Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 2
2 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
Fall Sigurjóns
bankastjóra
Sigurjón
Árnason,
fyrrverandi
bankastjóri
Landsbankans, er
tvímælalaust sá
maður sem mest
hefur verið rætt
um í fjölmiðlum
síðustu daga.
Bankastjórinn fyrrverandi virðist vera
lykilmaðurinn í rannsóknum sérstaks
saksóknara íslenska efnahagshruns-
ins á nokkrum meintum lögbrotum
sem talið er að hafi verið framin í
Landsbankanum í stjórnartíð Sigur-
jóns fyrir hrunið 2008, meðal annars
meintri markaðsmisnotkun með
hlutabréf í bankanum. Sigurjón situr
í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Stimpluð geðveik
„Ég gat séð
að maður-
inn var geðveikur
en var samfé-
lagið geðveikt?
Hvaða afsökun
hafði það?“ spyr
Anna Bentína
Hermansen sem
kærði nauðgun
en málinu var vísað frá vegna skorts
á sönnunum. „Þrátt fyrir áverka og
vottorð um mjög skýr einkenni áfall-
astreituröskunar, bæði frá sálfræðingi
og Neyðarmóttökunni. Hvorugt var
tekið gilt sem sönnunargagn. Því stóð
eftir mál sem var byggt á orði gegn orði
og málinu var vísað frá. Þetta er alveg
rosalega erfitt vígi að eiga við.“ Nokkr-
um árum síðar skrifaði Anna Bentína
mastersritgerð í kynjafræði þar sem
hún leitaði svara við því af hverju kon-
ur kærðu ekki nauðgun – líkt og gert
var í helgarblaði síðustu viku.
Sigurjón Brink
látinn
Sigurjón
Brink, tón-
listarmaður og
þáttastjórnandi
á Bylgjunni, varð
bráðkvaddur á
heimili sínu á
mánudagskvöld-
ið, aðeins 36 ára
að aldri. Sigurjón
kenndi sér einskis meins og enginn
merkjanlegur aðdragandi var að
andláti hans. Var hann einn heima
með tveimur yngstu sonum sínum og
hringdi fimm ára gamall sonur hans
í Neyðarlínuna. Brugðust lögregla og
sjúkralið skjótt við en lífgunartilraun-
ir báru ekki árangur. Líklega mun það
ekki koma í ljós fyrr en við krufningu
hvað gerðist nákvæmlega.
Eiginkona Sigurjóns er Þórunn Erna
Clausen.
Fréttir vikunnar í DV
1
2
3
Verð aðeins 17.950 krónur
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
• Shiatsu nudd
• Infrarauður hiti
• Titringur
• Fjarstýring
Fjölnota
nuddpúði
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Vilhjálmur Birgisson:
Tafarlaus
rannsókn
á sparisjóðum
„Það er með hreinustu ólíkindum að
þegar menn eru búnir að leggja einn
sjóð jafn rækilega í rúst að þá séu
gerðir einhverjir starfslokasamningar
við slíka einstaklinga. Það þekkist ekki
á hinum almenna vinnumarkaði,“
segir Vilhjámur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness um Spari-
sjóð Keflavíkur.
Vilhjálmur segir að það liggi fyr-
ir að ríkið þurfi að leggja Sparisjóði
Keflavíkur til vel á annan tug milljarða
króna til að tryggja áframhaldandi
starfsemi sjóðsins. Kröfuhafar gamla
Sparisjóðsins í Keflavík fái lítið sem
ekkert upp í sínar kröfur, þar á meðal
600 kröfuhafar. Verkalýðsfélag Akra-
ness er aðili að lífeyrissjóðnum Festa
sem tapaði tæpum tveimur milljörð-
um vegna falls sparisjóðsins.
Vilhjálmur gagnrýnir að á sama
tíma hafi Geirmundur Kristinsson,
fyrrverandi sparisjóðsstjóri, verið með
rúma 21 milljón á mánuði árið 2009,
eða sem nemur 255 milljónum á ári.
Hann bendir þó á að hluti af launum
hans hafi verið úttekt úr séreignar-
sjóði.
„Grundvallaratriðið núna er að
það fari fram opinber rannsókn og
það verði kannað hvort sparisjóðirn-
ir hafi verið hreinsaðir innan frá eins
og allt bendir til að hafi gerst í stóru
bönkunum. Og ef svo hefur verið þá
er alveg klárt mál að þeir sem bera
ábyrgð á því verði látnir axla hana,“
segir Vilhjálmur og bætir við að menn
verði að átta sig á því að verið sé að
taka skattfé almennings, um fjórtán
til fimmtán milljarða, og setja inn í
bankann.
„Þetta er helmingur af niðurskurði
hjá ríkissjóði. Á sama tíma eru send út
skilaboð til skuldsettra heimila um að
það séu ekki til fjármunir til að koma
til móts við þann forsendubrest sem
hefur orðið með tilliti til skulda heim-
ila. Það er verið að segja upp starfs-
fólki í heilbrigðiskerfinu og víðar,“
segir hann og furðar sig á því að engin
rannsókn hafi farið fram.
