Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
n Erlendir bankar hættu að vilja fjármagna íslensk fyrirtæki árið 2008 n Lán voru gjaldfelld og tugir milljarða fóru
til erlendra banka n Íslensku viðskiptabankarnir lánuðu fyrir þessum erlendu skuldum n Breskur sagnfræðingur
segir íslenska bankakerfið versta dæmið um eftirlitslaust bankakerfi þar sem blind trú á markaðshyggju réð ríkjum
Segja má að íslenska efnahagshrun-
ið hafi hafist þegar eitt stykki galið ís-
lenskt bankakerfi mætti hefðbundnari
erlendum bankakerfum, sem þó voru
lituð af sams konar meinsemdum og
það íslenska, í lok árs 2007 og byrjun
árs 2008.
Árekstur Íslands og umheimsins
varð þegar íslensk fyrirtæki eins og FL
Group, Actavis, Mile stone og Exista
gátu ekki fengið framlengingu á lánum
hjá erlendum fjárfestingarbönkum af
því að staðan á íslenskum hlutabréfa-
markaði hafði versnað mjög og bank-
arnir kröfðu íslensku bankana um end-
urgreiðslu á lánum með veðköllum.
Bankarnir sem um ræðir voru með-
al annars bandarísku bankarnir Citi-
group og Morgan Stanley. Frá þessari
atburðarás er skýrt á greinargóðan hátt
í rannsóknarskýrslu Alþingis.
Íslensku bankarnir taka við fúlum
lánum
Í staðinn fyrir að láta íslensku fyrirtæk-
in missa hlutabréfin sem keypt höfðu
verið með lánsfjármögnun erlendu
bankanna lánuðu íslensku viðskipta-
bankarnir þeim fyrir erlendu skuldun-
um. Fyrirtækin sem fengu lánin voru
öll stórir skuldarar í íslenska banka-
kerfinu og áttu jafnframt stóra eign-
arhluti í íslensku bönkunum, beint
eða óbeint. Bankarnir voru því líka að
hugsa um eigin hag þegar þeir skáru
eignarhaldsfélögin úr snörunni og
fengu þau í fangið með því að lána
þeim enn meira fé. Ef íslensku fyrirtæk-
in hefðu misst hlutabréf sín í veðköll-
um erlendu bankanna hefði það getað
flýtt kerfishruninu sem síðar varð hér
á landi: Íslenska bankakerfið hefði lík-
lega hrunið eins og spilaborg í janúar
eða febrúar 2008.
Afleiðingarnar af þessum endur-
fjármögnunum voru meðal annars
þær að áhættan í íslenska bankakerf-
inu af einstökum skuldurum jókst,
milljarðar króna runnu út úr landinu
til erlendra banka á erfiðum tíma fyrir
íslenska bankakerfið og íslenska efna-
hagskerfið varð enn einangraðra því
erlendir bankar fúlsuðu við íslenskum
fyrirtækjum.
Verri bankar
Alls staðar í fjármálakerfi heims-
ins greip um sig lausafjárkreppa á
árinu 2008, meðal annars í Banda-
ríkjunum og Bretlandi, en það sem
gerði íslensku kreppuna enn verri
en annars staðar var að reglur hefð-
bundinnar og eðlilegrar bankastarf-
semi höfðu að því er virðist aldrei átt
við hér á landi. Kaldar, hlutlægar og
viðskiptalegar forsendur höfðu ekki
legið að baki lánveitingum til stórra
íslenskra fyrirtækja á árum góðæris-
ins heldur lágu aðrar forsendur þar
að baki eins og viðskipta- og fjöl-
skyldutengsl og gagnkvæmir hags-
munir bankanna og eigenda fyrir-
tækjanna. Þess vegna var endalaust
lengt í lánum og gjalddögum lána
frestað í íslenska bankakerfinu af
því að ógjaldfærni og gjaldþrot eins
stórs fyrirtækis hefði getað haft slík-
ar afleiðingar fyrir kerfið að hruninu
hefði hugsanlega verið flýtt.
