Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 17
Fréttir | 17Helgarblað 21.–23. janúar 2010
25% afsláttur
af hvítum háglans innréttingum
Sérhæfum okkur
í innréttingum
fyrir heimili á
lágmarksverði
Vafningsfléttan losaði
Milestone úr snörunni
Eignarhaldsfélagið Milestone var í
ábyrgðum fyrir 14,4 milljarða króna
láni eignarhaldsfélagsins Þáttar Inter-
national hjá bandaríska fjárfesting-
arbankanum Morgan Stanley. Þetta
kemur fram í stefnu þrotabús Mile-
stone gegn þrotabúi fjárfestingarfé-
lagsins Máttar sem DV hefur undir
höndum. Stefnan var þingfest í síð-
ustu viku.
Þáttur International var eignar-
haldsfélag í eigu Milestone og
bræðranna Einars og Benedikts
Sveinssona sem stofnað var utan um 7
prósenta hlutabréfaeign þeirra í Glitni
árið 2007. Þáttur var fjármagnaður af
Morgan Stanley.
Gagnkvæmir hagsmunir
Þegar Morgan Stanley gjaldfelldi lán
Þáttar í lok janúar 2008, vegna tiltek-
inna skilyrða um að hlutabréfaverð
í Glitni mætti ekki fara niður fyrir
ákveðna upphæð, stóð Glitnir frammi
fyrir því að bandaríski bankinn gæti
sótt að Milestone, einum stærsta hlut-
hafa bankans. Slíkt hefði án efa fellt
Milestone sem hafði verið lausafjár-
þurfi um nokkurt skeið þegar þetta var
og var reyndar orðið ógjaldfært um
þetta leyti – átti ekki eignir til að mæta
skuldum sínum. Milestone hefði því
getað fallið í ársbyrjun 2008 þar sem
félagið átti ekki rúma fjórtán milljarða.
Ef lán Þáttar hefði ekki verið greitt
hefði Morgan Stanley því setið uppi
með hlutabréf í Glitni sem nánast
ógerlegt hefði verið að selja. Morgan
Stanley hefði því þurft að selja bréfin
á brunaútsölu og aldrei fengið fé upp
í skuldina. Jafnframt hefði slíkt get-
að orsakað lækkandi hlutabréfaverð
í Glitni sem aftur hefði komið sér illa
fyrir aðra hluthafa bankans.
Þess vegna var Vafningsfléttan
búin til með þátttöku Glitnis, Svart-
háfs og Sjóvár og Glitnir lánaði Þætti
óbeint fyrir endurfjármögnun bréf-
anna hjá Morgan Stanley. Þannig gat
Þáttur International haldið bréfum
sínum í Glitni og eigendur félagsins,
og í reynd Milestone sem slíkt, voru
losaðir úr snörunni. Þetta létti svo
aftur á kerfisáhættunni sem steðjaði
að íslenska fjármálakerfinu vegna
þessa máls. Það var þessi gerningur
sem Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í í febrú-
arbyrjun 2008 þegar hann veðsetti
hlutabréf tveggja félaga í eigu skyld-
menna sinna fyrir láninu frá Glitni til
Vafnings.
Heildarfjármagnsþörf Milestone
18,2 milljarðar
Þessi ábyrgð vegna Þáttar bættist
við milljarða króna fjármagnsþörf
Milestone, samkvæmt stefnunni.
„Heildarfjármagnsþörf félagsins á
árinu 2008 voru rúmir 18,2 milljarð-
ar króna en auk þess var Mile stone
ehf. í ábyrgð fyrir 14,4 milljarða
króna láni Þáttar International hjá
Morgan Stanley. Lánið var gjaldfellt
hinn 28. janúar 2008.“
Milestone var því, þegar þarna
var komið sögu, ógjaldfært eða
tæknilega gjaldþrota. Félagið gat
ekki fjármagnað sig með lánum
frá öðrum fjármálafyrirtækjum en
Glitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
til að leita eftir fjármögnun. Ástæða
þess að Glitnir lánaði félaginu og
tengdum aðilum var hlutabréfaeign
félagsins í bankanum og sú stað-
reynd að vegna útistandandi lána
til félaganna hafði bankinn einfald-
lega ekki efni á því að láta Milestone
fara á hliðina. Þess vegna tók Glitn-
ir þátt í því að búa til Vafningsflétt-
una og einnig í því að endurfjár-
magna félagið með víxlaútgáfu sem
einkabankaþjónusta Glitnis tók þátt
í að selja til viðskiptavina bankans.
Áhættunni vegna lána félagsins var
því velt alfarið yfir á Glitni.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
n Vafningsfléttan var tilkomin vegna ábyrgðar Milestone á láninu n Stefna þrotabús Milestone varpar ljósi á Vafningsmál-
ið n Milestone hefði getað farið á hliðina strax í ársbyrjun 2008 n Vafningsfléttan bjargaði Milestone og Glitni tímabundið„Lánið var gjaldfellt
hinn 28. janúar
2008.
Í ábyrgðum Ef Glitnir hefði ekki hlaupið undir bagga með Þætti International, sem gert var
með Vafningsfléttunni, hefði Morgan Stanley getað sótt að Milestone. Karl Wernersson var
aðaleigandi Milestone.