„Maður hrekkur við þegar verið er
að setja fjórtán til fimmtán milljarða
inn í sparisjóð á meðan það hefur
ekki einu sinni farið fram opinber
rannsókn á sjóðnum. Ég spyr af hverju
þessi rannsókn hafi ekki farið fram
eins og með hina bankana. Þeir sem
ábyrgð á því bera verða að svara því.“
Fjarheilun seld
á Facebook
Kærleikssamtökin bjóða upp á fjar-
heilun á Facebook. Samtökin rukka
allt frá fimm hundruð krónum og
upp í fjögur þúsund og fimm hund-
ruð krónur. Heilunin fer fram sem
fjarheilun hjá Kærleikssamtökunum,
en það þýðir að hún er framkvæmd
úr fjarlægð – hún er send til þeirra
sem kaupa þjónustu samtakanna.
Samtökin bjóða upp á hópheilun,
einstaklingsheilun og fjölskylduheil-
un, en talsverður verðmunur er á því
hvaða leið er valin. Heilunin fer fram
tvisvar í viku og er borgað fyrir einn
mánuð í senn.
Selja ekki lækningar
Sigurlaug G. Ingólfsdóttir stendur
á bak við samtökin og er það hún
sem býður upp á heilunina. „Þetta
er orkumiðlun, það er verið að vinna
með orku. Bæði verið að losa um
orku, til dæmis eins og reiði og sær-
indi, og síðan er alltaf send kærleiks-
rík orka í staðin,“ segir hún og segir
að unnið sé í tilfinningum sem og
líkamlegum einkennum. „Ef orku-
stöðvarnar eru í ójafnvægi þá kallar
það á líkamleg veikindi, og svo öfugt.
Þannig að það er mikil áhersla lögð
á orkustöðvarnar.“ Sigurlaug segir að
ekki sé verið að bjóða upp á lækn-
ingu á sjúkdómum, þó að það geti
verið að fólk læknist af líkamlegum
einkennum og sjúkdómum við heil-
unina. „Við tölum aldrei um að við
séum að lækna fólk.“
Verður að trúa
„Það er mjög misjafnt hvað og þá
hvort einstaklingur finni eitthvað í
eða eftir heilun. Stundum áttar fólk
sig löngu seinna á breytingu sem
kom fram eftir heilun eða aðra sam-
bærilega þjónustu,“ segir á Face-
book-síðu samtakanna. Var þetta
hluti af svari við spurningu um hvort
hægt væri að fá endurgreitt ef menn
væru ekki sáttir við þjónustuna. „Trú-
in á að orkan streymi inn í það sem
þarfnast hreinsunar/umbreytingar
er líka stór þáttur í að nýta sér heil-
un. Orka heilarans streymir en það er
líka skjólstæðingsins að taka á móti
henni og ef ótti við það eða engin trú
er til staðar þá er betra að fá þjónustu
þar sem þú finnur fyrir hvað gerist,
til dæmis nudd eða höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferð.“
Starfa sem félagasamtök
Í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra kem-
ur fram að félagið á bak við Kærleiks-
samtökin sé rekið sem félagasamtök.
Samkvæmt atvinnugreinaflokkun
skattsins starfar félagið að málefnum
sem horfa til almannaheilla.
Geir Gunnlaugsson landlæknir
segir aðspurður um Kærleikssamtökin
og fjarheilun að ekki sé hægt að flokka
slíka starfsemi sem heilbrigðisstarf-
semi. „Það eru alls konar hlutir í boði
sem landlæknir hefur hvorki skoðun
á eða vald yfir, en þetta er ekki heil-
brigðisþjónusta,“ segir hann.
Orka send í hópinn
Meðal þess sem Kærleikssamtökin
bjóða upp á er hópheilun, sem kost-
ar fimm hundruð krónur á mánuði.
Hópheilunin fer fram alla mánudaga
og fimmtudaga, en heiluninni er lýst
þannig að send sé „orka niður í hóp-
inn sem hreinsar og umbreytir nei-
kvæðum eiginleikum, upplyftir og
huggar, veitir styrk, hugrekki, frið og
kærleika“. Svipar þessu til einstakl-
ingsheilunar, sem kostar eitt þúsund
og fimm hundruð krónur á mánuði,
og fjölskylduheilunar, sem kostar á
bilinu þrjú til fjögur þúsund og fimm
hundruð. Dýrari fjarheilun er þó frá-
brugðin að því leyti að sendar eru
upplýsingar um hvað gerðist í heilun-
inni eftir á sem hægt er að ræða nánar.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Fólk borgar fyrir heilun sem fer fram úr fjarlægð n Ekki verið að selja lækningu við sjúkdóm-
um, þó sjúkdómar gætu horfið n Landlæknir segir að ekki sé um heilbrigðisþjónustu að ræða „Þetta er orkumiðl-
un, það er verið að
vinna með orku.
Snýst um orku „Við tölum
aldrei um að við séum að lækna
fólk,“ segir Sigurlaug um
fjarheilunina.