Eigendur bankanna og stóru
eignarhaldsfélaganna sem áttu þá
gerðu því allt hvað þeir gátu til að
fela veikleikamerkin í kerfinu. Þetta
átti til dæmis við um fall Gnúps í árs-
byrjun 2007 en þá tóku allir stóru
viðskiptabankarnir sig saman og
leyndu falli félagsins með því að
koma eignum þess í lóginn inni í fé-
lögum sem voru í eigu bankanna eða
tengdra félaga. Þannig var fall Gnúps
þaggað niður af því að lánveitendur
félagsins voru íslenskir en ekki er-
lendir. Erlendu fjárfestingabank-
arnir sem fjármögnuðu Mile stone,
FL Group, Exista og Actavis höfðu
hins vegar enga hagsmuni af því að
krefjast ekki endurgreiðslu á lánum
frá þessum fyrirtækjum þegar tók að
bresta í stoðum þeirra og sóttu fé sitt
til þeirra af fullri hörku.
Þegar lyginni sleppti
Í þessum skilningi hófst hrunið þeg-
ar íslenska bankakerfið gat ekki leng-
ur falið og þaggað niður brestina í
kerfinu með því að fela erfiðleika ís-
lenskra eignarhaldsfélaga sín á milli.
Erlendu bankarnir einfaldlega sóttu
að íslensku fyrirtækjunum sem þeir
höfðu lánað og fengu peningana
sína, þó að það hafi ekki verið beint
frá þeim fyrirtækjum sem þeir höfðu
upphaflega lánað heldur frá bönkun-
um sem þeir höfðu lánað. Að þessu
leyti hófst íslenska hrunið erlendis því
eðlilega tóku erlendir bankar ekki þátt
í þeim blekkingarleik sem byrjað var
að stunda í íslenska bankakerfinu árið
2007 og sem ætlað var að fela slæma
stöðu íslenskra eignarhaldsfélaga og
eigenda bankanna.
Íslenska efnahagshrunið var
heimatilbúið vandamál, séríslenskt
vandamál, meðal annars vegna þeirra
fáránlegu bankaviðskipta sem hér
voru stunduð af eigendum bank-
anna. Alþjóðlega fjármálakreppan
setti vissulega strik í reikninginn en
ekkert annað samfélag á Vesturlönd-
um fór eins illa út úr hrunsárinu 2008
og árunum þar á undan og íslenska
hagkerfið. Ef reglurnar í íslenska
bankakerfinu á árunum fyrir hrunið
hefðu verið eitthvað í líkingu við þau
eðlilegu vinnubrögð sem erlendu fjár-
málafyrirtækin sýndu íslensku auð-
mönnunum þegar þau létu þá borga
til baka lánin sín á árinu 2008 hefði ís-
lenska efnahagshrunið ekki orðið svo
alvarlegt. En eðlileg vinnubrögð voru
látin lönd og leið í íslenska bankakerf-
inu eins og fjölmörg dæmi hafa sýnt
og sannað. Þau vinnubrögð sem ís-
lensku bankarnir viðhöfðu þegar þeir
tóku við fjármögnun íslenskra fyrir-
tækja eiga hins vegar ekkert skylt við
eðlilega bankastarfsemi því bankarn-
ir tóku ekki við þessum fyrirtækjum
á eðlilegum, viðskiptalegum forsend-
um. Raunin er sú að endurfjármögn-
un íslensku bankanna á lánum þeirra
var einn þáttur í markaðsmisnotk-
un þeirra sem gekk út á að viðhalda
bankakerfi sem var að hruni komið.
