Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 66
66 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað
Sléttari og þéttari húð
Formar fótleggina
Minnkar þrota og bjúg
Tekur burt þreytu
Eykur úthreinsun
sogæðakerfisins
Snyrtisetrið
Heilsuverndarstöðin (norður endi) l Barónsstíg 47 l 101 Reykjavík l Sími 533- 3100
CELLULITE
meðferð
Árangur sést strax
Betri líðan
Persónuleg ráðgjöf
Kveðja til þeirra sem eru í baráttunni við
Cellulite (appelsínuhúð)
l
l
l
l
l
Munið gjafakortin!
Óbreytt verð!
JÓLATILBOÐ!
30% afsl. af nr. 1 - Andlits-meðferð
30% afsl. af nr. 1 - Cellulite-meðferð
Gildir út nóvember
af stökum tímum
Self tannig brúnkusprey!
-sér klefi
Vantrúaðir Íslendingar halda líka upp á
jólin. Þá fagna þeir þeim áfanga með
fjölskyldunni að sól taki að hækka á
lofti og dag að lengja. Óli Gneisti Sól-
eyjarson, formaður Vantrúar, er pirrað-
ur yfir því hvernig Þjóðkirkjan boðar
jólin sem kristna hátíð og hefur þannig
yfirtekið jólahátíðina.
Kristnir eiga
ekki einkarétt
Messan
hringir
inn jólin
„Ég held jólin hátíðleg og er byrjaður á því
þar sem ég er búinn að baka laufabrauðin.
Það hef ég gert frá unga aldri og ólst einn-
ig upp við það að fara í kirkju um jólin. Ég
upplifði þessar kirkjuheimsóknir sem eitt-
hvað sem ég þyrfti að þola í kringum jólin.
Jólin eru góður tími í mínum huga. Góð-
um hefðum fylgi ég því jólin eru skemmti-
legur tími enda er þetta fjölskylduhátið
með áherslu á samveruna. Ég bendi hins
á að jólin eru miklu eldri heldur en krist-
in trú og því tengi ég jólin ekki við trúna. Í
mínum huga hafa jólin ekkert með kristna
trú að gera og kristnir mega alveg halda
þau hátíðleg. Hins vegar finnst mér það
pirrandi að hátíðin sé kynnt sem hálfgerð-
ur einkaréttur kristinna. Ég viðurkenni
það hins vegar að við fjölskyldan eigum
það til að kveikja á messunni á aðfanga-
dagskvöld, svona upp á hátíðleikann því
tónlistin er falleg. Margir jólasálmarnir
eru notalegir.“
Frábær
tími
með fjöl-
skyldunni
„Að sjálfsögðu held ég upp á jólin. Hjá mér er
þetta mikil fjölskylduhátíð þar sem stórfjöl-
skyldan kemur saman. Þetta er alls engin trú-
arhátíð enda haldin á þeim tíma sem sól fer
að hækka á lofti og tilvalið að fagna því. Tími
jólanna er góður því þá fer dag að lengja og
birta að aukast. Hins vegar hefur þetta ekk-
ert með trú að gera. Vissulega halda kristnir
menn jólin sem trúarhátíð en mér sýnist trú-
arlega gildið lítið áberandi hér á landi. Flest-
ir Íslendingar halda jólin almennt sem fjöl-
skylduhátíð held ég. Persónulega finnst mér
of mikið gert af því að kynna hátíðina sem trú-
arlega hátíð á opinberum stöðum, til dæmis
í skólum, og í það þurfum við að fara varlega.
Ríkiskirkjan auglýsir þetta sem trúarhátíð að
sjálfsögðu en það truflar mig lítið. Á jólunum
hjá mér borðum við góðan mat, njótum þess
að vera til og gefum hvert öðru gjafir.“
trausti@dv.is
Bjarni jÓnSSon, formaður Siðmenntar:Óli GneiSti SÓleyjarSon, formaður Vantrúar: