Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 50
50 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað
Þrjár listakonur á Akureyri ætla að
skapa skemmtilega jólastemmingu
á Eyrinni en þær vilja sjá hverfið þró-
ast og verða blanda af atvinnustarf-
semi og íbúðarbyggð.
Sameina kraftana
fyrir jólin
Þrjár norðlenskar listakonur
starfa allar á „Eyrinni“ á Akureyri
en þetta eru þær Auður Skúladóttir,
Hugrún Ívarsdóttir og Margrét Jóns-
dóttir. Vinnustofur þeirra eru í sama
hverfinu og ætla þær stöllur að sam-
eina krafta sína fyrir jólin og skapa
þannig skemmtilega jólastemningu
með nokkurs konar jólamarkaði.
laufabrauðið
var alþýðuliSt
Auður bjó og lærði skreytilist og
gamla málningartækni í Danmörku
á sínum tíma og eru verkin henn-
ar undir dönskum áhrifum. „Það er
svolítil nostalgía í mínum verkum
en ég var dugleg við að fara á jóla-
markaði þegar ég bjó úti og vildi
reyna að búa mér til mína eigin jóla-
stemningu þegar heim var kom-
ið. Enda jólabarn í mér,“ segir Auð-
ur sem býr meðal annars til fallega
kransa, púða, hjörtu úr mosa og lítil
jólatré. „Mér finnst jólin afskaplega
skemmtilegur tími og ég þarf allt-
af að vera að búa eitthvað til í und-
irbúningi þeirra. Ég bý til dæmis til
meiri hluta jólagjafanna,“ segir Auð-
ur sem er þessa dagana að framleiða
jólasokka og púða úr textíl.
Hugrún Ívarsdóttir rekur Laufa-
brauðssetrið og snýr hennar hönnun
því alfarið að jólavörum og þá sér í
lagi laufabrauðsmunstrinu. Hugrún
segir laufabrauðsskurð alþýðulist
og hún segir frekar vakningu í fram-
leiðslunni heldur en hitt. „Við Ís-
lendingar tengjum laufabrauðið svo
sterkt við jólin en í gamla daga gaf
skurðurinn alþýðunni tækifæri á að
reyna á hæfileika og listsköpun sína
enda þarf ekki mikið af verkfærum
til að skera laufabrauð heldur frek-
ar hugmyndaflug.“ Hugrún verður
með opið hús í Laufabrauðssetrinu
á laugardaginn en seinna sama dag
er laufabrauðsdagur hjá fjölskyldu
og vinum. „Þá komum við saman,
skerum laufabrauð, borðum hangi-
kjöt og kveðum rímur. Margir telja
að ég sé snillingur í laufabrauðsgerð
en það er alls ekki tilfellið. Ég fékk
bara áhuga á því að nota þjóðararf-
inn í mína hönnun. Sjálf ólst ég upp
við þennan sið og ég held að hann
fari vaxandi. Nú heyrir maður af því
um allt land að fólk sé að skapa sínar
hefðir í kringum laufabrauðið í jóla-
undirbúningnum þótt oftast séu það
kannski brottfluttir Norðlendingar.“
þefa af jólunum heima
Aðspurðar segja þær stöllur mikla
vakningu í norðlensku handverki.
„Það er fjöldinn allur af galleríum
hér á Akureyri og mín tilfinning er
að listsköpun og hönnun hafi far-
ið stigvaxandi síðustu fimm árin.
Nú er bara að vona að Íslendingar
hugsi sér nær og ég held að krepp-
an hafi kennt okkur að meta hlut-
ina svolítið öðruvísi. Íslenskt hand-
verk verður vonandi jólagjöfin í ár,“
segir Auður.
Margrét Jónsdóttir leirlistakona
hefur starfað við keramik í 25 ár.
Hún tekur undir orð vinkvenna
sinna og segist finna fyrir miklum
áhuga á íslenskum listmunum.
„Fyrir jólin finna flestir hjá sér löng-
un til að skreyta og gera fínt og mér
finnst fleiri vera farnir að kaupa
listmuni til að fegra híbýli sín og
auðvitað líka til að gefa,“ segir Mar-
grét og bætir við að það sé ánægju-
leg þróun í allri neikvæðninni að
Íslendingar virðast vera farnir að
eyða peningunum á Íslandi. „Í dag
fara ekki jafn margir til útlanda
til að versla og þeir sem eru svo
heppnir að hafa vinnu og eiga pen-
ing vilja vonandi eyða honum hér
heima í staðinn. Það væri líka gam-
an að sjá höfuðborgarbúa sem hafa
farið til útlanda til að þefa af jólun-
um koma hingað norður í staðinn.
Hér er nóg um að vera í desember,
bærinn er fallega skreyttur og fullur
af flottu listafólki, hægt er að fara í
göngutúr í Kjarna, kíkja í jólahúsið
og svo erum við þrjár hérna á Eyr-
inni svo það er margt hægt að finna
sér til dundurs,“ segir Margrét.
Styrkur í fjöldanum
Auður, Hugrún og Margrét ætla
að samstilla afgreiðslutíma sína
í desember og skapa þannig
skemmtilega jólastemmingu á Eyr-
inni. „Við verðum allar með opið
tvær fyrstu helgarnar í desem-
ber svo nú er þreföld ástæða til að
koma á Eyrina,“ segir Auður bros-
andi og Margrét bætir við: „Eyrin
er ekki stór og fólk getur gengið á
milli. Þetta hverfi er gamalt smá-
iðnaðar- og hafnarhverfi og það
væri skemmtilegt að sjá það þró-
ast enn frekar og verða blanda af
atvinnustarfsemi og íbúðarbyggð.“
Aðspurður segjast þær ekki ótt-
ast samkeppnina frá hver annarri.
„Þetta er samkeppni með broskall
á eftir orðinu. Það er styrkur í fjöld-
anum og það væri gaman að fá enn
fleiri listamenn með okkur.“
indiana@dv.is
Þrjár listakonur á Akureyri ætla skapa skemmtilega jólastemmingu á Eyrinni en þær vilja sá hverfið þróast
og verða blanda af atvinnustarfsemi og íbúðarbyggð.
sameina kraftana
fyrir jólin Norðlensk jól Auður, Hugrún og Margrét ætla að búa til skemmtilega jólastemmningu á Eyrinni fyrir jólin. MYNDir Þórhallur PeDróMYNDir
laufabrauð Hugrún segist ekki
snillingur í laufabrauðsgerð, hún hafi
einungis fengið áhuga á að nota
þjóðararfinn í sína hönnun.
leirlistakona „Fyrir jólin finna flestir hjá
sér löngun til að skreyta og gera fínt og
mér finnst fleiri vera farnir að kaupa
listmuni til að fegra híbýli sín og auðvitað
líka til að gefa,“ segir Margrét sem hefur
búið til muni úr keramik í 25 ár.
Dönsk áhrif Auður lærði í Danmörku
en hér er hún með jólasokk sem hún
er að búa til þessa dagana.