Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað „Það hefur slæm áhrif á sjálfsmatið að þurfa að hætta að keyra. Sérstak- lega ef það kemur til vegna þess að aðrir telja mann ekki færan til þess en maður metur það sjálfur svo að maður hafi enn getu til þess. Þá er erfitt að hlýta þeim dómi. Menn vilja ekki viðurkenna vanmátt sinn. Við teljum okkur færa,“ segir Unnar Stef- ánsson, formaður Félags eldri borg- ara. Tvö banaslys á síðasta ári Af tuttugu ökumönnum sem létust í umferðinni á síðustu tveimur árum voru ellefu sextugir eða eldri. Enginn þeirra var undir tvítugu. Andlegri og líkamlegri getu hrakar með aldrin- um auk þess sem veikindi verða tíð- ari. Sjón og heyrn hrakar, erfiðara er að dæma hraða annarra og fjarlægð þeirra, hreyfigeta minnkar og stirð- leiki gerir vart við sig sem dregur úr getu til að líta vel í kringum sig. Umferðin verður stöðugt hraðari og flóknari, merkingar eru oft flókn- ar og ógreinilegar. Þetta eykur lík- ur á mistökum sem endað geta með óhappi. Frá því í janúar og fram í nóvember ollu aldraðir ökumenn 604 slysum. Þar af einu banaslysi, sextán alvarlegum slysum og 45 slysum með litlum meiðslum. Önn- ur slys voru án meiðsla. Þá lést einn aldraður í umferðarslysi af völdum annars ökumans, 22 slösuðust alvar- lega og 66 lítillega. Trúnaðarlæknir meti færni Engar reglur eru um það hvenær fólk þarf að hætta að keyra. Útgefandi ökuréttinda getur afturkallað öku- réttindi ef hlutaðeigandi fullnæg- ir ekki skilyrðum til að öðlast öku- skírteini eða ef ökumaður hafnar að undirgangast læknisrannsókn. Nú liggja líka fyrir drög að nýjum um- ferðarlögum í ráðuneytinu þar sem lagt er til að trúnaðarlæknir starfi á vegum Umferðarstofu sem meti andlega og líkamlega þætti sem hafa áhrif á aksturshæfni. Hann getur líka ákveðið að viðkomandi fari í verk- legt hæfnispróf að lokinni læknis- rannsókn. Námskeið fyrir eldri borgara Unnar er einn af hvatamönnum fyrir nýju ökunámskeiði fyrir eldri borgara sem er í smíðum hjá Um- ferðarstofu. Námskeiðið er upprifj- unarnámskeið fyrir fólk eldra en 65 ára og á að efla öryggi þeirra í um- ferðinni. Engin próf verða og er öll- um frjálst að taka þátt. Unnar mæl- ir með því að eldri borgarar sæki slík námskeið. Ekki veitir af. Reynslan sýnir að eldri borgurum er hættara við að lenda í umferðaróhöppum en öðrum. Ef námskeiðið getur stuðlað að því að þeir standi sig betur þá er það af hinu góða. Við höfum áhyggj- ur af því að menn séu úti að aka án þess að gæta sín nógu vel eða vera í nógu góðri þjálfun. Það er bara eitt atriði sem ég hef áhyggjur af og það er hvort það kosti mikið. Ég veit það ekki enn en þetta má ekki kosta mik- ið, því flestir telja sig örugga.“ Skerðing á frelsi og sjálfsöryggi Í rannsókn sem var gerð árið 2007 kom í ljós að almennt fer að halla undan fæti við 75 ára aldur hjá körl- um en 65 ára aldur hjá konum. Unn- ar segir erfitt að meta það hvenær æskilegt sé að fólki leggi bílnum. „Það verður hver að meta hjá sjálf- um sér. Margir hafa spurst fyrir um þessi námskeið sem bendir til þess að menn séu óöruggir. En á móti kemur að það er skerðing á frelsi og sjálfsöryggi að hætta að keyra.“ Eins og Kjartan Þórðarson hjá Umferð- arstofu bendir á er því mikilvægt að aðrir möguleikar séu í boði fyr- ir eldri borgara, svo þeir geti ferðast milli staða á öruggan og þægilegan hátt án þess að nota einkabílinn. Þægilegt að hafa afa á bíl Flestir hætta sjálfviljugir að keyra þegar heilsan fer að gefa sig en það kemur þó fyrir að fjölskyldan verði að grípa inn í. „Það kemur oft fyrir að eiginkona eða börn verði að grípa inn í og biðja gamalmennið að hætta að keyra,“ segir Unnar en bætir því við að unga fólkið njóti oft góðs af því ef þeir sem eldri eru séu enn á bíl. „Það er þægilegt að hafa afann á bíl og fá hann til þess að skutlast með börnin. Við höfum látið kanna hvert hlutverk eldri borgara er í samfélaginu. Þar kom fram að eldri borgarar gegna veigamiklu hlut- verki í borgarakstri þegar þeir skutla barnabörnunum til og frá skóla og tómstundastarfi. Þannig geta þeir létt á unga fólkinu, sérstaklega þeim sem vinna lengi.