Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 8
8 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
Fjárfestirinn Guðmundur Birgis-
son, sem yfirleitt er kenndur við
bæinn Núpa í Ölfusi, var úrskurð-
aður gjaldþrota fyrir Héraðsdómi
Suðurlands þann 29. desember síð-
astliðinn. Guðmundur hefur verið
umsvifamikill fjárfestir á Íslandi á
liðnum árum.
Hann er meðal annars einn af
hluthöfum jarðafélagsins Lífsvals,
stærsta jarðaeiganda landsins, sem
á um 50 bújarðir víða um land. Auk
þess átti hann um tíma hlut í MP
Banka, verðbréfafyrirtækinu Virð-
ingu, FL Group og fleiri félögum.
Guðmundur er samt líklega þekkt-
astur fyrir að vera í forsvari fyrir
minningarsjóð frænku sinnar Sonju
Zorrilla.
Þurfti að greiða skuld
við Landsbankann
Tveimur vikum áður en Guðmund-
ur var úrskurðaður gjaldþrota, þann
16. desember 2008, var honum
gert að greiða Landsbanka Íslands
76 milljónir króna. Dómur þess
efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ástæðan var sú að innistæðulaus-
ar færslur upp á rúmar 76 milljón-
ir höfðu verið færðar inn á reikning
Guðmundar. Reikningi hans í bank-
anum var lokað í lok janúar í fyrra
vegna þessa. Guðmundur hafði ver-
ið í verðbréfaviðskiptum við bank-
ann. Ætla má því að Landsbankinn
hafi verið sá aðili sem knúði Guð-
mund í þrot þegar ljóst var að hann
gæti ekki greitt umrædda upphæð.
Þessi málaferli gegn Guðmundi
bættust við stefnu Landsbankans á
hendur honum vegna hlutabréfa-
kaupa fyrir hundruð milljóna króna
sem tekin var fyrir í dómi í fyrra. Það
mál snérist um 34 afleiðusamninga
sem Guðmundur gerði við Lands-
bankann. Landsbankinn fór fram á
að leysa til sín hlutabréf í eigu fjár-
festisins, til að mynda í Íslenskri
erfðagreiningu og Bank Uni ted Fin-
ancial Corporation.
Auk þessara deilna við fjármála-
fyrirtæki hefur verið greint frá því í
fjölmiðlum eftir hrun að Guðmund-
ur hafi fært fasteignir af eigin nafni og
yfir á konu sína. Meðal þessara eigna
eru rúmlega 500 fermetra einbýlis-
hús á Hofsvallagötu 1. Guðmundur
hefur því staðið í ströngu frá banka-
hruninu haustið 2008. Ekki náðist í
Guðmund við vinnslu fréttarinnar.
Lífsval skuldar 3,3 milljarða
Hugsanlegt er að Landsbankinn, og
jafnvel aðrir kröfuhafar Guðmundar
ef einhverjir eru, muni eignast tæp-
lega 10,5 prósenta hlut fjárfestisins í
jarðafélaginu Lífsvali eftir að skipta-
stjóri búsins hefur gengið frá því.
Samkvæmt ársreikningi Lífsvals
fyrir árið 2009 á Guðmundur tæpar
100 hundrað milljónir af nærri 1.000
milljóna hlutafé jarðafélagsins. Heild-
arskuldir félagsins nema nærri 3,3
milljörðum króna og eru að langmestu
leyti við Landsbankann. Eigið fé fé-
lagsins nemur nærri tveimur milljörð-
um króna. Fastafjármunir félagsins
nema rúmum fimm milljörðum króna
en þar af eru fasteignir og jarðir félags-
ins metnar á rúma 4,5 milljarða króna.
Staða félagsins er ásættanleg sam-
kvæmt ársreikningnum en spurning-
in er sú hvort eignir félagsins séu rétt
metnar, hvort þær séu í reynd fimm
milljarða króna virði.
Landsbankinn er í dag stærsti
hluthafi Lífsvals með 19 prósenta
eignarhluta og gæti bætt við sig um-
ræddum tíu prósentum. Fjárfesting-
arfélagið Horn heldur utan um hlut
Landsbankans í félaginu. Aðrir eig-
endur félagsins eru Ólafur Ívar Wern-
ersson, Ingvar Jónadab Karlsson auk
10 annarra hluthafa sem ekki eru
nafngreindir í opinberum upplýsing-
um um félagið.
Guðmundur
á núpum er
Gjaldþrota
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
BRIDS
SKÓLINN
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Byrjendur ... 24. janúar ... átta mánudagar frá 20-23
Framhald ... 26. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
• Fyrir hvern? Flestir kunna á spilin, en meiri þekkingu þarf
ekki til að vera gjaldgengur á byrjendanámskeiði. Framhaldið
hentar breiðum hópi, bæði þeim sem hafa nýlokið byrjenda-
námskeiði og eins reyndari spilurum sem vilja læra Standard-
kerfið vel.
• Þú getur mætt stök/stakur og æskilegur aldur er 18-90 ára.
• Námskeið skólans fara fram í Síðumúla 37 í Reykjavík.
• Nánari upplýsingar á Netinu undir bridge.is/fræðsla.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
n Guðmundur Birgisson á Núpum var úrskurðaður gjaldþrota í lok
síðasta árs n Var um tíma umsvifamikill fjárfestir n Guðmundur
á rúmlega 10 prósenta hlut í stærsta jarðafélagi landsins
n Landsbankinn gæti leyst til sín hlut Guðmundar í Lífsvali
Keyrður í þrot
Guðmundur á Núpum
var keyrður í þrot í lok
desember. Ætla má að
Landsbankinn sé stærsti
kröfuhafi hans.
