Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 25
Hver er maðurinn? „Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF.“ Hvað drífur þig áfram?„Hamingju- leit. Það drífur mig einna helst áfram og áhuginn á að vinna með góðu fólki að góðum verkefnum.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Hlíðunum.“ Hvað er í jólamatinn hjá þér? „Hnetusteik.“ Hvað hefur þú starfað lengi sem framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi? „Það eru komin sex ár.“ Í hverju felst starf þitt aðallega? „Það er að kynna starf UNICEF og afla því stuðnings.“ Af hverju rauð nef? „Slagorðið er: Notið grín og spé til þess að safna fé. Þetta er byggt á módeli frá Bretlandi, Red Nose Day, og hefur gefist vel.“ Hvað hafa selst mörg nef hingað til og hvar er hægt að fá þau? „Það er hægt að kaupa nefin í Bónus og Hagkaupum. Þau fóru í sölu í fyrradag og ég er því miður ekki með nákvæmar tölur. En það fóru 1200 strax á fyrsta degi og það er nóg til.“ Hversu miklu máli skiptir hvert nef? „Hvert nef skiptir mjög miklu máli því ekki þarf háa fjárhæð til að breyta og bæta líf barna. Fyrir hvert nef er til dæmis hægt að sjá 114 börnum sem þjást af ofþornun fyrir lífsnauðsynlegri saltupplausn. Svo skiptir líka máli að sem flestir taki þátt og horfi á sjónvarpsþáttinn 4. desember á Stöð 2.“ Eru Íslendingar duglegir við að leggja UNICEF lið? „Já, mjög duglegir. Þegar eru rúmlega 14.000 Íslendingar sem eru heimsforeldrar. Það eru miðað við höfðatölu hlutfallslega flestir heimsforeldrar hér í heiminum öllum sem er mjög ánægjulegt.“ Hvað langar þig helst í í jólagjöf? „Þetta er frábært tækifæri til þess að birta óskalistann en því miður er ég ekki búinn að hugsa neitt út í það.“ Hefur þú verslað í Kosti? „Hef verslað þar einu sinni og leist vel á.“ GUðNý BjörG jENsdóttIr, 48 áRa SJúkRalIðI „Nei.“ GUðjóN sIGtryGGsoN, EFtIRlaUNaÞEgI „Já, já, ég hef farið þangað nokkrum sinnum.“ MAttHANA sUkvAI, 40 áRa vERSlUNaRkoNa „Ég fór og kíkti á verslunina og leist vel á það sem ég sá.“ dAGNý GUðMUNdsdóttIr, vINNUR á BRáðamóttökU BaRNa Dómstóll götunnar UNICEF á ÍslANdI selur nú rauð nef til styrktar samtökunum. Íslendingar eru með hlutfallslega flesta heimsforeldra í heiminum og Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi, er ánægður með landsmenn þó að alltaf megi gera betur. Hlutfallslega flestir Heims- foreldrar Hér „Nei, það hef ég ekki gert.“ HrANNAr jóNssoN, 46 áRa atvINNUlaUS maður Dagsins Á Karl-Johan í Ósló er annar hver maður klæddur í appelsínugult. Hér er þó ekki búsáhaldabylting á ferð- inni, heldur úrslitakeppnin á milli Molde og Álasunds í fótbolta þar sem annað liðið klæðist bláu og hitt appelsínugulu. Það er lítil hætta á að Norðmenn taki upp á því að steypa stjórnvöld- um sínum í bráð. Vissulega eru vandamál í Noregi, eins og annars staðar. Vasamaðurinn svokallaði er á leiðinni fyrir dóm eftir fjölmörg áreitismál. Svo mörg nauðgunar- mál hafa komið upp vegna leigubíl- stjóra í Stafangri að konum þar er ráðið frá því að ferðast einar í taxa. Sextándi einstaklingurinn er látinn af völdum svínaflensu, en hlutfalls- lega hefur Noregur komið illa út úr faraldrinum. Hér eru þó engin dæmi þess að ráðamenn sjálfir hafi komið land- inu í stórfelld vandræði. Helsta spillingarmálið er það að meðlimir konungsfjölskyldunnar fengu bólu- setningu á undan hinum almenna borgara. Norðmenn þola það illa þegar gert er upp á milli fólks með