Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 54
54 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað „Markmið okkar er að gefa fleiri börnum tækifæri á að njóta sumar- og helgardvalar í Reykjadal,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðs- stjóri Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, sem nú fyrir jólin selur Kær- leikskúluna í sjöunda sinn. Á hverju ári efnir Styrktarfélagið til samstarfs við nýjan listamann um hönnun Kærleikskúlunnar, en allur ágóði af sölu hennar rennur óskiptur til fatl- aðra barna og starfsins í Reykjadal. Í ár er það listamaðurinn Hreinn Friðfinnsson sem skreytir kúluna en hann er margverðlaunaður lista- maður. Kærleikskúlan er munn- blásin og gerð í takmörkuðu upp- lagi og er hver kúla einstök. Kúlunni er síðan pakkað af starfsmönnum á vinnustofunni Ás, sem er verndaður vinnustaður. Líkt og síðustu ár verð- ur kúlan seld í takmörkuðu upplagi frá 5. til 19. desember. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum auk þess sem boðið er upp á helgardvöl á vet- urna. Berglind segir sölu Kærleiks- kúlunnar skipta miklu fyrir starfið í sumarbúðunum. „Starfið í Reykja- dal er virkilega mikilvægt, bæði fyrir foreldra og börnin sem hlakka til að komast þangað til að njóta ævintýra í samveru við jafnaldra og eignast vini,“ segir Berglind. Starfsemin í Reykjadal er hins vegar kostnaðarsöm og hefur um 50 milljónum króna verið varið í fram- kvæmdir þar síðustu ár. Meðal ann- ars hafa verið unnar endurbætur á sundlauginni og margt fleira. Unn- ið er eftir því markmiði að láta eng- ar hindranir stöðva sig. „Í Reykja- dal er reynt að gera það sama og allir krakkar gera. Ef þau vilja fara í fjallgöngu, þá gera þau það í sér- stökum útivistarhjólastólum. Þau fá að upplifa ævintýri tilverunar eins og öll önnur börn. Börnin eru mjög ánægð og við finnum greinilega fyr- ir þakklætinu og gleðinni sem fylgir dvölinni,“ segir Berglind. valgeir@dv.is Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna fyrir jólin: Íslensk list í þágu góðs málefnis Snerting „Við erum í sífellu að snerta hluti sem á vegi okkar verða. Manneskj- an skilur eftir sig slóð af fingraförum í gegnum lífið,“ segir í umsögn Hreins Friðfinnssonar um kærleikskúluna í ár. Jólin eru tíminn til að gefa, þar sem kærleik og vináttu skal hafa í háveg- um. Íslendingar geta flestir verið sam- mála um að íslensk jól eru einstök en sinn er siður í hverju landi. Með opn- ari landamærum hefur Íslendingum gefist færi á að læra nýja hluti og er- lend áhrif flæða frjálsar um áður og hafa áhrif á niðurnjörvaðar hefðir og venjur landans. Samtökin Alþjóðleg fræðsla og samskipti (AFS) hefur haft það sem eitt af sínum aðalviðfangs- efnum hér á landi undanfarin ár að hafa milligöngu um nemendaskipti unglinga á aldrinum 15-18 ára þar sem markmiðið er að auka kynni og skiln- ing milli þjóða heims og fólks af ólík- um uppruna. Nú er svo búið að hér á landi eru staddir fjórir erlendir skipti- nemar sem AFS er í vandræðum með að finna fósturfjölskyldur fyrir, í fyrsta skipti um árabil. Rætur þessa eru rakt- ar til efnahagsástandsins hér á landi en framkvæmdastjóri AFS sér mikla möguleika fyrir íslenskar fjölskyldur í að taka að sér erlendan skiptinema, sérstaklega um jólin. 