Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 34
H
erbert Mullin fæddist í
apríl 1947 í Salinas í Kali-
forníu í Bandaríkjunum,
en ólst upp í Santa Cruz.
Faðir hans, uppgjafahermaður
úr síðari heimsstyrjöldinni, var
strangur en ku ekki hafa verið of-
stopamaður. Faðir Herberts sagði
síðar að uppeldið hefði litast mjög
af sterkri trú. Hvað sem því líður
var Herbert nokkuð eðlilegt barn
og naut þess að hlýða á hetjusagnir
föður síns úr stríðinu og lærði ung-
ur að árum að meðhöndla skot-
vopn.
Herbert var ágætlega vinsæll í
skóla, átti fjölda góðra vina og var
talinn, af skólafélögum sínum, lík-
legastur til að gera það gott í lífinu.
Geðsjúkrahús og guðfræði
En Herbert varð fyrir reiðarslagi
rétt eftir að hafa lokið framhalds-
skólanámi þegar einn besti vinur
hans lést í bílslysi. Herbert var nið-
urbrotinn og kom sér upp helgi-
dómi í svefnherbergi sínu hinum
látna vini til heiðurs. Til að bæta
gráu ofan á svart vaknaði hjá hon-
um sá ótti að hann væri samkyn-
hneigður, jafnvel þótt hann hefði
verið í langtímasambandi við
stúlku á þeim tíma.
Árið 1969, þá 21 árs, samþykkti
hann að vera lagður inn á geð-
sjúkrahús og næstu árin var hann
vistmaður á hinum ýmsu stofn-
unum sem hann yfirgaf eftir mis-
stuttan tíma. Á þessum tíma reyndi
Herbert við guðfræðina en án ár-
angurs.
Lítil áhöld voru um að hann
gekk ekki heill til skógar andlega
þegar hann missti íbúð sem hann
bjó í eftir að hann hafði valdið því-
líkum skarkala að fólki stóð ekki á
sama og öskrað á manneskjur sem
hvergi var að sjá.
Víetnamstríðið var
jarðskjálftavörn
Árið 1972 flutti Herbert Mullin
heim til foreldra sinna í Santa Cruz
og var þegar þar var komið sögu
farinn að heyra raddir sem sögðu
honum að jarðskjálfti væri yfirvof-
andi og einungis morð dygðu til að
bjarga Kaliforníu frá eyðileggingu.
Afmælisdagur hans var 18. apríl og
jarðskjálftinn mikli í San Fran cisco
reið yfir þann dag 1906 og taldi
Mullin það afar þýðingarmikið.
Einnig trúði Herbert því að
stríðið í Víetnam hefði haft í för
með dauða nægilega margra
bandarískra hermanna til að koma
í veg fyrir jarðskjálfta, sem eins
konar blóðfórn til náttúrunnar. En
sá hængur var á að þegar leið að
árslokum 1972 var stríðið kom-
ið á það stig að Herbert ályktaði
að hann sjálfur yrði að hefja dráp
heima fyrir til að halda jarðskjálft-
anum í skefjum.
Morðæðið hefst
Herbert Mullin lét ekki sitja við orð-
in tóm og þann 13. október 1972
barði hann heimilislausan mann til
bana með hafnaboltakylfu. Fórn-
arlambið, 55 ára karlmaður, hafði
verið að húkka sér far og sló Her-
bert hann eftir að hafa narrað hann
til að líta aðeins á vél bílsins.
Síðar fullyrti Herbert að fórnar-
lambið hefði verið enginn annar
en Jónas í hvalnum og hann hefði
sent Herbert hugskeyti: „Gefðu
mér far og fleygðu mér fyrir borð.
Dreptu mig öðrum til björgunar.“
Lík mannsins fannst daginn eftir
morðið.
Nú var Herbert Mullin kominn á
bragðið og næsta fórnarlamb hans
var 24 ára kona, Mary Guilfoyle,
sem einnig hafði reynt að húkka sér
far. Þann 24. október stakk Herbert
Mary til bana í bílnum og fleygði
líki hennar í skóglendi við veginn
og spretti upp á henni kviðnum.
Hann hengdi síðan innyfli hennar
á trjágreinar svo hann gæti kann-
að hvort einhverja „mengun“ væri
að finna í þeim. Lík hennar var svo
illa farið þegar það fannst nokkrum
mánuðum síðar að talið var að hún
væri fórnarlamb annars raðmorð-
ingja sem lét að sér kveða á þessum
tíma, Edmunds Kemper.
Herbert reynir við herinn
Um viku síðar, 2. nóvember, sam-
einaði Herbert Mullin morð og
skriftir þegar hann ákvað að játa
syndir sínar fyrir presti að nafni
Henri Tomei. Við skriftirnar fékk
Herbert þá flugu í höfuðið að Tom-
ei vildi sjálfviljugur fórna sér til að
forða Kaliforníu frá jarðskjálfta.