þessum hætti. Eigi að síður mættu 15.000 manns til að hlusta á Mörtu prinsessu ræða um engla á ráð- stefnu í Lilleström, en flestir brosa út í annað þegar minnst er á þetta áhugamál hennar. Myndlíkingar um bankahrun Annars er almennt allt í lukkunn- ar velstandi. Olíusjóðurinn hækk- aði um 13 prósent á síðasta árs- fjórðungi þegar verðbréfamarkaðir fóru að taka við sér. Matvara hefur lækkað lítillega í verði. Þegar Eva Joly (með plástur á nefinu) birtist í fjölmiðlum er hún ekki að ræða um spillingu í fjármálalífinu, heldur að kynna nýja bók. Það berast þó stærri fréttir frá Íslandi. Fyrr í haust gerði helg- arblað VG ítarlega úttekt á mál- um þar. Greinin er myndskreytt með útmáluðum bíl Björgólfs Thors, tóma húsinu að Fríkirkju- vegi 11, fólki að versla í Bón- us og rapparanum 50 Cent. Fyrir ofan mynd af KB Banka er fyrirsögn- in „Glitnir, Lands- banki og Kaupþing eru meðal stærstu gjaldþrota sem heimurinn hef- ur séð.“ Samlík- ingar eru not- aðar óspart. Efnahagnum er líkt við eld- gos sem nú hafi kólnað niður í frost- mark. Lands- lagið fyrir utan Leifs- stöð er sagt vera eins og ofsteikt brauð með sprunginni skorpu og er talið táknrænt fyr- ir ástand mála. Björgólfur Thor er sagður hafa lagt stöðugt meira und- ir og skemmt sér eins og þynnkan myndi aldrei koma. Þetta er góður tími til að vera skáld og talað er við Einar Má Guðmundsson sem segir: „Þeir sem bera ábyrgð haga sér eins og drukkinn ökumaður sem hefur keyrt á ljósastaur og kennir ljósa- staurnum um.“ Blaðið segir að tapið af banka- hruninu sé um 40 milljarðar Banda- ríkjadala, svo stór upphæð að það sé erfitt að skilja hana. Það sem Ís- lendingar hins vegar sjái er að þeir þurfa nú að borga tvöfalt verð fyrir tó- matsósu, að mik- ið af ellilífeyr- inum er horfið og að það muni líða mörg ár þar til efnahagurinn verði kominn aftur á fæturna. Björgólfur thor og Hávamál Blaðið spyr sig hvernig standi á því að lítil 300.000 manna sjómanna- þjóð hafi gengið svona af göflun- um og svarar því svona: „Lykilinn er að finna í þéttum böndum á milli bankanna og örfárra nýríkra við- skiptamanna. Fyrst græddu þeir á því að hjálpa hver öðrum, en þegar þeir voru komnir út á hálan ís drógu þeir hver annan niður.“ Myndin sem hér er dreginn upp minnir á atriðið úr kvikmyndinni Veiviseren, sem kom út fyrir rétt rúmum 20 árum. Þar gerir ættbálkur Tsjúda, sem Íslendingurinn Helgi Skúlason fer fyrir, árás á byggð- ir Sama í Norður-Noregi. Einn Saminn gerist leiðsögumað- ur og platar þá fram á hengi- flug. Þar sem þeir eru bundnir saman leiðir fall eins þeirra til falls allra. Á Íslandi höfðu ræn- ingjarnir bundið sig við alla þjóð- ina, sem hlaut því að fara fram af með þeim í fallinu. Í VG er vísað til þess þegar Björgólfur Thor árið 2007 vitnaði í Háva- mál og sagði: „Pening- ar og völd eru bara leið til þess að fá virðingu. Deyr fé, deyja frændur, og maður deyr sjálfur. En orðsporið er eft- ir.“ Blaðið bætir því við að andlitsmynd hans í pissuskálinni á skemmtistaðnum Sódómu setji þessi orð í nýtt samhengi. „Ísland er eins og ofsteikt brauð með sprunginni skorpu“ mynDin Horfðu til himins Flugið hefur heillað mannkynið öldum saman þó sjaldan hafi það verið jafn auðvelt og núna. MyNd sIGtryGGUr ArI kjallari umræða 27. nóvember 2009 föstudagur 25 vAlUr GUNNArssoN rithöfundur skrifar „Peningar og völd eru bara leið til þess að fá virðingu.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.