Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 27
Nærmynd | 27Helgarblað 21.–23. janúar 2010
NL-0412-61-03_2.jpg
Sjómaðurinn Björn
Jörundur eldar ofan í áhöfnina
á rækjutogara sem gerir út frá
Siglufirði.
DV1101189916
Sódóma Björn Jörundur
sló í gegn í hlutverki sínu
í kvikmyndinni Sódóma
Reykjavík.
E12904.jpg
Idol Stjörnuleit Björn
Jörundur var dómari í
raunveruleikaþáttunum
Idol Stjörnuleit, ásamt þeim
Jóni Ólafssyni og Selmu
Björnsdóttur.
Björn Jörundur
Friðbjörnsson í
nærmynd:
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður
skrifar adalsteinn@dv.is
Poppstjarnan
sem fór á sjóinn
Björn Jörundur hefur frá upphafi ver-ið einn liðsmanna hljómsveitarinn-ar Nýdanskrar, en hann hefur spilað
á bassa og sungið. Hann stofnaði hljóm-
sveit ásamt félaga sínum úr Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, sem seinna átti eftir að
verða að Nýdanskri. Á vefsíðu hljómsveit-
arinnar segir að vinátta sé eins og rauður
þráður í gegnum sögu hljómsveitarinn-
ar, en nýverið virðist það hafa breyst, en
Björn Jörundur sagði í lok síðasta árs
sambandið vera gott því þeir eyddu
orðið svo litlum tíma saman og væru
aldrei saman nema þeir þyrftu. Þetta
væri ekki eins og áður fyrr þeg-
ar hljómsveitin var saman allan
daginn, alla vikuna. Þá fengu
þeir nóg af hver öðrum.
Af bassa í söng
Fyrst lék hann einung-
is á bassa en hlutverk
hans sem söngvara óx
jafnt og þétt og tók hann
endanlega yfir það hlut-
verk þegar Daníel Ágúst
Haraldsson tók sér tíu
ára hlé frá hljómsveit-
inni, árið 1997. Hann hef-
ur einnig sent frá sér sóló-
plötu, en hún hét
einfaldlega BJF,
sem er fanga-
mark Björns.
Tónlist-
arferill
Björns
hefur að
mestu
leyti ver-
ið jákvæð-
ur, en rokk-
ari síðustu
aldar, Bubbi
Morth ens,
var fyrirmynd
Björns í æsku.
Hefur hann meira
að segja látið hafa
eftir sér að hugsanlega
hafi Bubbi haft svo sterk
áhrif á hann, að hann hafi
leiðst út í fíkniefni, eins og
Bubbi. „Ég hefði kannski
betur hugsað málið. Þegar ég
var ungur var Bubbi Morth ens
mín fyrirmynd. Þetta er kannski
afleiðing þess,“ sagði hann í sam-
tali við Fréttablaðið árið 2009, eftir
að upp komst um fíkniefnaviðskipti
hans.
Skapandi
Samstarfsmaður hans í hljómsveit-
inni Nýdanskri, Jón Ólafsson, segist að-
spurður um hvernig mann Björn Jörundur
hafi að geyma að hann sé mikill hugsuð-
ur og magnaður listamaður. „Sennilega sá
klárasti sem ég hef unnið með, af mörgum
klárum. Bara ótrúlega gáfaður og frjór ná-
ungi,“ segir Jón og heldur áfram: „Hann er
mikill hugsuður og helvíti klár í höfðinu.
Mér finnst hann vera einn besti laga- og
textahöfundurinn síðan hann kom fram.
Ég er mikill aðdáandi Björns Jörundar, þó
að ég sé með honum í hljómsveit. Hann er
mjög skapandi og gefur mikið af sér.“ Jóni
finnst það sýna hversu skapandi og klár
Björn Jörundur sé að hann hafi samið mörg
af sínum bestu lögum fyrir tvítugt. „Svo
gengur hann bara algjörlega blautur á bak
við eyrun og fer að leika í Sódómu Reykja-
vík og rúllar því upp. Leikur svo í Englum
alheimsins og fær Grímuverðlaunin. Það
segir nú bara ansi margt um hversu öflugur
listamaður hann er,“ segir Jón.
