Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 18
18 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
„Hann skokkar tvo klukkutíma á
dag, er allur í lífrænu fæði og les
meira en nokkur manneskja sem ég
þekki. Hann er alæta á heimspeki,
vísindi og mannkynssögu, mál-
ar myndir og semur tónlist. Hann
er ekki í neyslu og snertir hvorki
áfengi eða tóbak,“ segir Þórgunnur
Jónsdóttir, móðir Matthíasar Þórar-
inssonar, 21 árs manns sem hefur
verið leitað síðan 11. janúar. Ekkert
hefur spurst til Matthíasar í nokkr-
ar vikur og hefur leit enn engan ár-
angur borið.
Engu nær
Lögreglan segist engu nær um hvar
hann gæti haldið sig og engar nýjar
upplýsingar hafa komið fram aðrar
en ábending um að sést hafi til hans
í lífrænu deildinni í Fjarðarkaup-
um, Hafnarfirði 10. desember og
síðar í Bónus á Selfossi. Þá fannst
bíll Matthíasar, gamall rússajeppi,
brunninn til kaldra kola skammt frá
malarnámum á Kjalarnesi í síðustu
viku. Matthías var ekki í bílnum og
þar var engar um vísbendingar að
finna um ferðir hans. Leitarflokkur
fór um stórt svæði í kringum nám-
urnar, niður í Kollafjörð og upp í
Esjuhlíðar, en ekkert bólaði á hon-
um þar. Lögreglan telur ekki úti-
lokað að hann hafi orðið sér út um
annan bíl og erfitt sé að vita hvert
þeir eigi að beina leit sinni. Því er
fólk beðið að hafa augun opin og
tilkynna til lögreglunnar ef þeir
telja sig verða ferða hans varir.
Sjálfstæður og sérvitur
Matthías er mjög fær í að gera upp
og lagfæra gamla bíla og hafði út-
búið rússajeppann sem húsbíl.
Hann ferðaðist mikið á bílnum og
bjó í honum á milli þess sem hann
bjó heima hjá mömmu sinni á Kjal-
arnesinu. „Ég gerði ráð fyrir að
hann hefði farið á rússajeppanum,
því enginn annar bíll kom til greina.
En vegna þess hvernig skrifað var
um þegar bíllinn fannst brunninn
þá er þetta allt í einu orðið eins og
spennutryllir,“ segir Þórgunnur og
vill ekki gera mikið úr bílbrunan-
um. „Þetta var náttúrulega gamall
bíll sem hann áleit að væri ekki þess
virði að koma í gegnum skoðun. En
honum láðist að láta mig vita hvað
stæði til,“ segir Þórgunnur, sem seg-
ir það ekki nýtt að Matthías fari ein-
samall í ferðir en hann láti þá alltaf
vita reglulega af sér. Hún segir hann
vera þjóðfélagsgagnrýninn og svo-
lítið sérvitran og sem dæmi um það
má nefna hann noti hvorki farsíma
né greiðslukort og saumi sjálfur á
sig fötin. „Hann hugsar öðruvísi og
er ekki alveg í norminu. Hann er
mjög sjálfstæður, gerir allt á eigin
forsendum og hefur mikið sjálfs-
traust. Hann hefur reyndar ekki
verið í vinnu undanfarið en hann er
að nota tímann mjög vel og er allt-
af í einhverjum verkefnum. Hann
skilur til dæmis ekki afhverju fólk á
atvinnuleysisbótum fær þunglyndi
af því að hafa allan þennan tíma og
vera ekki í vinnu. Hann notar tím-
ann í að virkilega rífa í sig þekkingu
af þvílíkum fróðleiksþorsta að ég
hef aldrei kynnst öðru eins,“ segir
móðir hans.
Ekki farið sér að voða
Þrátt fyrir að hafa ekki heyrt í syni
sínum í talslverðan tíma hefur
Þórgunnur ekki áhyggjur af því að
Matthías hafi farið sér að voða og
segir að nú hljóti að fara að koma
einhver svör. „Við skulum bara bíða
þangað til svörin koma. Við vitum
bara þetta sem hefur komið fram
í leitinni sem er ekki mikið og því
erum við svolítið spurningarmerki,
en ég held að það sé best að allir
séu bara mjög rólegir. En ég er viss
um að hann hefur ekki farið sér að
voða.“
Matthíasi hefur verið lýst sem
miklum einfara en Þórgunnur
móðir hans vill ekki meina að svo
sé. Hún útilokar ekki að hann sé
með einhverjum vinum sínum og
segir hann oft eignast nýja vini eða
kunningja á ferðalögum sínum.
