Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 26
26 | Nærmynd Texti: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
NL-0412-61-03_2.jpg
Sjómaðurinn Björn
Jörundur eldar ofan í áhöfnina
á rækjutogara sem gerir út frá
Siglufirði.
DV1101189916
Sódóma Björn Jörundur
sló í gegn í hlutverki sínu
í kvikmyndinni Sódóma
Reykjavík.
E12904.jpg
Idol Stjörnuleit Björn
Jörundur var dómari í
raunveruleikaþáttunum
Idol Stjörnuleit, ásamt þeim
Jóni Ólafssyni og Selmu
Björnsdóttur.
Björn Jörundur
Friðbjörnsson í
nærmynd:
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður
skrifar adalsteinn@dv.is
Poppstjarnan
sem fór á sjóinn
Tónlistarmaðurinn, leikarinn og faðirinn Björn Jörundur
Friðbjörnsson eldar nú ofan í áhöfn rækjutogara sem gerir út
frá Siglufirði. Hann er sagður hafa breytt um lífsstíl og yfirgefið
líf popparans. Hann hefur í gegnum tíðina gengið í gegnum súrt
og sætt, en hann hefur löngum barist við eiturlyfjafíkn. Hann
hefur unnið sigra í tónlistarbransanum og meðal annars tekið
að sér dómgæslu í söngkeppnum í sjónvarpi. Hann hefur einnig
leikið í fjölda íslenskra kvikmynda, en þar ber hæst Sódómu
Reykjavík og Engla alheimsins, þar sem hann vakti verðskuldaða
athygli og vann Grímuverðlaun.
Sjómaðurinn Björn
Jörundur eldar ofan í
áhöfnina á rækjutogara
sem gerir út frá Siglufirði.