Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 4
Helgarblað 26.–29. september 20144 Fréttir
„Hef ekki sett
mér nein mörk“
Skúli Mogensen ætlar að halda áfram að fjármagna WOW air þrátt fyrir 1.100 milljóna tap
É
g hef ekki sett mér nein mörk.
Ég er bara mjög ánægður með
hvernig tekist hefur til. Á með-
an svo er þá held ég áfram,“
segir Skúli Mogensen, fram-
kvæmdastjóri og eigandi flugfélags-
ins WOW air, aðspurður um árs-
reikning félagsins fyrir árið í fyrra
og hversu lengi hann hyggist fjár-
magna félagið á meðan það skilar
ekki hagnaði.
Rekstrarniðurstaðan var neikvæð
um rúmlega 332 milljónir króna í
fyrra en var tæplega 800 milljónir
árið 2012. Skúli segir að heildartap
WOW air sé því um 1.100 milljónir á
síðustu tveimur árum. Hann segir að
þess vegna sé hann ánægður vegna
þess að tapið hafi minnkað svo mik-
ið á milli ára. „Ef þetta væri að þróast
í hina áttina þá væri ég augljóslega
með talsverðar áhyggjur.“
Býst við 17 milljarða veltu
Skúli segir að það verði að setja mál-
efni félagsins í samhengi því um
sé að ræða fyrsta flugfélagið sem
stofnað er á Íslandi í yfir 30 ár og
að þetta kalli á fjárfestingu. Hann
segir tekjurnar hafi aukist mikið og
býst við enn meiri tekjuhækkun á
næsta ári. „Við erum að velta ein-
hverjum 11 milljörðum á ári, áætl-
um að stækka um 60 prósent á næsta
ári og fara í einhverja 17 milljarða
veltu, við erum skuldlaust félag, við
erum fyrsta flugfélagið sem sett er á
laggirnar á Íslandi í yfir 30 ár – það
er segja flugfélag með raunverulegt
flugrekstrarleyfi – og þetta kallar að
sjálfsögðu á fjárfestingu. Það að fjár-
festa milljarð í að setja svona á kopp-
inn er í rauninni ekki mikið þó að
vissulega séu þetta háar upphæðir.“
WOW er eina íslenska flugfélag-
ið sem á í samkeppni við Icelanda-
ir um flug til og frá Íslandi. Á sín-
um tíma var Iceland Express eini
samkeppnis aðili Icelandair en WOW
keypti það félag eftir að það hafði átt
erfitt uppdráttar.
Fjármagnar félagið einn
WOW air er sérstakt flugfélag að því
leyti að Skúli Mogensen, eða fjár-
festingarfélag í hans eigu, er eini hlut-
hafi félagsins og hann fjármagnar fé-
lagið með fjármunum frá sjálfum sér.
Hann segist ekkert skulda í rekstri
WOW air. „Ég skulda ekki krónu.“ Fé-
lagið skuldar 2,6 milljarða króna en
þar af eru rúmlega 1.500 milljónir
sem eru fyrirfram innheimtar tekj-
ur, sem kalla má skuld við viðskipta-
vini vegna vörusölu, og rúmlega
300 milljóna króna skuld við Skúla
sjálfan. Skuldir WOW eru því ekki
við bankastofnanir heldur kemur
rekstrar féð frá Skúla og svo auðvitað
viðskiptavinum flugfélagsins.
Þegar sagt er við Skúla að það
hljóti að vera stór biti fyrir hann að
fjármagna félagið einn svarar hann
því til að það sé afstætt: „Það er
allt afstætt […] Þriðji ársfjórðung-
ur var mjög góður hjá okkur – sum-
arið var metsumar – og ég býst við
að skila mjög ásættanlegri afkomu
á seinni hluta ársins. Þannig að ég
er mjög sáttur við þessa fjárfestingu
og á meðan svo er þá held ég að sjálf-
sögðu áfram að fjármagna félagið
eftir þörfum.“
Skúli segist aðspurður ekki getað
áttað sig á því hver rekstrarniður-
staða ársins í ár verði nákvæmlega.
Ætla sér að vaxa hratt
Þráspurður um hvort hann telji sig
geta haldið áfram að fjármagna fé-
lagið einn næstu tvö árin eða þrjú
árin segir Skúli að það velti á því
hversu hratt flugfélagið vaxi. Á
næsta ári mun WOW hefja flug til
Bandaríkjanna sem er áhættusöm
ákvörðun sem bæði getur skilað afar
góðum árangri eða afar slæmum.
