætti við þessa hagræðingu í ár í viðbót,“ segir Ómar og bendir á að ákveðin persónuleg tenging komist á milli póstþjónustunnar og íbúa dreifbýl- isins. „Þegar við vorum að skoða þetta á sínum tíma og fóta okkur í þessu sérstaka umhverfi þar sem við vorum með íbúa í mjög dreifðum byggðum, þá leituðum við að sam- bærilegum dæmum sem við gætum stuðst við. Þá duttum við niður á að í Japan er hægt að finna í ákveðnum héruðum póstþjónustu, sem sinnir einnig félagslegri þjónustu í dreifð- um byggðum. Þar getur þjónustan getur verið í formi húshjálpar og fé- lagslegra þátta. Það er enn við lýði þar og gengur mjög vel.“ „VIÐ ERUM PIKKFÖST HÉRNA“ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Þá duttum við niður á það að í Japan er hægt að finna í ákveðnum héruðum póstþjón- ustu, sem sinnir einnig félagslegri þjónustu í dreifðum byggðum.“ María Bjarnadóttir „Ég á ekki bíl og mér finnst það skítt að kaupa bíl til að nota einu sinni í mánuði þegar ég fer að versla. Þegar þessi þjónusta verður aflögð þarf ég að panta hjá Bónus í gegnum símann og þá er þetta orðið mun dýrara en að versla í Súðavík.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.