Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 36
POTTA- SKEFILL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra Mörgum finnst Jóhanna svolítið skrítin. Á þá sem ekki þekkja hana virkar hún ómannblendin og köld og hjálpar hvíta hárið henni ekki í þeim efnum. Lýsingin á Pottaskefli í vísu Jóhannesar úr Kötlum á því einna best við hana af öllum ráðherrunum þar sem sveininum þeim er lýst sem skrítnu kuldastrái. Svo segir frá því að Pottaskefill hafi stolið skófum úr pottum af börnum, og með nokkrum útúrsnúningi má segja að með því að stuðla að því að þjóðin borgi Icesave- skuldina sé Jóhanna að seilast í vasa barna þessa lands mörg ár fram í tímann. Í „pottalegu“ samhengi má geta þess að barningur á pottum og pönnum greiddi leið Jóhönnu að forsætisráð- herrastólnum. KETKRÓKUR Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Ketkrókur kunni á ýmsu lag að sögn Jóhannesar. Óneitanlega hefur Steingrímur þurft að kunna á ýmsu lag til að halda sjó í því fárviðri sem gengið hefur yfir frá því hann tók við ráðherra- dómi í febrúarbyrjun. Hvað þá fram að kosningunum í apríl en á því tímabili var Steingrímur fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Eftir kosningarnar minnkaði „kjötbyrðin“ á herðum hans þar sem tvö af ráðherraembættunum fóru á herðar annarra. Hvort Ketkrókur hafi verið gerður afturreka með jafnmörg hjartans mál sín og Steingrím- ur kemur ekki fram í vísu Jóhannesar. HURÐA- SKELLIR Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra Össur er þekktur fyrir að geta skipt skapi ef honum finnst að sér eða sínum vegið. Vel má því ímynda sér að hann hafi skellt hurð eða tveimur um ævina. Í vísunni segir um Hurðaskelli að hann hafi verið „[...] nokkuð klúr / ef fólkið vildi í rökkrinu / fá sér vænan dúr [...]“ Vitað er að Össur aðhefst ýmislegt í rökkri nætur, til að mynda við tölvuskjáinn. En hvort það tengist einhverju klúru hefur Jólablað DV ekki heimildir fyrir. STÚFUR Katrín Jakobsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra Katrín er minnst, yngst og sætust ráðherranna. Þarf ekki að útskýra þetta nánar. ASKA- SLEIKIR Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra Askasleikir laumaði sér undir rúm fólks og rak þaðan út sinn ljóta haus samkvæmt vísu Jóhannesar. Ekki skal lagt mat á hversu fagurt höfuð Álfheiður er með, en næg eru allavega rúmin sem ráðherrann hefur með að gera í starfi sínu. Samt sífelld vöntun á fleirum. Og Askasleikir stakk hausnum ófríða undan rúmum fólks í ákveðnum tilgangi; til að sleikja askana áður en hundar og kettir kæmust í þá. Rímar ágætlega við hversu heilbrigðisráðuneytið er gjarnan frekt til fjörsins þegar kemur að ríkisútgjöldun- um. GILJAGAUR Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra Giljagaur er sagður með gráan haus í vísunni. Kristján er með „gljáan“ haus og grátt í vöngum og fær því hlutverk Giljagaurs. Hann er líka kunnugur giljum í starfi sínu því sum þeirra þarf að brúa. Ef eðlisfræðilega væri hægt að gera göng í gegnum gil væri Kristján vafalítið frekar til í að gera það. STEKKJA- STAUR Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra Gylfi er nýr á stjórnmálasviðinu og hafði aldrei setið á þingi þegar hann tók sæti í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar af leiðandi er skiljanlegt ef fyrstu skref hans í embætti efnahags-, viðskipta- og bankamálaráð- herra hafa verið stirð eins og hjá Stekkjastaur, hvað þá þegar efnahagur þjóðarinnar og bankaheimurinn eru ein rjúkandi rúst. Í jólasveinavísunni segir að Stekkjastaur hafi reynt að sjúga spena ánna í fjárhúsinu. Gylfi er með doktors- próf og eru því líkur á að hann hafi lengi verið á spena ríkisins í formi námslána. ÞVÖRU- SLEIKIR Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráð- herra Ekki eru margir ráðherrarnir mjög mjóir. Ragna Árnadóttir hlýtur að teljast með þeim grennstu og er embætti Þvörusleikis því hennar þar sem hann er sagður „fjarskalega mjór“ í vísunni góðu. Og Ragna varð örugglega glöð þegar sá sem á