Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 26.–29. september 20142 Fréttir
Gefa bágstöddum
mat á Facebook
Íslendingar á samfélagsmiðlum koma bágstöddum samborgurum til aðstoðar
U
ng stúlka, undir 18 ára
aldri, skráði sig inn í hóp
inn Matargjafir á Face
book í vikunni til þess eins
að hjálpa samborgurum
í neyð. Hún vann sér inn 10.000
krónur með aukavinnu og gaf helm
inginn af upphæðinni inni í hópn
um auk bleyja, brauðs, áleggs og
mjólkur.
Sagan er ekki einsdæmi því
neyðin er svo sannarlega til staðar
og hvunndagshetjurnar líka.
Nú er búið að búa til matargjafa
hópa fyrir alla landshluta á Face
book en hóparnir sem um ræðir eru
annars vegar fyrir þá sem eru í neyð
og vantar aðstoð með til dæmis mat
og bleyjur og hins vegar þá sem eru
aflögufærir og til í að hjálpa.
„Ég var meðlimur í hóp þar sem
allt fékkst gefins. Eitt kvöldið sá ég
auglýsingu frá konu sem sagðist hafa
verið að taka til í eldhússkápnum
sínum og var ekki að nota ýmislegt
matarkyns og hún vildi gefa. Mér
fannst þetta svo frábær hugmynd að
ég fór að hugsa um allt kjötið sem ég
átti í frystikistunni,“ segir Jóhanna
Bjarndís Arapinowicz, einn af stofn
endum og stjórnendum uppruna
lega hópsins á Facebook.
Síminn stoppaði ekki
„Þetta var fyrir
verslunar mannahelgi
og ég var að bjóða fólki
sem átti ekki mikið, og
gat ekki farið í ferða
lag þessa miklu helgi,
að gleðja fjölskylduna
með góðum mat. Ég
var alls ekki viss um að
einhver vildi kjötið og
var satt best að segja
hálfstressuð yfir því að
hafa sett inn auglýs
inguna,“ segir Jóhanna
Bjarndís en ekki stóð á
svörum.
„Það varð allt vit
laust. Ég passaði mig
á því að skipta þessu
á milli fólks sem var
að spyrja um kjötið en
það rauk út strax og
næstu tvo sólarhringa
fékk ég fyrir spurnir
um kjötið, hvort eitt
hvað væri eftir,“ segir
Jóhanna Bjarndís sem
veit að svona hvílir
þungt á þeim sem leita sér aðstoðar.
„Fólkið sem sótti kjötið var gráti
næst. Margir sögðu mér frá ástandi
sínu og það var grátlegt.“
Þann 31. júlí síðastliðinn settist
Jóhanna Bjarndís fyrir framan tölv
una og bjó til hópinn Matargjafir en
hlutverk síðunnar var fyrst og fremst
að leiða saman þá sem gefa mat og
þá sem þiggja mat.
Margir vilja hjálpa náunganum
„Fólk getur auglýst aðstoð, tekið til
í skápum og frystikistum og boðið,
þiggjendur hafa síðan beint samband
við þá. Marga langar að gefa til baka
í samfélagið, hjálpa náunganum en
vita ekki hvar eða hvert á leita,“ segir
Jóhanna Bjarndís sem fékk fljótt eftir
stofnun hópsins fyrirspurnir frá fólki
sem vildi aðstoða hana.
„Dásamlegar dömur höfðu sam
band við mig og buðu mér aðstoð
við síðuna, að hjálpa mér að fara yfir
stöðuna og að allt sé á kurteisisnót
um, eyða út gömlum auglýsingum
og passa að aðgát sé höfð í nærveru
sálar. Í dag erum við sex stjórnend
ur síðunnar; ég, Lilja Guðmunds
dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Árdís
Pétursdóttir, Álfheiður Þórsdóttir
og ein sem vill vera nafnlaus.“
Hægt er að biðja um hjálp beint
á vegg hópsins á Facebook en þó
eru nokkrir sem hafa samband við
stjórnendur síðunnar sem þá gerast
milliliðir fólksins við þá sem vilja
gefa mat.
