Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 54
54 | Fólk 21.–23. janúar 2011 Helgarblað
H
eimildir DV herma að fyrirsætan og leiklist-
arneminn Ornella Thelmudóttir og tónlist-
armaðurinn Barði Jóhannsson hafi eytt tölu-
verðum tíma saman yfir hátíðarnar. Ornella
býr um þessar mundir í Kaupmannahöfn þar sem
hún leggur stund á trúðafræði, sem er eins konar leik-
listarnám, við British Theatre Comedy School. Barði,
sem er yfirleitt kallaður Barði í Bang Gang, er einn af
þekktustu tónlistarmönnum Íslands.
Ekki er hægt að segja að Ornella og Barði séu mjög
líkar manngerðir, en oft er nú sagt að andstæður drag-
ist hvor að annarri. Það er nokkuð augljóst í tilfelli
þeirra tveggja. Ornella kom til Íslands yfir hátíðarnar
en hún er nú farinn aftur til Kaupmannahafnar til að
halda áfram að nema trúðafræði.
Ornella er hvað þekktust fyrir að hafa setið fyrir í
erótíska tímaritinu Playboy. Hún hefur þó sagt skil-
ið við fyrirsætustörfin í bili og er á fullu í skólanum í
Kaupmannahöfn. „Ég læri loftfimleika og leiklist með
líkamstjáningu og einn skemmtilegasti hluti námsins
eru trúðafræðin, eða Commedia dell‘arte,“ sagði Orn-
ella í nýlegu viðtali við DV.
Barði hefur sent frá sér fjöldann allan af plötum og
hefur slegið í gegn á Íslandi jafnt sem erlendis. Hann
hefur einnig samið fjölda laga fyrir aðra listamenn,
auglýsingar, leikrit, sjónvarpsþætti og svo mætti lengi
telja. Óhætt er að segja að flestir Íslendingar heyri eitt-
hvað eftir Barða nokkrum sinnum í viku.
Barði er talsvert eldri en Ornella, en hún er
fædd árið 1989 en Barði árið 1975. Það er
því fjórtán ára aldursmunur á skötuhjú-
unum.
Saman yfir hátíðarnar
Ornella Thelmudóttir og Barði í Bang Gang:
Ástfangin? Ornella eyddi miklum tíma
með Barða yfir jólin og áramótin.
Lærir frönsku í
frístundum
„Fór í fyrsta frönskutímann á þessu misseri
í dag,“ skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-
síðuna sína á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún
hefur lengi verið stór þátttakandi í íslensku
stjórnmálalífi en hún dró sig í hlé stuttu eftir
hrun eftir að hafa veikst alvarlega. „Tók sem
sagt upp þráðinn aftur þar sem ég sleppti
honum í haust þegar hugur minn og orka var
skyndilega bundin í öðru.“ Ingibjörg virðist
skemmta sér vel, en hún segir að það sé
„gaman að dusta rykið af frönskunni í góðra
kvenna hópi“.
Sáttur með
engin stig
Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst segist ekki
sjá eftir þátttöku sinni í Eurovision, en hann
segist þó vera feginn að hafa ekki unnið.
„Sumir hafa tekið því mjög illa að hafa farið
illa út úr Eurovision. Fyrir mig skipti það
engu máli. Ég var rosalega feginn að vinna
ekki. Mig langaði alls ekki til þess því mig
langaði til að sinna mínum ferli,“ segir hann
í viðtali í nýjasta tímariti Monitors. Hann
segist viss um að ef hann hefði náð árangri
í keppninni þá hefði hann farið allt aðrar
leiðir með tónlistarferilinn sinn. „Þá hefði
ég farið að syngja meira lög eftir aðra og í
einhverju samhengi sem ég réði takmarkað
við.“
Ó
mar Ragnarsson fjöl-
miðla- og kvikmynda-
gerðarmaður er mikill
áhugamaður í bíla. Hann
á marga bíla en flestir þeirra þykja
frekar óvenjulegir. Bíllinn sem
hann notaði þegar hann ferðaðist
ásamt Andra Frey Viðarssyni út-
varpsmanni um landið í sumar er
þó ekki bara lítill og óvenjulegur
– heldur er hann einnig stútfullur
af alls konar dóti. Í bílnum er að
finna ótrúlegustu hluti, en á með-
fylgjandi myndum má sjá að það
er borin von að koma nokkrum
manni í aftursæti bílsins vegna
dóts. Föt, bensín og kjúklingabit-
ar voru meðal þess sem var í bíln-
um þegar ljósmyndari DV hitti þá
félaga.
Kósí bíll
„Það fór eftir því hvort kallinn
hafði gleymt epli undir sætinu
eða ekki. Annars var það mjög
ljúft. Allar lífsins nauðsynjar eru
í þessum bíl, eins og kannski
fólk sér. Þessi bíll reyndist okkur
rosalega vel,“ segir Andri Freyr
aðspurður um hvernig hafi ver-
ið að ferðast í bílnum. Andri seg-
ir að í bílnum megi finna hluta
af bókhaldinu hans Ómars, um
það bil tíu ljósmynda– og kvik-
myndatökuvélar, að það megi
alltaf stóla á að það sé til kókó-
mjólk í bílnum, og að þar sé líka
alltaf Cheerios. „Þetta var mjög
kósí, yndislegur bíll,“ segir Andri.
„Það er ótrúlegt hvað kemst mik-
ið af dóti fyrir í honum.“
Á flandri um landið
„Bruna úr beinum, beina leið,“
sungu þeir félagar fyrir hverja
útsendingu á útvarpspistlun-
um sem þeir tóku saman þeg-
ar þeir ferðuðust um á bílnum.
Pistlarnir voru sendir út und-
ir nafninu „Á flandri, - Ómar
og Andri“. Þættirnir voru send-
ir út alla föstudaga í sumar, en
um klukkutímaþátt var að ræða
þar sem þeir félagar tóku púls-
inn á landanum. Ómar Ragnars-
son skrifaði um þáttinn á vefsíðu
sína áður en útsendingar hófust
og sagði þá: „Á milli okkar Andra
eru tvær kynslóðir svo að það er
líkt og afinn og strákurinn hafi
náð saman í stuðinu.“ Skemmst
er frá því að segja að pistlarn-
ir slógu í gegn. Draslið í bílnum
hafði engin áhrif á það.
n Andri og Ómar
ferðuðust um landið
á bíl sem var fullur af
drasli n Bensínbrús-
ar, púðar og kjúkl-
ingabitar í farangrin-
um n Skemmtu sér
konunglega í ferðinni
„Mjög kósí og
yndislegur bíll“
Andri og Ómar:
Kósí Andri Freyr rétt
komst inn í bílinn.
Félagar Þröngt
mega sáttir sitja.
Fullt! Fullur bens-
ínbrúsi og fatnaður
í farteskinu.