Hugsanlega mun framtíð WOW air
velta á því hvernig Bandaríkjaflugið
gengur. „Þetta fer allt eftir því hversu
hratt við vöxum. Þetta eru auðvitað
stórar upphæðir og við ætlum okkur
að vaxa hratt. Það gæti kallað á frek-
ari fjármögnun. Ég hef gefið það út
að mér gæti fundist áhugavert að fá
fleiri með mér í liðið en það er ekkert
sem liggur fyrir í þeim efnum.“
Samtals hefur Skúli lagt 1,5 millj-
arða króna inn í flugfélagið á síðustu
tveimur. Hann segir að þetta sé sú
heildarupphæð sem hann hafi lagt
inn í WOW air frá stofnun félagsins
en við bætast svo rekstrarlán upp á
rúmlega 300 milljónir sem Skúli seg-
ir að séu til að bjarga skammtíma-
fjármögnun félagsins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is „Á meðan
svo er þá
held ég áfram
Ánægður með
breytinguna
Skúli Mogensen er
ánægður með þá
breytingu sem varð
á rekstrarniður-
stöðu WOW air á
milli áranna 2012
og 2013 en tapið
minnkaði um 500
milljónir króna.
Grafarþögn um afdrif sendiherrans
Engin svör frá kínverska sendiráðinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir
E
ngin svör fást frá kínverska
sendiráðinu á Íslandi um afdrif
fyrrverandi sendiherra Kína á
Íslandi, Ma Jisheng. DV hefur
sent ítrekaðar fyrirspurnir á sendi-
ráðið og staðgengil sendiherrans á
Íslandi, Chen Laiping, án árangurs.
Kínverska utanríkisráðuneytið hefur
ekkert viljað tjá sig um málið.
Skyndilegt hvarf sendiherrans
vakti athygli alþjóðlegra fjölmiðla í
síðustu viku. Fullyrt var að hann og
eiginkona hans, Zhong Yue, hefðu
verið kölluð til Kína í byrjun ársins
og handtekin af kínverskum ör-
yggissveitum í febrúar síðastliðnum
vegna gruns um njósnir fyrir japönsk
stjórnvöld. Kínverska utanríkisráðu-
neytið hefur ekki viljað staðfesta
fregnirnar.
DV greindi frá því þann 5. sept-
ember síðastliðinn að ekkert hefði
spurst til Ma síðan hann yfirgaf
landið þann 23. janúar. Hjá kín-
verska sendiráðinu fengust þær upp-
lýsingar að spurningum DV varðandi
málið yrði ekki svarað eða eins og rit-
ari sendiráðsins sagði: „Ég er búinn
að tala við fólkið sem stýrir svona
löguðu og svarið er að þessu verður
ekki svarað á þessum tímapunkti.“
Ma Jisheng fæddist árið 1957 í
Kína og er með meistaragráðu í sagn-
fræði. Hann hóf störf í kínversku ut-
anríkisþjónustunni árið 1988, meðal
annars sem sendifulltrúi í sendiráð-
um Kína í Indónesíu og Japan. Hann
tók við sem sendiherra Kína á Íslandi
haustið 2012 og fór af landi brott í
upphafi þessa árs. Íslenska utanrík-
isráðuneytinu var tilkynnt um það í
maí að hann myndi ekki snúa aftur.
DV greindi frá því á þriðjudag að
Zhang Weidong væri nýr sendiherra
Kína á Íslandi. Boðað hef ur verið til
sér stakr ar mót töku vegna skipunar
hans í embætti í kínverska sendiráð-
inu þann 1. október. Zhang starfaði
áður sem sendiherra Kína í sam-
bandsríkinu Míkrónesíu, en það er
eyríki í Suður-Kyrrahafi, norðaustan
við Papúu Nýju-Gíneu. n
jonbjarki@dv.is
Týndi sendiherrann Staðgengill kínverska
sendiherrans á Íslandi hefur ekki svarað ítrek-
uðum fyrirspurnum DV vegna málsins.
Snarpar
vindhviður
Búast má við snörpum vind-
hviðum á norðaustan- og aust-
anverðu landinu í dag, föstudag,
og fram eftir degi. Þær koma í
kjölfar snarpra vindhviða við
fjöll syðst á landinu á fimmtu-
dagskvöld og fram á nótt.
Veður stofan greinir frá. Þar er
varað við því að gasmengun frá
eldgosinu í Holuhrauni berist
helst til austurs og suðausturs á
föstudag. Ítarlegri veðurspá er
að finna á síðu 51 í blaðinu.
Vita ekkert
um Christian
Þýski ferðamaðurinn, Christian
Mat hi as Markus, er enn ófund-
inn. Engar vísbendingar hafa
borist til lögreglu um afdrif hans,
en leit hefur staðið yfir undan-
farna daga við Látrabjarg. Á
fimmtudag lá formleg leit niðri
vegna aftakaveðurs á svæðinu
og ekki var hægt að tryggja ör-
yggi leitarmanna. Maðurinn er
fæddur 11. október 1980. Hann
var á ferðalagi hér á landi, en
fjölskylda hans fór að óttast um
hann á laugardaginn fyrir tæpri
viku og hafði samband við lög-
regluna. Bifreið hans fannst við
Látrabjarg á miðvikudag, en
Christian sást fara frá hóteli í
Breiðavík í Vestur byggð þann 18.
september. Til hans hefur ekki
spurst síðan.