Hið villta Ísland
Breski sagnfræðingurinn Tony Judt
bendir á þennan mun sem var á ís-
lenska bankakerfinu og því banda-
ríska og breska í nýlegri bók sem hann
skrifaði um þá lærdóma sem hægt er
að draga af alþjóðlegu fjármálakrís-
unni árið 2008. Í bókinni, sem heitir
Ill Fares The Land, ræðir Judt um þær
afleiðingar sem skortur á eðlilegu eft-
irliti með fjármálamörkuðum, blind
trú á ósýnilega hönd markaðarins og
kapítalismann og dýrkun á pening-
um og auðmönnum hafði á breskt og
ame rískt samfélag.
Judt tekur íslenska bankakerfið sér-
staklega fyrir í þessari umræðu sinni
og segir að það sé enn betra dæmi en
það bandaríska og breska um þær af-
leiðingar sem blind trú á markaðs-
hyggju og eftirlits- og afskiptaleysi
með fjármálamörkuðum geti haft á
eitt samfélag. Um þennan saman-
burð við Bandaríkin og Bretland seg-
ir Judt: „[E]n hin sorglega saga um
hrifningu Íslendinga á enn villtari
útfærslu á glæpabankamennsku (e.
Bandit banking) er jafnvel enn betra
dæmi.“ Íslenska efnahagshrunið er
því enn betra dæmi, að mati Judts, um
hvaða slæmu afleiðingar blind trú á
markaðshyggju getur haft en ástand-
ið í tveimur helstu upprunalönd-
um markaðshyggjunar og nýfrjáls-
hyggjunnar í heiminum, Bretlandi og
Bandaríkjunum, eftir hrunárið mikla
2008. Ástæðan er sú að Íslendingar
gengu enn lengra en þessi lönd í því
að láta markaðinn og bankakerfið því
sem næst eftirlitslaust og láta með því
hefðbundin og reglubundin viðmið
um banka- og fjárfestingarstarfsemi
lönd og leið vegna þeirrar kreddu sem
hafði skapast hér á landi um að opin-
berir aðilar ættu að láta markaðinn al-
farið í friði.
Dæmi um sérstöðu Íslands
Sú frásögn sem sögð er af því hvern-
ig íslensku bankarnir fengu eignar-
haldsfélögin íslensku í fangið árið
2008 er gott dæmi til að undirstrika
þetta: Bandarísku bankarnir fúls-
uðu við íslenskum fyrirtækjum og
hættu að eiga viðskipti við þá vegna
þess að viðskiptalegu forsendurnar
sem viðskiptin byggðu á upphaflega
voru brostnar. Þrátt fyrir þetta tóku
íslensku bankarnir við þessum fyrir-
tækjum á kolröngum og óviðskipta-
legum forsendum. Erlendu bankarnir
sprengdu því íslensku efnahagsblöðr-
una strax snemma árs 2008 en ís-
lensku bankarnir héldu loftinu í henni
með klækjabrögðum í nokkra mán-
uði til viðbótar. Erlendir lánardrottnar
Glitnis veittu kerfinu svo náðarhögg-
ið í september þegar þeir neituðu að
endurfjármagna lán bankans og því
kom náðarhöggið líka að utan.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„En hin sorglega
saga um hrifn-
ingu Íslendinga á enn
villtari útfærslu á glæpa-
bankamennsku (e. Ban dit
banking) er jafnvel enn
betra dæmi.
Lokað á þá Erlend fjármálafyrirtæki lokuðu á fjármögnun til íslenskra fyrirtækja og eignarhaldsfélaga árið 2008. Þá
fengu íslensku bankarnir þessi fyrirtæki í fangið og má segja að það hafi markað upphaf hrunsins. Þetta átti við um FL
Group Jóns Ásgeirs, Actavis Björgólfs Thors, Milestone Karls Wernerssonar og Exista Lýðs Guðmundssonar.
Glæpabankamennska Tony Judt telur íslenska bankakerfið hafa verið verra en það
breska og bandaríska.
UMHEIMURINN LOKAÐI Á
ÍSLAND OG HRUNIÐ HÓFST