Senda út neyðarkall
„Við söfnum á lista, sendum út
neyðarkall í okkar nafni. Gefend
ur hafa samband við okkur
og færa okkur mat, margir
fara út í búð og kaupa auka
matarpoka. Við deilum á
milli eftir fjölskyldustærð.
Frá opnun síðunnar hafa
yfir 60 manns fengið matar
aðstoð og við höfum ekki
tölu yfir þá sem hafa þegið
aðstoð beint af síðunni. Við
erum bundnar trúnaði okk
ar á milli, við skráum allt og
fylgjumst vel með,“ segir Jó
hanna Bjarndís sem nú ann
ar ekki eftirspurn.
„Reyndar verða breytingar
á þessum neyðarköllum okk
ar því að við önnum ekki
eftir spurn, við erum ekki
með matarlager hjá okkur né
stuðning frá fyrirtækjum, allt
er fengið frá fólkinu sem er á
Facebook.“
Jóhanna Bjarndís bendir
fólki sem vantar aðstoð eða
vill aðstoða að hafa nú sam
band við matargjafahópa
á sínu heimasvæði en búið er að
stofna matargjafahóp fyrir Akureyri
og nágrenni, Selfoss og nágrenni,
Akranes og nágrenni, Vesturland,
Ísafjörð og nágrenni og Suðurnes
og nágrenni.
„Fátækt er engin skömm og ég
hvet alla sem vantar aðstoð að hafa
samband.“ n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is „Fólkið sem sótti kjötið var gráti
næst. Margir sögðu mér
frá ástandi sínu og það
var grátlegt.
Jóhanna Bjarndís Stofnaði hópinn
Matargjafir á Facebook.
Gefa mat á
Facebook
Hvunndagshetjur
okkar Íslendinga
gefa bágstöddum
mat á Facebook.
Hjálparhönd Fjölmargir Íslendingar hafa tekið höndum saman og gefa nú mat til bágstaddra á Facebook.
Mótmæla
bótatímanum
Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar
gerir alvarlegar athugasemdir við
þær fyrirætlanir ríkisstjórnarinn
ar að stytta hámarksbótatíma at
vinnulauss fólks úr þremur árum
í tvö og hálft ár. Kvarta ráðið und
an því að ekkert samráð hafi ver
ið gert við sveitarfélögin í landinu
og segja fyrirvarann hafa verið lít
inn sem engan.
Beinn kostnaður sveitarfélags
ins af þessum aðgerðum er áætl
aður 57 milljónir á næsta ári.
„Fjölskylduráð leggur því
áherslu á að ríkisvaldið leggi til
mótvægisaðgerðir vegna þessara
aðgerða og fjármagni þær, m.a. í
formi virkniúrræða fyrir þenn
an hóp en að öðrum kosti dragi
þessi áform til baka,“ segir í bók
un fjölskylduráðs.
Vita ekki hvaðan
blysið kom
Ekki liggur fyrir hvaða nemandi
tók með sér neyðarblys í Brekku
bæjarskóla á mánudag eða
hvernig blysið endaði í kennslu
stund í skólanum. Engin neyðar
blys eru geymd í skólanum, en
nemandi í fjórða bekk kveikti á
einu slíku í miðri kennslustund
með þeim afleiðingum að hann
stórslasaðist.
Faðir drengsins fullyrðir að
blysið hafi ekki komið af heimili
þeirra. Drengurinn hefur verið á
gjörgæsludeild Landspítalans í
Reykjavík og verður á sjúkrahúsi
í nokkrar vikur að öllum líkind
um. Brunasár hans eru mikil og
hefur faðir hans rætt það opin
berlega að hann eigi fyrir hönd
um sér langt og strangt bataferli.
„Bata eins góðan og hann get
ur fengið. En örin verða mikil
og ávallt til áminningar um at
burðinn,“ segir faðir hans, Oddur
Guðmundsson. Samnemendur
drengsins hafa fengið áfallahjálp.