Hofsvallagata 1 Guðmundur
A. Birgisson á Núpum færði þetta
hús yfir á sambýliskonu sína
nokkrum dögum eftir banka-
hrunið. Það var um tíma í eigu
Björgólfs Guðmundssonar og ólst
Björgólfur Thor þar upp.
Guðmundur Birgisson á Núpum hef-
ur verið afar stórtækur í fastaeigna-
og jarðaviðskiptum hér á landi. Með-
al þeirra eigna sem Guðmundur á
hlut í er Hótel Borg í Pósthússtræti.
Hótelið er ein sögufrægasta bygging-
in í Reykjavík. Guðmundur á hlut í
húsinu í gegnum eignarhaldsfélag-
ið Hótel Borg ehf. Eigendur félagsins
leigja húsið svo til rekstraraðila sem
sér um rekstur hótelsins.
Í ársreikningi Hótels Borgar ehf.
fyrir árið 2008 – reikningur ársins
2009 liggur ekki fyrir – kemur fram
að nærri 1.800 milljóna króna skuldir
hvíli á félaginu. Fasteignamat húss-
ins er 530 milljónir króna en bókfært
verð þess í ársreikningnum er tæpar
1.300 milljónir króna. Umtalsverður
munur er því á fasteignamati hússins
og bókfærðu verði. Í ársreikningnum
kemur fram að tæplega 850 milljóna
króna veð hvíli á hótelinu auk þess
sem tryggingabréf upp á nærri 800
milljónir hvíla á því. Húsið er því ansi
veðsett.
Í veðbandayfirliti hússins kemur
fram að Landsbanki Íslands eigi veð
í húsinu og að 205 milljóna króna
skuldir hafi bæst við veðbandayfir-
litið á árinu 2009. Ekki er vitað hvort
Guðmundur á Núpum er í persónu-
legum ábyrgðum fyrir umrædd-
um lánum sem hvíla á félaginu og
húsinu. Ef svo er þá bætast þessar
ábyrgðir við skuldbindingar Guð-
mundar við Landsbankann.
Ljóst er jafnframt að Hótel Borg
mun ekki seljast fyrir þær um 1.300
milljónir króna sem húsið er verð-
metið á samkvæmt ársreikningi. Í
vikunni barst ekki hærra tilboð en
300 milljónir króna í húsið við Aust-
urstræti 16, þar sem Reykjavíkur-
apótek var áður til húsa, þrátt fyrir að
fasteignamat hússins sé um milljarð-
ur króna.
ingi@dv.is
Guðmundur á Núpum skuldar víða:
Milljarðar hvíla á Hótel Borg
Skuldsett hótel Um tveggja milljarða
króna skuldir hvíla á Hótel Borg í Pósthúss-
træti 11. Guðmundur á Núpum á hlut í húsinu.
Hætta við
álver á Bakka
Alcoa á Íslandi býr sig nú undir að
draga sig út úr uppbyggingu álvers á
Bakka. Frá þessu greinir Viðskipta-
blaðið en þar segir að kornið sem fyllti
mælinn hafi verið nýleg umræða um
rannsóknarboranir Landsvirkjunar í
Gjástykki.
Orkustofnun heimilaði Landsvirkj-
un að hefja tilraunaboranir á svæðinu
en leyfið verður ekki nýtt þar sem ein-
hugur er um það innan ríkisstjórnar-
innar að friða svæðið. Er það stefna
Landsvirkjunar að vinna í sátt við
stjórnvöld.
Viðskiptablaðið segir frá því að um
tveimur milljörðum króna hafi verið
varið í undirbúningsvinnu að álverinu.
Vopnað rán í
Garðabæ
Vopnað rán var framið í Bónusvídeói
í Garðabæ rétt fyrir miðnætti aðfara-
nótt fimmtudags. Tveir ungir menn
fóru inn í myndbandaleiguna og
ógnaðu þeir starfsstúlku með hníf.
Mennirnir höfðu eitthvað af pen-
ingum á brott með sér en vegfar-
endur, sem staddir voru fyrir utan
leiguna, náðu að hafa hendur í hári
annars þeirra. Hinn maðurinn var
handtekinn af lögreglu skömmu
síðar.
Tveir aðrir menn voru einn-
ig handteknir í tengslum við ránið
en þeir biðu í bíl eftir mönnunum.
Mennirnir voru allir vistaðir í fanga-
geymslum lögreglu um nóttina.
Skólar
sameinaðir
Borgarráð samþykkti á fundi sínum
á fimmtudag að sameina starfsemi
Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Í
tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur
fram að gert sé ráð fyrir að nýr samein-
aður sérskóli verði til húsa í Öskjuhlíð-
arskóla og taki til starfa næsta haust.
Unnið verði að undirbúningi sem
tekur til breytinga á húsnæði, starfs-
mannahaldi og upplýsingamiðlun í
samstarfi við helstu hagsmunaaðila.
Nýr sameinaður sérskóli mun
sinna ráðgjafarhlutverki gagnvart al-
mennum grunnskólum um kennslu
nemenda með þroskahömlun. Þá
mun hann hafa umsjón með stofnun
svokallaðra þátttökubekkja í stað hefð-
bundinna sérdeilda í fjórum almenn-
um grunnskólum í borginni fyrir nem-
endur með þroskahömlun.