undan henni réð hvað matreitt var í ráðuneytinu, ef kalla má ráðherra „eldabusku“, fór og hún komst að kjötkötlunum. Hún hafði líka fylgst með eldamennskunni í mikilli nálægð þar sem hún starfaði áður bæði sem skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. SKYR- GÁMUR Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra Mjólk og mjólkuraf- urðir eru á könnu Jóns og því vart hægt annað en að para hann við eina jólasveininn sem hefur heiti mjólkurafurðar í nafni sínu. Skyrgámi er líka líkt við naut þannig að þetta liggur í augum uppi, og af lýsingunni í vísunni að dæma er sveinninn sterkur mjög. Sveitadrengur- inn Jón hlýtur að hafa krafta í kögglum eftir glímuna við heybaggana og mjólkurbrúsana á árum áður. KERTA- SNÍKIR Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Kerti þýða eldur, eldur getur þýtt iðnaður, iðnaður þýðir Katrín Júlíusdóttir. Ókei, það skal viðurkenn- ast að erfitt var að finna jólasvein sem boðlegur er iðnaðarráðherra. En það hefur líka reynst ráðherranum erfitt að finna jólasvein til að leggja lag sitt við í einkalífinu, eins og kom meðal annars fram í viðtali við Katrínu í DV fyrr á árinu. Hér eru því komnar einhverjar tengingar þótt langsóttar og undarlegar séu. GLUGGA- GÆGIR Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráð- herra Árni Páll gægist víða inn á heimili landsmanna þessi misserin til að sjá hvar má spara, til dæmis í húsnæðis-, félagsþjónustu- og orlofsmálum. Nýjasta útspilið í því eru drög að frumvarpi sem ráðherrann kynnti í ríkisstjórn í vikunni sem kveður á um að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund. Verði frumvarpið að lögum verður upphæðin heldur aldrei hærri en 75 prósent af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80 prósenta áður. Á sama tíma hrannast gluggapósturinn upp á heimilum landsins. GÁTTA- ÞEFUR Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra Að mati Jólablaðs DV er Svandís ekki með neitt stærra nef en gengur og gerist, líkt og jólasveinninn sem hún er hér pöruð við er með. En þar sem í vísu Jóhannesar segir að Gáttaþefur hafi fundið ilm af laufabrauði alla leið upp á heiðar og runnið þangað á lyktina lá beinast við að láta umhverfis- ráðherranum það „sveinsembætti“ í té. Holt, hæðir og heiðar eru eitthvað sem Svandís er kunnug í starfi sínu þar sem hún er málsvari náttúrunnar í eilífri baráttunni við að hindra sem mest hún má að „ilmur“ stóriðju leggist þar yfir. Bjúgnakrækir varð út undan þar sem jólasveinarnir eru þrettán en ráðherrarnir aðeins tólf. Umsóknir óskast. kristjanh@dv.is 36 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað JÓLASVEINARNIR - eftir Jóhannes úr Kötlum Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, -þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, -það gekk nú ekki vel. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. -Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Sá fimmti Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. -Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku’upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti’ ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Sá sjötti Askasleikir, var alveg dæmalaus.- Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Sjöundi var Hurðaskellir, -sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, uns stóð hann á blístri og stundi og hrein. Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gáttaþefur -aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag.- Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Þrettándi var Kertasníkir, -þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Jólasveinavísa Jóhannesar úr Kötlum er flestum kunn. En hvernig ætli lýsingin á svein- unum passi við ráðherra ríkisstjórnarinnar? Jólablað DV brá á leik og reyndi að para saman jólasveinana og ráðherrana, iðulega á býsna langsóttan hátt. En í anda jólanna skulum við taka viljann fyrir verkið. Jólasveina- ríkisstjórnin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.