4 af 40 í vanda Eyrún Eyþórsdóttir, framkvæmda- stjóri AFS, segir 40 nema hafi komið hingað til lands í ágúst síðastliðnum. Ágætlega hafi gengið að finna fjöl- skyldur fyrir flesta en fjórir þeirra hafi þurft að vera í bráðabirgðagistingu vegna þess hversu erfiðlega hafi geng- ið fyrir samtökin að finna fjölskyldur sem reiðubúnar séu að taka þá að sér. Það sé nýtt vandamál fyrir samtökin. Um er að ræða nema frá Ítalíu, Hong Kong, Bandaríkjunum og Belgíu á aldrinum 16-18 ára, bæði pilta og stúlkur. Þrír eru búsettir á höfuðborg- arsvæðinu og einn á Akureyri en þeir stunda allir framhaldsskólanám. „Við vonum að það sé fólk, sem tengist ekki samtökunum, sem vilji fræðast um hvernig sé að vera fóstur- fjölskylda erlends skiptinema og víkka þannig sjóndeildarhringinn,“ seg- ir Eyrún. Hún segir skiptinemakerfið ganga út á grunnhugsjón samtakanna sem starfrækt hafa verið hér á landi í fimmtíu ár. Þau voru upphaflega stofnuð af amerískum sjúkrabílstjór- um eftir síðari heimsstyrjöldina sem ákvaðu að koma á nemendaskiptum milli Evrópu og Bandaríkjanna til að auka skilning milli þjóða og koma í veg fyrir stríð. Skilningur milli menningarheima „Hugsjónin hefur alltaf verið þessi, að stuðla að friði með því að bæta skilning milli menningarheima. Þeir sem taka að sér skiptinema er fólk sem hefur áhuga á að kynnast fólki frá öðrum menningarheimi og það er mikil upplifun að vera fósturfjöl- skylda. Það er mikil upplifun að fá að lifa með einstaklingi sem kemur úr annarri menningu,“ bætir Eyrún við. Hún segir fólk ekki einungis læra á sitt eigið samfélag heldur læri það líka á önnur. Fólk verði víðsýnna og skiln- ingsríkara fyrir vikið. einStök upplifun jóla og áramóta Eyrún segir það geta verið gríðarlega áhugavert fyrir fólk að upplifa hátíð- ir eins og jól, sem séu í mjög föstum skorðum hér á landi, með fólki frá öðrum menningarheimi. „Og jafn- vel blanda saman hefðum og siðum. Það er gaman að fylgjast með krökk- unum og sjá hvernig þeir upplifa ís- lensk jól. Þannig að þetta er ekki síður mikil upplifun fyrir skiptinemana en fósturfjölskyldurnar,“ segir Eyrún og bætir við að gefandi sé fyrir alla þeg- ar fólk af ólíkum uppruna búi saman. Hún bendir þá einnig á að íslensku áramótin með allri sinni flugeldadýrð sé sérstaklega eftirsótt fyrirbæri. Áhugasömum fjölskyldum er bent á að hafa samband við skrifstofu AFS í síma 552-5450, á skrifstofu samtak- anna að Ingólfstræti 3, eða á heima- síðu samtakanna www.afs.is. Jólin eru tími til að gefa og nú gefst fjórum heppnum fjölskyldum tækifæri á að kynna erlenda skiptinema fyrir alís- lenskum jólum, hefðum og venjum og kannski að læra eitthvað nýtt að auki. mikael@dv.is Fjóra erlenda skiptinema á vegum AFS vantar fósturfjölskyldur. Samtökin hafa um áratugaskeið útvegað erlendum skiptinemum hýsingu hjá íslenskum fjölskyldum en vegna ástandsins sem rík- ir nú í þjóðfélaginu er það mjög erfitt. Einstakt tækifæri til að upplifa hátíðarnar með einstaklingi úr annarri menningu, lær- dómsríkt og gefandi, að sögn framkvæmdastjóra AFS. upplifðu jólin gegnum „Það er gaman að fylgjast með krökk- unum og sjá hvern- ig þeir upplifa ís- lensk jól. Þannig að þetta er ekki síður mikil upplifun fyr- ir skiptinemana en fósturfjölskyldurn- ar.“ aðra menningu Áhugasöm fjölskylda Heppin fjölskylda í Hafnarfirði sést hér með skiptinemanum sem þau tóku upp á sína arma í ágúst síðastliðnum. Á myndinni eru: Guðmundur, Alice, skiptinemi frá Ítalíu, Brynja, Ingibjörg og bræðurnir Óskar og Axel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.