Á hvíta tjaldinu
Kvikmyndin Sódóma Reykjavík kom út árið
1992 og var það fyrsta kvikmynd Óskars Jón-
assonar. Björn Jörundur fór með aðalhlutverk
í þeirri mynd. Hann vakti mikla athygli og hef-
ur myndin verið valin í könnunum besta ís-
lenska kvikmyndin. Björn lék einnig í annarri
íslenskri kvikmynd, Englum alheimsins, sem
oft hefur verið nefnd sem besta íslenska kvik-
myndin. Þar þótti hann sýna stórleik, en hann
fór með hlutverk Viktors, vistmanns á Kleppi.
Leikferill Björns sýnir svo ekki um verður villst
að hann er hæfileikaríkur, en hann hefur hlot-
ið lof fyrir mörg hlutverk í íslenskum kvik-
myndum, og meðal annars fengið Edduverð-
laun. Hann er líka einn af fáum Íslendingum
sem stjórnað hafa skemmtispjallþætti í sjón-
varpi, en það gerði hann í þættinum Birni og
félögum, sem sýndur var á upphafsárum Skjás
Eins. Hljómsveitin Buff var mynduð í kring-
um spjallþáttinn, en hún varð síðar þekkt
dansleikjahljómsveit sem margir Íslending-
ar þekkja. Þá hefur hann starfað sem dóm-
ari í raunveruleikasjónvarpsþáttunum Idol
Stjörnuleit og Bandinu hans Bubba, þar sem
hann starfaði við hlið átrúnaðargoðs síns.
Verslaði kókaín
Björn Jörundur flæktist inn í fíkniefnamál sem
tekið var fyrir í dómskerfinu árið 2009. Þá var
símtal hans við fíkniefnasalann Þorvarð Dav-
íð Ólafsson, þar sem Björn ræddi við hann
um fíkniefnakaup, notað sem sönnunargagn í
málinu. Fyrst um sinn neitaði Björn að hann
hefði verið að kaupa fíkniefni af Þorvarði Dav-
íð, en síðar viðurkenndi hann að hafa keypt
bæði kókaín og amfetamín. „Það er augljóst
um hvað verið er að ræða þarna, það skilja
allir hvað þarna er sagt,“ sagði Björn í samtali
við fréttastofu Stöðvar 2. Um tíma ríkti óvissa
um framtíð hans sem dómara í raunveruleika-
sjónvarpsþáttunum Idol Stjörnuleit, en mál-
ið komst upp þegar aðeins einn þáttur hafði
verið sýndur. Þór Freysson, framleiðandi Idol
Stjörnuleitar, sagði í samtali við DV þegar at-
vikið komst upp, að framtíð Björns í þáttunum
yrði tekin til skoðunar, og að forsvarsmenn
þáttanna þyrftu að ræða þetta sín á milli. Að
lokum fór það þó svo að hann hélt dómara-
sætinu út þáttaröðina.
Á sama tíma og Björn Jörundur átti í þess-
um fíkniefnaviðskiptum við Þorvarð Davíð var
hann dómari í raunveruleikasjónvarpsþátt-
unum Bandinu hans Bubba.
Klámritstjórinn
Um miðjan síðasta áratug tók Björn Jörund-
ur við starfi ritstjóra á íslenska klámblaðinu
Bleiku & bláu. Nafninu var breytt úr Bleiku
& bláu yfir í B&B á sama tíma og Björn hóf
þar störf og boðaði hann grundvallarbreyt-
ingar á ritstjórnarstefnu blaðsins. Hann gerði
tilraun til að breyta tímaritinu úr klámblaði
yfir í karlatímarit. Að vissu leyti tókst það
hjá honum, efnistök blaðsins breyttust og
hurfu grófir myndaþættir úr blaðinu. Blað-
ið var engu að síður erótískt tímarit þar sem
fáklæddir kvenmenn voru í fyrirrúmi. Björn
mætti illa í vinnuna á meðan hann ritstýrði
blaðinu og í byrjun árs 2005 hrökklaðist hann
loks úr starfi.
Drakk bara borðvín
Mikil læti urðu í kjölfar ásakana nemenda
og skólastjórnenda í Menntaskólanum á Ak-
ureyri um að Björn hefði mætt drukkinn, og
jafnvel undir áhrifum fíkniefna á mennta-
skólaball í skólanum, þar sem hann skemmti
með hljómsveit sinni. Jón Ólafsson, liðsmað-
ur Nýdanskrar, tók upp hanskann fyrir vin
sinn og neitaði staðfastlega að hann hefði
neytt nokkurs annars en borðvíns áður en
hann kom fram á ballinu. Jón viðurkenndi að
hljómsveitin hafi ekki staðið sig sem skyldi,
en sagði að ekki væri við Björn að sakast.
