Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 22
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði ágeng-ar tilraunir til að stíga í væng-
inn við bandarísk yfirvöld nokkrum
mánuðum eftir að flokkurinn hans var
hrakinn frá völdum eftir 18 ára valda-
tíð. Starfsmaður bandaríska sendiráðs-
ins sem varð fyrir viðreynslu Bjarna
virtist furðu lostinn.
Í byrjun nóvember 2009 hitti Sam Watson, starfsmaður sendiráðsins, Bjarna Benediktsson að bón hins
síðarnefnda. Bjarni hafði áður sent bréf
til þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og
beðið um fund með „háttsettum emb-
ættismanni“. Í samtali við sendiráðs-
fulltrúann lýsti Bjarni nýjasta plottinu
sínu. Hann ætlaði að fella Icesave-
samninginn og koma samningunum
fyrir rétt. Kannski gæti hæstiréttur
Bandaríkjanna komið inn í málið, lagði
hann til. Sendiráðsfulltrúinn hlustaði
hissa, að því er virðist miðað við orð
hans um Bjarna, sem Wikileaks lak
á vefinn. „Hann viðurkenndi líka að
ef hann næði sínu fram og lögin yrðu
felld í þinginu, myndi það fresta end-
urreisn Íslands enn meira. Það myndi
sannarlega þýða að engin meiri lán
kæmu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,
og án þess væri ríkisstjórnin ófær um
að aflétta gjaldeyrishöftunum…“
Forverar Bjarna voru duglegir að sækja hjálp til Ameríku. Þeir samþykktu að fara í stríð við Írak
til þess að reyna að halda bandaríska
hern um á Íslandi. Á fundinum lýsti
Bjarni einhliða yfir vilja sínum til tví-
hliða samstarfs við Bandaríkin. Árlegir
fundir með háttsettum embættis-
mönnum væru ekki nóg. Watson lýsti
löngunum Bjarna: „Benediktsson var
frekar óræður í tillögum sínum um
hvernig þetta ætti að gerast, en lagði til
að utanríkismálanefnd Alþingis heim-
sækti Bandaríkin. Síðan spurði hann
hvort einhver bandarísk fjármögnun
gæti komið til, til að auðvelda slíka
ferð.“ Watson skrifar neðanmálsgrein
um að Bjarni hefði síðar haft samband
og boðist til að koma einn í Hvíta húsið
að hitta embættismann.
Skýrsla Watsons um stefnumótin við Bjarna Ben endar á lýsingu á ágengni Engeyjarprinsins.
„Benediktsson heldur áfram að biðja
um fund með háttsettum embættis-
manni í Hvíta húsinu, jafnvel þótt end-
urskoðun á efnahagsáætlun Íslands
sé löngu lokið. Beiðni hans kann að
vera pólitískt bragð, ætlað til þess að
gera lítið úr andstæðingum hans í rík-
isstjórninni og vekja athygli í fjölmiðl-
um.“ Watson bollaleggur um hvað
Bjarna gangi til. „Miðað við tillögu
hans um Icesave-málið, það að fara
fyrir dómstóla, virðist tilgangurinn vera
pólitískur frekar en efnahagslegur,“
segir Watson undir lok skýrslu sinnar.
Bjarni er undarlega áfjáður í að komast í faðm heimsveldisins og jafnvel fórna fyrirsjáanlegum
hagsmunum þjóðar sinnar til þess eins
að baða sig í ljóma valdsins. Þeir sem
neita að skilja áhugaleysi hins aðilans
og eru jafnýtnir í einhliða viðreynslu
sinni og Bjarni eru kallaðir „stalkers“ af
bandarísum konum.
En aðfarir stjórnmálamannsins frá litla Íslandi voru frekar eins og mús sem reynir að eiga mök
við fíl.
Jú, kannski hefur íslensk þjóðar-sál níu líf einsog köttur og kannski kemur að því einhvern daginn að
dagar óréttlætis verða taldir.
Nýlega slysaðist ég til að hlusta á
útvarpsþáttinn Virkir morgnar á Rás 2
og í framhaldinu vaknaði eftirfarandi
spurning: –Hversu leiðinleg getur dag-
skrá útvarps orðið og hversu ósmekk-
lagt málfar er hægt að bjóða fólki, áður
en við hættum að hlusta og slökkvum
á viðtækjunum? Ég reyndi ekki að
svara en mundi það, að fyrir nokkrum
vikum skoðaði ég þingmenn, meðal
annars þingmenn Hreyfingarinnar
og Framsóknarflokksins. En í fram-
haldi af þeirri skoðun velti ég fyrir
mér spurningunni: Hversu heimskur
getur einn þingmaður orðið? Hversu
heimskur má þingmaður vera? Og
þegar ég sá nýjar tölur við bensíndælu
núna um daginn, spurði ég: –Hvað má
lítri af bensíni kosta? Hvenær hættum
við akstri og látum ekki bjóða okkur
okrið?