„Mér finnst mjög líklegt að hann
sé í einhverjum félagsskap og þó
ég vilji ekki gera þessa félaga hans
ábyrga fyrir því að segja til hans,
þá er það mér algjörlega hulin ráð-
gáta afhverju hann er ekki búinn
að láta heyra í sér því það er allt í
mjög góðu í okkar sambandi. Mað-
ur hallast helst að því að hann hafi
skroppið úr landi þarna fyrir jól.
En maður veit það ekki, þess vegna
er betra að vera ekkert að segja of
mikið fyrirfram,“ segir hún og vill
koma skilaboðum til Matthíasar:
„Ef ég get sent honum skilaboð þá
vil ég segja honum að Mallemuck
sé kominn og að hann verði að hafa
samband strax.“
Þess má geta að Mallemuck er
heiti ýmissa stórvaxinna sjófugla,
til dæmis fýlinga. Móðir hans út-
skýrir ekki nánar hvað hún á við
með þessum orðum.
Föðurmissir
Matthías bjó fyrstu æviár sín með
fjölskyldu sinni í Þingholtsstræti í
miðbæ Reykjavíkur þar sem fað-
ir hans, Þórarinn Sveinbjörnsson,
var með prentsmiðju í gamla Gut-
enberghúsinu. Faðir hans seldi
verksmiðjuna og fjölskyldan flutti
á jörðina Birkihlíð á Stokkseyri þar
sem Þórarinn stundaði garðyrkju-
störf. Matthías gekk í barnaskól-
ann á Stokkseyri og var samkvæmt
æskuvinkonu líflegur og skemmti-
legur strákur. Hann og faðir hans
ólu kanínur og dúfur í garðinum
hjá sér í Birkihlíð og vörðu mikl-
um tíma saman í bílskúrnum í að
gera upp og lagfæra gamla bíla.
Þórarinn lést árið 2003 úr krabba-
meini og það mun hafa verið mikill
missir fyrir fjölskylduna og þá sér-
staklega Matthías. Þórgunnur seg-
ir föðurmissinn vissulega hafa ver-
ið erfiðan fyrir Matthías, en bendir
á að það séu liðin sjö ár síðan faðir
hans lést og hann hafi náð að vinna
úr þeim missi. „Hann Matthías er
eins og margt ungt fólk að reyna
að finna sig og er að reyna að nýta
tímann vel til að afla sér þekkingar
áður en hann velur sér sína leið. Í
okkar samfélagi er krafan svo sterk
að vera venjulegur, hvað sem það
nú þýðir, að vera ekki öðruvísi og
fara ekki sínar eigin leiðir. Þeir sem
eru svolítið sérvitrir og fara sínar
eigin leiðir eru alltaf litnir dálitlu
hornauga, kallaðir einfarar og eitt-
hvað því um líkt.“
Hæglátur og feiminn
Kunningi Matthíasar, sem hefur
þekkt hann síðan hann var barn,
lýsir honum sem hæglátum og
feimnum strák sem vilji öllum vel.
Hann segir hann hafa einangrast
eftir dauða föður síns og hafa far-
ið sínar eigin leiðir eftir það. „Þetta
er ofboðslega góður strákur og
hæfileikaríkur á mörgum sviðum.
Hann málaði mynd handa mér sem
hangir uppi á stofuveggnum heima
og hafa margir dáðst að henni og
spurt mig út í hana. Það er mjög
leiðinlegt að hann sé ekki kom-
inn í leitirnar en ég gæti alveg trú-
að honum til að vera einn einhvers
staðar í kofa uppi í sveit. Ég trúi því
að hann finnist heill á húfi.“
Engin skipulögð leit að Matthí-
asi er í gangi þessa stundina en
eins og áður kom fram vill lögregl-
an benda fólki á að vera vakandi og
hafa samband ef það telur sig hafa
einhverjar upplýsingar um ferðir
hans.
n Ekkert hefur spurst til Matthíasar Þórarinssonar í margar vikur n Sagður sér-
vitur strákur sem fer sínar eigin leiðir n Föðurmissir á unglingsárum mikið áfall
Dularfullt hvarf
Matthíasar „
Ef ég get sent
honum skilaboð
þá vil ég segja honum
að Mallemuck sé kominn
og að hann verði að hafa
samband strax.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Bíllinn brunninn Rússajeppi Matthíasar fannst brunninn skammt frá malarnámum á
Kjalarnesi en engar vísbendingar var að finna í honum.
Engin skipulögð leit Lögreglan segir erfitt að hefja skipulagða leit að
Matthíasi þar sem allt landið yrði leitarsvæði. Talið er að hann hafi síðast
sést á Selfossi.
Listrænn Mynd sem Matthías málaði og
gaf kunningja sínum.
Áhugamaður um bíla Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum bílum. Hér er hann um
fermingu í bíl sem hann gerði upp ásamt föður sínum heitnum.