Hann sagði Björn Jörund hafa farið á kostum
á dansleiknum og hann hafi átt mikið lof skil-
ið fyrir frammistöðu sína. „Björn líður þarna
fyrir að vera þekktastur okkar hjá krökkum á
framhaldsskólaaldri en er ekki sá einstakl-
ingur sem missteig sig þetta kvöld í samskipt-
um við Bakkus,“ sagði Jón í yfirlýsingu sem
hann sendi DV í kjölfar málsins. Eftir að mál-
ið kom upp fór Björn Jörundur á sjó og hefur
verið í áhöfn rækjutogara og séð um að elda
ofan í mannskapinn úti á ballarhafi.
Sjómaðurinn
Í desember sagði DV frá því að Björn Jörund-
ur hefði flust búferlum af höfuðborgarsvæð-
inu og til Siglufjarðar. Þar hefur hann stund-
að sjóinn á rækjutogara en sjálfur segist hann
hafa skellt sér í trilluútgerð í fyrrasumar og í
framhaldi af því hafi hann farið á sjóinn hjá fé-
laga sínum á Siglufirði. Þessir búferlaflutning-
ar Björns voru þáttur í breytingum sem hann
gerði á eigin lífi en hann yfirgaf þann soll sem
þekkist í tónlistarbransanum þegar hann
yfirgaf borgina. Jón Ólafsson sagði í kjölfar Ak-
ureyrarmálsins að Björn hefði lagt mikið á sig
til að breyta lífsstíl sínum og það hefði borið
góðan árangur.
Björn er mikill áhugamaður um siglingar,
og segja vinir hans sem DV ræddi við að hann
kunni vel við sig á sjónum. Hann hefur lagt
stund á róður og á meðal annars skútu með
vini sínum, Valgeiri Magnússyni. Björn hefur
unnið siglingamót sem haldin hafa verið hér
á landi.
Á heima á sjónum
„Þeir sem að fíla sjóinn, þeir fíla sjóinn alveg
alla leið,“ segir Valgeir aðspurður um hvort
Björn eigi heima á sjónum. „Hann hefur ver-
ið í siglingum frá því að hann var unglingur.
Hann er mikið í siglingum og við erum búnir
að sigla saman í þrjú ár. Að keppa.“
„Hann er ótrúlega fljótur að tileinka sér
nýtt svið og nýtt umhverfi. Hann er líka með
orðheppnustu mönnum sem ég hef kynnst,“
segir Valgeir um vin sinn Björn. Hann segir að
Björn sé síðasti maðurinn sem maður vill abb-
ast upp á með orðum, og að Björn geti snú-
ið árásinni við með einni setningu. „Hann er
bara með orðheppnari mönnum sem ég hef
kynnst,“ segir Valgeir og bætir við: „Ef hann
hefði fæðst þrjátíu árum fyrr, hefði hann orðið
forsætisráðherra. Stjórnmálamaður af gamla
skólanum, hann er þessi týpa.“
Frá níu til fimm
Björn Jörundur hefur ekki bara látið til sín
taka á listasviðinu og í menningargeiranum,
en hann vann um tíma sem hugmynda- og
textasmiður á auglýsingastofunni Pipar, und-
ir stjórn Valgeirs Magnússonar, sem er betur
þekktur sem Valli Sport, og Sigurðar Helga
Hlöðverssonar, sem er betur þekktur sem
Siggi Hlö. Valgeir segir að það sé mjög gaman
að vinna með Birni, að ef hann sé í góðu skapi,
séu allir í góðu skapi. „Hann smitar bara út frá
sér,“ segir hann.
Hann var einnig um tíma í föstu sam-
bandi við Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur
Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi
ráðherra. Með henni eignaðist hann eina
dóttur árið 1994. Dóttir Björns er búsett hjá
móður sinni.
„Svo labbar hann bara
algjörlega blautur á
bak við eyrun og fer að leika
í Sódómu Reykjavík og rúllar
því upp.
„Síðar viðurkenndi hann
að hafa keypt bæði
kókaín og amfetamín.
Idol Stjörnuleit Björn Jörundur var dómari í raunveruleikaþáttunum Idol Stjörnuleit, ásamt þeim Jóni Ólafssyni og Selmu Björnsdóttur.