Allrar þessar spurningar tengjast
siðgæði, þó með ólíkum hætti sé. Allar
eru þær endurómur spurningar sem
svo oft kom að okkur, einsog guðlegt
bergmál frá Mikla hvelli, þegar hrunið
og samdrátturinn skullu á þjóðinni. Þá
hrópuðum við – í svefni og vöku: –Hve
lengi mun íslensk þjóðarsál þola þá
smán að vera sem útsöluvarningur á
markaðstorgi hégómans?
Svörin við spurningum mínum
liggja í stéttskiptingunni sem við forð-
umst að koma auga á. Rót vanda okkar
liggur í inngrónum undirlægjuhætti
og ótta við yfirvald. Þeir sem valtað
geta yfir lítilmagnann – valta bara
eins lengi og þeir nenna. Í laganna
hljóðan má einstaklingur draga ann-
an einstakling í endalausar flækjur
regluverks og jafnvel þó að allur mála-
tilbúningurinn valdi hinum saklausa
ómældum skaða, þá er vernd hans
engin. Ríkisvaldið neitar að horfast í
augu við mistök sín. Hér ganga glæpa-
menn lausir – ekki vegna þess að þeir
teljist saklausir, heldur vegna þess að
lög og reglur vernda glæpi þeirra. Við
dæmum 9 sakleysingja á meðan 900
glæpamenn láta greipar sópa í fjár-
hirslum fallinna banka og í fyrirtækj-
um sem afskrifa alvöru glæpi.
Við leyfum yfirstéttinni að skíta
uppá þak en bönnum almenningi
að skíta uppá bak. Við verndum
hvítflibbann en berjum á þeim sem
í raun og veru vilja þjóðinni vel. Á
meðan þingheimur framdi hér hvern
glæpinn á fætur öðrum, mættu níu
einstaklingar í þingsal og mótmæltu.
Niðurstaða valdsins er: –Berjum
á þessum fábjánum sem reyna að
trufla störf þingsins.
Skepnur þiggja skjól og hlíf
og skerf af sárabótum
og núna eru níu líf
niðurlægð af þrjótum.
22 | Umræða 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
„Það er náttúru-
lega afleitt mál
ef það er verið að
njósna um tölvu-
samskipti þingsins.“
n Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar
um dularfullu tölvuna sem fannst í
Alþingishúsinu. – DV.is
„Mér finnst ég hafa verið
blekktur.“
n Karl Sigurgeirsson, 67 ára skrifstofu-
maður á Hvammstanga og stofnfjáreig-
andi í Sparisjóði Húnaþings. – DV.is
„Þess vegna getur til dæmis
Alfreð Gíslason vesenlaust
unnið í Þýzkalandi.“
n Karl Th. Birgisson hrakti rök Alfreðs
Gíslasonar handboltaþjálfari gegn
Evrópusambandinu. – herdubreid.is
„Arion banki tengist þessu
ekkert, nema þeir eru
móðurfélag Stefnis, en við
erum ekki að kaupa þetta.“
n Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri
Stefnis, sem sá um kaup á Tryggingafé-
laginu Sjóvá.
„Það verður lögð fram
kæra á hendur þessum
starfsmanni og farið fram
á bætur.“
n Ágústa Hrund Steinarsdóttir,
forstöðumaður markaðsdeilar Íslands-
pósts, eftir að stórfelldur póstþjófnaður
komst upp. – DV
Þeir drepa þorp
Á Flateyri er nú lífsafkoma íbú-anna í fullkominni óvissu eft-ir að fiskvinnslan Eyraroddi
varð gjaldþrota með þeim afleiðing-
um að um þriðjungur vinnufærra
manna missir atvinnu sína. Gjald-
þrotið er reiðarslag fyrir hvern ein-
asta íbúa þorpsins.
Björgunaraðgerðir undanfarinna
vikna hafa brugðist. Sjávarútvegs-
ráðherra reyndi sitt með því að út-
hluta byggðakvóta á staðinn. Það
dugði ekki til þess að eigendur Eyrar-
odda næðu að halda áfram rekstrin-
um og allt sigldi í strand.
Vonir standa til þess að nýir aðil-
ar sjái sér hag í því að koma af stað
rekstrinum að nýju. Vandinn er hins
vegar sá að ytri aðstæður eru þorp-
inu óhagstæðar. Kvótakerfið gerir
það nær útilokað að íbúarnir nái
aftur vopnum sínum. Fyrir örfáum
árum var 3.000 tonna kvóta heima-
manna breytt í gull. Þar með lauk
aldalangri sögu sjálfstæðra veiða frá
staðnum. Stærstur hluti fiskvinnsl-
unnar varð háður kvótaeigendum
sem seldu dýrt aðgöngumiðann að
fiskimiðunum sem ná upp í kálgarða
Flateyringa. Það var við þessi skilyrði
sem Eyraroddi veslaðist upp og dó.