Herbert viðhafði engar vífi-
lengjur og barði, sparkaði í og stakk
prestinn sem blæddi út í skrifta-
klefanum. Framburður vitnis sem
sá þegar Herbert lagði á flótta varð
lögreglunni ekki til hjálpar.
Nú ákvað Herbert Mullin að
ganga í herinn og komst, merki-
legt nokk, í gegnum öll próf þar að
lútandi, en var hafnað þegar synd-
ir fortíðar – minni háttar afbrot og
hegðunarvandamál – komu í dags-
ljósið. Herbert velktist ekki í vafa
um orsök höfnunarinnar – um alls-
herjarsamsæri var að ræða af hálfu
valdamikilla hippasamtaka.
Skellti skuldinni á fíkniefni
Í janúar 1973 hafði Herbert látið af
fíkniefnanotkun og dregið þá álykt-
un að hún væri orsök alls sem mið-
ur hefði farið í lífi hans. Til að létta
sér þá vinnu sem hann stóð frammi
fyrir keypti hann sér nokkrar byss-
ur og sýndist tími til kominn að
binda enda á jarðvist Jims Gian-
era, skólabróður sem hafði útveg-
að honum maríjúana í fyrsta sinn
þegar þeir sátu á skólabekk saman.
Þegar Herbert kom á heimili
Jims 25. janúar 1973 komst hann
að því sér til mikillar hrellingar að
Jim var fluttur, en nýr íbúi, Kathy
Francis, gaf honum upp nýtt heim-
ilisfang Jims. Herbert beið ekki
boðanna og fór þangað, skaut bæði
Jim og eiginkonu hans til bana og
stakk þau ítrekað. Síðan lá leið
hans heim til Kathy Francis þar
sem hann skaut hana til bana og
tvo syni hennar einnig, 9 og 4 ára.
Eiginmaður Kathy var ekki heima
þegar ósköpin dundu yfir, en þar
sem hann var þekktur fíkniefnasali
dró lögreglan þá ályktun að morð-
in á Kathy og drengjunum tengdust
fíkniefnaviðskiptum.
Unglingar í útilegu
Um mánuði síðar, snemma í febrú-
ar, var Herbert Mullin að þvælast
um í Henry Cowell-útivistargarð-
inum í Santa Cruz og sá þá til fjög-
urra unglingspilta sem voru í úti-
legu. Herbert gekk að þeim, kynnti
sig sem skógarvörð og fyrirskipaði
þeim að hafa sig á brott hið snar-
asta því þeir „menguðu“ skóginn.
Þegar þeir neituðu að verða við fyr-
irmælunum sagðist hann koma aft-
ur daginn eftir sem hann og gerði.
Hann skaut þá alla til bana og lét
líkin liggja þar sem þau voru. Þau
fundust ekki fyrr en um viku síðar.
Herbert framdi sitt síðasta morð
13. febrúar, þremur dögum eft-
ir morðin á drengjunum. Þar sem
Herbert ók stefnulaust um rak
hann augun í aldraðan karlmann
af spænskum uppruna sem var í
mestu makindum að snyrta garð-
inn sinn. Herbert tók U-beygju,
stöðvaði bílinn, lagði riffilhlaupið á
vélarhlífina til stuðnings og miðaði
vandlega.
Eftir að hafa skotið manninn til
bana settist hann aftur undir stýri
og ók fumlaust á brott. Fjöldi vitna
var á staðnum og skömmu síðar
var Herbert Mullin í vörslu lögregl-
unnar.
Úrskurðaður sakhæfur
Herbert Mullin reyndi að sannfæra
kviðdómara um að hann hefði far-
ið að fyrirmælum radda sem hann
heyrði og að í raun væri það hon-
um að þakka að engir jarðskjálftar
hefðu riðið yfir nýlega. Hann hafði
ekki erindi sem erfiði og var ákærð-
ur fyrir tíu morð og í ágúst 1973
var kveðinn upp dómur. Hann var
sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu
ráði í tilfellum Jims Gianera og Kat-
hy Francis, og fyrir annarrar gráðu
morð í átta tilfellum.
Hann getur ekki sótt um
reynslulausn fyrr en árið 2025, en
þá verður hann orðinn sjötíu og
átta ára.
n Myrti þrettán manns til að afstýra jarðskjálfta n Sagðist hafa farið að fyrirmælum radda sem hann heyrði
FÓRNAÐI FÓLKI Í
FORVARNARSKYNI
34 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 21.–23. janúar 2011 Helgarblað
„Herbert velktist
ekki í vafa um or-
sök höfnunarinnar – um
allsherjarsamsæri var að
ræða af hálfu valdamik-
illa hippasamtaka.
Herbert Mullin
eftir handtök-
una Mullin gerði
lítið til að forðast
handtöku eftir
síðasta morðið.
Í höndum lögreglunnar Herbert Mullin sagðist hafa forðað Kaliforníu frá
jarðskjálfta.