“ Bílaeign orðin almennari Hann segir það líka breytingu frá því sem áður var að nú eigi flestir bíl. „Margir eignuðust ekki bíl fyrr en á efri árum því það eru tiltölulega fá ár síðan bílaeign varð almenn. Þannig að margir eldri borgarar hafa ekki eins langa reynslu af akstri og aðrir sem byrja fyrr.“ Umferðarmannvirki geta líka verið flókin í þeirra huga enda verða flest slysin sem ökumenn 65 ára og eldri lenda í við gatnamót. Kjartan Þórðarson hjá Umferð- arstofu segir að það þurfi að athuga betur hönnun umferðarmannvirkja í þeim tilgangi að gera eldri öku- mönnum auðveldara að aka um þau. Þau ættu að vera eins einföld og mögulegt sé. Það sé einnig nauð- synlegt að gera umferðarskilti og vegmerkingar skýrari svo að enginn vafi leiki á til hvers er ætlast af öku- mönnum. Aka of lengi miðað við aldur og getu Eldri ökumönnum fjölgar mjög hratt hlutfallslega. Lífslíkur aukast og fleiri eru með ökuréttindi. Fólk sem komið er yfir 65 ára aldur er um tólf prósent þjóðarinnar og um sextíu prósent þeirra hafa ökuréttindi. „Eldri borg- arar eru hraustari og aka lengur og eru því fleiri í umferðinni og eiga þar af leiðandi aðild að fleiri umferðar- slysum,“ segir Unnar: „Ég þekki líka ótal dæmi um eldri borgara sem aka mjög lengi og allt of lengi miðað við aldur og getu. Menn eru ekki nógu raunsæir. Skilningarvitin dofna, heyrnin dofnar og sjón jafnvel líka og viðbrögðin verða hægari. Menn eru of seinir að átta sig á breyttum aðstæðum. Þetta eru engir kappakst- ursmenn sem eru alltaf við öllu bún- ir eins og ungir menn sem stunda hraðakstur. Eldri borgarar hafa ekki tileinkað sér slíkan hugsanagang, þá skortir getuna til að vera glöggir, fljótir að bregðast við breyttum að- stæðum. Engu að síður telja menn sig örugga. Líklega telja þeir sig ekki þurfa á svona námskeiði að halda. Það er nú vandinn. Þess vegna má þetta ekki vera of dýrt. Menn ofmeta sjálfa sig og þeir ofmeta tæknina.“ „Menn ofmeta sjálfa sig“ n Eldri borgurum er hættara við að lenda í óhöppum n Tveir eldri borgarar létust í umferðinni í fyrra n Lagt til að trúnaðarlæknir meti færni n Skerðing á frelsi og sjálfsöryggi að hætta að keyra Unnar Stefánsson Segir að eldri borgarar hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að skutla börnum til og frá skóla á meðan foreldrarnir eru í vinnu en hvetur eldri borgara til að sækja námskeið hjá Umferðarstofu. Ár Banaslys Alvarleg slys Lítil meiðsl Engin meiðsl Samtals 2002 3 12,1% 16 10,9% 74 8% 591 9,1% 684 9% 2003 5 24,1% 5 6,2% 65 8,6% 640 8,5% 715 8,5% 2004 2 9,7% 6 7,5% 55 6,7% 695 8,6% 758 8,5% 2005 1 4,2% 7 5,7% 50 8,3% 703 9,1% 761 9,0% 2006 2 7,7% 13 8,5% 61 6,9% 697 9,1% 773 8,9% 2007 3 13,6% 12 7,5% 82 8,1% 501 8,2% 598 8,1% 2008 4 26,3% 10 6,6% 64 7,3% 373 8,2% 451 8,0% 2009 5 23,8% 14 9,2% 67 9,2% 602 10,6% 686 10,4% 2010 1 14,3% 16 10,1% 45 7,3% 545 11,6% 604 11,1% Samtals 26 14,2% 99 8,3% 563 8,6% 5347 9,3% Slys í umferðinni Aldraðir ökumenn sem valda slysi, 65 ára og eldri og prósentuhlutfall af heildarfjölda slysa Banaslys í umferðinni af völdum aldraðra ökumanna Árin 2002–2010Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Það er þægilegt að hafa afann á bíl og fá hann til þess að skutl- ast með börnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.