Það átakanlega við lífróður Flat-
eyringa nú er að ástandið er af
mannavöldum. Það voru menn sem
settu á kvótakerfið sem flestum var
ljóst að myndi smám saman eyða
smærri byggðum. Og það voru menn
sem seldu burt kvóta fyrir hátt á ann-
an milljarð króna. Hagræðingin er
sú að eyða litlum samfélögum en
styrkja þau stærri. Fyrir þorpin heit-
ir þetta hagræðing frá helvíti. Hið
illa leggst á eitt við að drepa fegurstu
blómin í garði Íslands.
Til að bæta gráu ofan á svart hafa
ríki og sveitarfélag sameinast við að
svipta Flateyri fleiri atvinnutækifær-
um. Elliheimilið skal lagt af sam-
kvæmt tilskipun að ofan. Gamla fólk-
ið má ekki lengur eyða ævikvöldinu í
þorpinu sínu. Kerfið getur ekki unnt
þorpinu þess að halda örfáum at-
vinnutækifærum. Að samanlögðu er
niðurstaðan sú að áföll Flateyringa
nú má rekja til vondra manna. Þeir
drepa þorp.
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar:„Ástandið er af
mannavöldum.
Níu líf …
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„Hve lengi mun
íslensk þjóðarsál
þola þá smán að vera
sem útsöluvarningur á
markaðstorgi hégómans?
Sjónvarp á villigötum
n Benedikt Erlingsson leikari á það
til að vera harður í málflutningi.
Hann er fastur álitsgjafi í Morgun-
útvarpi Rásar 2
þar sem hann
hraunaði yfir
Sjónvarpið
fyrir að hafa
gert upp á bak
í umfjöllun
tengdri stjórn-
lagakosningum.
Vísaði hann þar
til þess að stofnunin væri nánast
heltekin af umfjöllun um Evró og
íþróttaatburði en hefði setið hjá í
þessu tilviki sem bæri að fordæma.
Athyglisvert er þó að hann taldi
þuluna og útvarpsstjórann Pál
Magnússon vera saklausan en
kenndi stjórn RÚV um.
Þingmaður í háska
n Lilja Mósesdóttir alþingismaður er
eftirsóttur fyrirlesari þessa dagana.
Í vikunni féllst hún á að tala yfir
Rótarýklúbbi
á Selfossi. Ók
þingmaðurinn
sem leið lá yfir
Hellisheiði þar
sem hún lenti í
tvísýnu. Veðrið
var svo óskaplegt
að hún þurfti að
stöðva á heiðinni
vegna þess að ísing kom á rúðu-
þurrkurnar. En hún gafst ekki upp
og barðist gegn stormi og ísingu yfir
heiðina. Taldi Lilja á Facebook-síðu
sinni að karlarnir hefðu haft svona
mikið aðdráttarafl og blásið henni
kjark í brjóst.
Lögsóttur
fréttamaður
n Einhver lögsóttasti fréttamaður
á Íslandi er Svavar Halldórsson hjá
Sjónvarpinu sem er kærður hægri,
vinstri. Vart er til sá útrásarvíkingur
sem ekki hefur stefnt Svavari eða í
það minnsta hótað því. Þannig eru
dáðadrengir útrásarinnar á borð
við Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálma
Haraldsson í máli við fréttamanninn.
Svavar hefur einnig verið kærður
til siðanefndar Blaðamannafélags
Íslands en þar fór hann flatt í
átökum við Votta Jehóva sem fengu
hann sakfelldan.
Talsmaður Jónínu
n Lítið hefur farið fyrir Jónínu
Benediktsdóttur heilsufrömuði að
undanförnu. Eftir mikið uppnám
lokaði hún
Facebook-síðu
sinni þar sem
ýmislegt hafði
verið látið
fjúka. Maður
hennar, Gunnar
Þorsteinsson í
Krossinum, er
þó duglegur við
að vitna í hana á sinni síðu og er
eins konar talsmaður hennar. Telur
Gunnar að eiginkona sín sé illa
leikin af fjölmiðlum og eigi erfitt
þess vegna. Sjálfur forðast hann
eins og hreinsunareldinn að nefna
þann hóp kvenna sem sakar hann
um áreiti. Svo virðist sem það mál
allt saman sé koðnað niður.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Svarthöfði
DAÐRAÐ VIÐ AMERÍKU
Leiðari